Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.2020, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Aukin vitund almennings um eigið kolefnisfótspor hefur leitt Meniga á nýjar slóðir í vöruþróun. Jón Heiðar Þorsteinsson vörustjóri segir að fyrirtækið hafi nú lokið þróun á nýrri hugbúnaðarlausn sem kallast „Car- bon Insight“ sem vinnur samhliða þeim hugbúnaði sem setti Meniga á kortið og gerir notendum kleift að fylgjast með per- sónulegum fjár- málum sínum í gegnum snjallfor- rit. Jón Heiðar lýs- ir virkni Carbon Insight á þá leið að forritið nýti upplýsingar um einkaneyslu, sem sé skipað í ýmsa neysluflokka út frá einstaka útgjaldaliðum. Hverjum flokki er gefið ákveðið kolefnisgildi og út frá því megi áætla kolefnisfót- spor notandans sem birtist honum í smáforriti Meniga. Jón Heiðar segir kerfið algerlega sjálfvirkt fyrir notandann, en þó sé hægt að gera við það ýmsar viðbæt- ur til að auka næmni þess. Til dæmis nefnir hann að grænkerar gætu auð- merkt sig sem slíka og „fá þá af- slátt“ af kolefnisfótspori sínu sem slíkir. Flóknar forsendur Það er ekkert einfalt mál að ákvarða kolefnisspor einstaklings út frá almennum forsendum og Jón Heiðar segir það vissulega byggt á áætlun en ekki raunverulegri mæl- ingu. Hann segir að Meniga hafi lagt mikla vinnu í forsendur útreikninga og telur að niðurstaðan gefi mjög glögga og raunsæja mynd. Komið hefur verið á fót sérstöku umhverf- isráði sem hefur verið Meniga til ráð- gjafar í hönnunarferlinu. Fyrir því fer Finninn Jukka Heinonen, pró- fessor við Háskóla Íslands sem einn- ig er vísindaráðgjafi verkefnisins. Til að auka enn á gæði og trúverðugleika kerfisins segir Jón Heiðar að endur- skoðunarskrifstofan EY muni votta aðferðafræðina. Forstjóri EY, Mar- grét Pétursdóttir, segir að um mjög spennandi verkefni sé að ræða á þessu unga sviði endurskoðunar, en sem hluti af alþjóðlegri samsteypu sé þar ákveðin sérþekking sem nýtist vel til verksins. Viðbótarlausn fyrir banka Innan alþjóðlega bankakerfisins er mikil gróska segir Jón Heiðar og margir sem vilja inn á þann markað. Hann segir svokallaða nýbanka (e. Neobanks) ryðja sér til rúms með nýjum fjármálalausnum og nefnir þar t.d. stórfyrirtækin Amazon og Google. Hefðbundnir bankar leiti því stöðugt að nýjum leiðum til að ná til viðskiptavinna og græn vöruþróun og markaðssetning komi þar sterkt við sögu. Jón Heiðar segir að hugbúnaðar- lausnir Meniga hafi þegar sannað ágæti sitt við að vinna færslugögn banka, sem sé virðisauki fyrir við- skiptavini og Carbon Insight sé hrein viðbót við það kerfi. Með því að veita fólki upplýsingar um kolefnisfótspor sitt, megi virkja það til þátttöku á umhverfisvænum verkefnum t.d. með því að kaupa í sjóðum sem eru grænvottaðir, eða til að leggja fé á svokallaða græna reikninga. Umhverfismál komin á kortið Það er mat Jóns Heiðars að um- hverfismál séu komin svo rækilega á kortið að almenningur muni í aukn- um mæli leitast við að vera beinn þátttakandi í því að minnka sitt fót- spor. Vandamálið sé að erfitt sé að átta sig í þesum heimi og gildin óljós í huga flestra. Því eigi fólk í vanda með að taka sín fyrstu skref í þá átt að draga úr persónulegri mengun. Hann segir að með smáforritinu geti not- andinn betur áttað sig á því hvernig kolefnisfótsporið er samsett og þann- ig reynt að lágmarka ákveðna þætti, en einnig sé hægt að bera sig saman við aðra notendur til að átta sig betur á eigin stöðu. Vilji notandinn gera umhverfislega yfirbót, geti forritið virkað sem ein- föld lausn, t.d. með því að benda á grænar