Morgunblaðið - 24.10.2020, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020
Undankeppni EM kvenna
F-riðill:
Ungverjaland – Slóvakía ......................... 1:2
Staðan:
Svíþjóð 6 5 1 0 32:2 16
Ísland 5 4 1 0 21:2 13
Slóvakía 5 2 1 2 4:10 7
Ungverjaland 7 2 1 4 11:19 7
Lettland 7 0 0 7 2:37 0
Svíþjóð og Ísland mætast í Gautaborg á
þriðjudaginn. Ísland mætir Slóvakíu 26.
nóvember og Ungverjalandi 1. desember í
tveimur síðustu leikjunum.
A-riðill:
Rússland – Slóvenía ................................. 1:0
Tyrkland – Kósóvó ................................... 0:0
Holland – Eistland ................................... 7:0
Holland 24 stig, Rússland 15, Slóvenía
12, Kósóvó 10, Tyrkland 2, Eistland 1.
D-riðill:
Spánn – Tékkland..................................... 4:0
Pólland – Aserbaídsjan............................ 3:0
Spánn 13, Pólland 11, Tékkland 10, Mol-
dóva 3, Aserbaídsjan 0.
E-riðill:
Kýpur – Portúgal ..................................... 0:3
Skotland – Albanía ................................... 3:0
Finnland 10, Skotland 9, Portúgal 7, Alb-
anía 3, Kýpur 0.
G-riðill:
Frakkland – Norður-Makedónía .......... 11:0
Frakkland 15, Austurríki 15, Serbía 9,
Norður-Makedónía 3, Kasakstan 0.
H-riðill:
Litháen – Rúmenía................................... 0:4
Sviss 16, Belgía 15, Rúmenía 9, Króatía 4,
Litháen 0.
I-riðill:
Úkraína – Írland....................................... 1:0
Þýskaland 18, Írland 13, Úkraína 9,
Grikkland 7, Svartfjallaland 0.
England
Aston Villa – Leeds .................................. 0:3
Staðan:
Everton 5 4 1 0 14:7 13
Aston Villa 5 4 0 1 12:5 12
Leeds 6 3 1 2 12:9 10
Liverpool 5 3 1 1 13:13 10
Leicester 5 3 0 2 12:8 9
Arsenal 5 3 0 2 8:6 9
Wolves 5 3 0 2 5:7 9
Tottenham 5 2 2 1 15:8 8
Chelsea 5 2 2 1 13:9 8
West Ham 5 2 1 2 11:7 7
Manch.City 4 2 1 1 7:7 7
Southampton 5 2 1 2 8:9 7
Newcastle 5 2 1 2 7:9 7
Crystal Palace 5 2 1 2 6:8 7
Manch.Utd 4 2 0 2 9:12 6
Brighton 5 1 1 3 9:11 4
WBA 5 0 2 3 5:13 2
Burnley 4 0 1 3 3:8 1
Sheffield Utd 5 0 1 4 2:7 1
Fulham 5 0 1 4 4:12 1
B-deild:
Nottingham Forest – Derby ................... 1:1
Danmörk
Lyngby – OB............................................. 0:3
Frederik Schram var allan tímann á
bekknum hjá Lyngby.
Aron Elís Þrándarson kom inn á sem
varamaður á 68. mínútu hjá OB en Sveinn
Aron Guðjohnsen var allan tímann á
bekknum.
Holland
B-deild:
Den Bosch – Excelsior ............................ 0:1
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði sigurmarkið.
De Graafschap – Jong PSV .................... 2:1
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður á 77. mínútu hjá PSV.
Svíþjóð
B-deild:
Brommapojkarna – Kalmar................... 1:2
Andrea Thorisson lék fyrstu 63 mínút-
urnar með Kalmar og skoraði fyrra mark
liðsins.
Svíþjóð
Kristianstad – Guif.............................. 29:30
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 4
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 7.
Daníel Freyr Ágústsson varði mark Guif
Helsingborg – Alingsås ...................... 24:25
Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Alingsås.
Lugi – Kungälv .................................... 20:17
Hafdís Renötudóttir lék ekki með Lugi
vegna meiðsla.
Danmörk
Kolding – Skjern ................................. 26:27
Ágúst Elí Björgvinsson varði 9 skot í
marki Kolding.
Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
Skjern.
Mors – GOG .......................................... 23:32
Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með
GOG.
Tvis Holstebro – Ringsted.................. 32:32
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 5 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Þýskaland
Thüringer – Leverkusen.................... 28:33
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 1
mark fyrir Leverkusen.
