Morgunblaðið - 08.10.2020, Page 22
Nýgengi smita á Íslandi síðastliðna 14 daga
Á hverja 100.000 íbúa Heimild: covid.is
Tvöföld skimun
við komu hefst
Slakað á
sóttvarnarreglum
Samkomubann
Samkomutakmarkanir
rýmkaðar
Hertar
samkomutakmarkanir
0
50
100
150
200
250
300
Okt.SeptemberÁgústJúlíJúníMaíAprílMars
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Það lætur nærri að fjórar af hverj-
um fimm áætluðum brottförum
flugvéla Icelandair frá Keflavíkur-
flugvelli hafi fallið niður frá sept-
emberbyrjun. Samkvæmt tölum á
vef Isavia hafa 70 brottfarir verið á
vegum Icelandair á þessum tíma, en
hins vegar hefur 265 flugum verið
aflýst, um 79% áætlaðra brottfara.
Þetta gerist þrátt fyrir að flug-
áætlun félagsins sé ekki svipur hjá
sjón miðað við það sem áður gerð-
ist. Ef horft er til miðgildis talna
þessa tímabils hafa að jafnaði verið
tvær brottfarir á dag á vegum Ice-
landair, en sjö brottförum verið af-
lýst. Á stöplariti hér til hliðar má
sjá hvernig það hefur skipst á daga,
en þar geta verið nokkrar sveiflur.
Stundum aðeins ein brottför frá
landinu á dag, en flestar hafa þær
verið fimm talsins.
Sem fyrr segir eru þessar tölur
sóttar á vef Isavia, en það gerði
Torfi Frans Ólafsson, tölvuleikja-
hönnuður hjá Microsoft, sem
ferðast mikið til og frá landinu og
hefur skiljanlega áhuga á því hvort
flogið verður eða ekki.
Það er þó ekki aðeins Icelandair,
sem aflýsir flugi til og frá landinu.
Á hinu stöplaritinu má sjá hvernig
komum til landsins hefur verið hátt-
að sama tíma og þar hefur líka tölu-
verðu verið aflýst af flugferðum.
Þröskuldur við landamærin
Ekki þarf að hafa mörg orð um
það hvað hertar sóttvarnaaðgerðir
við komu til landsins hafa haft mikl-
ar afleiðingar á samgöngur til og
frá landinu. Þær hafa eðli máls
samkvæmt komið harðast niður á
ferðaþjónustunni, án þess að nokk-
uð sé unnt að fullyrða um spurn er-
lendra ferðamanna eftir ferðalögum
til Íslands, jafnvel þó svo enginn
sóttvarnaþröskuldur væri við kom-
una til landsins. Ferðaþjónusta um
allan heim er í lamasessi og lítill
ferðahugur í fólki á dögum farald-
ursins.
Þegar litið er á myndritið að ofan,
sem sýnir nýgengi kórónuveiru-
smita á Íslandi á hverja hundrað
þúsund íbúa, er erfitt að komast að
þeirri niðurstöðu að hertar sótt-
varnaaðgerðir við komu til landsins
hafi haft afgerandi áhrif á út-
breiðslu faraldursins hér á landi.
Ómögulegt er hins vegar að segja
fyrir um hver raunin hefði orðið ef
ekki hefði verið gripið til þeirra ráð-
stafana, sem fyrst og fremst felast í
tvöfaldri skimun. Vel má vera að þá
hefði næsta smitbylgja komið fyrr
og risið hraðar.
Hins vegar blasir við að núver-
andi smitbylgja reis fyrst og fremst
fyrir innanlandssmit, þótt eitthvað
hafi verið um smit frá fólki, sem var
að koma utan úr heimi.
Að undanförnu hefur gætt nokk-
urrar gagnrýni á smitgátina við
landamærin, aðallega frá ferðaþjón-
ustu, en þar hefur verið kallað eftir
skýrari viðmiðum um hvenær gripið
sé til tiltekinna ráðstafana. Í ljósi
stóraukins fjölda innanlandssmita
að undanförnu er rætt um að þar
kunni að þurfa að vera skýr viðmið
einnig, bæði með tilliti til sóttvarna
og efnahags.
79% brottfara Icelandair aflýst
Mjög mörgum áætluðum flugferðum hefur verið aflýst að undanförnu Icelandair flýgur aðeins
eina ferð af hverjum fimm úr landi Önnur félög hafa einnig frestað ferðum sínum til landsins
Ætlaðar brottfarir Icelandair á Keflavíkurflugvelli
Flogin og aflýst flug Heimild: Isavia
Ágúst September Október
Aflýst
Flogin
16
12
10
14
8
6
4
2
0
Tvöföld skimun hefst
Ætlaðar lendingar allra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli
Flogin og aflýst flug Heimild: Isavia
Ágúst September Október
Aflýst
Lentu
30
25
20
15
10
5
0
Tvöföld skimun hefst
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND
Lloyd Jaron
Verð: 34.995.-
Vnr. LLOJARON-BRA
Lloyd Garun
Verð: 39.995.-
Vnr. LLOGARUN-CIG
NÝ SENDING AF SKÓM
Lloyd Vesuv
Verð: 39.995.-
Vnr. LLOVESUV-BLK
Lloyd Jaser
Verð: 34.995.-
Vnr. LLOJASER-BLK