Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
LC02 hægindastóll
Leður – Verð 319.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Nafn Íslands verður fjarlægt af
gráum lista FATF, alþjóðlegs fjár-
málaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka. Þetta var ákveðið á
stjórnarfundi samtakanna í gær en
Ísland var sett á listann síðastliðið
haust þegar ljóst þótti að stjórnvöld
hefðu ekki getað sýnt fram á að pen-
ingaþvættisvarnir hér á landi væru í
samræmi við kröfur hópsins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra segir við Morg-
unblaðið að vinna sem hafi verið unn-
in til að koma Íslandi af gráa listan-
um sé gríðarlega mikilvæg fyrir
íslenskt efnahagslíf. Fyrirtæki sem
hafi ætlað að stofna til viðskiptasam-
banda erlendis hafi sum hver lent á
vegg vegna veru Íslands á listanum.
„Fyrst og fremst er mikilvægt að
við séum með öflugar varnir en að
auki er þetta afar mikilvægt fyrir at-
vinnulífið. Þetta mun auðvelda við-
skiptasambönd erlendis. En einnig
erum við núna búin að uppfylla skil-
yrðin betur en margar aðrar þjóðir,“
segir Áslaug.
Hún segir að helsta breytingin frá
því sem áður var hafi snúið að skýr-
ari verkferlum innan stjórnsýslunn-
ar og aukinni áherslu á þennan mála-
flokk og mikilvægi hans. Hún segir
að vinnu við málaflokkinn sé hvergi
nærri lokið og von sé á frekari laga-
og reglugerðarbreytingum til þess
að uppfylla skilyrði FATF til fram-
tíðar.
Undraverður árangur á
skömmum tíma
Teitur Már Sveinsson, formaður
stýrihóps um aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka, segir að strax hafi verið
brugðist við tilmælum FATF frá því
í apríl árið 2017.
„Það náðist undraverður árangur
á mjög skömmum tíma. Þetta er ekki
bara frá því aðgerðaáætlun var sam-
þykkt í október 2019 heldur fór
vinna af stað um leið og niðurstöð-
urnar lágu fyrir,“ segir Teitur.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja,
segir að tilkynningar fyrirtækja um
peningaþvætti hafi færst mjög í vöxt
á undanförnum árum. Stóra breyt-
ingin með þessari vinnu sé sú að
stjórnvöld taki vel á móti þeim.
Hún segir að í flestum tilfellum sé
um að ræða eðlilegar skýringar eftir
að tilkynnt sé um grun um peninga-
þvætti en mikilvægt sé að skoða til-
vikin. Regluverk í kringum fjármála-
fyrirtæki sé sterkt og það hafi ekki
verið ástæða til veru Íslands á gráa
listanum. „En við þekkjum kannski
best hvar hætturnar liggja og getum
því látið stjórnvöld vita,“ segir Katr-
ín.
Hún segir að fyrirtækin í landinu
muni gera sitt besta við að tilkynna
grun um peningaþvætti. Hægt er að
tilkynna grun til skrifstofu fjármála-
greininga hjá lögreglu.
Ísland verður fjarlægt af gráum lista
Gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf, segir dómsmálaráðherra Fyrirtæki sem hafa
ætlað að stofna til viðskiptasambanda í útlöndum lentu sum hver í erfiðleikum vegna listans
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Af gráum lista Katrín Júlíusdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á
blaðamannafundi í Hörpu í gær þar sem ákvörðun FATF var kynnt.
Verulega hefur að undanförnu dreg-
ið úr því að komið sé með nytjahluti
á endurvinnslustöðvar Sorpu. Á
tímabilinu 1. janúar til 30. sept-
ember á þessu ári er þessi sam-
dráttur um alls 32,1% miðað við
sama tímabil á fyrra ári. Varning-
urinn þessi eru fyrst og fremst hlut-
ir sem fara á seinni stígum í Góða
hirðinn og eru seldir þar.
„Starfsfólk okkar leiðbeinir í
auknum mæli þeim sem koma á
stöðvarnar okkar með hvað – og að-
allega hvað eigi ekki – að fara í
nytjagáma. Það gæti skýrt hluta
samdráttarins, en vafalaust hefur
líka áhrif að hægt hefur á öllu í efna-
hagslífinu, þótt magn sorps sem til
okkar kemur frá sorphirðu sveitar-
félaga standi nánast í stað milli ára,“
segir Gunnar Dofri Ólafsson, sér-
fræðingur í samskiptum hjá Sorpu.
Vel er merkjanlegur samdráttur í
skilum á raftækjum, fatnaði, flösk-
um og dósum og slíkum neyslu-
tengdum vörum. Áberandi var í
fyrstu bylgju kórónuveirufaraldurs-
ins í mars og apríl á þessu ári að fólk
tók til hendi á heimilum sínum;
breytti, bætti, lagfærði og málaði.
Henti því gamla og setti upp nýtt.
Það rímar við að skil á gleri, stein-
efni og timbri í ár aukast um 12-13%
milli ára.
