Morgunblaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 28. OKTÓBER KL. 17:00–17:30
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Efstihjalli 25, 200 Kópavogur Verð 38 millj.
Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is
Björt og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á 2. hæð á góðum stað í Kópavogi. Dökkt
harðparket er á öllum gólfum nema baðherbergi. Eldhús er með hvítri innréttingu og
björtum borðkróki við glugga. Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu sem gerir
ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Gengið er úr stofu út á vestursvalir.
Útsýni bæði til austurs og vesturs.
Komið er að viðhaldi á sameign.
Íbúð – Stærð 83,5 fm
Orð fá nýja merkingu við nýjar aðstæður, sbr. merkingu orðanna:grímulaus (í Bónus); heimavinnandi; og „Móðir mín í kví, kví“.Gott er að finna fyrir samstöðu manna í plágunni sem nú geisar.Gaman væri ef við gætum sameinast um fleira, til dæmis raun-
verulegt átak til að bæta íslenskukunnáttu unga fólksins (og þess eldra) og
gera um leið íslenskuna að eftirsóknarverðu viðfangsefni. Þá á ég ekki við það
að ausa milljónatugum í
rannsóknir á áhrifum
ensku á mál okkar. Ég á
við átak sem kostar ekki
neitt. Við skulum kalla
það: Lesum daglega fyrir
unga fólkið. Um aldir
voru sögur einmitt lesnar
hér upphátt eins og Her-
mann Pálsson rekur í sinni
merku bók, Sagna-
skemmtun Íslendinga
(1962).
Foreldrar hefji leikinn
strax og börn þeirra fara
að skilja merkingu orða.
Dúa bíll mun gera mikla
lukku, kannski sérstaklega
línan: „Koma tár,“ þegar
rifrildið um bílinn hans
Dúa litla nær hámarki. –
Kvöldlesturinn haldi
áfram þótt börnin verði
læs.
Leikskólakennarar
bætast í átakshópinn og
síðan grunnskólakenn-
arar, allt til loka grunn-
skólans. Ég minnist sælla
nestistíma hjá Elínu Vil-
mundardóttur í Lang-
holtsskóla þar sem hún las m.a. „Fimm-bækurnar“ eftir Enid Blyton. Það
hefði mátt heyra saumnál detta í 30 manna bekk. Stundum fékk Elín flug-
læsu nemendurna, þau Sigga, Önnu og Elías, til að leysa sig af með sprett og
sprett.
Svo lauk þessum indæla leik við lok barnaskólagöngunnar, því miður.
Nú vilja góðir menn fjölga íslenskutímum í grunnskólum. Það er reyndar
ekki beinlínis þörf á því. Það mætti nefnilega tengja íslenskuna öðrum grein-
um nánari böndum. Svo dæmi sé tekið væri spennusagan Brasilíufararnir eft-
ir Vestur-Íslendinginn nafnkunna, J. Magnús Bjarnason, tilvalin framhalds-
saga í landafræðitímum. Hér skiptir ekki máli þó breidd sé í hópnum hvað
námsgetu snertir; börnin munu sitja í leiðslu og hlusta á þennan seiðandi
texta. Og nemendur af erlendum uppruna munu hrífast með og styrkja stöðu
sína í samfélaginu.
Í náttúrufræðinni munu þjóðsögur nýtast best, sbr. álfasögurnar sem eru
áminning til okkar að ganga vel um landið því að annars muni illa fara: Kúa-
smalinn á Sultum í Kelduhverfi hafði þann sið að slíta grein af rauðavið-
arrunni hvert sinn er hann fór þar hjá þegar hann vantaði keyri á kýrnar –
uns hann eyðilagði runninn með öllu. En um haustið fer að bera á und-
arlegum veikindum í drengnum, visnaði fyrst höndin og hann hálfur og síðan
veslast hann upp og deyr um veturinn. – Runnurinn var skemmtilundur
huldufólksins (sjá söguna „Faðir minn átti fagurt land“. Huld I).
Þannig mætti áfram telja. Í samfélagsgreinum mundi Sólon Íslandus Dav-
íðs Stefánssonar sóma sér einkar vel. Það er töfrandi hljómur í texta Davíðs.
Gerum þetta saman.
Loks vek ég athygli Íslandssögukennara á kvæði Gyrðis Elíassonar úr nýj-
ustu bók hans: Draumstoli.
ÁFÖLL Í SÖGU ÞJÓÐAR
Svartidauði
1402
Idrætsparken
14 02
Í kví, kví
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
„Koma tár“ Dúa bíll er tilfinningaþrungin saga.