Körfuknattleiksdeild Þórs á Ak-
ureyri hefur ráðið Bjarka Ármann
Oddsson sem þjálfara karlaliðs fé-
lagsins og tekur hann við starfinu af
Andrew Johnston. Bjarki hefur áður
þjálfað meistaraflokka hjá Þór, því
tímabilin 2007-2008 og 2008-2009
þjálfaði hann meistaraflokk kvenna.
Sumarið 2012 tók Bjarki að sér
þjálfun meistaraflokks karla og
stýrði liðinu í tvö tímabil, þ.e. 2012-
2013 og 2013-2014 en þá lék Þór í 1.
deild. Þór tapaði fyrsta og eina leik
sínum á tímabilinu til þessa gegn
Keflavík, 74:94.
Þórsarar ráða
nýjan þjálfara
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Akureyri Þórsarar á Akureyri eru
komnir með nýjan þjálfara.
Elías Már Ómarsson var hetja Ex-
celsior er liðið vann útisigur á Den
Bosch í hollensku B-deildinni í fót-
bolta í gærkvöld, en lokatölur urðu
1:0. Skoraði Elías sigurmarkið á
fjórðu mínútu uppbótartímans og
tryggði Excelsior annan deildarsig-
urinn í röð. Er liðið í níunda sæti
með 13 stig.
Elías er markahæstur í deildinni
með tíu mörk, þremur mörkum
meira en næstu menn, en hann hef-
ur skorað í þremur síðustu leikjum
Excelsior og 19 mörk í síðustu 17
leikjum.
Skoraði sigur-
mark í lokin
Ljósmynd/Excelsior
Hetjan Elías Már Ómarsson var
hetja Excelsior í gærkvöldi.
ljós,“ sagði Róbert Geir enn frem-
ur.
Á tímum kórónuveirunnar geta
nokkrir dagar breytt miklu og vika
getur verið langur tími. Sóttvarna-
reglurnar hér heima gætu þess
vegna tekið einhverjum breyt-
ingum. En miðað við hvernig málið
er vaxið er sennilegt að Handknatt-
leikssamband Evrópu þurfi að
grípa inn í. Ef þýsku félögin komast
að þeirri niðurstöðu að leikmenn og
starfsmenn þeirra eigi ekki að fara
í landsleikina þá mun EHF vænt-
anlega þurfa að skerast í leikinn því
í venjulegu árferði eiga landsliðin
kröfu á leikmenn þegar leikið er í
undankeppnum stórmóta.
Leikmenn úr Olísdeildinni
og Gunnar þjálfari?
Alls kyns spurningar vakna varð-
andi mögulega atburðarás í þessari
stöðu en mörg ef eru til staðar. Fari
svo að HSÍ fái ekki leikmenn að ut-
an í leikina sem valdir voru í lands-
liðið, hvað gerist þá? Væntanlega
er þá komin upp sú staða að leik-
menn í Olísdeildinni fái tækifæri í
mótsleikjum.
Guðmundur landsliðsþjálfari
gæti verið fastur hjá Melsungen
þar sem hann er þjálfari, ef félagið
myndi banna honum að fara. Þá má
gera ráð fyrir því að Gunnar Magn-
ússon aðstoðarlandsliðsþjálfari
stjórni liðinu á hliðarlínunni.
Misjafnar reglur eftir fylkjum
Nýtt keppnistímabil í handbolt-
anum fór af stað í Evrópu í sept-
ember og hefur gengið nokkuð vel.
Evrópukeppnir félagsliða eru einn-
ig komnar í gang og þar hefur verið
hægt að spila flestalla leiki til þessa
þó einstaka leik hafi verið frestað
vegna smita. Aron Pálmarsson og
félagar í Barcelona gátu t.d. ekki
farið til Ungverjalands til að spila í
Meistaradeildinni fyrr í þessari
viku.
„Já, þetta gengur nokkuð vel er-
lendis. Leikmenn eru skimaðir
reglulega í þessum atvinnu-
mannadeildum. Leikjum hefur ver-
ið frestað ef upp koma hópsmit. Það
er náttúrlega mikil áskorun í hand-
boltanum að halda þessu úti eins og
fyrir alla aðra,“ sagði Róbert.
