Morgunblaðið - 24.10.2020, Qupperneq 12
Á háum
hælum við
smíðastörf
Svalt Síðkjóll og spariskór hömluðu Björgu ekki við
störfin, hún klifraði upp í tröppur til að ljúka við verkið.
Á niðurdrepandi veirutímum veitir ekki af að standa
saman og hafa gaman. Þrír vinir keyrðu af stað með
verkfæri til að hjálpa vinkonu sem bráðvantaði aðstoð
og ákváðu að gera skemmtan góða úr öllu saman.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við höfum verið að leggjaáherslu á deilisamfélag-ið undanfarið, að hjálp-ast að og skipta með
okkur verkum. Við þurfum ekkert
endilega að vera sérfræðingar í
einhverju fagi til að hjálpast að
með hin ýmsu verk. Vinnuferð
okkar til vinkonu um liðna helgi
er gott dæmi um deilisamfélagið,
hún átti erfitt með að ná í iðn-
aðarmenn til að ljúka fram-
kvæmdum sem hafa staðið yfir í
húsinu hjá henni í allt sumar.
Hún var orðin þó nokkuð örvænt-
ingarfull þegar hún bað okkur um
að koma og hjálpa sér. Við sögð-
um strax já, því þó svo að við
séum ekki lærðir iðnaðarmenn þá
getum við eitt og annað og höfum
sannarlega gert ýmislegt sjálfar.
Til dæmis höfum við Sigga flotað
gólf í heilli íbúð og ég hef gert
upp hús, svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrir vikið kunnum við ýmislegt
af langri reynslu,“ segir Björg
Vilhjálmsdóttir en hún fór ásamt
Sigríði Melrós Ólafsdóttur vin-
konu sinni og Jose Aranhi í
vinnuferð til Rakelar Steinars-
dóttur að Ökrum á Mýrum fyrir
stuttu. Smíðagengi þetta rúllaði
upp verkinu og nýtti tækifærið til
að skemmta sér.
Mikilvægt núna að leika sér
„Við erum öll vinir og við
ákváðum áður en við héldum af
stað til Rakelar að við ætluðum að
hafa mjög gaman. Þetta verkefni
átti því líka að snúast um að borða
góðan mat og skemmta okkur,
dressa okkur upp og gleðjast yfir
lífinu. Á síðustu og verstu tímum
er mjög mikilvægt að leika sér og
hafa gaman. Þessar myndir eru
vissulega uppstillingar, en við vor-
um samt bæði fyrir myndatöku og
eftir hana að vinna á þessum stóru
tækjum,“ segir Björg og Sigríður
bætir við: „Við vorum ekki að saga
í kjólum með slæður, því við erum
ekki áhættufíklar og förum var-
lega, en vissulega boraði ég og
negldi í spariklæðum. Það skapar
svo mikla gleði að stilla sér svona
upp í sparifötunum með verkfær-
in. Þetta snýst líka um tilhlökkun-
ina að fara í ferðalag, að pakka
niður sparifötum fyrir vinnuferð.
Björg var til dæmis með þrjá kjóla
með sér og ég tók tvo fínustu
sparikjólana mína og þrenn skó-
pör, þar á meðal háhælustu skóna
sem ég á í fórum mínum,“ segir
Sigríður og bætir við að nú þegar
búið er að loka á alla mannfagnaði
hafi þær vinkonurnar ekki tæki-
færi til að fara neitt í spariföt-
unum sínum.
„Nú þegar ekki er hægt að
fara á ball, bar, fjöldasamkomur,
leikhús, eða annað, þá gerðum við
bara sjálfar hátíð úr þessari
vinnuferð. Tilhlökkunin var svo
mikil, að fara og hjálpa til hjá vin-
konu sem eldaði í okkur dýrlega
góðan mat, við fengum villigölt í
kvöldmat og mér leið eins og ég
væri að fara á Árshátíðina með
stóru Á-i og ákveðnum greini.
Stóra taskan mín var full af spari-
fötum, alls konar eyrnalokkum og
perslufestum og háhæla skóm. Við
höfðum óskaplega gaman að því
máta þetta allt í sveitinni þar sem
við vorum staddar í náttúru-
paradísinni að Ökrum. Við fórum
líka í gönguferðir og sáum seli og
hvali.“
Við erum Covid-fjölskylda
Verkið sem þau þurftu að
vinna var að loka veggjum sem
stóðu opnir, loka yfir leiðslur og
panelklæða, sem og snyrta og
snurfusa. „Við Rakel höfðum sjálf-
ar smíðað grind þessa veggjar
fyrr í sumar,“ segir Sigríður stolt
en þær Björg taka fram að þau
þrjú sem eru í smíðagenginu góða,
gæti vel að öllum Covid-reglum.
„Alveg frá því í vor þegar fyrsta
bylgja reið yfir höfum við þrjú
verið saman öllum stundum og
þurfum því ekki að gæta tveggja
metra reglunnar okkar á milli. Við
skilgreinum okkur sem Covid-
fjölskyldu, en við gættum þess að
vera ekki ofan í Rakel og við fór-
um á þremur bílum frá Reykjavík
að Ökrum og stoppuðum hvergi á
leiðinni. Við vorum ekki í neinu
samneyti við heimamenn í sveit-
inni.“
Björg segir að það sé gaman
að skoða myndirnar eftir á og lesa
í táknin. „Þegar við horfum á Jose
þar sem hann heldur á spýtu og er
með hallamál ofan á henni, sjáum
við að hann er ekki með spýtuna á
neinu föstu. Þetta finnst okkur
táknrænt fyrir lífið og tilveruna,
við erum alltaf að leita að ein-
hverju jafnvægi og það er oft eins
og ekkert fast land sé undir. Samt
erum við alltaf með hallamálið að
reyna að ná jafnvægi. Nú í Covid-
ástandinu er alltaf verið að huga
að tveggja metra bilinu og Sigga
sýnir á einni mynd hvernig skuli
mæla það. Borinn sem ég held á
lofti gæti verið tákn um að lífið fer
gjarnan upp og niður hjá okkur og
vill stundum fara út og suður.“
Þær segja að smíðagengið
hafi komið endurnært úr ferðinni
og að þau bíði spennt eftir næstu
vinnuferð og næsta verkefni.
„Rakel stóð sig gríðarlega vel
sem gestgjafi, hún var með hví-
líkar veislur í öll mál. Þetta er líka
táknrænt, ef þú klæðir þig upp í
lífinu og gerir þitt besta og kemur
vel fram við aðra, þá færðu það
besta til baka. Eins og karma, að
gefa og þiggja. Lífið er veisla,“
segja þær og bæta við að þær hafi
tekið sérstaklega eftir því und-
anfarið að það sé eins og alltaf séu
jól hjá þeim. „Á Ökrum var þetta
eins og gott gamlárskvöld með
glimmeri, við skáluðum í freyðivíni
í okkar fínasta pússi á laugardags-
kvöldinu, eftir að hafa hamast
sveitt við að klára verkið. Svo
skveruðum við okkur í sparifötin
og gerðum okkur fín. Maður þarf
að skapa sínar hátíðir sjálfur.“
Táknin í lífinu Hallamál til að ná jafnvægi, borað út og
suður og mælt hversu langt skuli milli manna.
Glæsikjólaklæddar Sigríður mundar sögina á háu hælunum en Björg vinnur með vélsögina í þykkbotna gullskóm.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu