Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 08.10.2020, Síða 12
12 FRÉTTIR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Verður styttan af Jónasi Hallgrímssyni flutt úr Hljómskálagarðinum vestur á Mela, í námunda við Hús íslenskunnar og Þjóðarbókhlöðuna? Þetta lagði Sigurður E. Þorvaldsson læknir til í grein í Morgunblaðinu 3. september sl. Morgunblaðið ákvað að kanna hvort þessi hugmynd Sigurðar yrði mögulega að veruleika. Í ljós kom að engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar, hvað sem síðar kann að verða, enda nægur tími til stefnu. Sigurður læknir leggur til í grein sinni að styttan verði færð á Degi íslenskunnar, afmælisdegi Jónasar. Það verður alla vega ekki á næsta afmælisdegi listaskáldsins, en Jónas fæddist 16. nóvember 1807. Styttan af Jónasi Hallgrímssyni er á skrá yfir þau útilistaverk sem eru í eigu og umsjá Reykjavíkurborgar, upplýsir Ólöf Kristín Sig- urðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Styttan var reist fyrir forgöngu Stúdentafélags Reykjavíkur. Höfundur er Einar Jónsson og er verkið ársett 1905 en var sett upp við Lækjar- götu 1907 en síðar fundinn staður í Hljómskála- garði eða árið 1947. Hús íslenskunnar við Arn- grímsgötu stendur á lóð Háskóla Íslands og hafa ekki átt sér stað viðræður um flutning styttunnar að húsinu, segir Ólöf. Reykjavíkurborg á styttuna og Háskólinn lóðina svo flutningur hennar er á borði stjórn- enda þeirra. Væntanlega með aðkomu stjórn- enda Árnastofnunar. „Oft koma upp hugmyndir um flutning úti- listaverka og eru þær ætíð skoðaðar með opn- um huga og þá einkum litið til þess hvort breytt viðhorf, framkvæmdir eða umhverfishönnun kalli á nýja staðsetningu en einnig þarf að horfa til kostnaðar. Glæsilegur arkitektúr nýbygg- inga á borð við Hús íslenskunnar býður upp á tækifæri til nýsköpunar og gerð listaverka sem vekja nýjar kynslóðir til vitundar um menning- arsögu landsins og þá sem lögðu hönd á plóg,“ bætir Ólöf við. Sigurður E. Þorvaldsson segir í grein sinni að í ljósi sögunnar hafi flutningur styttu Jón- asar í Hljómskálagarðinn ekki reynst farsæl ráðstöfun, þótt ugglaust hafi hún verið gerð af góðum hug. „Nú líða dagar án þess að styttan – reist til að halda minningu Jónasar á lofti – minni í fá- förnum Hljómskálagarðinum nánast nokkurn mann á að þjóðin hafi átt þetta ástsæla skáld sem greiddi stúlkunni lokka við Galtará, eggj- aði til endurreisnar Alþingis – og lýsti atvikinu svo ljóslifandi að okkur finnst við hafa verið við Gunnarshólma þegar Gunnar sneri aftur,“ seg- ir Sigurður m.a. í grein sinni. Morgunblaðið/sisi Listaskáldið Stytta Jónasar er nú í trjálundi í Hljómskálagarðinum. Skáldið er í frakka að sinn- ar tíðar sið, stingur hægri hendi inn undir frakkann og heldur á blómi í vinstri hendinni. Verður stytta Jónasar flutt vestur á Mela?  Borgin á styttuna en Háskólinn á lóð Húss ís- lenskunnar  Hljómskálagarður óheppilegur?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.