Morgunblaðið - 08.10.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur fjallar í pistli á mbl.is um
misheppnað kvótauppboð á fisk-
veiðiheimildum í Namibíu. Ástæðan
fyrir umfjöllun um kvótamál í
Namibíu er vitaskuld umfjöllun um
þátttöku Samherja í
sjávarútvegi í
Namibíu, þar
með talið þátt-
taka í kaupum á
veiðiheimildum.
Sigurður Márrekur það
hvernig útboðið
hafi misheppnast
og að aðeins hafi
tekist að koma út 1,3 prósentum af
kvótanum sem boðinn var upp. Ætl-
unin hafi verið að afla jafnvirði sex
milljarða króna en niðurstaðan var
vel innan við eitt hundrað milljónir
króna.
Morgunblaðið sagði fréttina afþessu eins og Sigurður Már
bendir á en miðað við áhugann á
ýmsum fréttamiðlum hér á landi á
tengdum málum furðar hann sig á
að þeir skuli ekki hafa tekið þetta
upp.
Um einn þeirra segir SigurðurMár þetta: „Í aðdraganda
kvótauppboðsins flutti þannig vef-
miðillinn Kjarninn tvær fréttir af
því að útboðið væri í bígerð og að
nota ætti afraksturinn í baráttuna
við Covid-19. Miðillinn hefur hins
vegar þagað þunnu hljóði um nið-
urstöðuna.“
Hann segir líka að samkvæmtfrétt The Namibian hefði
fyrra fyrirkomulag skilað jafnvirði
um þriggja milljarða króna til nam-
ibíska ríkisins. Fréttin,
umfjöllunarleysið og málið allt efn-
islega hlýtur að vera mjög
umhugsunarvert eftir mikla um-
fjöllun um tengd mál hér á landi.
Frétt frá Namibíu
sem ekki er sögð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýtt vatnsár hófst hjá Landsvirkjun
1. október sl. Öll miðlunarlón á há-
lendinu eru sem næst full og fyrir-
tækið því í góðri stöðu til að tryggja
orkuafhendingu til viðskiptavina
sinna á komandi vatnsári, segir í
frétt á heimasíðu Landsvirkjunar.
Nýtt vatnsár hefst hjá Lands-
virkjun 1. október ár hvert, en um
það leyti eru miðlanir yfirleitt í
hæstu stöðu eftir vorleysingar,
jöklabráð sumarsins og upphaf
haustrigninga. Þegar haustrigning-
um lýkur og vetur gengur í garð er
byrjað að nýta miðlunarforðann.
Vatn frá miðlunum stendur undir um
helmingi af orkuvinnslu Landsvirkj-
unar yfir veturinn og fram á vor.
Í heildina var innrennsli á nýliðnu
vatnsári nokkuð undir meðallagi.
Haustið 2019 var kalt og þurrt. Nið-
urdráttur miðlunarlóna hófst um
miðjan október og hélst nokkuð ein-
dreginn fram á vor. Innrennsli vetr-
arins var vel undir meðallagi, og
voru nóvember og mars slökustu
mánuðirnir. Í lok vetrar var tals-
verður snjór á hálendinu og skilaði
hann sér vel í vorflóðunum. Söfnun í
miðlunarlón var með ágætum fram í
lok júní en hægðist á í júlí, þegar inn-
rennsli var vel undir meðallagi. Tíðin
batnaði í ágúst og öll miðlunarlón
Landsvirkjunar fylltust. sisi@mbl.is
Útlitið er gott hjá Landsvirkjun
Nýtt vatnsár hafið og flest lón eru full
Góðar horfur fyrir afhendingu orku
Ljósmynd/Landsvirkjun
Full lón Hálslón fylltist í ágúst og þá
myndaðist þar fossinn Hverfandi.
Byggðastofnun hefur gengið frá
samningum við þrjú sveitarfélög um
stuðning við atvinnuuppbyggingu
vegna fækkunar ferðafólks í kjölfar
kórónuveirufaraldursins. Samning-
arnir kveða á um stuðning ríkisins
við tiltekin verkefni við atvinnu-
uppbyggingu og nýsköpun.
Í fjáraukalögum var gert ráð fyrir
150 milljóna króna fjárveitingu til
sértækra aðgerða hjá sex sveitar-
félögum sem samkvæmt greiningu
Byggðastofnunar standa hvað verst
að vígi vegna niðursveiflu í ferða-
þjónustu. Fjármunirnir skiptast
þannig að Mýrdalshreppur, Skaftár-
hreppur og Skútustaðahreppur fá
hver um sig 32 milljónir króna og
Bláskógabyggð, Rangárþing eystra
og Hornafjörður fá 18 milljónir,
hvert sveitarfélag. Búið er að ganga
frá samningum við Skútustaða-
hrepp, Skaftárhrepp og Hornafjörð.
Hinir samningarnir eru í undirbún-
ingi. Þannig áformaði Mýrdals-
hreppur að ganga frá sínum verk-
efnum í gær.
Sveitarfélögin leggja sjálf fram
tillögur að verkefnum og fara verk-
efnahópar yfir þau. Þau eru með
allskonar verkefni í undirbúningi og
jafnvel framkvæmd. Aðalsteinn Þor-
steinsson, forstjóri Byggðastofn-
unar, segir að þau hafi verið metin
út frá því hversu mörg störf þau séu
líkleg til að skapa eða varðveita.
Sem dæmi um verkefni sem njóta
stuðnings má nefna Skútustaða-
hrepp sem fyrstur gekk frá sínum
samningi. Þar er hamingjuverkefni
Skútustaðahrepps stutt sem og að-
gerðaáætlun verkefnisins Nýsköpun
í norðri og greining orkukosta.
Aðalsteinn segir að sveitarfélögin
fái 80% fjárveitingarinnar við und-
irritun samninga og 20% þegar
verkefnum lýkur. Miðað er við að
staðan verði tekin í marsmánuði og
að sveitarfélögin skili greinar-
gerðum um verkefnin fyrir 1. apríl.
helgi@mbl.is
Styðja atvinnu- og
nýsköpunarstarf
Byggðastofnun út-
hlutar ríkisframlagi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jarðböðin Atvinna í Mývatnssveit
grundvallast á ferðaþjónustu.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Mán. – Fim. 10–18
Föstudaga 10–17
Laugardaga 11–15
2
0
0
0
—
2
0
2
0