Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Framferði fólks í nútímanum
verður oft og tíðum að sæta því
að vera í opinberri umræðu.
Margt af því sem áður var hulið,
jafnvel falið, er nú á allra
vörum. Tímarnir breytast og
viðmiðin líka. Þetta á ekki síður
við um fyrirtæki en fólk. Samtal
við samfélagið sem fyrirtækin
starfa í er orðið mikilvægara en
áður. Fyrirtæki sem láta hjá
líða að hegða sér með forsvar-
anlegum hætti eiga á hættu að
baka sér óvild og verða undir í samkeppni,
ekki aðeins í sölu á vöru eða þjónustu heldur
einnig í samkeppni um mannauð.
Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi hafa nú komið sér sam-
an um stefnu í samfélagsmálum. Fyrirtæki
sem undirrita stefnuna hyggjast því birta
ófjárhagslegar upplýsingar um umhverfismál,
félagslega þætti og stjórnarhætti, þar sem
stuðst er við alþjóðlega viðurkennd viðmið.
Ábyrg og góð umgengni um náttúruna er
skilyrði fyrir því að fiskistofnar
við Ísland verði áfram nýttir með
sjálfbærum hætti. Umhverfismál
skipa af þeim sökum stóran sess
í stefnunni. Mikið hefur áunnist í
þeim efnum á umliðnum árum,
en markmiðið er að gera enn bet-
ur. Þá er einnig stefnt að því að
birta upplýsingar um skattspor,
hvar skattar eru greiddir og við-
skipti við tengda aðila. Nánari
upplýsingar um stefnuna má
nálgast á vefsíðunni samfelag.-
sfs.is.
Trúverðug stefna
Til að greina áhrif fyrirtækja á umhverfi,
samfélag og efnahag þarf að eiga sér stað
samtal við helstu hagaðila. Það þarf að hlusta
og leitast við að skilja og ræða mismunandi
skoðanir; samtalið skerpir skilninginn. Með
þeim hætti tekst vonandi að draga fram hvað
megi gera betur og hvernig. Sem hluti af
samfélaginu ber fyrirtækjum að leita leiða til
að draga úr neikvæðum áhrifum og auka þau
jákvæðu. Hluti af þeirri vinnu grundvallast á
stefnu sem sækir fyrirmyndir í alþjóðlega við-
urkennd viðmið, lög og venjur. Það verður
með öðrum orðum að vera trúverðug stefna
sem menn hyggjast fylgja.
Vegferðin
Til undirbúnings við setningu stefnunnar
voru haldnir fjórir opnir fundir síðari hluta
vetrar undir yfirskriftinni „Samtal um sjávar-
útveg“ og var þar fjallað um hvernig sjávar-
útvegur gæti gert betur í umhverfismálum,
hvernig auka mætti gagnsæi, hvernig stuðla
mætti að aukinni nýsköpun og hvernig væri
unnt að auka verðmæti sjávarauðlindarinnar.
Þá var haldin vinnustofa um áherslur í sam-
félagsábyrgð, þar sem öllum félagsmönnum
SFS var boðið að taka þátt. Því næst fóru
starfsmenn SFS um landið og áttu fundi með
félagsmönnum til að ræða samfélagsábyrgð
og leita eftir ábendingum og hugmyndum.
Niðurstaðan af þessari vinnu var síðan höfð
til hliðsjónar við gerð heildstæðrar samfélags-
stefnu sjávarútvegsins, sem nú hefur verið
birt.
Jákvætt afl í samfélagi til framtíðar
Það er von mín að með þeim aðgerðum sem
ráðist verður í á grundvelli þessarar stefnu
verði sjávarútvegur leiðandi afl jákvæðra
breytinga í samfélaginu. Stefnan, ein og sér,
mun duga skammt ef fyrirtæki í greininni
gera sér ekki far um að innleiða hana í allar
sínar athafnir. Fyrirtæki innan SFS eru mörg
og mismunandi að stærð og því mun það taka
mislangan tíma og mismikla vinnu fyrir þau
að ná settu marki. Það er að sjálfsögðu vel
þegar einstök fyrirtæki einsetja sér að verða
drifkraftur jákvæðra breytinga í samfélaginu,
en ég er ekki í nokkrum vafa um að sameig-
inlegur taktur heillar atvinnugreinar í þessum
efnum mun leysa úr læðingi eitthvað miklu
meira og stærra.
