Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 38

Morgunblaðið - 24.10.2020, Page 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu það hugfast að áður en þú gengur að samningaborði og tekur ákvörðun um framhaldið skaltu lesa smáa letrið tvisvar. Varaðu þig á fagurgala. 20. apríl - 20. maí  Naut Til þess að lífið verði einfaldara verður þú að koma þér upp hópi fólks sem er tilbúið að hjálpa til. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgundagurinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn er fullur af óvæntum smáatriðum, sem hafa enga þýðingu fyrir þig – fyrr en eftir á. Gerðu það sem til þarf til að hressa þig við andlega. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er mikil spenna í loftinu í dag. Látið seinagang ekki fara í taugarnar á ykkur heldur sýnið skilning og verið tilbúin þegar aðstæður breytast. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Sýndu þolinmæði, hlutirnir lagast fljótt aftur og þá stendur þú með pálmann í höndunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki alveg eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta þær ergja ykkur. Farðu varlega í eyðslunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum hentar að fara út í öfgar, stundum að taka því rólega. Gefðu fólki tíma til að sanna sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu það ekki of nærri þér þótt til einhverra orðaskipta komi milli þín og vinar þíns. Njóttu þess að slaka á eftir erfiði dagsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú ert ekki ánægður með stöðu mála er kominn tími til að gera eitt- hvað í því. Sýndu sparibrosið þegar þú tal- ar um leiðinlega hluti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver hefur látið á þig reyna seinustu þrjár vikur, og nú er kominn tími til að snúa dæminu við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hittir nokkra sem þú hefur ekki hitt lengi og það ýfir upp gamlar minningar. Berðu höfuðið hátt, þú áttir ekki sök á því hvernig fór. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er notalegt að eiga samskipti við fólk sem hugsar á sömu nótum og þú. Láttu eins og þú takir ekki eftir því þó ein- hver svari þér út í hött. 90 ára Þorbjörg Jónatansdóttir, Obba, fæddist 24. október árið 1930 á Blika- lóni á Melrakkasléttu, ólst upp á Ytra- Krossanesi í Eyjafirði og flutti til Reykjavíkur á táningsaldri. Hún er dóttir Sigurborgar Daníelsdóttur og Jónatans Hallgrímssonar og systir Karls Jónatanssonar harmonikkuleik- ara heitins. Þrátt fyrir að hafa búið stærstan hluta ævinnar á höfuðborgarsvæðinu á Norður-Þingeyjarsýsla alltaf stóran stað í hjartanu en barnabörnin hafa heyrt ófáar sögurnar af snjóþungum vetrum fyrir norðan á árabilinu 1930- 1945. Óhætt er að segja að Obba hafi lifað tímana tvenna; seinni heimsstyrj- öldina, heimsfaraldurinn sem nú geis- ar og allt þar á milli. Obba er gift Sigmari Þorsteinssyni og eiga þau þrjú börn; Sigurborgu Ernu, Margréti og Þorstein. Sigurborg Erna er gift Otto Mostrup og sonur þeirra, Niels Sigmar, á dæturnar Fabi- olu Aleksöndru og Amöndu Victoriu. Margrét er gift Jóhannesi Þórðarsyni og eiga þau Heru, Huga og Emblu en sonur Heru er Baldur Sær. Þorsteinn er giftur Lilju Rós Óskarsdóttur og synir þeirra eru Sindri, Vignir og Daní- el. Obba hefur alla tíð verið sérlega staðföst kona, dugleg og umhyggju- söm gagnvart öllum í kringum sig. Hún hefur alltaf stutt vel við sitt fólk og í seinni tíð sérstaklega hvatt barna- börnin í námi og íþróttum. Hún hefur kennt sínu fólki ýmislegt sem nýtist vel, svo sem að veiða, spila, prjóna, baka og elda, enda snillingur á mörg- um sviðum. Þrátt fyrir að heilsunni hafi hrakað undanfarin ár er skop- skynið aldrei langt undan og hún hefur haldið í þann eiginleika að geta gert grín að eigin óförum. Nú eru 45 ár frá því að Obba hélt fyrst upp á afmælið sitt á kvennafrí- deginum, sem á vel við þar sem hún var alla tíð útivinnandi og að mörgu leyti á undan sinni samtíð hvað varðar jafnrétti. Obba ætlar að fagna 90 ára