Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 50
Glæsilegur þýskur
náttfatnaður
Frí heimsending um land allt
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is
Vefverslun
selena.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Í tilefni af því að tónlistarkonan Bríet sendir
frá sér plötuna „Kveðja, Bríet“ aðfaranótt
laugardagsins 10. október slær K100 upp
hlustunarpartíi í beinni þar sem platan verður
spiluð í heild sinni og útgáfu hennar fagnað.
Skelltu þér á rúntinn og fagnaðu með Bríeti á
K100.
Bríet ræddi við þá Loga Bergmann og
Sigga Gunnars um plötuna og hlustunar-
partíið en hún átti meðal annars eitt vinsæl-
asta lag ársins „Esjan“.
Spurð út í vinsældir lagsins segir Bríet: „Já,
ég bjóst bara nákvæmlega við þessu. Það var
ekkert annað sem kom til greina. Nei, ég er
náttúrlega bara að bulla, auðvitað ekki. Maður
gefur ekkert út lag og er bara já, ég geri þetta
af því að þetta er hittari. Þannig að ég er bara
í skýjunum og þetta er alveg fáránlegt.“
Bríet segir hlustendur mega búast við
blandi í poka á nýjustu plötu sinni, „Kveðja,
Bríet“, en hún haldi þó áfram að fjalla um ást-
ina og sorgina.
Vegna þess að Bríet getur hvorki verið með
útgáfutónleika né partí vegna plötunnar
ákvað hún í samstarfi við K100 að vera með
hlustunarpartíið í beinni.
„Maður þarf að finna aðrar leiðir og þar
sem ég hlusta rosalega mikið á plötur þegar
ég er að keyra, set oft plötur í gang þegar ég
fer á rúntinn, þá er þetta sniðugt,“ segir hún.
Platan verður spiluð í heild sinni á K100
klukkan 21:30 áður en hún verður gefin út.
K100 hvetur fólk til þess að fara saman á rúnt-
inn og njóta þess saman.
Föstudagskvöldið 9. október
slær K100 upp hlustunarpartíi
í beinni útsendingu klukkan
21:30 og þér er boðið.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Tónlistarkona Bríet á eitt vinsælasta lag landsins, Esjan.
Hlustunarpartí K100 og Bríetar
sem hún leggur inn skila sér og þvílíkt
afrek að vera ein af 10 bestu í heim-
inum til að keppa úti. Við getum verið
stolt af okkar fulltrúa sýna kraftinn
sem í henni býr.
Að fylgjast með henni Katrínu á In-
stagram er líka geggjað því að hún er
dugleg að iðka þakklæti og fylla okkur
sem fylgjum henni innblæstri til að
gera aðeins betur. Held að það sé sér-
staklega mikilvægt á þessum tímum
að sjá fólk eins og Katrínu skara fram
úr með því að leggja inn vinnuna á
hverjum einasta degi og gera það með
þrautseigjuna að vopni með bros á vör!
Takk Katrín og ég hlakka til að fylgj-
ast með þér RÚSTA á Crossfit Games
í Aromas.
Fylgist með á K100.is þar sem við
höldum áfram með hrós vikunnar og ef
þú lumar á hrósi endilega deildu því
með okkur.
Hrós vikunnar
Ljósmynd/Instagram
Katrín Tanja Leggur nú inn vinnuna
fyrir heimsleikana í crossfit.
Hrós vikunnar
fær Katrín Tanja
Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir
Kristín Sif Hrósar Katrínu Tönju
fyrir dugnaðinn.
Hér á K100 stefnum við ávallt að því
að „hækka í gleðinni“ og því viðeigandi
að í hverri viku sé einhverjum gefið já-
kvætt og uppbyggilegt hrós.
Það er sérstaklega mikilvægt að
hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum
við öll gott af því að fá hrós, sem og að
gefa það áfram. Hvað þá núna þegar
veturinn nálgast, dagurinn styttist og
samkomutakmarkanir hafa enn og aft-
ur sett stórt strik í reikning allra Ís-
lendinga.
Það er hún Kristín Sif útvarpskona sem
gefur hrós vikunnar að þessu sinni:
Hrós vikunnar fær Katrín Tanja
Davíðsdóttir sem er að leggja inn vinn-
una fyrir heimsleikana í crossfit, ein af
fimm konum í heiminum sem komast í
úrslitin sem haldin eru í Kaliforníu í
lok þessa mánaðar. Það er svo gaman
að fylgjast með allri erfiðisvinnunni