Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 2020 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra 30 ára Eva Pandora er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún er ný- flutt til Reykjavíkur. Eva Pandora er sérfræð- ingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun og fv. þingmaður Pírata. Hún hefur mikinn áhuga á pólitík, söng og dansi en ekkert endilega í þessari röð. Maki: Ingi Vífill Guðmundsson, f. 1988, hönnuður. Börn: Árney María Daníelsdóttir, f. 2016. Síðan eiga Eva og Ingi von á barni í jan- úar. Foreldrar: Baldur Haraldsson, f. 1962, múrarameistari á Sauðárkróki, og Pimpan Ushuwathana húsmóðir, f. 1958, býr í Taílandi. Eva Pandora Baldursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð frábærar hugmyndir að umbótum og breytingum til batnaðar í vinnunni. Ráðgáturnar sem blasa við þér í dag eru einmitt þeirrar gerðar sem þú leysir með hraði. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að sýna börnum og ungling- um þolinmæði í dag. Haltu áfram að fylgja hugmyndum þínum eftir, sama hvort þær heppnast að þínu mati eða ekki. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki undan þeirri löngun að draga þig í hlé. Varastu umfram allt að hrapa að niðurstöðu því þá fer þér kannski að mistakast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag er heppilegur dagur fyrir rómantík. Segðu það sem þér finnst um menn og málefni og þér líður betur á eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur mikil áhrif á fólk. Ekki nota fyrstu lausnina sem kemur upp í hugann. Kapp er best með forsjá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Skoðaðu hug þinn vandlega og gerðu svo það sem hann seg- ir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Persónuleg framför er áhugamál þitt, enda verður lífið sífellt auðveldara. Hlust- aðu vandlega á það sem makinn hefur að segja áður en þú gerir upp hug þinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú þarftu að komast að nið- urstöðu í máli, sem þú hefur lengi velt fyr- ir þér. Láttu aðra um að óskapast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ert ekki ánægður með verk annarra skaltu bara taka þau að þér sjálf/ur. Gerir þú ráðstafanir er ekki við þig að sakast. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú kemur auga á veikleika þína muntu forða þér frá því að gera sömu mistökin aftur. Kynntu mál þitt af hógværð og þá færðu fólk til að hlusta á þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mik- ilvægar samræður við þér eldra fólk. 19. feb. - 20. mars Fiskar Samskipti þín við ástvin einkenn- ast af ákefð í dag. Þú kynnist nýrri mann- eskju gegnum sameiginlegan kunningja. tækja og stofnana og m.a. verið stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Bryndís hefur lengi haft áhuga á jafnréttismálum, sat í stjórn Kven- réttindafélags Íslands um skeið og var formaður þess á árunum 1995- 1997. Hún sat einnig um árabil í Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og tekur bara þá bolta sem koma inn á borð.“ Bryndís stýrði sérfræðingahópi Alþingis um þingeftirlit á árunum 2008-2009 og einnig vinnuhópi for- seta Alþingis um endurskoðun kosn- ingalaga á árunum 2018-2020. Hún hefur setið í stjórnum fjölda fyrir- B ryndís fæddist á Selfossi 8.10. 1960, en fjöl- skyldan bjó þá í Skálm- holti í Flóa, síðar í Ey II í Vestur – Land- eyjum. Hún ólst þar upp til 10 ára aldurs þegar fjölskyldan flutti í Kópavog. Bryndís var í sveit á sumrin, fyrst í Hjarðarnesi í Nesj- um og síðar þrjú sumur á Syðri- Rauðamel í Hnappadal. „Ég er al- gjör sveitastelpa í eðli mínu og mér fannst alveg ömurlegt að flytja úr sveitinni í bæinn. Enn þann dag í dag líður mér hvergi betur en í sveitakyrrð.