Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
www.flugger is
SV
AN
SMERKIÐ
Flutex Pro innimálning
Nýstárleg vöruþróun – Yfirburða útkoma
Flutex Pro er ný vörulína sem er niðurstaða nýstárlegrar vöruþróunar á vinsælu
Flutex vörulínunni – hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum þeirra sem neita að
gefa afslátt af lokaútkomu málningarverksins.
Flutex Pro línan þekur afbragðsvel, er auðveld í vinnslu og gefur fallega lokaútkomu.
.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú freistast til að gefa upp á bát-
inn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér
en nú er einmitt tíminn til að þrauka.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert ástríðufullur og hæfileikaríkur
og getur valið um margar leiðir í lífinu. Á
komandi ári verða nokkrar mikilvægar
breytingar í lífi þínu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú ert jákvæður og horfir fram
á við reynist þér auðveldara að gera þær
breytingar sem þurfa að verða í lífi þínu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú færð hverja hugmyndina ann-
arri betri en getur engan veginn gert upp á
milli þeirra. Farðu þér því hægt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert eirðarlaus og þarft því að vera
sérstaklega á verði svo tækifærin renni
þér ekki úr greipum. Og þar sem þú ert
svo vitur, geturðu jafnvel íhugað mögu-
leikann að þannig verði það alltaf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefðu þér tíma til að sinna fjöl-
skyldunni í dag. Ekki er allt gull sem glóir
og þú græðir á því að skoða hlutina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinir þínir eru sérlega hjálplegir og
skemmtilegir í dag. Notaðu heldur vits-
muni þína og stálminni til þess að leysa
erfið viðfangsefni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gerðu ekki þær kröfur til ann-
arra sem þú gerir ekki til sjálfs þín. Ef þú
treður smátíma fyrir vinina inn í vinnutím-
ann, og stundar líkamlega og andlega
bætandi iðju, verður það fullkomið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ósköp notalegt að finna
það að aðrir geta glaðst yfir velgengni
manns. Líttu í kingum þig og finndu nýja
leið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er allt í lagi að bregða fyrir
sig spaugi en farið varlega gagnvart þeim
sem gætu átt það til að taka ykkur alvar-
lega. Hláturinn bætir og lengir lífið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nýttu þér greiða sem þú átt
inni til þess að koma verkefni áleiðis.
Mundu að allir eru að gera sitt besta, líka
þú.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft tíma í einrúmi í dag til að
greiða úr nokkrum hlutum sem hafa verið
á kreiki í undirmeðvitund þinni. Gefðu þér
tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar.
alveg sprungið út, sérstaklega eftir
árið 2006, þótt það hafi aðeins dalað
í hruninu í smá tíma.“ Bárður segir
að starfið hafi verið krefjandi og oft
mikið álag en hann hafi alltaf haft
gaman af því að takast á við áskor-
anir og viljað þjónusta íbúana eftir
mætti. Síðastliðinn júní var Bárður
kvaddur með virktum eftir 35 ára
starf fyrir bæjarfélagið.
Mikill uppgangur á Selfossi
Árið 1985 hóf Bárður að starfa
sem byggingarfulltrúi Selfoss-
bæjar og síðar skipulags- og
byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins
Árborgar. „Þetta er búið að vera
mikið ævintýri,“ segir hann.
„Fólksfjölgunin í sveitarfélaginu
hefur verið mjög mikil og bærinn
B
árður Guðmundsson
fæddist á Ísafirði 27.
október 1950 og ólst upp
á Hlíðarvegi 3. „Ég var
einn af þessum Hlíð-
arvegspúkum,“ segir Bárður. „Á
vetrum var aðallega farið á skíði upp í
Stóruurð og á sumrin var það fótbolti
á sjúkrahústúninu.“ Bárður fór í sveit
í tvö sumur að Sigtúnum í Eyjafjarð-
arsveit til móðurbróður síns, Krist-
jáns Bjarnasonar. „Ég var níu ára
fyrra sumarið og þau hjónin áttu
fimm börn og það var mikið fjör í
sveitinni.“
Eftir framhaldsnám við Gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar stundaði Bárð-
ur nám við Tækniskóla Íslands og út-
skrifaðist þaðan sem byggingar-
tæknifræðingur árið 1974, þá giftur
maður. Hann þurfti ekki að eyða
miklum tíma í leit að kvonfangi.
