Morgunblaðið - 08.10.2020, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra
30 ára Eva Pandora er
fædd og uppalin á
Sauðárkróki. Hún er ný-
flutt til Reykjavíkur. Eva
Pandora er sérfræð-
ingur á þróunarsviði hjá
Byggðastofnun og fv.
þingmaður Pírata. Hún
hefur mikinn áhuga á pólitík, söng og
dansi en ekkert endilega í þessari röð.
Maki: Ingi Vífill Guðmundsson, f. 1988,
hönnuður.
Börn: Árney María Daníelsdóttir, f. 2016.
Síðan eiga Eva og Ingi von á barni í jan-
úar.
Foreldrar: Baldur Haraldsson, f. 1962,
múrarameistari á Sauðárkróki, og
Pimpan Ushuwathana húsmóðir, f. 1958,
býr í Taílandi.
Eva Pandora
Baldursdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú færð frábærar hugmyndir að
umbótum og breytingum til batnaðar í
vinnunni. Ráðgáturnar sem blasa við þér í
dag eru einmitt þeirrar gerðar sem þú
leysir með hraði.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að sýna börnum og ungling-
um þolinmæði í dag. Haltu áfram að fylgja
hugmyndum þínum eftir, sama hvort þær
heppnast að þínu mati eða ekki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki undan þeirri löngun
að draga þig í hlé. Varastu umfram allt að
hrapa að niðurstöðu því þá fer þér
kannski að mistakast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Í dag er heppilegur dagur fyrir
rómantík. Segðu það sem þér finnst um
menn og málefni og þér líður betur á eftir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur mikil áhrif á fólk. Ekki nota
fyrstu lausnina sem kemur upp í hugann.
Kapp er best með forsjá.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það þýðir ekkert að berja höfðinu
við steininn og ætla að breyta hlutum
sem eru löngu liðin tíð. Skoðaðu hug þinn
vandlega og gerðu svo það sem hann seg-
ir þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Persónuleg framför er áhugamál þitt,
enda verður lífið sífellt auðveldara. Hlust-
aðu vandlega á það sem makinn hefur að
segja áður en þú gerir upp hug þinn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú þarftu að komast að nið-
urstöðu í máli, sem þú hefur lengi velt fyr-
ir þér. Láttu aðra um að óskapast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú ert ekki ánægður með
verk annarra skaltu bara taka þau að þér
sjálf/ur. Gerir þú ráðstafanir er ekki við
þig að sakast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ef þú kemur auga á veikleika
þína muntu forða þér frá því að gera
sömu mistökin aftur. Kynntu mál þitt af
hógværð og þá færðu fólk til að hlusta á
þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fólk tekur óvenju vel eftir þér í
dag og þú munt sennilega eiga mik-
ilvægar samræður við þér eldra fólk.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samskipti þín við ástvin einkenn-
ast af ákefð í dag. Þú kynnist nýrri mann-
eskju gegnum sameiginlegan kunningja.
tækja og stofnana og m.a. verið
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, Landsvirkjunar og
Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Bryndís hefur lengi haft áhuga á
jafnréttismálum, sat í stjórn Kven-
réttindafélags Íslands um skeið og
var formaður þess á árunum 1995-
1997. Hún sat einnig um árabil í
Maður veit aldrei hvað næsti dagur
ber í skauti sér og tekur bara þá
bolta sem koma inn á borð.“
Bryndís stýrði sérfræðingahópi
Alþingis um þingeftirlit á árunum
2008-2009 og einnig vinnuhópi for-
seta Alþingis um endurskoðun kosn-
ingalaga á árunum 2018-2020. Hún
hefur setið í stjórnum fjölda fyrir-
B
ryndís fæddist á Selfossi
8.10. 1960, en fjöl-
skyldan bjó þá í Skálm-
holti í Flóa, síðar í Ey
II í Vestur – Land-
eyjum. Hún ólst þar upp til 10 ára
aldurs þegar fjölskyldan flutti í
Kópavog. Bryndís var í sveit á
sumrin, fyrst í Hjarðarnesi í Nesj-
um og síðar þrjú sumur á Syðri-
Rauðamel í Hnappadal. „Ég er al-
gjör sveitastelpa í eðli mínu og mér
fannst alveg ömurlegt að flytja úr
sveitinni í bæinn. Enn þann dag í
dag líður mér hvergi betur en í
sveitakyrrð.“
Bryndís gekk fyrstu árin í skóla í
Njálsbúð í Landeyjum, þá Digra-
nesskóla í Kópavogi og síðar Víg-
hólaskóla. Eftir stúdentspróf frá
Flensborg vann hún m.a. á lögfræði-
skrifstofu Jóns Þóroddssonar, en
starfið þar hafði mikil áhrif á náms-
valið. „Þar sannfærðist ég um að
lögfræðin væri málið fyrir mig.“
Bryndís lauk lögfræðiprófi frá HÍ
1992 og starfaði með námi og að lok-
inni útskrift í dómsmálaráðuneyt-
inu, en síðar sem lögfræðingur Al-
þýðusambands Íslands. Á árunum
1995-2005 átti hún sæti á Alþingi
fyrir Alþýðubandalag og síðar Sam-
fylkingu.