Eftir Heiðrúnu Lind
Marteinsdóttur » Það er von mín að með þeim
aðgerðum sem ráðist verð-
ur í á grundvelli þessarar
stefnu verði sjávarútvegur
leiðandi afl jákvæðra breyt-
inga í samfélaginu.
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sjávarútvegur og samfélagið
Fyrr á þessu ári sendi emb-
ætti umboðsmanns barna bréf til
allra ríkisstofnana með beiðni
um þátttöku í könnun. Meg-
inmarkmið hennar var að afla
upplýsinga um stöðu innleið-
ingar Barnasáttmálans, samn-
ings Sameinuðu þjóðanna um
réttindi barnsins, í íslenskri
stjórnsýslu og fyrirkomulag
samráðs stofnana við börn.
Einnig var markmiðið að fá yf-
irlit yfir þekkingu og vitund
starfsmanna stofnana um sáttmálann og þau
réttindi sem þar er kveðið á um. Framkvæmd
könnunarinnar er jafnframt liður í því að
meta ávinninginn af lögfestingu Barnasátt-
málans.
Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir
og þar með stöðumat á innleiðingu Barnasátt-
málans í íslenskri stjórnsýslu. Umboðsmaður
barna vill færa sérstakar þakkir til ríkisstofn-
ana fyrir þátttökuna og til starfsfólks þeirra
sem veittu verkefninu liðsinni sitt með því að
svara könnuninni.
Menntun og fræðsla um
Barnasáttmálann
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
hafa fáir starfsmenn stofnana fengið fræðslu
um réttindi barna eða kynningu á Barnasátt-
málanum. Í svörum sínum lýsti meirihluti
stofnana yfir áhuga á því að fá slíka kynningu
og því ljóst að meirihluti stofnana telur efni
Barnasáttmálans eiga erindi til
starfsmanna. Af niðurstöðunum
má jafnframt ráða að eftirspurn
er eftir viðeigandi fræðsluefni
fyrir aðila sem vinna með börn-
um, en umboðsmaður barna
hyggst taka til sérstakrar skoð-
unar hvernig unnt er að bæta
framboð af aðgengilegu og fjöl-
breyttu fræðslu- og upplýs-
ingaefni fyrir starfsfólk stofnana
um Barnasáttmálann og réttindi
barna. Efla þarf menntun fag-
stétta sem vinna með börnum en
einnig þarf að huga að því hvern-
ig standa megi að sífræðslu starfsfólks.. Þá
þarf að taka til skoðunar hvort tilefni sé til að
hrinda af stað sérstöku átaki innan stofnana
um Barnasáttmálann og réttindi barna.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
hafa um 37% starfsfólks stofnana fengið þjálf-
un í því að vinna með og eiga í samskiptum við
börn. Ef efla á samráð við börn og þátttöku
þeirra í stefnumótun og ákvarðanatöku í mál-
um sem varðar þau, þarf að hækka það hlut-
fall starfsfólks stofnana sem býr yfir þessari
færni.
Aðgengi
Af framkomnum svörum má ráða að mikill
meirihluti stofnana eru staðsettar í húsnæði
sem er aðgengilegt börnum. Aðgengi barna í
víðu samhengi er ein af meginreglum Barna-
sáttmálans en taka þarf til skoðunar hvort
gátlisti fyrir barnvæna aðstöðu geti auðveldað
stofnunum það verkefni þannig að börn fái
þau skilaboð að ekki sé aðeins gert ráð fyrir
þeim heldur séu þau jafnframt velkomin.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru
einungis 11% stofnana með texta á vefsíðum
sínum sem er á einföldu máli sem börn skilja.
Þá hafa einungis 18% stofnana gefið út
fræðsluefni sem er barnvænt. Við vinnslu og
framsetningu kynningar- og fræðsluefnis sem
og efnis á vefsíðum stofnana, þarf að huga að
því að gera í það minnsta hluta efnisins að-
gengilegt börnum. Það er liður í því að börn
geti sjálfstætt og á eigin forsendum leitað sér
upplýsinga um eigin réttindi, þjónustu og önn-
ur tiltæk úrræði. Þá ber að líta til þess að
upplýsingaefni sem er á einföldu og auðskildu
máli nýtist jafnframt öðrum hópum og því
getur ávinningurinn af því að setja fram efni
með þessum hætti orðið margfaldur. Taka
þarf til skoðunar hvernig setja megi fram leið-
beiningar sem nýtast stofnunum við framsetn-
ingu barnvæns kynningar- og upplýsingaefnis
á fjölbreyttu formi.