Úrslitahelgin í Köln
milli jóla og nýárs
Tekin var sú ákvörðun að ljúka
Meistaradeild Evrópu keppnis-
tímabilið 2019-2020 á milli jóla og
nýárs frekar en að aflýsa keppn-
inni. Vanalega er úrslitahelgin í
Köln fyrstu helgina í júní en verður
nú í Köln á milli jóla og nýárs. Þar á
Ísland fulltrúa því Aron Pálm-
arsson verður þar í eldlínunni með
Barcelona. Töluvert margir Íslend-
ingar hafa lagt leið sína á úr-
slitahelgina í Köln á undanförnum
árum. Spurður um hvort áhorf-
endur verði leyfðir í Köln segir Ró-
bert að ekki sé tímabært að spá
nokkru um það.
„Of snemmt er að segja til um
það. Enn sem komið er hef ég ekki
séð neitt annað en að úrslitahelgin
verði eins og stefnt er að. Í Þýska-
landi hafa verið takmarkanir varð-
andi áhorfendur en misjafnt er eftir
fylkjum hvernig reglurnar eru
varðandi samkomubann og þess
háttar. En það hefur ekki verið
áhorfendabann í þýska handbolt-
anum í haust,“ sagði Róbert.
Egyptaland í janúar
Í janúar stendur svo til að heims-
meistaramótið 2021 verði haldið í
Egyptalandi og þar á Ísland sæti.
Í augnablikinu er ekkert annað í
spilunum en að HM fari fram í
Egyptalandi í janúar. Keppnin fer
fram dagana 13. til 31. janúar og Ís-
land leikur þar til að byrja með í F-
riðli ásamt Portúgal, Alsír og Mar-
okkó.
Áður en að þeirri keppni kemur
leikur íslenska liðið tvisvar við það
portúgalska, heima og heiman, í
undankeppni EM.
Deila við þýsk félög um
landsliðsmenn í aðsigi?
Þýsku félagsliðin virðast uggandi vegna handboltalandsleikja í nóvember
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í brúnni Guðmundur Guðmundsson, Einar Andri Einarsson og Gunnar Magnússon fylgjast með æfingu.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Þýsk handknattleiksfélög sem eru
með íslenska landsliðsmenn í sín-
um röðum hafa sent Handknatt-
leikssambandi Íslands bréf þar
sem óskað er eftir upplýsingum um
sóttvarnir hérlendis áður en þau
samþykkja að hleypa þeim í lands-
leikina í Reykjavík í nóvember.
Ísland á heimaleiki gegn Litháen
og Ísrael 4. og 7. nóvember í und-
ankeppni EM 2022 í Laugardals-
höllinni og eru níu leikmenn af
þeim sautján sem Guðmundur Þ.
Guðmundsson hefur valið fyrir þá á
mála hjá þýskum liðum, ásamt því
að Guðmundur er þjálfari Melsun-
gen. Aðstoðarmaður hans og mark-
mannsþjálfari, Tomas Svensson,
starfar hjá Magdeburg.
Forráðamenn félaganna segja að
þetta sé til þess að tryggja heilsu
leikmannanna gagnvart kór-
ónuveirunni en Ísland hefur að
undanförnu verið á lista Þjóðverja
yfir hættusvæði vegna veirunnar.
Leikmennirnir níu eru Bjarki
Már Elísson, Oddur Gretarsson,
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus
Daði Smárason, Ómar Ingi Magn-
ússon, Viggó Kristjánsson, Arnór
Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arn-
arsson og Ýmir Örn Gíslason.
Fleiri Íslendingar leika með þýsk-
um félagsliðum, m.a. Alexander
Petersson, en hann er úr leik í bili
vegna meiðsla.
Snýst um fleiri landslið
Róbert tjáði Morgunblaðinu í
gær að í bréfinu kæmi fram að
Þjóðverjarnir áskildu sér rétt til að
gefa HSÍ svar um miðja næstu viku
varðandi það hvort leikmennirnir
fengju að koma í leikina.
„Við munum vera í sambandi við
félögin en einnig erum við í sam-
bandi við EHF [Handknattleiks-
samband Evrópu] út af þessu.
Þetta snýst auðvitað um fleiri
landslið en íslenska landsliðið.
Leikmenn sem leika með þýskum
félagsliðum spila fyrir landslið víða
í Evrópu,“ sagði Róbert.
Mörg ef í stöðunni
Þegar keppt er í undankeppnum
stórmóta eiga sérsamböndin rétt á
að fá leikmenn í landsleiki og Ró-
bert segir að nú eins og áður geri
HSÍ kröfu um að fá leikmenn í
landsleikina.
„En þeir [forráðamenn þýsku
liðanna] hafa áhyggjur af sínum
leikmönnum vegna veirunnar og
það er ósköp eðlilegt. Við munum
því útskýra fyrir þeim hvernig
sóttvarnareglum er háttað hér.
Næstu skref verða svo að koma í