Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. GIRNILEGUR OG SPENNANDI MATSEÐILL Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is Líney Sigurðardóttir Þórshöfn „Þetta hefur verið einstaklega góð vertíð og gengið mjög vel allan tím- ann,“ sagði Siggeir Stefánsson, fram- leiðslustjóri hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja á Þórshöfn, þegar Sigurður VE sigldi í höfn í góðu veðri með síðasta síldarfarminn. „Þetta er líklega mesta magn sem fryst hefur verið á sumar- og haustvertíð hjá okkur hingað til.“ Skip Ísfélagsins, Heimaey og Sig- urður, hafa komið í land með há- gæðasíld á vertíðinni en þessi öflugu skip fara einstaklega vel með aflann sem gerir það að verkum að hægt er að vinna hágæðavöru úr síldinni. Frystingu síðasta farmsins lauk um helgina og mannskapurinn getur slakað aðeins á eftir mikla og góða vinnutörn í sumar og haust. Samfelld vinna „Það hefur verið nánast samfelld vinna frá upphafi vertíðar,“ sagði Siggeir, „makrílfrysting hófst í júlí- lok en síldin tók svo við í byrjun sept- ember og unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn. Það má eiginlega segja að allt hafi hjálpast að til að gera þessa síldarvertíð framúrskar- andi; góð síld, góð veiði og meira að segja gott veður. Einnig munar miklu að stutt sigling er á miðin, hér rétt austan við okkur, það er aðeins um átta tíma sigling á miðin.“ Makrílvertíðin var aftur á móti mun snúnari því mestallur makríll- inn veiddist í síldarsmugunni en þangað er yfir 30 klukkustunda stím. Eins var makríllinn ekki í góðu ástandi hluta af vertíðinni. Nægur mannskapur var til staðar fyrir þessa miklu vinnu, ekki óvænt- ar uppákomur og engin kórónuveiru- smit hafa greinst. Siggeir sagði að vissulega hefðu menn verið í sífelldri viðbragðsstöðu hjá Ísfélaginu, meiri og harðari umgengnisreglur og þrif því það hefði verið stórmál ef vinnsla hefði lamast vegna smits á hávertíð- inni. „Hér höfum við verið heppin en allt starfsfólk hefur tekið saman höndum af mikilli ábyrgð og því hef- ur vertíðin gengið áfallalaust, það ber að þakka,“ sagði Siggeir og ber starfsfólki Ísfélagsins vel söguna. Síldin er ýmist heilfryst, flökuð án roðs eða unnin í bita eða svokallaða flapsa, þar sem flökin eru ekki alveg aðskilin heldur hanga saman á roð- inu. Róbótar eru einnig í vinnslusaln- um og létta erfiði af mannskapnum, líkt og aðrar framfarir í tækni og búnaði hjá félaginu. Vinnslu þessa síðasta afla síldar- farms lauk sl. laugardag en þá tóku við þrif og frágangur og vinnsla bol- fisks hefst að því loknu. Um 3.000 tonn bíða nú í frystigeymslu Ís- félagsins en flutningaskip er vænt- anlegt. Í vertíðarlok hefur Ísfélagið haldið lokahóf fyrir starfsfólkið og alla aðra sem að hafa komið á einhvern hátt en aðstæður núna bjóða ekki upp á það að réttlætanlegt sé að stefna stórum hópi fólks saman. Reynt var þó að gera starfsfólki glaðan dag eftir föngum og bauð Ísfélagið upp á pítsuhlaðborð fyrir bæði dag- og næturvakt í kaffistofunni en aldrei eru allir þar í einu. Eftirrétturinn verður svo í boði síðasta sólarhring- inn því vegleg terta bíður starfsfólks í kaffistofunni. „Það verður svo von- andi hægt að gera sér glaðan dag síð- ar og halda upp á góða vertíð,“ sagði Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri eftir langa og góða vinnutörn. Dýpkunarframkvæmdir standa nú yfir í höfninni en byrjað var í júlílok á sandhreinsun hafnar. Innsigling- arrennan verður dýpkuð niður í 9,5 metra í þessum áfanga en mikil þörf er á að innri hluti hafnar verði einnig tekinn í sömu dýpt. Umsvif aukast stöðugt í höfninni og skipin stækka, sem kallar á meira rými að öllu leyti ásamt stækkun viðlegukanta. Besta vertíð í áratugi  Mesta magn sem fryst hefur verið á sumar- og haust- vertíð hjá Ísfélaginu á Þórshöfn  Góð síld og góð veiði Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Vinnutörn lokið Samhentur hópur starfsmanna Ísfélagsins á Þórshöfn. Gengið vel Vertíðin gekk einstak- lega vel, segir Siggeir Stefánsson. „Við teljum reglurnar okkar megin og viðtökurnar eru góðar. Pantanir berast víða að,“ segir Dagbjartur Árelíusson hjá brugghúsinu Steðja í Borgarfirði. Fyrirtækið opnaði vef- verslun á dögunum þar sem hægt er að kaupa alls átta tegundir af bjór úr framleiðslu Steðja. Varan er svo keyrð heim til viðskiptavina og þar er landið undir. Í gær var Dag- bjartur austur á landi að dreifa vörum – og hafði þá áður farið víða í sama skyni um Norðurland. Skv. lögum hefur ÁTVR, öðru nafni Vínbúðin, einkaleyfi á smásölu áfengis á Íslandi. Þetta telur Dag- bjartur ekki standast lengur með vísan til EES-samningsins. Í krafti hans geti Íslendingar til dæmis pantað og keypt áfengi frá útlöndum og fengið sent heim með pósti. Hið sama hljóti því að gilda á innan- landsmarkaði, sbr. jafnræðisreglur. „Við erum líka ósátt við hvernig ÁTVR sinnir okkur einyrkjunum sem framleiðum bjór. Á þessu hausti erum við með tvær tegundir af jóla- bjór, Almáttugan og Haleljúa, sem aðeins verða seldar í tveimur versl- unum Vínbúðarinnar. Því varð að gera skurk í sölumálum og fara í þessa útrás, sem ég tel löglega og rétta og held ótrauður áfram,“ segir Dagbjartur. ÁTVR aðhefst ekki Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, líta svo á að farandsala Steðja á bjór væri skýrt lögbrot. Einkaleyfið sem ríkið hefði til smásölu á áfengi væri alveg skýrt. Fyrirtækið myndi þó ekki aðhafast neitt í málinu, slíkt væri hlutverk lögreglu og löggjafans. Fer um landið og selur eigin bjór  Dagbjartur í Steðja telur EES- reglurnar gilda Skál! Dagbjartur Árelíusson með Steðja-bjórinn á leið til kaupenda. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þing Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir er mjög óvenjulegt og fer eingöngu fram á fjarfundum í fyrsta skipti í sögu Norðurlandaráðs að sögn Silju Daggar Gunnars- dóttur, forseta Norðurlandaráðs. Ástæðan er vitaskuld faraldur kór- ónuveirunnar en upphaflega stóð til að þingið yrði haldið í Hörpu. Þrátt fyrir að þingið verði mun umfangsminna nú vegna farald- ursins má þó reikna með að á þriðja hundrað manns, þing- menn, ráðherrar, alþjóðlegir gestir auk starfsfólks, komi að því með einum eða öðrum hætti. Tvö stór mál standa upp úr á fund- um þingsins; samfélagsöryggi og kórónuveirukreppan, afleiðingar hennar og viðbrögð. Rætt verður hvernig Norðurlöndin ætla að vinna saman í faraldrinum, hvað læra megi af reynslunni og fjallað um mótun stefnu til framtíðar að sögn hennar. Þurfa að vinna betur saman Í dag verður haldinn opinn staf- rænn umræðufundur leiðtoga Norð- urlandanna undir yfirskriftinni „CO- VID-19 í norrænu og alþjóðlegu ljósi“. Mun Antonio Guterres, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, taka þátt í fundinum ásamt öllum forsætisráð- herrum Norðurlandanna, oddvitum landsstjórnanna og þingmönnum Norðurlandaráðs. Þar á að ræða hvaða áhrif faraldurinn hefur haft á norrænt samstarf, hvað hægt er að gera til að tryggja öflugra samstarf næst þegar á reynir og hvernig far- aldurinn lítur út í alþjóðlegu ljósi. Í dag fara einnig fram sérfundir forsætisnefndar ráðsins með öllum forsætisráðherrum Norðurlandanna og fundir með utanríkisráðherrum, varnarmálaráðherrum og ráðherr- um almannavarna. ,,Það er alveg klárt að við þurfum að vinna miklu betur saman,“ segir Silja Dögg og bætir við að samráð hafi skort meðal norrænu ríkjanna þegar veirufaraldurinn skall á. Mikil áhersla verði lögð á að bæta úr því. Skýrslan sem Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, vann fyrir norrænu ráðherranefndina með til- lögum um þróun samstarfs Norður- landanna á sviði utanríkis- og örygg- ismála verður til umfjöllunar á þinginu og segir Silja Dögg að hún sé góð undirstaða í þeirri vinnu sem fram undan er. Verðlaunahátíð í beinni Í kvöld fer fram verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2020 þegar afhent verða verðlaun í fimm flokkum. Rík- issjónvarpið verður með útsendingu frá verðlaunaafhendingunni og hefur undirbúið hana mjög vel að sögn Silju Daggar. Verðlaunaafhendingin verður í beinni útsendingu og sýnd á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. AFP Tekur þátt Antonio Guterres, að- alritari SÞ ávarpar fundinn í dag. Vilja efla samstöð- una í faraldrinum  Þing Norðurlandaráðs allt á fjar- fundum  Funda með aðalritara SÞ Silja Dögg Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.