Það getur enginn svarað því hvað sé framundan. Veiran fer sínu fram og það hefurreynzt erfitt að koma böndum á hana. Enfyrir nokkrum dögum sagði Jens Spahn,
heilbrigðisráðherra Þýzkalands, að bóluefni yrði
komið fyrir apríl á næsta ári. Ætla verður að maður í
þeirri stöðu í Þýzkalandi búi yfir upplýsingum, sem
geri honum kleift að tala á þennan veg opinberlega
og þess vegna meiri líkur en minni á að svo verði.
En jafnvel þótt þýzki ráðherrann reynist hafa rétt
fyrir sér er ljóst að veturinn sem er fram undan
verður erfiður bæði hér og annars staðar. Atvinnu-
leysi er gífurlegt í okkar samfélagi og það á eftir að
verða þúsundum fjölskyldna þungbært. Tregða
stjórnvalda til að hækka grunnbætur atvinnuleys-
istrygginga tímabundið er illskiljanleg. Ekki viljum
við að fólk eigi ekki fyrir mat í okkar samfélagi en
líklegt má telja að margar fjölskyldur þurfi að velja
á milli þess að eiga fyrir mat eða reikningum um
hver mánaðamót að óbreyttu.
Það er rétt afstaða hjá stjórnvöldum að gera at-
vinnufyrirtækjum kleift að lifa „plá-
guófétið“ af svo vitnað sé til orðanotk-
unar forsætisráðherra en það sama
hlýtur að eiga við um fólk.
Enginn veit hvort ferðamenn eigi
eftir að birtast hér aftur næsta sumar.
En er ekki alveg eins líklegt að fólk fari sér hægt
fyrst í stað að leggja land undir fót? Jafnvel þótt
bóluefni kæmi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs tekur
töluverðan tíma að bólusetja fólk um allan heim og
þess vegna getur vel verið að ferðamenn sjáist ekki
að ráði hér fyrr en á árinu 2022.
Það mundi aftur hafa veruleg neikvæð áhrif á
rekstur ferðaþjónustufyrirtækja, bæði Icelandair og
hótela, sem standa nú tóm um land allt. Og hversu
lengi getur ríkissjóður haldið þeim á floti? Hann er
ekki botnlaus.
Reynist þetta raunsætt mat á stöðunni er ljóst að
hinir atvinnulausu sjá fram á lengra tímabil atvinnu-
leysis en komið hefur upp á ævi núlifandi Íslendinga.
Sá veruleiki getur leitt af sér félagslegan óróa í sam-
félaginu af því tagi, sem líkja má við þau átök, sem
urðu á upphafsárum verkalýðsfélaganna snemma á
síðustu öld.
Slíkur félagslegur órói getur svo haft víðtæk póli-
tísk áhrif á því kosningaári sem senn gengur í garð
og ómögulegt að sjá fyrir hver þau geti orðið.
En ef horft er lengra fram á veg er alveg eins lík-
legt að sum varanleg áhrif veirunnar verði jákvæð.
Hún hefur knúið okkur til að nota í ríkara mæli fjar-
fundatækni nútímans. Í því felst að draga mun úr
endalausum ferðum, bæði embættismanna svo og við-
skiptaferðum, sem mun spara mikið fé, bæði hjá hinu
opinbera og í rekstri fyrirtækja.
Fjarfundatæknin getur líka gert námsmönum
kleift að stunda nám við erlenda háskóla án þess að
vera á staðnum mestan hluta ársins, sem dregur úr
námskostnaði í öðrum löndum. Og svo mætti lengi
telja.
Með sama hætti getur fjarfundatæknin gert það að
verkum, að algengara verði að fólkið vinni heima hjá
sér, sem aftur getur dregið úr húsnæðisþörf fyrir
ýmiss konar atvinnustarfsemi, sem líka leiðir til
sparnaðar í rekstri.
Þessi tækni gerir það líka að verkum að starfs-
maður getur auðveldlega búið annars staðar á land-
inu – og jafnvel í öðru landi – en verið í fullri vinnu á
vinnustað, sem er fjarri heimabyggð viðkomandi.
Fjarfundatæknin var komin til sögunnar fyrir veir-
una en það er veiran, sem hefur knúið okkur til að
nýta hana eins og kostur er.
En jákvæð áhrif veirunnar af þessu tagi snúast
ekki bara um krónur og aura í rekstri fyrirtækja eða
opinbera stjórnkerfisins.
Við erum reynslunni ríkari frá hruni
og gerum okkur betur grein fyrir áhrif-
um stóráfalla í samfélaginu á andlega
líðan fólks. Í því sambandi er ástæða til
að vekja athygli á átaki Geðhjálpar
þessa dagana vegna sjálfsvíga.
