Morgunblaðið - 24.10.2020, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ísland er kom-ið af gráumlista fyrir-
bæris sem kallar
sig Fjármálaað-
gerðasveitina
(Financial Action
Task Force á
ensku eða FATF)
og beitir sér gegn peninga-
þvætti og fjármögnun hryðju-
verka. Þetta var tilkynnt í
gær og kvaðst Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir dómsmála-
ráðherra fagna niðurstöð-
unni.
Það er vissulega til fyrir-
myndar að gripið sé til að-
gerða gegn peningaþvætti og
fjármögnun hryðjuverka.
Peningaþvætti er gríðarlega
umfangsmikið í heiminum.
Talið er að peningaþvætti
jafngildi jafnvirði tveggja til
fimm prósenta heimsfram-
leiðslunnar. Ítrekað hefur
verið skorin upp herör gegn
peningaþvætti, en lítið hefur
orðið ágengt í áranna rás.
Nýlega birtust gögn, sem
hafði verið lekið og sýndu
fram á að margir þekktustu
og virtustu bankar heims
höfðu tekið þátt í leiknum og
hjálpað glæpahringjum og
fjársvikurum að koma fúlgum
fjár undan.
Ísland kom hvergi fyrir í
þessum lekagögnum og
reyndar komst landið ekki á
hinn gráa lista vegna þess að
hér færi fram
stórfellt peninga-
þvætti. Það hlýtur
að vera spurning
hvers vegna við
erum ekki í hópi
með þessum bönk-
um, sem eru í
löndum, sem við
berum okkur saman við.
Kannski er hér við krónuna
að sakast, enn og aftur. Hún
er ef til vill ekki fyrsti kostur í
heimi peningaþvættisins.
Bætist þar í rakabanka
þeirra, sem vilja kasta krón-
unni.
Ljóst er að hér var reglu-
verki ábótavant.
Auðvitað á regluverkið að
vera í lagi og hefur örugglega
verið það hjá hinum virtu
peningastofnunum í leka-
skjölunum, enda voru þær eða
löndin sem þær starfa í ekki á
hinum gráa lista FATF. Þar
var bara ekki farið eftir regl-
unum. Það er allt annað mál.
Þótt hinn grái listi FATF sé
furðulegur þarf að taka hann
alvarlega, þótt ekki sé nema
vegna þess að það kunna aðrir
að gera og gæti að óþörfu orð-
ið til trafala í viðskiptum. Það
er hins vegar ljóst að í sam-
hengi við gegndarlaust pen-
ingaþvætti í heiminum var sá
gerningur að setja Ísland á
gráa listann eins og að veita
stöðumælasekt í miðri borg-
arastyrjöld.
Sá gerningur að
setja Ísland á gráa
listann var eins
og að veita stöðu-
mælasekt í miðri
borgarastyrjöld}
Af gráa listanum
Mikil gerjun erí orkumálum
um þessar mundir.
Þróun í rafbílum
hefur verið hröð
og þeir verða stöð-
ugt langdrægari.
Ekki er það þó eini
kosturinn í við-
leitninni til að koma á orku-
skiptum og draga úr notkun
jarðefnaeldsneytis. Annar
kostur er vetni og í gær var
greint frá því í Morgunblaðinu
að Landsvirkjun og hafnar-
yfirvöld í Rotterdam í Hol-
landi hefðu skrifað undir vilja-
yfirlýsingu um að skoða út-
flutning á grænu vetni frá
Íslandi til Rotterdam.
Þetta verkefni er vissulega
á frumstigi, en það er skyn-
samlegt að koma snemma inn í
ferlið. Í frétt blaðsins er haft
eftir Allan Castelein, forstjóra
hafnarinnar í Rotterdam, að
gert sé ráð fyrir miklum
flutningi vetnis um hana til
markaða í álfunni og horft sé
til Íslands vegna þess að hér
sé hægt að framleiða mikið af
grænu vetni á samkeppnis-
hæfu verði.
Þar er einnig
rætt við Harald
Hallgrímsson, for-
stöðumann sölu-
og viðskiptaþró-
unar hjá Lands-
virkjun, sem segir
að hér sé um að
ræða stórt tækifæri þótt langt
sé í land. Samstarf við Rotter-
damhöfn geti haft mikið að
segja um hugsanlega vetnis-
framleiðslu á Íslandi. Har-
aldur bendir á að vægi vetnis
fari vaxandi í áformum um
orkuskipti, til dæmis til að
knýja þyngri faratæki, hvort
sem er í lofti, á láði eða legi,
sem rafmagn henti illa til að
drífa.
