Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL „Ég gefst ekki upp og held baráttunni áfram. Afstaða stjórnvalda í þessu máli er ranglát og ég skil ekki hvers vegna þarf leyfis- veitingar og að- gerðir þótt maður úti í sveit sé sér til gamans og heimil- isnota að rækta nokkrar bleikjur í stífluðum bæjar- læk,“ segir Bjarni Óskarsson á Völl- um í Svarfaðardal. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur stað- fest þá ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva fiskeldi á Völlum, sem ekki var starfsleyfi fyrir. Bjarni taldi sig hins vegar ekki þurfa leyfi því starf- semi sín væri smá í sniðum. Umsókn um leyfi sendi hann þó inn seint á árinu 2018, en sakir anna var málið ekki tekið til umfjöllunar fyrr en ári síðar. Þá hófst ferlið á að senda út greiðsluseðil fyrir leyfisgjald, sem umsækjandi greiddi ekki, og því fór vinna við umsóknina aldrei af stað. Ráðuneytið segir í úrskurði sínum ekki standast að við málsmeðferð hefði Matvælastofnun brotið rann- sóknar-, meðalhófs- og jafnræðis- reglu stjórnsýslulaga eins og kærandi hélt fram. Kjarni málsins væri sá að MAST hefði þá skyldu samkvæmt lögum að stöðva fiskeldi sem ekki hefði verið gefið út leyfi fyrir. Engu skipti þótt fiskeldið væri aðeins ætlað til heimilisnotkunar og tómstunda- ánægju. Einnig vísar ráðuneytið til sjónarmiða MAST sem taldi fjarri að of hart hefði verið gengið fram í þessu máli. „Lög um fiskeldi eru gölluð og þeim þarf að breyta. Ég fékk úr- skurðinn í hendur fyrr í dag [gær] og ráðfæri mig við lögfræðinga áður en næstu skref verða tekin,“ segir Bjarni Óskarsson. sbs@mbl.is „Afstaða stjórn- valda er ranglát“  Fiskeldi á Völlum stöðvað  Eigandinn gefst ekki upp Eldi Bleikjutjörnin á Völlum. Bjarni Óskarsson Freyr Bjarnason Guðni Einarsson Alls höfðu 115 sjúklingar með Co- vid-19-sjúkdóminn lagst inn á Land- spítalann í gærmorgun, í þessari bylgju faraldursins. Í fyrstu bylgj- unni voru 105 sjúklingar lagðir inn á spítalann. Í gær lá 51 sjúklingur inni með Covid-19. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, greindi frá þessu á upplýs- ingafundi í gær. Hann segir spít- alann búa sig undir erfiðar næstu vikur. Byrjað er að afla upplýsinga um upphaf smitsins á Landakoti. Um er að ræða 27 starfsmenn og 52 sjúklinga. Í sóttkví eru um 270 starfsmenn, flestir vegna þessa smits. „Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemina, sérstaklega á Landa- koti,“ segir Páll. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar í gær. Þar fóru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir yfir stöðu mála ásamt Víði Reyn- issyni yfirlögregluþjóni. Páll Matt- híasson var gestur fundarins. Þórólfur kvaðst hafa áhyggjur af því hvort smitið sem kom upp á Landakoti hefði borist út í sam- félagið og hvort aukning yrði á sam- félagslegum smitum í framhaldi af því. Sagðist hann vona að það hefði ekki gerst. Hann sagði óljóst hversu lengi við þyrftum að hafa þær tak- markanir sem núna eru í gangi og gilda til 3. nóvember. Á næstu dög- um lætur hann heilbrigðisráðherra fá tillögur um framhaldið. Alma Möller landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að val- kvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum verði frestað til 15. nóvember. Fallist var á það. Almannavarnir könnuðu orðróm um að gleðskapur hefði mögulega valdið kórónuveirusmiti hjá starfs- fólki Landakots. Víðir Reynisson sagði engar upplýsingar hafa fundist um slíkan gleðskap og málið því ekki frekar skoðað. Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 4.504 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 25. október: 227,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 22,9 14 daga nýgengi 50 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 50 ný inn an lands smit greindust 25. október 1.469 í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 2.468 einstaklingar eru í sóttkví 1.030 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum11 einstaklingar eru látnir Met í innlögnum á Landspítalann  115 lagðir inn í þessari bylgju Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð við Gröf á Snæfellsnes- vegi 12. október í fyrra. Í orsaka- greiningu kemur fram að sennilega hafi ökumaðurinn sofnað og ekið út af veginum. Bíllinn valt utan vegar og tveir farþegar í aftursæti köst- uðust út úr bifreiðinni. Þeir voru sennilega ekki með öryggisbeltin spennt, segir í skýrslu RNSA. Fram kom í fjölmiðlum í fyrra- haust að þarna hafi bandarísk fjöl- skylda verið á ferð, hjón með þrem- ur börnum sínum. Pilturinn sem lést var 17 ára og slösuðust for- eldrar hans og systur í slysinu. Hinn farþeginn, sem kastaðist út, varð undir bifreiðinni og lá undir henni þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bifreið- inni ofan af honum og hófu endur- lífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi far- þegans, segir í skýrslunni. Til landsins um morguninn Bæði ökumaður og farþegar höfðu komið með flugi til landsins snemma um morguninn þennan dag, segir í skýrslu RNSA, en slysið varð rétt eftir kl. 13. Að sögn öku- mannsins höfðu þau hvílst eitthvað en bæði farþegar og ökumaður voru þreytt eftir langt flugferðalag til Ís- lands og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin beinir þeirri tillögu til Samgöngustofu að vinna að forvörnum um áhrif svefnleysis og þreytu á farþega sem koma til landsins með morgunflugi. Jafn- framt telur RNSA mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþeg- um að nota ávallt bílbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leiðir. Reyndi að beygja inn á veginn Í lýsingu á slysinu segir í skýrsl- unni að á móts við bæinn Gröf liggi vegurinn í mjúkri vinstribeygju þegar ekið sé í vesturátt. Ökumaður hafi ekki breytt stefnu bifreiðarinn- ar til að fylgja beygjunni en þess í stað ekið út fyrir veginn í vegflá- ann. Á vettvangi hafi verið ummerki um að ökumaður hafi reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bifreiðin hafi snúist í vegfláanum og oltið nokkrum sinn- um. För eftir bifreiðina í vegfláan- um hafi mælst um 60 metrar þar til bifreiðin hafi snúist og oltið rúma 40 metra. Bílaleigubifreiðin sem fólkið var á fékk fulla skoðun 10 dögum fyrir slysið og við rannsókn RNSA kom ekkert fram sem varpað gæti ljósi á orsök slyssins. Öll öryggisbelti voru í lagi. Hraðaútreikningur Rann- sóknarnefndar samgönguslysa bendir til þess að hraði hennar hafi verið 86 ± 11 km/klst rétt fyrir slysið, en hámarkshraði er 90 kíló- metrar. Niðurstöður áfengis- og lyfjarannsókna gáfu ekki til kynna áfengis- eða lyfjaneyslu fyrir slysið. Svefnleysi og bílbelti voru ekki spennt  Skýrsla um slys á Snæfellsnesi  17 ára piltur beið bana Ljósmynd/Úr skýrslu RNSA Vettvangur Myndin sýnir hvar bíll- inn fór út af og eftir vegfláanum. Ljósmynd/Úr skýrslu RNSA Vettvangur Myndin sýnir hvar bíllinn fór út af og eftir vegfláanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.