Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 24.10.2020, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2020 Einar Falur Ingólfsson efi@mbli.is Daði Guðbjörnsson myndlistar- maður hefur afhent Listasafni Reykjanesbæjar að gjöf 400 grafík- verk frá árabilinu 1978 til 2020. Af því tilefni hefur verið opnuð í safninu vegleg sýning á úrvali þessara verka, um helmingi myndanna, und- ir heitinu „Gjöf Daða“. Sýningastjórinn Aðalsteinn Ing- ólfsson skrifar í sýningaskrána að á undanförnum árum hafi Listasafn Reykjanesbæjar eignast umtalsvert magn merkilegra grafíkverka eftir íslenska og erlenda listamenn. „Þeg- ar við bætast hundruð grafíkverka eftir Daða Guðbjörnsson, er deg- inum ljósara að Listasafn Reykja- ness er skyndilega orðið stærsta safn grafíklistaverka á landinu.“ Hann segir gjöf Daða hafa sér- staka þýðingu í því samhengi. „Því burtséð frá almennum listrænum sérkennum og myndlistarlegri þýð- ingu verka hans á breiðum grund- velli […] þá er gjöfin einstök sýnis- bók grafíktækninnar. Nær öll afbrigði hennar er þar að finna, að undanskildri messótintu […] Þarna eru tréristur, dúkristur, steinprent, koparætingar, sáldþrykk, einþrykk, offset þrykk og blönduð verk, þar sem tvö eða þrjú prentafbrigði eru saman komin. Að ógleymdum hand- lituðum eða yfirprentuðum þrykkj- um í öllum regnbogans litum. Uppá- finningarsemi listamannsins virðast engin takmörk sett.“ Er mjög þakklátur Sýningin „Gjöf Daða“ hefur þegar verið opnuð, þótt formleg opn- unarhátíð hafi ekki verið haldin vegna veirufaraldursins. Grafíkverk Daða hafa verið mjög vinsæl og dreifst víða allt síðan hann tók að sýna þau og selja. Og það er skemmtilegt að mæta fjölbreyti- legum, fjörmiklum og litríkum myndheimum hans á sýningunni; fjöldi verka er innrammaður og hangir á veggjum, á gólfi er líka sýn- ingarkassi með verkunum úr þrem- ur möppum sem Daði vann ásamt nokkrum öðrum myndlistar- mönnum. Norðurveggur salarins vekur síðan athygli en hann er nán- ast þakinn minni grafíkmyndum listamannsins, frá öllum ferlinum, og er svo sannarlega gaman að skoða. Og þar við vegginn stöndum við Daði og ég spyr hvers vegna hann hafi gefið safninu öll þessi verk. „Ég er mjög þakklátur fólkinu í landinu fyrir að hafa keypt mynd- irnar mínar gegnum árin og með þessu er ég að sýna þakklæti og gefa samfélaginu myndir í staðinn,“ svar- ar hann. „Svo er það líka fínt fyrir mig sem listamann að til sé þetta stórt safn af verkunum mínum á ein- um stað. Listasafn Reykjanesbæjar hefur verið í uppbyggingu og vexti, hefur eignast talsvert af grafík- verkum og gjöfinni var tekið af þakklæti. Ég er ánægður með það.“ Heppinn að pabbi var sjómaður Daði segir að í gjöfinni séu prent stórs hluta þeirra grafíkverka sem hann hafi skapað á þessum rúmlega fjórum áratugum. „Ég er mjög ánægður með framsetningu verk- anna hér í safninu og allt magnið hér á endaveggnum kemur vel út. Þetta er skemmtilegt upphengi og í anda þess sem við gerðum í Nýlistasafn- inu í gamla daga, ekkert rosalega hátíðlegt. En frísklegt.“ Daði bendir mér á elstu grafík- verkin sem hann gerði, dúk- og tré- ristur frá árunum 1978 og 79 þegar hann var í Myndlistar- og handíða- skólanum. „Næst gerði ég þessar,“ segir hann og bendir á ætingar, „og eyðilagði við það filtið í pressunni. Ég var skammaður fyrir það.“ – Hvernig stóð á því að þú byrj- aðir að vinna í grafík? „Ég hafði auðvitað séð ólíkar grafíkmyndir á sýningum en þegar ég kom í MHÍ fór ég að kynnast hvernig þær voru gerðar. Og mér fannst það vera áskorun.“ – Hvers vegna? „Ég er ekki einn þeirra lista- manna sem eru fæddir með rosa- legsa mikla handverksgetu. Ég þurfti því að þjálfa mig í teikningu en náði ágætum tökum á henni. Þannig fannst mér gagnlegt við að þróa myndheiminn að kynnast ým- isskonar grafíktækni. Fyrst gerði ég af forvitni svolítið af expressjón- ískum myndum eins og þessum“ – og hann bendir á myndir á veggnum – „en svo fór vinnan við grafíkina að þróast og myndhugsunin, til dæmis vegna þess að það þurfti að spegla myndirnar fyrir prentunina, og svo komu ýmsir óvæntir útúrdúrar í ferlinu. Þessi hindrandi vinna fannst mér þróa mig sem listamann.“ Daði var í nýlistadeild MHÍ og segir ferðalagið þangað alls ekki hafa verið einfalt. „Ég var svo hepp- inn að pabbi var sjómaður,“ segir hann og brosir. „Mamma var ekki að stoppa mig í að fyllast listamanna- grillum á unglingsárunum. Pabbi vildi ekki að við bræðurnir yrðum sjómenn, því þá værum við aldrei heima, en honum fannst sú hugmynd að verða listamaður vera enn verri. Sjómenn hefðu þó einhverjar tekjur. Fyrst lærði ég húsgagnasmíði, handverk sem var gott að læra, en var líka í kvöldskóla hjá Hring Jó- hannessyni og lærði að teikna. Svo náði ég inntökuprófinu í Myndlistar- skólann. Pressan góð fjárfesting Eftir að hafa lært húsgagnasmíð- ina og með því farið praktíska leið fyrir fólkið í kringum mig, þá valdi ég að fara í nýlistadeildina því hún var langópraktískust.