Hjá Landsvirkjun sjá menn
fyrir sér að vetni verði mögu-
lega framleitt í Ljósafossstöð,
þar sem framleiðsla á raf-
magni hófst fyrir rúmum 80
árum og stendur enn með
óbreyttum hætti.
Í þeim sviptingum sem fram
undan eru í orkumálum er
skynsamlegt að vera með sem
flest járn í eldinum.
Viljayfirlýsing milli
Landsvirkjunar
og hafnaryfirvalda
í Rotterdam opnar
áhugaverða
möguleika}
Vetni til úflutnings?
Í
sland er ekki lengur á „gráum lista“
FATF (Financial Action Task Force)
yfir þau ríki sem sæta auknu eftirliti
vegna ófullnægjandi varna gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka. Það eru ánægjuleg og mikilvæg tíðindi.
Með samstilltu átaki fjölmargra aðila hefur
okkur tekist á skömmum tíma að bæta úr
þeim ágöllum á íslensku laga- og regluverki
sem samtökin höfðu tilgreint í úttektum sín-
um og skýrslum á undanförnum þremur ár-
um.
Forsagan er sú að árið 2017 fór fram úttekt
af hálfu FATF á vörnum landsins gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sam-
tökin komust að þeirri niðurstöðu vorið 2018
að varnir Íslands væru ófullnægjandi og Ís-
land var því sett í svonefnda eftirfylgni hjá
sérstökum vinnuhópi innan FATF um málefni
ríkja þar sem vörnum í þessum málaflokki er verulega
ábótavant. Íslandi var gefinn eins árs frestur til úrbóta.
Af hálfu íslenskra stjórnvalda var þegar hafist handa
um margþættar úrbætur. Eigi að síður komst FATF að
þeirri niðurstöðu að Íslandi hefði ekki tekist að leysa
vandann innan tilskilins frests. Í október 2019 var Ísland
sett á gráa listann og aðgerðaáætlun samþykkt af hálfu
FATF sem íslenskum stjórnvöldum var gert að fram-
kvæma.
Á fundi FATF í júní á þessu ári var talið að Ísland
hefði lokið öllum aðgerðunum með fullnægjandi hætti.
Sérfræðingar ríkjahópsins komu til landsins í
september og gengu úr skugga um að íslensk
stjórnvöld hefðu staðið við skuldbindingar
sínar. Á aðalfundi FATF í gær var loks sam-
þykkt að taka Ísland af gráa listanum.
Vert er að fagna á þessum tímamótum og
þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg.
Um leið er mikilvægt að draga réttan lærdóm
af þessari reynslu. Hún er áminning um að við
þurfum að gera betur. Það að lenda á lista
sem þessum hefur gífurleg áhrif á íslenskt at-
vinnulíf, ekki aðeins fjármálafyrirtæki heldur
nær öll fyrirtæki sem stunda alþjóðleg við-
skipti. Ef Ísland ætlar að vera þátttakandi í
alþjóðlegu viðskiptalífi, sem við svo sann-
arlega erum, þá verða stjórnvöld að tryggja
að innlent regluverk uppfylli öll alþjóðleg skil-
yrði. Sú hagsæld sem við búum við hvílir á al-
þjóðlegum viðskiptum sem aftur hvíla á
trausti milli aðila og skilyrðum um að flutningur á fjár-
magni, vöru og þjónustu sé með öruggum hætti.
Þetta er líka áminning um að stjórnsýslan er til fyrir
fólkið en ekki öfugt. Það að tryggja fyrrnefnd skilyrði á
ekki að vera stjórnsýslunni þungbært en það getur hins
vegar verið atvinnulífinu þungbært að Ísland sé flokkað
með þessum hætti. Það hefur neikvæð áhrif á hagkerfið
og þar með neikvæð áhrif á heimili og fyrirtæki í landinu.
Það má ekki gerast aftur. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Ísland af gráum lista
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Hagstæður nóvembermánuður
var ekki boðberi þess sem í vændum
var. Þvert á móti. Í tíðarfarsyfirliti
Veðurstofunnar var vetrinum þann-
ig lýst: „Veturinn 2019 til 2020 var
illviðrasamur. Meðalvindhraði var
meiri en vant er og loftþrýstingur
lægri. Illviðri voru mjög tíð og mikl-
ar samgöngutruflanir voru vegna
óveðurs og mikils fannfergis. Vetur-
inn var mjög snjóþungur norðan- og
austanlands og á Vestfjörðum. Tvö
stór snjóflóð féllu á Flateyri og eitt í
Súgandafirði þann 14. janúar.
