Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 14
Móðurást Þessa hryssu með folald sér við hlið rakst Julie á í Búðardal. Julie er hestakona, hún hefur átt hryssuna Violetu undanfarin 15 ár. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég breytist í landkönnuðþegar ég gríp myndavél-ina og legg af stað út ínáttúruna til að fanga töfra birtunnar og stemninguna í augnablikinu. Ég sæki í kraftinn sem landslag býr yfir,“ segir Julie Stamenic, belgísk ung kona sem hefur mikla ástríðu fyrir ljós- myndun og heldur úti vefsíðunni juliestamenic.com. Þar birtir hún ljósmyndir sínar, meðal annars myndir frá Íslandi. „Þegar ég bjó í Noregi um tíma langaði mig alltaf til að skreppa til Íslands, enda hafði ég lengi verið heilluð af litlu eyjunni ykkar. Ég skellti mér loksins árið 2015 og varð ekki fyrir vonbrigðum. Í framhaldinu flutti ég aftur til heimalands míns, Belgíu, en svo kynntist ég íslenskri konu, Auði Sigvaldadóttur, sem er núna kær- asta mín og fyrir vikið hef ég komið oft til Íslands, enda býr tengda- fjölskylda mín öll þar,“ segir Julie og bætir við að þær Auður búi núna saman í Barcelona. Íslendingar náttúrutengdir Julie er heilluð af íslenskri náttúru og hún kemur því vel til skila í ljósmyndum sínum. „Mér finnst frábært hversu fjölbreytt landslag ber fyrir augu þegar ég ferðast um Ísland, jafnvel á ekki lengri leið en frá Keflavík til Akureyrar, þar sem fjölskylda Auð- ar býr. Sama er að segja um veð- urfarið, það er síbreytilegt, sem er draumastaða fyrir ljósmyndara. Að fá snjó, sól, vind, logn, regn og regnboga, allt í einum bíltúr, er æð- islegt. Ég kann líka einstaklega vel að meta nándina á milli fólks á Ís- landi, sem er ólíkt því sem ég kynntist í Noregi. Á Íslandi er eins og allir þekkist, allir eru tengdir í gegnum einhvern, jafnvel blóð- skyldir. Þetta gerir samfélag ykkar alveg einstakt. Mér finnst heillandi að fólk búi á þessari litlu eyju, þar sem þið eruð umvafin stórbrotinni náttúru. Íslendingar eru svo tengd- ir náttúrunni að þegar þeir byggja hús eða vegi þá taka þeir jafnvel til- lit til þess hvort einhver klettur gæti kannski verið heimili álfa eða huldufólks, og megi því ekki raska eða fjarlægja. Mér finnst stórkost- legt hvernig náttúran er með þess- um hætti samofin menningu ykkar.“ Á portúgalskan hest Margar af myndum Julie frá Íslandi eru af íslenskum hestum, sem henni finnst sérlega fallegir og gæfir. „Þeir eru líka mjög mynd- rænir. Því miður hef ég ekki enn prófað að sitja íslenskan hest, en það kemur að því, mér skilst að þeir séu mjög mjúkir á töltinu,“ segir Julie sem er hestakona, hún á portúgalskan hest, hryssuna Vio- letu, sem hún heldur rétt utan við Barcelona. Hún segist hlakka til að komast aftur til Íslands að covid loknu, til að ferðast og taka fleiri myndir. Hún segist eiga eftir að ferðast um Austfirði og að hana langi að koma á Vestfirðina að vetri til. „Við Auður ætluðum saman til Íslands í sumar, en við frestuðum því vegna heimsfaraldurs. Auður fer bráðum í heimsókn til Íslands, en ég verð um kyrrt hér í Barce- lona,“ segir Julie og bætir við að ástandið sé ekki mjög slæmt þar núna, fólk lifi nokkuð eðlilegu lífi með veiruvörnum. „Ástandið var miklu verra hér í vor,“ segir Julie sem leggur sig fram um að læra íslensku og hún býr vel að því að kunna svolítið í norsku. „Íslenskan er erfið, sérstaklega framburðurinn, stafirnir ð, þ og æ standa í mér, svo ekki sé nú talað um dl-framburðinn þegar tvö ell koma saman, eins og í orðinu fal- legt,“ segir Julie sem menntaði sig í viðskiptafræði á sínum tíma og starfaði við fagið í fimm ár í Lux- emborg og Barcelona. „Í sumar ákvað ég að segja því starfi lausu, því mér líkar ekki að vera bundin í vinnu hjá öðrum frá klukkan níu til sex. Ég vil geta ráð- stafað tíma mínum sjálf og ég vil geta skroppið til Íslands þegar ég vil og jafnvel unnið þar um tíma. Ég vil sinna ljósmynduninni meira sem og myndbandagerð. Ég er því sjálf- stætt starfandi núna og tek meðal annars að mér vefsíðugerð.“ Ísland Ró er yfir þessari mynd Julie, sem er tekin á Vestfjörðum. Hross Bakhlutar margra hesta í vetrarhárum eru myndrænir. Snæfellsnes Hér fangar Julie brot af jökli og svartri fjöru. Kann vel við nándina á Íslandi „Að fá snjó, sól, vind, logn, regn og regnboga, allt í einum bíltúr, er æð- islegt,“ segir hin belgíska Julie Stamenic, sem er heilluð af Íslandi og fang- ar birtu og stemningu með myndavélinni. Hún fann líka ástina á Íslandi og sagði starfi sínu lausu því hún vill ráðstafa tíma sínum sjálf. Saman Julie (t.h.) og Auður við fossinn Dynjanda, sem heillar marga. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.