Sú var tíðin að fjölmiðlar hér sögðu ekki frá sjálfs-
vígum að óskum lögreglu vegna þess að talin var
hætta á að slíkar frásagnir hefðu smitandi áhrif. Nú
vitum við af eigin reynslu okkar samfélags frá
hruninu, að andleg vanlíðan eykst vegna samfélags-
legra áfalla og þar með líkur á sjálfsvígum. Leiðin til
þess að draga úr þeim er ekki að þegja heldur tala
um þennan vanda. Og það er Geðhjálp að gera á
þann veg að verulega athygli vekur.
Veiran er þess vegna bæði að kenna okkur að taka
upp breytta hætti í mannlegum samskiptum, sem
spara verulega fjármuni, svo og að takast á við ýms-
ar meinsemdir í samfélaginu með beinskeyttari hætti
en áður.
Og það á líka við um ýmsa skipulagslega veikleika í
samfélagsgerðinni. Sameining sveitarfélaga er tölu-
vert á dagskrá um þessar mundir. Það blasir við að
gamalt kerfi, sem á sér rætur í löngu liðnum tíma,
hefur leitt af sér margfalda yfirbyggingu, sem engin
þörf er fyrir og hægt að spara skattgreiðendum veru-
lega fjármuni með því að sameina þau í stærri ein-
ingar. Beinn ávinningur almennra borgara af því á
auðvitað að vera minni skattbyrði.
Annar veikleiki í samfélagsgerðinni, sem lengi hef-
ur viðgengist, en tengist veirunni ekki á nokkurn
hátt, er sá ójöfnuður, sem hér ríkir af manna völdum.
Mikill efnamunur hefur aldrei átt við í svo fámennu
samfélagi sem okkar. Hann er tilkominn vegna
ákvarðana, sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafa
tekið, ekki síður á vinstri kantinum en þeim hægri.
Það þjóðfélagslega uppnám, sem veiran hefur vald-
ið, á líka að beina athygli okkar að þeim veikleikum,
sem að óbreyttu munu leiða til enn erfiðara þjóð-
félagslegs uppgjörs.
Hvað er fram undan?
Veiran getur líka
haft jákvæð áhrif.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Furðu sætir, að í öllum umræðun-um um lýðveldisstjórnar-
skrána, sem samþykkt var með 98%
atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu
1944, hefur ekkert verið minnst á
eina grein hagfræðinnar, stjórn-
arskrárhagfræði (constitutional
economics), sem spratt upp úr rann-
sóknum James M. Buchanans og
annarra hagfræðinga á almannavali
í samanburði við einkaval. Er meira
að segja haldið úti sérstöku tímariti
um stjórnarskrárhagfræði. Buchan-
an fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði
1986 fyrir rannsóknir sínar á al-
mannavali.
Einkaval er, þegar maður fer út í
kjörbúð og kaupir sér osthleif. Al-
mannaval er, þegar maður fer inn í
kjörklefa og krossar við einhvern
kost af nokkrum, til dæmis stjórn-
málaflokk til að fara með löggjaf-
arvaldið næstu fjögur árin. Sá aug-
ljósi munur er á einkavali og
almannavali, að engin nauðung kem-
ur við sögu í einkavali. Maðurinn
kaupir sér ekki osthleif, nema hann
vilji. Hann velur aðeins fyrir sjálfan
sig. En í almannavali eru alltaf sum-
ir að velja fyrir alla. Einhverjir
verða undir í atkvæðagreiðslunni.
Stjórnarskrárhagfræðin leitar
leiða til að lágmarka nauðung í
stjórnmálum. Einfaldast væri auð-
vitað að krefjast einróma samþykkis
við öllum stjórnlagabreytingum, en
allir sjá, að það er ekki framkvæm-
anlegt (þótt Íslendingar hafi farið
býsna nærri því í þjóðaratkvæða-
greiðslunni 1944). Buchanan og læri-
sveinar hans telja því, að binda þurfi
í stjórnlög ýmis ákvæði til verndar
minnihlutum.
Til viðbótar við hefðbundin mann-
réttindaákvæði þurfi að koma regl-
ur, sem torveldi meirihluta að sam-
þykkja þungar álögur á minni hluta,
til dæmis skatta, sem aðeins fáir
bera, eða skuldasöfnun, sem varpað
er á komandi kynslóðir, eða verð-
bólgu, sem er ekkert annað en
dulbúinn skattur á notendur pen-
inga. Takmarka þurfi skattlagn-
ingar- og seðlaprentunarvald rík-
isins í beinu framhaldi af þeim
hömlum, sem þegar eru reistar við
afskiptum þess af skoðanamyndun
og meðferð einkaeigna.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Stjórnarskrárhagfræði