Tvö mjög slæm óveður gengu
yfir landið í vetur og ollu miklu tjóni.
Norðanóveður í desember
Það fyrra var mikið norðan-
óveður sem gekk yfir landið dagana
10. til 11. desember sem olli miklu
tjóni. Verst var veðrið á Ströndum,
Norðurlandi vestra og Norðurlandi
eystra. Mikil ísing og fannfergi
fylgdu óveðrinu sem olli því að
hundrað hross fennti í kaf, skemmd-
ir urðu á rafmagnslínum með til-
heyrandi rafmagnstruflunum og
mikil röskun varð á samgöngum.
Það seinna var mikið austanveður
sem gekk yfir landið þann 14. febr-
úar og bættist í hóp verstu illviðra
síðustu ára. Mikið tjón hlaust af
veðrinu einkum á Suðurlandi, Suð-
austurlandi og á Faxaflóasvæðinu
þar sem veðrið var einna verst.“
Mestu tíðindi síðasta vetrar
voru snjóflóðin á Vestfjörðum í jan-
úar. Við Flateyri í Önundarfirði féll
annað snjóflóðið úr Innra-Bæjargili
og hitt úr Skollahvilft. Flóðið úr
Innra-Bæjargili fór yfir varnargarð
að hluta og á húsið að Ólafstúni 14.
Unglingsstúlka grófst í flóðinu en
henni var bjargað og var hún ekki
alvarlega slösuð. Snjóflóðið úr
Skollahvilft féll meðfram varnar-
garði og út í smábátahöfnina. Það
olli miklu eignatjóni á bátum og
hafnarmannvirkjum en ekki á fólki.
Snjóflóðið við Norðureyri í Súg-
andafirði gekk einnig fram í sjó. Það
olli flóðbylgju og urðu skemmdir við
ströndina innan og utan höfnina.
Veturinn, desember-mars, var
mjög úrkomusamur á Akureyri. Úr-
koma mældist 409,5 millimetrar sem
er rúmlega helmingi meiri en með-
alúrkoma áranna 1961 til 1990.
Vetrarúrkoman hefur aðeins einu
sinni verið meiri á Akureyri, það var
veturinn 1988 til 1989. Í Reykjavík
mældist úrkoman 338,0 mm sem er
10% umfram meðallag í Reykjavík.
Apríl 2020 var mjög kaldur
framan af en síðustu tíu dagarnir
voru fremur hlýir og sólríkir. Mikið
norðaustanillviðri gekk yfir landið
dagana 4. til 5. apríl og er það í
flokki hinna verstu í apríl. Í febrúar-
lok kom COVID-19 og ekki sér fyrir
endann á þeim ósköpum.
Illviðravetur í vænd-
um líkt og sá síðasti?
Ljósmynd/Önundur Hafsteinn Pálsson
Flateyri Fjórir bátar sukku og tveir strönduðu þegar snjóflóð féll á bæinn og niður í höfnina um miðjan janúar.
Illviðri voru mjög tíð og miklar truflanir á samgöngum
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrsti vetrardagur er í dag,laugardag. Hvernig ætliveturinn verði er gjarnanspurt í vetrarbyrjun og þá
minnast margir þess aflaust hve síð-
asti vetur var illviðrasamur og leið-
inlegur. Einn mesti illviðravetur í
manna minnum. Vonandi upplifa
landsmenn ekki það sama á komandi
vetri.
Fyrsti vetrardagur er fyrsti
laugardagur að lokinni 26. viku sum-
ars (eða 27. viku sumars sé um sum-
arauka að ræða). Hann er fyrsti
dagur fyrsta vetrarmánaðarins, gor-
mánaðar, í gamla norræna tímatal-
inu. Sumarið gengur svo í garð
fimmtudaginn 22. apríl 2021, á
fyrsta degi Hörpu.
Hjá Veðurstofu Íslands er ann-
að tímatal. Þar telst veturinn vera
desember til mars, að báðum mán-
uðum meðtöldum.
Nóvember 2019 var óvenju-
hægviðrasamur og tíð hagstæð.
Óvenjuþurrt var um landið norðan-
vert og var mánuðurinn víða þurr-
asti nóvembermánuður um áratuga-
skeið. Að tiltölu var kaldast á
Norðausturlandi en hlýrra vestan til
á landinu.