Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 30

Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlits- hlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlífmóðufrí Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögurra ára vinnu á vegum Nátt- úrufræðistofnunar Íslands við skrán- ingu og kortlagningu refagrenja lauk að mestu í lok síðasta árs. Skráð hafa verið yfir 5.500 greni í öllum hreppum á landinu, en það gæti sam- svarað 80-90% af öllum grenjum, að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún segir að út frá veiðigögnum frá 2000-2015 megi gróflega ætla að 1.500-1.700 greni hafi verið í ábúð hvert ár, en í refastofninum eru nú talin vera 7-8 þúsund dýr. Minnstur var stofninn um 1.300 dýr um 1980. Mörg grenin hafi verið í ábúð í fjölda ára, jafnvel í aldir, og þar hafi búið margar kynslóðir ref fram af ref. Upplýsingar um greni hafa að mestu fengist úr veiðiskýrslum Um- hverfisstofnunar frá árunum 1989- 2015. Fyrir liggur að bera staðsetn- ingar grenja undir staðkunnuga og uppfæra kortið eftir því sem leiðrétt- ingar berast. Ester Rut segir að kortlagning refagrenja sé tímamóta- verk og upplýsingarnar gagnist ekki síst til að kanna útbreiðslu og ábúð- arþéttleika í tengslum við stofn- breytingar hjá refnum. Þéttbýlast á Vestfjörðum Ester Rut segir að Vestfirðir séu langþéttbýlasta svæði refa á landinu, líklega vegna lengdar strandarinnar miðað við flatarmál lands. „Ströndin sér refum fyrir fæðu all- an ársins hring og fuglabjörgin veita ríkulega yfir þann tíma þegar tímg- un á sér stað og uppvöxtur afkvæma. Greni eru um allt land, meðfram ströndinni, upp til fjalla og fram til heiða,“ segir Ester. Hún segir að á grenjakortinu sem nú hefur verið unnið sjáist að næg grenstæði séu fyrir hendi og þau séu því ekki tak- markandi þáttur. Ljósmynd/David Gibbon Björg í bú Refur á Hornströndum með langvíu í kjaftinum. Yfir 5.500 greni skráð um allt land  Ref fram af ref á mörgum grenjum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Burkninn tunguskollakambur er meðal sjaldgæfustu plantna sem finnast hér á landi. Hann hefur verið á válista sem tegund í hættu, en gæti á næsta ári lent á alþjóðlegum lista yfir tegundir í útrýmingarhættu, samkvæmt upplýsingum Pawels Wasowicz, grasafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun. Yrði tunguskolla- kambur þá eina plöntutegundin á Ís- landi á þessum lista. Tunguskollakambur finnst aðeins svo vitað sé á einum stað á Íslandi, við Deildartunguhver í Borgarfirði. Pawel segir að þar séu um það bil 200 plöntur, en útilokar þó ekki að hann leynist annars staðar. Árið 2015 fór Pawel í rann- sóknaferð og heimsótti jarðhita- svæði víða um land þar sem tungu- skollakambur hafði áður verið skráður. Í ljós kom að í öllum til- vikum, nema við Deildartunguhver, fannst aðeins venjulegur skolla- kambur. Tunguskollakambur vex einungis í nágrenni við jarðhita og er náskyldur skollakambi. Pawel segir líklegt að tunguskollakambur hafi áður verið útbreiddari, en vegna rasks á jarðhitasvæðum hafi burkn- inn gefið eftir. Tunguskollakambur gæti verið meðal fárra einlendra plöntuteg- unda hér á landi, en á Vísindavefn- um er eftirfarandi skilgreiningu að finna á einlendum tegundum: „Ein- lend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði.“ Hér á landi er ein önnur einlend æðplöntutegund þekkt, en það er hveraaugnfró. Skortur á einlendum tegundum Í nýtútkominni ársskýrslu Nátt- úrufræðistofnunar er fjallað um ein- lendar tegundir og tunguskolla- kamb. Þar segir: „Eitt af einkennum íslenskrar flóru er nánast alger skortur á einlendum tegundum. Það gerir hana ólíka flóru annarra eyja á norðurheimskautinu, eins og Græn- lands og Svalbarða, þar sem einlend- ar plöntutegundir eru margar. Það er ríkjandi skoðun flestra vísinda- manna að íslenska flóran hafi gjör- eyðst við síðasta jökulskeið og síðan þróast aftur frá byrjun. Rannsóknir á íslenskri flóru síð- ustu ár benda til að ein íslensk burknategund verðskuldi það að kallast einlend tegund. Enginn vafi leikur á að hún er mjög frábrugðin svipuðum burknum í Evrópu og um allan heim.“ Síðan segir frá því að danski grasafræðingurinn Christian Grøn- lund hafi fundið undarlega plöntu sem óx á strýtu við Deildartungu- hver í Íslandsleiðangri sínum 1876. „Nú, um 140 árum síðar, hefur staða þessarar áhugaverðu plöntu verið endurmetin og mjög ítarlegar flokkunarfræðilegar rannsóknir sýna fram á að plantan getur vissu- lega flokkast sem tegund – ný ís- lensk, einlend tegund, tunguskolla- kambur, Struthiopteris fallax,“ segir í ársskýrslunni. Aðeins um 200 plöntur af sjaldgæfum burkna  Sjaldséður tunguskollakambur gæti lent í útrýmingarhættu Ljósmynd/Pawel Wasowicz Tunguskollakambur Burkninn þrífst einungis við jarðhitasvæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.