Mat á áhrifum á börn
Samkvæmt barnaréttarnefnd Sameinuðu
þjóðanna er þörf á því að meta með kerfis-
bundnum hætti áhrif lagafrumvarpa og ráð-
stöfun opinbers fjármagns á börn. Mat á
áhrifum á börn er jafnframt liður í því að
meta stöðu innleiðingar Barnasáttmálans.
Tæpur helmingur stofnana svaraði því til að
hafa lagt sérstaklega mat á áhrif eigin tillagna
eða aðgerða á börn í íslensku samfélagi. Þeg-
ar fram fer greining og mat á áhrifum ákvörð-
unar á hagsmuni og réttindi barna aukast lík-
urnar á að ákvörðunin sé í bestu samræmi við
hagsmuni barna sem er ein af meginreglum
Barnasáttmálans.
Niðurstöðurnar gefa til kynna eindreginn
vilja til úrbóta og áhuga á að bæta aðgengi
barna og efla þátttöku þeirra í starfsemi
stofnana. Tilefni er til að taka sérstaklega til
skoðunar tiltekna þætti eins og fræðslu til
starfsfólks og forsvarsmanna stofnana um
Barnasáttmálann. Þá er einnig brýnt að efla
þjálfun starfsfólks í því að vinna með og eiga í
samskiptum við börn, sem er lykilþáttur í
áframhaldandi innleiðingu Barnasáttmálans.
Einnig er ljóst að leita þarf frekari leiða til
samstarfs og samræmingar á þessu sviði og
að innleiða þarf ferla og verklagsreglur sem
tryggja að ávallt fari fram mat á hagsmunum
barna þegar við á og að þátttaka þeirra sé
tryggð í málum sem þau varðar. Embætti um-
boðsmanns barna hyggst fylgja þessari
skýrslu eftir með áframhaldandi samtali við
stofnanir en einnig er gert ráð fyrir því að
framkvæma sambærilega könnun með reglu-
bundum hætti til þess að fylgjast með
framþróuninni og leggja mat á nauðsynlegar
aðgerðir á þessu sviði.
Eftir Salvöru Nordal »Niðurstöðurnar gefa til
kynna eindreginn vilja til
úrbóta og áhuga á að bæta að-
gengi barna og efla þátttöku
þeirra í starfsemi stofnana.
Salvör Nordal
Höfundur er umboðsmaður barna.
Innleiðing barnasáttmálans hjá opinberum stofnunum
Heimsfaraldurinn hefur haft
veruleg áhrif á menntakerfið
okkar. Unnið er að því dag og
nótt að koma skólastarfi í sem
bestan farveg. Allir eru að leggja
sig fram um að svo megi verða
sem fyrst og forgangur stjórn-
valda er menntun. Framúrskar-
andi menntun er ein meginfor-
senda þess að Ísland verði
samkeppnishæft í alþjóðlegum
samanburði. Verðmætasköpun
næstu áratuga mun í auknum mæli byggjast á
hæfni, hugviti, rannsóknum og nýsköpun. Þær
öru tæknibreytingar sem orðið hafa síðustu ár
og kenndar eru við fjórðu iðnbyltinguna munu
hafa áhrif á íslenskt samfélag og efnahagslíf á
næstu áratugum. Tækniframfarir hafa vakið
vonir um að tækifærum til að skapa ný og betri
störf muni fjölga ört og lífsgæði geti aukist á
mörgum sviðum samfélagsins. Gjaldeyr-
issköpun þjóðarbúsins hefur verið mikið auð-
lindadrifin. Skynsamlegt er að fjölga útflutn-
ingsstoðunum.
Verðmætasköpun þarf í auknum mæli að
byggjast á hugviti, rannsóknum og nýsköpun
til að styrkja stoðir hagvaxtar til langframa.