“ Daði hlær. „Svo þegar maður var búinn að læra um alla þessa nýlist þá þurfti maður einhvern veginn að gera upp- reisn líka gegn henni. Ég var farin að mála og gera grafík og komst svo að því að úti í heimi var nýja mál- verkið svokallað búið að vera í gangi um tíma – það hjálpaði. Tísku- straumarnir bárust ekki hratt til landsins á þeim tíma.“ Daði hélt til framhaldsnáms í Amsterdam og segir prófessorinn Pieter Holstein hafa haft mikil áhrif á sig, rétt eins og Dieter Roth sem var einn kennara hans hér heima. Báðir gerðu merkileg grafíkverk og Daði bendir á eina mynd sína þar sem báðum er vottuð virðing. Í Amsterdam leysti Daði kennara sinn eitt sinn af sem prentmeistara við gerð verka fyrir samkeppni lista- manna og fékk svo vel borgað fyrir að hann gat keypt grafíkpressu fyrir bæði ætingar og steinprent. Press- una kom hann með heim og átti hún eftir að reynast vel. „Ég notaði hana mjög lengi . Stór hluti af tekjum mínum gegnum árin hefur orðið til vegna prenta úr þessari pressu.“ – Málverkið og grafíkin hafa síðan verið farvegir þinna verka. „Já, og ég hef alltaf unnið að því til skiptis. Og í teikningum og vatns- litum inn á milli. Þetta virðist mér hafa haft áhrif hvað á annað. Ég byrjaði eiginlega strax að mála í grafíkmyndirnar mínar, sem mörg- um hreintrúarmönnum þótti ekki gott. En Holstein hafði líka gert það, eins og Helgi Þorgils sem ég vann mikið með. Og ég vann í nær allar gerðir grafíkur og hér á sýningunni eru alls kyns afbrigði grafíkverka.“ Brýtur reglur sem eru ekki til – Fannst þér mikilvægt að geta gert myndverk sem dreifðust víða og þá ekki endilega dýrt? „Já. Ég er líklega þekktastur fyrir grafíkmyndirnar og mér fannst það góð tilhugsun að fólk gæti eignast eftir mig myndir án þess að taka eitthvað rosalega mikið eftir því í buddunni. Grafíkin mín er því sýni- leg – ég kem víða þar sem eru mynd- ir sem ég hef gert. Grafík er súper listmiðill. Mér finnst þetta vera miðill 20 aldarinnar en þá fjölgaði bæði listamönnum og kaupendum, það varð mikil dreifing á listaverkum og grafík hentaði vel. Ég vinn enn í grafík en nota nú nútímatækni og í stað þess að æta plötur í sýru, eins og áður, geri ég það með laser-geisla. Það er góð þróun. Og ég er enn að mála í mynd- ir og brjóta reglur sem eru ekki.“ Í dag prentar Daði grafíkmyndir í góðri aðstöðu Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, sem hann segir vera að missa húsnæði sem borgin á. „Mér finnst synd ef þessi aðstaða hverfur,“ segir hann. „Framtíð mið- borgarinnar er örugglega tengd nýj- um iðnaði og handverki. Í nýjum norrænum bókasöfnum er til dæmis aðstaða fyrir allskyns handverk, eins og grafík. Það mætti hleypa aukinni orku í miðborgina með að opna slíka vinnuaðstoðu fyrir al- menning. Hjá Grafíkfélaginu er allt til alls.“ – Þegar þú horfir yfir grafíkferil þinn hér, má skipta honum upp í tímabil eða er þetta ein samfella? „Það var líklega meiri expressjón- ismi í byrjun, svo þróuðust verkin yfir í meiri yfirvegun, þar sem ég fór líka að vinna úr fyrri tilraunum, og verk margra síðustu ára mótast af því sem ég er uppteknastur af í dag, andlegu hliðinni á mér, en ég legg stund á sahaya jóga. Þegar ég byrj- aði á því fann ég hugarró sem ég hafði að vissu leyti tapað. Og það breytti svo myndheiminum.“ – Nú þegar þú ert búin að flytja heil 400 verk af vinnustofunni hing- að í safnið, er þá ekki nóg pláss fyrir nýjar grafíkmyndir. „Jú, nema það safnast bara ekkert upp hjá mér heldur selst allt jafn óð- um,“ svarar Daði og hlær. „Það er annars alltaf gott að flytja hluti svona á milli staða. Á því byggir list- in, að taka hluti og hugmyndir úr sínu samhengi og setja í annað. Og mér finnst mjög ánægjulegt að sjá öll þessi verk vera komin hingað.“ Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ég er mjög þakklátur fólkinu í landinu fyrir að hafa keypt myndirnar mínar gegnum árin og með þessu er ég að sýna þakklæti og gefa samfélaginu myndir í staðinn,“ segir Daði. Hann er hér á sýningunni. „Grafík er súper listmiðill“  Daði Guðbjörnsson hefur gefið Listasafni Reykjanesbæjar 400 grafíkverk  Ólík myndverk frá öllum ferlinum  Fjölbreytileg sýning á úrvali verkanna, „Gjöf Daða“, hefur verið opnuð í safninu 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.