fjárfestingar eða með beinni kolefnisjöfnun í gegnum fyrirtæki sem sérhæfa sig í slíkri þjónustu og nefnir Jón Heiðar t.d. Kilvið og Vot- lendissjóð hér heima eða Sameinuðu þjóðirnar sem einnig eru í þeim geira. Eitt af því besta sem Jón Heiðar segist upplifa í starfi sínu hjá Meniga er þegar fólk sendir kveðjur og segist hafa náð tökum á fjármálum sínum með aðstoð forritsins. Hann segist vona að fólk finni sömu gleði með þessari nýju viðbót og bætir við að persónuleg kolefnisjöfnun sé ódýrari en margur haldi. Tilbúið í almenna notkun Eftir strangt þróunarferli segir Jóh Heiðar að forritið sé tilbúið til notkunar og viðræður um sölu standi ný yfir við ýmsa aðila. Meniga hefur þegar náð góðum árangri á alþjóða- vísu og bankar víða um heim nýta lausnir þess. Tekjur af Carbon In- sight segir Jóh Heiðar að verði í formi áskriftar- og leyfisgjalda og segist hann vongóður um að sjá það í notkun fljótlega hér heima, á Norð- urlöndum og jafvel á Asíumarkaði. Rekja fótspor kolefnis Morgunblaðið/RAX Skógrækt Með vitneskju um eigið kolefnisfótspor geta einstaklingar jafnað sporið t.d. með fjárfestingu í trjárækt. Sótspor til sölu » Með greiningu á persónu- legum neysluvenjum er hægt að áætla kolefnisfótspor. » Notendur geta nýtt upplýs- ingarnar til að kolefnisjafna á eigin spýtur. » Mikill áhugi er meðal banka að harsla sér völl í grænum lausnum. » Flóknir útreikningar og vott- anir að baki hugbúnaðinum.  Ný hugbúnaðarlausn Meniga gerir notendum auðvelt fyrir að fylgjast með eigin kolefnisspori  Bankar feta sig í áttina að grænum lausnum  Flóknir útreikningar að baki  Stefna á alþjóðamarkað Jón Heiðar Þorsteinsson Hagnaður Múlakaffis nam 341 millj- ón króna í fyrra og jókst verulega frá árinu 2018 þegar hagnaðurinn nam 75 milljónum. Umsvifin jukust að sama skapi verulega. Seldar vörur og þjónusta jókst um 17% og nam 1.853 milljónum króna. Eini hluthafi Múla- kaffis er Jóhannes G. Stefánsson. Í skýrslu stjórnar sem fylgir árs- reikningi félagsins, sem undirritaður var 19. ágúst, segir að búist sé við því að afkoma félagsins á árinu 2019 verði áfram jákvæð en að afleiðingar kórónuveirunnar eigi þó enn eftir að koma fram. Hins vegar fylgir ársreikningnum yfirlýsing þar sem virðist sem áhrifin séu komin fram. Þar segir að gera megi ráð fyrir verulegum áhrifum á rekstur félagsins. Í upphafi árs hafi verið búist við áframhaldandi vexti félagsins en að nú sé gert ráð fyrir samdrætti í veltu upp á 40%. Gangi það eftir mun heildarvelta félagsins nema um 1,1 milljarði króna. Enn fremur er tekið fram að launahlutfall fyrirtækisins hafi hækkað verulega og stefni í 45% en hafi verið 38% árið 2019. Þá sé hrá- efnishlutfall að stefna í 45% en hafi verið um 36% á fyrra ári. „Áhrifin eru því gríðarleg og mun félagið standa frammi fyrir tapi í lok árs,“ segir í yfirlýsingunni sem und- irrituð er af Guðríði M. Jóhannes- dóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Í henni er enn fremur tekið fram að stór hluti tekna Múlakaffis komi frá veitingarekstri og mötuneytissölu og að hún hafi dregist saman „en mest- ur er tekjumissirinn vegna veislu- þjónustu sem félagið hefur verið leið- andi í á markaði gegnum árin og er þá átt við stóra viðburði eins og árshátíðir stórra fyrirtækja sem öllu hefur verið frestað eða aflýst síðustu mánuði“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veisla Múlakaffi hefur lengi verið eitt vinsælasta veitingahús landsins. 40% samdráttur hjá Múlakaffi  Hagnaðist um 341 milljón í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.