Frá 2005 starfaði hún við Háskól-
ann á Bifröst, fyrst sem deildar-
forseti lagadeildar og dósent í
stjórnskipunarrétti, síðar sem að-
stoðarrektor og rektor, fram til árs-
ins 2013. „Það var mjög spennandi
að fara inn í akademíuna og rýna í
stjórnskipunina fræðilega eftir að
hafa starfað sjálf á þeim vettvangi,“
segir Bryndís sem hefur skrifað
greinar á sviði stjórnskipunarréttar,
einkum um samspil löggjafarvalds
og framkvæmdarvalds. Eftir átta ár
á Bifröst ákvað Bryndís að breyta
til, frá 2013-16 var hún starfs-
mannastjóri Landspítala, en þá tók
hún við starfi ríkissáttasemjara sem
hún sinnti næstu rúm fjögur árin.
Frá ársbyrjun 2020 hefur Bryndís
verið ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu.
„Það er gaman að vinna í
stjórnarráðinu, engir tveir dagar
eru eins og verkefnin fjölbreytileg.
siðaráði landlæknis og hefur auk
þess setið í yfirkjörstjórn Reykja-
víkurkjördæmis og landskjörstjórn.
Helstu áhugamál Bryndísar eru
fjallgöngur og ferðalög um hálendi
Íslands en einnig hefur golf bæst við
síðari árin. Hún segir þau Stefán
heimsækja heimaslóðir hans í Kal-
manstungu þegar færi gefst, og það
sé gott að geta átt athvarf í sveit-
inni. Þá taki hundurinn Nói sinn
tíma og athygli.
Fjölskylda
Sambýlismaður Bryndísar er
Stefán Valgarð Kalmansson, f. 9.2.
1961, viðskiptafræðingur og kennari
við Háskólann á Bifröst. Foreldrar
hans eru hjónin Kalman Stefánsson,
f. 28.3. 1935, d. 17.2. 2011 og Bryn-
dís Jóna Jónsdóttir, f. 27.5. 1939,
bændur í Kalmanstungu. Börn Stef-
áns eru 1) Inga Valgerður, f. 6.1.
1988, lögfræðingur í sambúð með
Alexander Þór Crosby, f. 12.3. 1988,
húsasmið. Börn þeirra eru Sara
Kristín, f. 2016 og Stefán Baltasar,
f. 2020. 2) Kalman, f. 2.12. 1992, lög-
Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu – 60 ára
Systkinin níu Hér er allur systkinahópurinn komin saman, en myndin er tekin í sextugsafmæli Jódísar í júní árið
2018. Frá vinstri: Jódís, Róbert, Binna, Jón Hrafn (Krummi), Bryndís, Valþór, Erna, Orri og Hlöðver (Toddi).
„Algjör sveitastelpa í eðli mínu“
Fjölskyldan Á jólunum 2017. F.v. Magnús, Stefán, Bryndís og Hlöðver .
Til hamingju með daginn
Reykjavík Freyja Rún Hjálmarsdóttir
er fædd í Reykjavík 8. október 2019 og
er því eins árs í dag. Hún var 52 cm á
lengd og vó 3.920 grömm. Foreldrar
Freyju eru Hjálmar Guðmundsson og
Fjóla Huld Sigurðardóttir. Freyja á
eina þriggja ára systur sem heitir
Kristín Edda.
Nýr borgari
50 ára Þórgunnur
býr á Akranesi þar
sem hún er fædd og
uppalin. Hún er
grunnskólakennari og
nýkomin aftur til
starfa eftir mast-
ersnám í kennslufræði
við Nottingham-háskóla í Englandi. Hún
hefur mikinn áhuga á stærðfræði og að
miðla fjölbreyttum leiðum í kennslu og
námi.
Maki: Óskar Gíslason, f. 1968, járn-
smiður.
Börn: Teitur Símon, f. 1990 og Hrönn, f.
1995.
Foreldrar: Hrönn Hákonardóttir, f. 1945,
síðast í veisluþjónustu og Óttar Símon
Einarsson, f. 1943, d. 2013, vörubílstjóri.
Þórgunnur
Óttarsdóttir