Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Tollasamningur Íslands og Evrópu- sambandsins frá 2015 hefur verið til um- ræðu á síðum Morgunblaðsins undanfarið og hvatt til þess að honum verði sagt upp eða hann endurskoðaður. Grein- arhöfundar sem sett hafa fram slíkar hvatningar, t.d. Sig- urður Ingi Jóhannsson, sam- gönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins (10. októ- ber), og Arnar Árnason, formað- ur Landssambands kúabænda (22. október), virðast vilja að klukkunni verði snúið til baka og dregið á ný úr fríverzlun með bú- vörur á milli Íslands og ESB. Samrýmist ekki EES að draga úr fríverzlun Slíkt myndi hins vegar ekki samrýmast samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Tolla- samningurinn frá 2015 er gerður á grundvelli 19. greinar EES- samningsins, en þar segir: „Samningsaðilar skuldbinda sig til að halda áfram viðleitni sinni til að auka smám saman frjáls- ræði í viðskiptum með landbún- aðarafurðir.“ Sú viðleitni hefur verið í mun rólegri gír en hefði mátt ætla þegar EES-samning- urinn var gerður og vel hefði mátt stíga fleiri og stærri skref í átt til viðskiptafrelsis með búvör- ur. Bæði Sigurður Ingi og Arnar segja að forsendubrestur hafi orðið eftir að samningurinn komst á. Báðir vísa til útgöngu Bretlands úr ESB sem brostinnar forsendu. „Með útgöngu Bret- lands nýtast ekki þeir útflutn- ingskvótar sem samið var um til ESB þar sem það magn var fyrst og fremst ætlað á Bretlands- markað og þar með eru hags- munir íslenskra framleiðenda af samningnum fyrir bí,“ segir Arn- ar í grein sinni. Markaðsaðgangurinn batnar við Brexit Þetta er beinlínis rangt. Í fyrsta lagi voru stærri tollkvótar fyrir íslenzkar búvörur inn á ESB-markað, einkum lambakjöt og skyr, ekki hugsaðir fyrst og fremst fyrir Bretland. Lambakjöt er selt t.d. til Spánar, Þýzka- lands, Hollands, Ítalíu, Danmerk- ur og Svíþjóðar. Mjólkursam- salan, helzti útflytjandi skyrs, hefur greint frá því að einkum hafi verið horft til uppbyggingar markaða á Norðurlöndum, en skyr nýtur vinsælda í fleiri ESB- ríkjum, t.d. á Möltu, Írlandi, Ítal- íu og í Benelúx-ríkjunum. Í öðru lagi var síðastliðinn fimmtudag, sama daginn og Morgunblaðið birti grein Arnars, gert samkomulag við Bretland um að bráðabirgðafríverzlunar- samningur Íslands, Noregs og Bretlands, sem var gerður vorið 2019, muni gilda í viðskiptum ríkjanna ef ekki næst samningur til framtíðar fyrir áramót. Samn- ingurinn kveður á um að Ísland og Bretland veiti hvort öðru gagnkvæma innflutningskvóta. Þannig fær Ísland tollfrjálsan kvóta fyrir rúmlega þúsund tonn af búvörum inn á brezkan mark- að; 692 tonn af lambakjöti og 329 tonn af skyri. Á móti fær Bret- land tollkvóta hér á landi fyrir 30 tonn af osti og 18 tonn af unnum kjötvörum. Þessar innflutnings- heimildir eru byggðar á viðskipt- um ríkjanna undan- farin ár. Ganga má út frá því að í fram- tíðarsamningi við Bretland verði ekki samið um síðri markaðsaðgang. Þannig halda ís- lenzkir framleið- endur búvara í það minnsta þeim að- gangi að brezka markaðnum sem þeir hafa haft und- anfarin ár og hafa auk þess allan inn- flutningskvótann á ESB-markað óskertan. Markaðsaðgangur ís- lenzkra útflytjenda búvara batnar með öðrum orðum við útgöngu Bretlands úr ESB, en ekki öfugt. Af hverju töpuðust tækifærin? Talsmenn þess að segja upp samningnum snúa fleiru á haus. Sigurður Ingi rifjar réttilega upp að það voru hagsmunaaðilar í landbúnaðinum, sem sjálfir fóru fram á það í byrjun áratugarins að samningurinn yrði gerður, af því að þeir sáu mikil tækifæri í að auka útflutning á ESB-markað- inn. Nú eiga forsendur hins vegar að vera brostnar af því að mjólk- ur- og kjötafurðastöðvar „hafa einhverra hluta vegna ekki nýtt tækifærin sem samningurinn skapaði þeim“. Nú framleiðir íslenzkur land- búnaður að mati eigin talsmanna beztu og heilnæmustu búvörur í heimi. Þarf ekki að svara því hvers vegna ekki hafi tekizt að koma þeim á markað í nágranna- löndum okkar og hvað hafi farið úrskeiðis í áætlunum framleið- endanna áður en horfið er aftur til fortíðar í milliríkjaviðskiptum? Heildarhagsmunirnir Hér á landi hefur reynzt góður markaður fyrir alls konar gæða- afurðir frá ESB og neytendur njóta stóraukins úrvals af t.d. ostum og kjötvörum á hagstæðu verði. Samningurinn hefur auð- veldað innflutningsfyrirtækjum að útvega bæði verzlunum og veitingahúsum ýmsar vörur sem mikil eftirspurn er eftir en ein- faldlega ekki til í nægu magni frá innlendum framleiðendum, t.d. villibráð og nautakjöt í efstu gæðaflokkum. Afturhvarf til þess ástands sem ríkti fyrir gerð samningsins myndi án vafa greiða veitingahúsageiranum, sem nú berst í bökkum, þungt högg. Arnar segir í grein sinni að það sé „ekki óeðlileg krafa að ætlast til þess að heildarhagsmunir Ís- lands séu í huga okkar fólks við gerð alþjóðlegra samninga“. Það er rétt. Tollasamningur Íslands og ESB felur í sér „mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutn- ings“, eins og Sigurður Ingi Jó- hannsson, þáverandi landbúnað- arráðherra, orðaði það þegar hann var nýbúinn að gera samn- inginn árið 2015. Ættum við að segja upp samningi sem hefur eflt almannahag af því að land- búnaðurinn hefur misst af tæki- færunum sem í honum felast? Eru forsendur tollasamnings við ESB brostnar? Eftir Ólaf Stephensen »Markaðsaðgangur íslenzkra útflytj- enda búvara batnar með öðrum orðum við út- göngu Bretlands úr ESB, en ekki öfugt. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrir nokkru kom fram í grein í Morgun- blaðinu (13.10.), að ástæða væri til þess að upplýsa menn um eðli ýmissa trúarhópa, sem nú á tímum er að finna hér á landi. Reynslan sýnir, að á Vestur- löndum, ekki síst á meðal ýmissa stjórn- málamanna og álits- gjafa, er vitneskja um til að mynda íslam (merking orðsins er undir- gefni), upphaf þess og þróun harla lítil. Þrátt fyrir það eru settar fram fullyrðingar, sem teknar eru gildar einkum vegna þess að þær ganga af munni „virtra“ aðila, sem ættu að vita, hvað þeir tala um. Byrjunarferill Múhameðs Samkvæmt viðtekinni hefð, er Múhameð talinn hafa fæðst í Mekku á vestanverðum Arabíuskaganum í kringum árið 570. Faðir hans er sagð- ur hafa dáið um sex mánuðum áður en Múhameð fæddist og móðir hans dó þegar hann var sex ára. Afi hans tók hann þá að sér og að afanum látnum tók frændi hans við uppeldinu. Ætt- bálkur Múhameðs var í metum í Mekku, en þó er talið víst, að hann hafi hvorki verið læs né skrifandi ævi sína alla. Ungur að aldri fór Múhameð með frænda sínum í verslunarferðir. Í þessum ferðum aflaði hann sér þekk- ingar, sem hann geymdi í minni sínu. Bæði var um að ræða viðskiptaatriði, en ekki síður ýmislegt varðandi trú- mál, enda hafði hann kynni af bæði kristnum mönnum og gyðingum á ferðum sínum. Þessa sér reyndar greinilega stað í því, sem fram kom síðar í kenningum Múhameðs. Ef marka má hefðina stundaði Múhameð bænalíf af einlægni og dvaldi við þá iðju í helli skammt frá Mekku drjúgan tíma á ári hverju. Hefðin greinir frá því að í kringum árið 610 hafi hann tekið að fá vitranir, þar sem erkiengillinn Gabríel bauð honum að leggja á minnið vers, sem áttu að verða hluti af Kóraninum, en múslimar trúa því, að hann sé í heild sinni á himnum í vörslu Allahs. Fram- an af var Múhameð smeykur við þessar vitranir og hlé varð á þeim um nokkurn tíma. Kona hans, Khadaija, sem var allstórtæk í viðskiptum og mun eldri honum, taldi hins vegar í hann kjark og er vitranirnar hófust aftur tók Múhameð að líta á þær sem boðskap kominn beint frá Allah. Múhameð tekur að boða siðbót Á þessum tíma bjuggu á Arabíuskaganum margir ættbálkar Araba, sem bárust iðulega á bana- spjót. Einnig höfðu þeir margir hverj- ir sína sérguði. Þeir áttu sér þó einn sameiginlegan stað öðrum helgari, en hann var í Mekku, þar sem varðveittur var „svarti steinninn“; væntanlega loftsteinn, sem múhameðstrúarmenn telja að Allah hafi sent Adam og Evu af himni ofan sem altari. Í þessum helgidómi var að finna myndir og helgitákn hinna ýmsu guða auk svarta steinsins, en á honum var mest helgi og er hann felldur inn í Kaaba, sem er forn bygging í miðri stór-moskunni í Mekku, en hún er höfuðhelgidómur íslams. Þegar vitranirnar með milligöngu Gabríels hófust á ný, fylgdi þeim boð um það, að prédika skyldi trú á einn guð, Allah, og líka það, að allir aðrir guðir Araba væru hjóm eitt. Þetta verk átti Múhameð að vinna í hlut- verki spámanns – hins síðasta í röð- inni, en á undan honum höfðu komið spámenn gyðinga og þar með talinn Kristur Jesús, sem er talinn næstur að verðleikum við Múhameð. Í þessu, og reyndar mun fleiru, má sjá rætur kenninga Múhameðs, en þær liggja að stórum hluta í þeim brotum úr gyðing- legum og kristnum fræðum, sem hann aflaði sér í verslunarferðum sínum. Boðun Múhameðs var ekki vel tekið á meðal íbúa Mekku. Hann var hædd- ur og honum var ógnað og þá líka þeim, sem gengu undir boðun hans. Hin fyrsta, sem sagt er að hafi gengið honum á hönd, var eiginkona hans, Khadaija, en fleiri bættust í hópinn. Hann er þó ekki talinn hafa verið meira en svo sem 150-200 manns. Þessir fylgismenn urðu fyrir miklu að- kasti ekki síst vegna þess, að þeir veittust, í samræmi við boðun Mú- hameðs, að fjölgyðisdýrkuninni, en af henni höfðu íbúar Mekku drjúgar tekjur vegna ferða manna víða að af Arabíuskaganum til helgidómsins Kaaba. Afleiðing aðkastsins varð sú, að töluverður hópur trúfélaganna flúði yfir til Eþíópíu og dvaldi þar í skjóli kristinna yfirvalda. Á þessu upphafstímabili boðunar Múhameðs í Mekku einkenndist boð- un hans, auk baráttu gegn fjölgyðis- dýrkun, af áherslu á einn guð, Allah, bænahald, friðsemd og hófsemi, eins og fram kemur í hinum svokölluðu Mekku-súrrum Kóransins, svo sem þeirri (2.256), sem þeir, sem telja ísl- am friðartrú, halda mjög á lofti, en þar segir í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar: „Engum skal þröngvað til trú- ar. Hin rétta leið hefur verið greind frá villu. Sá sem afneitar hjátrú og setur traust sitt á Allah, hefur fundið þá handfestu sem aldrei mun bresta. Allah heyrir allt og veit allt.“ Fyrstu fimm orðin eru þau, sem haldið er fram, en framhaldinu sleppt. Þessi orð og önnur setningin (skáletrað) eru reyndar á meðal þess, sem hefur verið „fellt úr gildi“ (gert ógilt, abrogated) í Kóraninum vegna síðari vitrana og er því ekki mark- tækt. Auk þess kom verulega annað hljóð í strokkinn, þegar kom að því, að Múhameð hvarf frá Mekku og settist að í Yathrip, sem nú heitir Medína, eða „Uppfrædda borgin“, en þar breytti hann mjög um stíl. Íslam – upphafið Eftir Hauk Ágústsson Haukur Ágústsson Höfundur er fyrrverandi kennari. Ljósmynd/Óþekktur Kaaba Gömul ljósmynd sem talin er sýna helgistaðinn svipaðan því, sem hann líklega var í tíð Múhameðs. »Upphaf íslams. Múhameð, Mekka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.