Menntun og aukin hæfni er undirstaða sjálf-
bærni, framfara og aukinna lífs-
gæða. Ríkisstjórn sýnir vilja í
verki í fjárlagafrumvarpinu og
fjárveitingar til málefna sem falla
undir mennta- og menningar-
málaráðuneytið hækka um 11%
milli ára og verða 127,2 milljarðar
kr. á næsta ári.
Aukin fjárfesting í
menntun og vísindum
Um 40% af fjárveitingum ráðu-
neytisins renna til háskóla-
starfsemi, sem er stærsti einstaki
málaflokkur ráðuneytisins.
Framlög til háskóla- og rannsóknastarfsemi
hækka um 7% milli ára, þar sem bæði er um að
ræða aukinn beinan stuðning við skólastarfið
og fjárveitingar til einstakra verkefna. Eitt af
fyrirheitum í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar var að framlög til háskólastigsins næðu
meðaltali ríkja Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar. Það hefur tekist og er það fagnaðar-
efni.
Aukin framlög í Nýsköpunarsjóð náms-
manna nema 300 milljónum kr. og 159 milljónir
kr. fara í fjölgun námsplássa í hjúkrunarfræði
og fagnám fyrir sjúkraliða. Þá er gert ráð fyrir
verulega auknum fjárveitingum vegna stuðn-
ings við námsmenn, þar sem 2021 verður fyrsta
heila starfsár nýs Menntasjóðs námsmanna.
Fjárveitingar til framhaldsskólanna aukast
um 3,6% milli ára og verða 36,2 milljarðar kr.
Fjárfest verður í margvíslegum mennta-
umbótum sem eiga að nýtast öllum skólastig-
unum og framlög í rannsókna- og vísindasjóði
hækka um 67% milli ára, úr 6,2 milljörðum kr. í
10,3 milljarða kr.
Aukin viðurkenning
á gildi menningar
Umsvifin á sviði menningarmála aukast
verulega milli ára. Fjárveitingar til safnamála
hækka um 11%, þá nemur hækkun til menn-
ingarstofnana 9% og menningarsjóðir stækka
einnig um 9%. Meðal einstakra liða má nefna
300 milljóna kr. fjárveitingu vegna húsnæðis-
mála Náttúruminjasafns Íslands, 200 milljónir
kr. til undirbúnings vísinda- og upplifunarsýn-
ingar fyrir börn og ungmenni og 225 milljóna
kr. aukningu vegna tímabundinnar fjölgunar
listamannalauna. Þessi tímabundin hækkun er
ígildi aukaúthlutunar um 550 mánuði sem kem-
ur til viðbótar við 1.600 mánuði sem almennt er
úthlutað skv. lögum. Eyrnamerkt fjármagn
vegna listamannalauna verður því 905,6 millj-
ónir kr. á næsta ári samkvæmt frumvarpinu.
Þá eru 550 milljónir kr. eyrnamerktar mark-
miðum og aðgerðum í nýrri kvikmyndastefnu
sem kynnt verður á næstu dögum.
Áfram er haldið að efla bókasafnasjóð höf-
unda, sem greiðir höfundarétthöfum fyrir af-
not verka sinna, og eru fjárheimildir hans
auknar um 75 milljónir kr. Þá er ráðgert að
verja 25 milljónum kr. til að efla starfsemi
bókasafna, og rannsóknir og þróunar- og sam-
starfsverkefni á sviði bókasafna- og upplýs-
ingamála. Á árinu 2021 verður unnið að að-
gerðaáætlun nýrrar menningarstefnu. Ég
vonast til þess að hún verði hvatning og inn-
blástur til þeirra fjölmörgu sem vinna á sviði ís-
lenskrar menningar til að halda áfram sínu
góða starfi.
Fjárlagafrumvarpið í ár sýnir glögglega
mikilvægi mennta- og menningar og hvernig er
forgangsraðað í þágu þessa. Hugverkadrifið
hagkerfi reiðir sig á framúrskarandi mennta-
kerfi. Við erum að fjárfesta í framtíðinni með
því að forgangsraða í þágu menntunar. Mennt-
un er eitt mesta hreyfiaflið fyrir einstaklinga,
þar sem tækifærin verða til í gegnum mennta-
kerfið.
127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum
Eftir Lilju Dögg
Alfreðsdóttur »Framúrskarandi menntun
er ein meginforsenda þess
að Ísland verði samkeppnishæft
í alþjóðlegum samanburði.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og menningarmála-
ráðherra.