„Þetta er vísbending um að við
höfum verið framkvæmdaglöð þetta
árið,“ segir Gunnar Dofri. Hann
bendir einnig á að meiru hafi verið
skilað af garðaúrgangi til Sorpu í ár
en áður. Frá fyrra ári sé aukningin
16,3% og af þeirri tölu megi ráða
landinn hafi á liðnu sumri ræktað
eigin garð í orðsins fyllst merkingu.
Skil á úrgangi fyrirtækja til
Sorpu í ár hafa dregist saman um
20% frá fyrra ári, en þeirri tölu seg-
ir Gunnar Dofri að taka skuli með
fyrirvara. Sorphirða í atvinnulífinu
sé á vegum einkafyrirtækja sem
sum starfrækja eigin stöðvar þar
sem úrgangur er meðhöndlaður.
Hugsanlegt sé að slíkt sé gert með
öðru móti en verið hefur – þó fyrr-
greind tala gefi vissulega vísbend-
ingu um að minna en áður sé hent í
fyrirtækjum og búhyggindi séu leið-
arljós. sbs@mbl.is
Færri nytjamunir í Sorpu
Morgunblaðið/Eggert
Sorpa Flokkað í móttökustöð.
Meira berst af
byggingaúrgangi
Samkomulagið sem náðist í vikunni
milli verkalýðsfélaga starfsmanna
álversins í Straumsvík og Rio Tinto,
eiganda verksmiðjunnar, um
skammtímasamning felur í sér að
hann gildi í eitt ár frá 1. júní sl. til 1.
júní á næsta ári. Samninganefndir
stéttarfélaganna vilja hins vegar
semja til lengri tíma og freista þess í
viðræðum við viðsemjandann fram
til 5. nóvember að gengið verði frá
kjarasamningi sem gildi í þrjú ár.
Eins og fram hefur komið var
ákveðið þegar samkomulagið lá fyrir
að fresta undirritun samningsins til
5. nóvember og var verkfallsaðgerð-
um sem áttu að byrja í gær frestað
um þann tíma.
Að sögn Kolbeins Gunnarssonar,
formanns Hlífar,
er álverið búið að
skuldbinda sig til
eins árs samnings
en látið verði á
það reyna í sam-
tölum á næstunni
hvort hægt verði
að semja til lengri
tíma. Boðað er til
næsta fundar á
fimmtudaginn í
næstu viku og þá muni koma í ljós
hvort Rio Tinto fellst á samning sem
gildi til tveggja ára til viðbótar.
Launabreytingar í skammtíma-
samningum eru þær sömu og um var
samið í lífskjarasamningunum en
einnig eru ákvæði um vinnutíma o.fl.
Reyna að fá
lengri samning
Samkomulag í álverinu til eins árs
Álverið í
Straumsvík.
Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur og fyrrver-
andi forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, lést á
Landspítalanum 22.
október, 89 ára gamall.
Jakob fæddist 28.
júní 1931 í Neskaup-
stað. Foreldrar hans
voru Sólveig Ásmunds-
dóttir húsmóðir og Jak-
ob Jakobsson skip-
stjóri. Hann varð
stúdent frá MR 1952 og
lauk B.Sc. (Hons.) prófi
í fiskifræði og stærð-
fræði frá Háskólanum í
Glasgow 1956.
Jakob hóf störf sem fiskifræð-
ingur hjá fiskideild atvinnudeildar
Háskóla Íslands, síðar Hafrann-
sóknastofnun, árið 1956. Hann var
aðstoðarforstjóri stofnunarinnar
1975-1984 og forstjóri 1984-1998.
Jakob varð snemma þekktur fyrir
síldarrannsóknir sínar enda helsti
sérfræðingur þjóðarinnar á því sviði.
Hrun síldarstofnsins í lok 7. áratug-
ar 20. aldar breytti viðhorfum hans á
margan hátt, að eigin sögn. Undir
hans forystu efldist Hafrannsókna-
stofnun og gegndi æ veigameira
hlutverki með tilkomu kvótakerf-
isins.
Jakob varð prófess-
or við Háskóla Íslands
og gegndi þeirri stöðu í
nokkur ár eftir að hann
hætti sem forstjóri.
Einnig tók hann aftur
til við síldarrannsóknir
af auknum krafti.
Hann tók mikinn þátt í
alþjóðasamstarfi um
fiskveiðar og var m.a.
varaforseti Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins
1985-1988 og forseti
þess 1988-1991.
Jakob skrifaði fjölda
greina um fiskifræði
og veiðarfærarannsóknir og hélt
marga fyrirlestra innan lands og ut-
an. Hann hlaut fjölda viðurkenninga
fyrir störf sín og var sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
1965 og stórriddarakrossi 1986. Jak-
ob var félagi í Vísindafélagi Íslend-
inga og hlaut æðstu viðurkenningu
Glasgow-háskóla fyrir íþróttaafrek.
Jakob var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Jóhanna Gunnbjörnsdóttir
húsmóðir, (f. 1938, d. 1974). Þau
eignuðust þrjú börn, Sólveigu (f.
1958), Odd (f. 1961) og Auðbjörgu (f.
1966). Eftirlifandi eiginkona Jakobs
er Margrét E. Jónsdóttir (f. 1940),
fyrrverandi fréttamaður.
Andlát
Jakob Jakobsson
fiskifræðingur