Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is
14k, demantar
55.900,-
14k, demantar
51.200,-
14k, demantar
35.900,-
8k
13.900,-
8k, zirkon
15.900,-8k19.900,-
14k, demantar
78.800,-
14k, demantar
66.400,-
14, zirkon
53.900,-
Eins og staðan er í kosningabar-áttunni í Bandaríkjunum hefði
Trump í kappræðunum í fyrrinótt
þurft að geta veitt Biden þungt högg,
helst pólitískt náðarhögg, til að
tryggja sér fjögur
viðbótarár í Hvíta
húsinu. Trump gekk
ágætlega í kappræð-
unum, en þó varla
betur en svo að Bi-
den má nokkuð vel
við kappræðurnar
una. Þær eru ekki
líklegar til að breyta
miklu um kosn-
ingaúrslitin.
Eitt af því semætti að vera
hvað erfiðast fyrir
Biden þessa dagana, en er það ef til
vill ekki þar sem flestir fjölmiðlar
gefa því lítinn gaum vegna harðrar
andstöðu þeirra við Trump, eru upp-
lýsingar sem hafa verið að koma
fram um vafasöm viðskiptatengsl.
Þar er um að ræða, og ekki í fyrstasinn, sérkennilega aðkomu son-
ar hans, Hunters Bidens, að við-
skiptum við útlendinga. Inn í þetta
flækjast nú tölvupóstar, „tölva frá
helvíti“ eins og Trump orðaði það í
kappræðunum, og ásakanir frá fyrr-
verandi viðskiptafélaga sonar Bi-
dens, sem styrkt hefur demókrata í
gegnum tíðina, en kallar forseta-
frambjóðandann nú lygara.
Joe Biden neitar að hafa tekið viðpeningum frá erlendum aðilum
en ekki verður annað séð en að hann
hafi í það minnsta sagt ósatt um að
hafa enga vitneskju haft um erlend
viðskiptatengsl sonar síns.
Miklu skiptir að Biden geri hreintfyrir sínum dyrum í þessu efni.
Séu ásakanirnar uppspuni þarf hann
að svara þeim skilmerkilega. Séu
þær það ekki er það alvarlegt mál.
Joe Biden
Hörð barátta og
þungar ásakanir
STAKSTEINAR
Donald Trump
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Jökull SK 16 sökk við bryggju í Hafnarfjarðar-
höfn um miðjan ágúst í sumar. Fram kemur í
lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa,
siglingasviðs, um málið að þegar búið var að taka
bátinn upp og dæla úr honum reyndist enginn leki
vera að honum. Ekki fannst skýring á því af
hverju hann sökk.
Báturinn hafði legið við bryggju í Hafnarfirði í
fimm ár og rann haffærisskírteini hans út 6. febr-
úar 2015 og var hann ótryggður. Í lokaskýrslu
kemur fram að að báturinn var orðinn siginn í
sjónum þremur dögum fyrir atvikið. Að sögn
hafnaryfirvalda höfðu þau oft haft samband við
eiganda bátsins þegar þeim fannst hann vera sig-
inn vegna regnvatns, sem safnaðist upp þegar
ekki var lensað reglulega. Lensidælur voru í lagi,
að sögn eiganda.
Bátum sem lágu utan á Jökli SK voru ekki í
hættu við að dragast niður með honum þar sem
festar milli bátanna voru nægilega langar.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang
og var sett flotgirðing kringum bátinn og olía sem
kom frá honum hreinsuð upp. Nokkrum dögum
síðar var Jökli SK lyft upp. aij@mbl.is
Sökk við bryggju – enginn leki
Jökull SK var siginn í sjónum þremur dögum áður
Morgunblaðið/Eggert
Hafnarfjörður Báturinn marar í hálfu kafi.
Dýrafjarðargöng verða opnuð á
morgun, sunnudag. Nemendum
Grunnskóla Þingeyrar verður fyrst-
um ekið í gegnum göngin ásamt
Gunnari Gísla Sigurðssyni, sem hef-
ur mokað Hrafnseyrarheiði í 46 ár.
Skólabörnin hafa þrýst á um sam-
göngubætur og óskuðu eftir því við
samgönguráðherra að fá að fara
fyrst í gegn.
Athöfn verður í höfuðstöðvum
Vegagerðarinnar í Reykjavík. Þaðan
mun Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra hringja í vaktstöð
Vegagerðarinnar á Ísafirði til að
biðja um að göngin verði opnuð fyrir
umferð með því að lyfta slánum við
gangamunnana. Það verður upp úr
klukkan 14 en vegurinn að göng-
unum verður opnaður klukkustund
fyrr.
Vegna sóttvarnaráðstafana verð-
ur engin athöfn á staðnum. Hins
vegar hvetur Vegagerðin Vestfirð-
inga til að mæta og prófa göngin en
fólk erbeðið um að halda sig í bíl-
unum til að fylgja sóttvörnum til
hins ýtrasta. Til stendur að hafa við-
burð þegar aðstæður í þjóðfélaginu
leyfa. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng Göngin eru tilbúin til að taka við umferðinni sem hingað
til hefur farið yfir Hrafnseyrarheiði. Leiðin styttist um 27,4 kílómetra.
Börnin fyrst í gegn
Dýrafjarðargöng verða opnuð fyrir
almenna umferð á morgun