Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Verður styttan af Jónasi Hallgrímssyni flutt úr Hljómskálagarðinum vestur á Mela, í námunda við Hús íslenskunnar og Þjóðarbókhlöðuna? Þetta lagði Sigurður E. Þorvaldsson læknir til í grein í Morgunblaðinu 3. september sl. Morgunblaðið ákvað að kanna hvort þessi hugmynd Sigurðar yrði mögulega að veruleika. Í ljós kom að engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar, hvað sem síðar kann að verða, enda nægur tími til stefnu. Sigurður læknir leggur til í grein sinni að styttan verði færð á Degi íslenskunnar, afmælisdegi Jónasar. Það verður alla vega ekki á næsta afmælisdegi listaskáldsins, en Jónas fæddist 16. nóvember 1807. Styttan af Jónasi Hallgrímssyni er á skrá yfir þau útilistaverk sem eru í eigu og umsjá Reykjavíkurborgar, upplýsir Ólöf Kristín Sig- urðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Styttan var reist fyrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavíkur. Höfundur er Einar Jónsson og er verkið ársett 1905 en var sett upp við Lækjar- götu 1907 en síðar fundinn staður í Hljómskála- garði eða árið 1947. Hús íslenskunnar við Arn- grímsgötu stendur á lóð Háskóla Íslands og hafa ekki átt sér stað viðræður um flutning styttunnar að húsinu, segir Ólöf. Reykjavíkurborg á styttuna og Háskólinn lóðina svo flutningur hennar er á borði stjórn- enda þeirra. Væntanlega með aðkomu stjórn- enda Árnastofnunar. „Oft koma upp hugmyndir um flutning úti- listaverka og eru þær ætíð skoðaðar með opn- um huga og þá einkum litið til þess hvort breytt viðhorf, framkvæmdir eða umhverfishönnun kalli á nýja staðsetningu en einnig þarf að horfa til kostnaðar. Glæsilegur arkitektúr nýbygg- inga á borð við Hús íslenskunnar býður upp á tækifæri til nýsköpunar og gerð listaverka sem vekja nýjar kynslóðir til vitundar um menning- arsögu landsins og þá sem lögðu hönd á plóg,“ bætir Ólöf við. Sigurður E. Þorvaldsson segir í grein sinni að í ljósi sögunnar hafi flutningur styttu Jón- asar í Hljómskálagarðinn ekki reynst farsæl ráðstöfun, þótt ugglaust hafi hún verið gerð af góðum hug. „Nú líða dagar án þess að styttan – reist til að halda minningu Jónasar á lofti – minni í fá- förnum Hljómskálagarðinum nánast nokkurn mann á að þjóðin hafi átt þetta ástsæla skáld sem greiddi stúlkunni lokka við Galtará, eggj- aði til endurreisnar Alþingis – og lýsti atvikinu svo ljóslifandi að okkur finnst við hafa verið við Gunnarshólma þegar Gunnar sneri aftur,“ seg- ir Sigurður m.a. í grein sinni. Morgunblaðið/sisi Listaskáldið Stytta Jónasar er nú í trjálundi í Hljómskálagarðinum. Skáldið er í frakka að sinn- ar tíðar sið, stingur hægri hendi inn undir frakkann og heldur á blómi í vinstri hendinni. Verður stytta Jónasar flutt vestur á Mela?  Borgin á styttuna en Háskólinn á lóð Húss ís- lenskunnar  Hljómskálagarður óheppilegur?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.