afmælinu í kvöld með sínum nánustu. Lifað tímana tvenna Ættmóðirin Obba hefur alltaf verið dugleg og stutt vel við sitt fólk. bleikjunnar í Þingvallavatni og frá 1996 hefur hún einbeitt sér að rann- sóknum á atferli hesta, einkum fé- lagshegðun þar sem hún hefur unnið með bæði íslenskum og erlendum vísindamönnum. Á yngri árum Hrefnu áttu íþróttir hennar hug hennar allan og hún æfði handbolta, frjálsar íþróttir og körfu- bolta og keppti í þessum greinum, Flugur, bleikjur og hestar Hrefna hefur skrifað fjölda fræði- greina og einnig bókakafla auk námsefnis fyrir grunnskóla. Um- fjöllunarefnið hefur mest verið á sviði atferlisvistfræði. Fyrst eftir námslok hélt hún áfram að rannsaka vist- og æxlunarhegðun gulu mykju- flugunnar, síðan æxlunarhegðun H refna Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 24. október 1950 og ólst upp í höfuðborg- inni. Hrefna var í níu ár í sveit á sumrin með móður sinni hjá móðurforeldrum á Brimils- völlum í fyrrum Fróðaárhreppi á Snæfellsnesi og síðar eitt ár í Máva- hlíð í sömu sveit. Hún lauk barna- skólaprófi frá Breiðagerðisskóla, landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stúdentsprófi frá stærðfræðideild MR 1970. „Ég hef alltaf verið afskaplega mikið fyrir dýr. Ég hef átt hesta í 25 ár og marga ketti og á núna einn sem er á átjánda ári. “ Hrefna fór í líffræði í HÍ og lauk BS-prófi þaðan 1973 og viðbótar- námi í líffræði 1974. Hún nam vist- fræði í háskólanum í Bangor í Wales frá hausti 1975 og lauk þaðan meist- araprófi 1977. Hún var í doktors- námi í atferlisvistfræði í háskólanum í Liverpool, Englandi og lauk þaðan doktorsprófi 1980. „Viðfangsefni doktorsritgerðar minnar var þróun stærðarmunar milli kynjanna meðal dýra og var gula mykjuflugan m.a. notuð sem viðmiðunartegund.“ Eftir að hafa lokið kennsluréttindum 1982 í HÍ var Hrefna ráðin sem lektor í líffræði 1982 til Kennaraháskóla Ís- lands (KHÍ), sem síðar varð mennta- vísindasvið HÍ. Hún varð dósent 1987 og prófessor árið 1999. Meiri upplýsingar um störf og ritverk Hrefnu eru á Wikipediu og á vef Há- skóla Íslands. Auka umhverfisvitund Hrefna hefur kennt valnámskeið um atferli dýra fyrir líffræðinema í HÍ frá 1981 og við Hólaskóla nám- skeið um atferli hesta. Í sínu að- alstarfi hefur hún kennt kenn- aranemum líffræði og umhverfisfræði en einnig stýrt og kennt á mörgum endurmennt- unarnámskeiðum fyrir kennara og leiðbeint fjölda nemenda við gerð lokaverkefna, auk stjórnunarstarfa. „Ég hef alltaf hvatt tilvonandi líf- fræðikennara að nýta náttúruna, hafa útinám og láta nemendur upp- lifa náttúruna og auka umhverfisvit- undina.“ síðast í körfubolta á námsárunum í Englandi. Með eiginmanninum hef- ur hún farið í ferðir á skíði í Ölp- unum og spilað bridds og hafa þau lengi verið í klúbbi Veðurstofunnar. Hún hefur gengið töluvert með FÍ og farið um landið á hestum. „Núna fer ég mikið í kraftgöngu í Öskju- hlíðinni.“ Rannsóknarstofa Darwins Síðan segir hún ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að skoða fjarlæg lönd eins og Ekvador þar sem hún fór bæði inn í Amazon- skóginn og til Galapagos-eyja, til Nýja- Sjálands, Kosta Rica, Kenýa, Suður-Afríku og Víetnam. „Topp- urinn fyrir dýra- og þróunarlíffræð- inginn er án efa Galapagos-eyjarnar, en ég fór þangað þegar ég varð 60 ára og við fórum fjögur saman. Þetta var alveg mögnuð ferð þar sem við sigldum á milli eyjanna á nóttunni og á daginn fórum við í land og snorkluðum í sjónum og upplifðum lífríki sjávarins. Þetta var eiginlega eins og rannsóknarstofa Darwins að koma þarna, því eyjarnar eru af- skekktar og dýrategundir þar sem Hrefna Sigurjónsdóttir prófessor – 70 ára Á hestbaki Hrefna á hryssunni Grímu vorið 2019. Upplifa náttúru landsins af hestbaki Mæðgur Móðir Hrefnu, Björg Ólafsdóttir, og Hrefna í október 2019. Hjónin Hrefna og Sigurður Sveinn á Sveinstindi. Til hamingju með daginn Þú getur verslað linsur og margt fleira á eyesland.is Linsurnar heim! Eyesland gleraugnaverslun www.eyesland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.