“ Bryndís gekk fyrstu árin í skóla í Njálsbúð í Landeyjum, þá Digra- nesskóla í Kópavogi og síðar Víg- hólaskóla. Eftir stúdentspróf frá Flensborg vann hún m.a. á lögfræði- skrifstofu Jóns Þóroddssonar, en starfið þar hafði mikil áhrif á náms- valið. „Þar sannfærðist ég um að lögfræðin væri málið fyrir mig.“ Bryndís lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1992 og starfaði með námi og að lok- inni útskrift í dómsmálaráðuneyt- inu, en síðar sem lögfræðingur Al- þýðusambands Íslands. Á árunum 1995-2005 átti hún sæti á Alþingi fyrir Alþýðubandalag og síðar Sam- fylkingu. Frá 2005 starfaði hún við Háskól- ann á Bifröst, fyrst sem deildar- forseti lagadeildar og dósent í stjórnskipunarrétti, síðar sem að- stoðarrektor og rektor, fram til árs- ins 2013. „Það var mjög spennandi að fara inn í akademíuna og rýna í stjórnskipunina fræðilega eftir að hafa starfað sjálf á þeim vettvangi,“ segir Bryndís sem hefur skrifað greinar á sviði stjórnskipunarréttar, einkum um samspil löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Eftir átta ár á Bifröst ákvað Bryndís að breyta til, frá 2013-16 var hún starfs- mannastjóri Landspítala, en þá tók hún við starfi ríkissáttasemjara sem hún sinnti næstu rúm fjögur árin. Frá ársbyrjun 2020 hefur Bryndís verið ráðuneytisstjóri í forsætis- ráðuneytinu. „Það er gaman að vinna í stjórnarráðinu, engir tveir dagar eru eins og verkefnin fjölbreytileg. siðaráði landlæknis og hefur auk þess setið í yfirkjörstjórn Reykja- víkurkjördæmis og landskjörstjórn. Helstu áhugamál Bryndísar eru fjallgöngur og ferðalög um hálendi Íslands en einnig hefur golf bæst við síðari árin. Hún segir þau Stefán heimsækja heimaslóðir hans í Kal- manstungu þegar færi gefst, og það sé gott að geta átt athvarf í sveit- inni. Þá taki hundurinn Nói sinn tíma og athygli. Fjölskylda Sambýlismaður Bryndísar er Stefán Valgarð Kalmansson, f. 9.2. 1961, viðskiptafræðingur og kennari við Háskólann á Bifröst. Foreldrar hans eru hjónin Kalman Stefánsson, f. 28.3. 1935, d. 17.2. 2011 og Bryn- dís Jóna Jónsdóttir, f. 27.5. 1939, bændur í Kalmanstungu. Börn Stef- áns eru 1) Inga Valgerður, f. 6.1. 1988, lögfræðingur í sambúð með Alexander Þór Crosby, f. 12.3. 1988, húsasmið. Börn þeirra eru Sara Kristín, f. 2016 og Stefán Baltasar, f. 2020. 2) Kalman, f. 2.12. 1992, lög- Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu – 60 ára Systkinin níu Hér er allur systkinahópurinn komin saman, en myndin er tekin í sextugsafmæli Jódísar í júní árið 2018. Frá vinstri: Jódís, Róbert, Binna, Jón Hrafn (Krummi), Bryndís, Valþór, Erna, Orri og Hlöðver (Toddi). „Algjör sveitastelpa í eðli mínu“ Fjölskyldan Á jólunum 2017. F.v. Magnús, Stefán, Bryndís og Hlöðver . Til hamingju með daginn Reykjavík Freyja Rún Hjálmarsdóttir er fædd í Reykjavík 8. október 2019 og er því eins árs í dag. Hún var 52 cm á lengd og vó 3.920 grömm. Foreldrar Freyju eru Hjálmar Guðmundsson og Fjóla Huld Sigurðardóttir. Freyja á eina þriggja ára systur sem heitir Kristín Edda. Nýr borgari 50 ára Þórgunnur býr á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún er grunnskólakennari og nýkomin aftur til starfa eftir mast- ersnám í kennslufræði við Nottingham-háskóla í Englandi. Hún hefur mikinn áhuga á stærðfræði og að miðla fjölbreyttum leiðum í kennslu og námi. Maki: Óskar Gíslason, f. 1968, járn- smiður. Börn: Teitur Símon, f. 1990 og Hrönn, f. 1995. Foreldrar: Hrönn Hákonardóttir, f. 1945, síðast í veisluþjónustu og Óttar Símon Einarsson, f. 1943, d. 2013, vörubílstjóri. Þórgunnur Óttarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.