Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlits- hlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika Heildsöludreifing Type II 3ja laga medical andlitsgríma FFP3 Respirator Comfort andlitsgríma með ventli FFP3 High-Risk andlitsgríma Andlitshlífmóðufrí Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögurra ára vinnu á vegum Nátt- úrufræðistofnunar Íslands við skrán- ingu og kortlagningu refagrenja lauk að mestu í lok síðasta árs. Skráð hafa verið yfir 5.500 greni í öllum hreppum á landinu, en það gæti sam- svarað 80-90% af öllum grenjum, að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún segir að út frá veiðigögnum frá 2000-2015 megi gróflega ætla að 1.500-1.700 greni hafi verið í ábúð hvert ár, en í refastofninum eru nú talin vera 7-8 þúsund dýr. Minnstur var stofninn um 1.300 dýr um 1980. Mörg grenin hafi verið í ábúð í fjölda ára, jafnvel í aldir, og þar hafi búið margar kynslóðir ref fram af ref. Upplýsingar um greni hafa að mestu fengist úr veiðiskýrslum Um- hverfisstofnunar frá árunum 1989- 2015. Fyrir liggur að bera staðsetn- ingar grenja undir staðkunnuga og uppfæra kortið eftir því sem leiðrétt- ingar berast. Ester Rut segir að kortlagning refagrenja sé tímamóta- verk og upplýsingarnar gagnist ekki síst til að kanna útbreiðslu og ábúð- arþéttleika í tengslum við stofn- breytingar hjá refnum. Þéttbýlast á Vestfjörðum Ester Rut segir að Vestfirðir séu langþéttbýlasta svæði refa á landinu, líklega vegna lengdar strandarinnar miðað við flatarmál lands. „Ströndin sér refum fyrir fæðu all- an ársins hring og fuglabjörgin veita ríkulega yfir þann tíma þegar tímg- un á sér stað og uppvöxtur afkvæma. Greni eru um allt land, meðfram ströndinni, upp til fjalla og fram til heiða,“ segir Ester. Hún segir að á grenjakortinu sem nú hefur verið unnið sjáist að næg grenstæði séu fyrir hendi og þau séu því ekki tak- markandi þáttur. Ljósmynd/David Gibbon Björg í bú Refur á Hornströndum með langvíu í kjaftinum. Yfir 5.500 greni skráð um allt land  Ref fram af ref á mörgum grenjum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Burkninn tunguskollakambur er meðal sjaldgæfustu plantna sem finnast hér á landi. Hann hefur verið á válista sem tegund í hættu, en gæti á næsta ári lent á alþjóðlegum lista yfir tegundir í útrýmingarhættu, samkvæmt upplýsingum Pawels Wasowicz, grasafræðings hjá Nátt- úrufræðistofnun. Yrði tunguskolla- kambur þá eina plöntutegundin á Ís- landi á þessum lista. Tunguskollakambur finnst aðeins svo vitað sé á einum stað á Íslandi, við Deildartunguhver í Borgarfirði. Pawel segir að þar séu um það bil 200 plöntur, en útilokar þó ekki að hann leynist annars staðar. Árið 2015 fór Pawel í rann- sóknaferð og heimsótti jarðhita- svæði víða um land þar sem tungu- skollakambur hafði áður verið skráður. Í ljós kom að í öllum til- vikum, nema við Deildartunguhver, fannst aðeins venjulegur skolla- kambur. Tunguskollakambur vex einungis í nágrenni við jarðhita og er náskyldur skollakambi. Pawel segir líklegt að tunguskollakambur hafi áður verið útbreiddari, en vegna rasks á jarðhitasvæðum hafi burkn- inn gefið eftir. Tunguskollakambur gæti verið meðal fárra einlendra plöntuteg- unda hér á landi, en á Vísindavefn- um er eftirfarandi skilgreiningu að finna á einlendum tegundum: „Ein- lend (e. endemic) tegund er tegund sem er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði og hvergi annars staðar. Svæði getur verið eyja, land eða ákveðið búsvæði.“ Hér á landi er ein önnur einlend æðplöntutegund þekkt, en það er hveraaugnfró. Skortur á einlendum tegundum Í nýtútkominni ársskýrslu Nátt- úrufræðistofnunar er fjallað um ein- lendar tegundir og tunguskolla- kamb. Þar segir: „Eitt af einkennum íslenskrar flóru er nánast alger skortur á einlendum tegundum. Það gerir hana ólíka flóru annarra eyja á norðurheimskautinu, eins og Græn- lands og Svalbarða, þar sem einlend- ar plöntutegundir eru margar. Það er ríkjandi skoðun flestra vísinda- manna að íslenska flóran hafi gjör- eyðst við síðasta jökulskeið og síðan þróast aftur frá byrjun. Rannsóknir á íslenskri flóru síð- ustu ár benda til að ein íslensk burknategund verðskuldi það að kallast einlend tegund. Enginn vafi leikur á að hún er mjög frábrugðin svipuðum burknum í Evrópu og um allan heim.“ Síðan segir frá því að danski grasafræðingurinn Christian Grøn- lund hafi fundið undarlega plöntu sem óx á strýtu við Deildartungu- hver í Íslandsleiðangri sínum 1876. „Nú, um 140 árum síðar, hefur staða þessarar áhugaverðu plöntu verið endurmetin og mjög ítarlegar flokkunarfræðilegar rannsóknir sýna fram á að plantan getur vissu- lega flokkast sem tegund – ný ís- lensk, einlend tegund, tunguskolla- kambur, Struthiopteris fallax,“ segir í ársskýrslunni. Aðeins um 200 plöntur af sjaldgæfum burkna  Sjaldséður tunguskollakambur gæti lent í útrýmingarhættu Ljósmynd/Pawel Wasowicz Tunguskollakambur Burkninn þrífst einungis við jarðhitasvæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.