Fann konuna nýfermdur
„Á fermingarári mínu sá ég fallega
stelpu fyrir utan verslun Kristjáns
klæðskera. Hún hefur sennilega verið
að kaupa sér fermingarkápu eða eitt-
hvað svoleiðis. Það bara gerðist eitt-
hvað hjá mér og þarna á staðnum
ákvað ég að hún yrði konan mín. Sá
draumur minn rættist nokkrum árum
síðar og við hjónin eigum gullbrúðkaup
27. desember næstkomandi. Ég held
að þetta hafi sennilega verið besta
ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Kennsla í nýjum skóla
Árið 1978 flutti fjölskyldan til
Hveragerðis og þar starfaði Bárður
sem byggingarfulltrúi til ársins 1980,
þegar hann fór að kenna við Iðnskól-
ann á Selfossi í eitt ár, en þá var Fjöl-
brautaskóli Suðurlands stofnaður og
Iðnskólinn lagður niður. „Heimir
Pálsson, fyrsti skólastjóri Fjölbrauta-
skólans, bað mig að vera sér innan
handar með iðnnámið og stærðfræð-
ina, en ég hafði verið að kenna stærð-
fræði í útibúi frá öldungadeild MH í
Hveragerði áður.“ Árið 1982 flutti
fjölskyldan á Selfoss. Bárður kenndi
iðngreinar og stærðfræði ásamt því
að vera námsráðgjafi skólans. „Síð-
asta árið sem ég starfaði við skólann
var ég aðstoðarskólameistari þegar
skólameistarinn fór í ársleyfi.“
Einn í jóga með konunum
Bárður starfaði mikið með knatt-
spyrnudeild ungmennafélags Selfoss
ásamt því að sinna dómarastörfum og
var formaður deildarinnar í þrjú ár.
„Á tímabili stundaði ég mikið golf, en
ákvað að fylgja drengjunum mínum
þremur eftir og styðja í fótboltanum.“
Bárður er mikill fjölskyldumaður og
reynir að eiga góðar samverustundir
með fjölskyldunni. „Okkur hjónunum
þykir gaman að útivist og að ferðast
og höfum m.a. gengið West Highland
Way og Great Glen Way í Skotlandi.“
Þau hjónin ganga mikið saman og svo
hefur Bárður gaman af hjólreiðum.
Síðan fara þau saman í rope yoga á
Selfossi. „Ég er eini karlmaðurinn í
jóganu og er búinn að vera í nokkur
ár, en þetta eru mjög góðar æfingar
fyrir liðleikann.“
Bárður segist sáttur við tilveruna á
70 ára afmælisdeginum. „Ég er sátt-
ur við umhverfið og heilbrigður og
það er besta afmælisgjöfin.“
Fjölskylda
Eiginkona Bárðar er Sigríður Ingi-
björg Jensdóttir, f. 29.4. 1950, fv.
starfsmaður VÍS og bæjarfulltrúi Sel-
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi – 70 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Bárður, Bárður Ingi, Jóhann Bragi og fyrir framn hann er Jenný Arna, Anna Sigríður
heldur á Margréti Unu og Jón Trausti fyrir faman þær. Sigríður heldur á Ingibjörgu Lilju og Kristín Edda fyrir
framn þær. Á myndina vantar tvö yngstu barnabörnin Sigrúnu Söru og Örn Kára, en myndin er tekin árið 2010.
Besta ákvörðun mín í lífinu
Starfslok Hér eru hjónin Sigríður
og Bárður þegar hann var kvaddur
eftir 35 ára starf hjá Selfossbæ.
Á skrifstofunni Bárður naut þess
að þjónusta íbúa Selfoss öll árin.
Myndin var tekin árið 1990.
Til hamingju með daginn
30 ára Freyja ólst upp
í Þorlákshöfn en býr
núna í Hafnarfirði. Hún
vinnur í versluninni
Blush í Hamraborg í
Kópavogi. Helsta
áhugamál er samvera
með fjölskyldu og vin-
um og svo hefur hún gaman af því að
hlusta á hlaðvörp.
Maki: Ívar Daníelsson, f. 1986, söngvari.
Börn: Karítas Klara Ívarsdóttir, f. 2008;
Hrafnhildur Fjóla Rúnarsdóttir, f. 2010;
Auður Líf Rúnarsdóttir, f. 2010, og
Elísabet Ylja Ívarsdóttir, f. 2018.
Foreldrar: Björk Sigurðardóttir, f. 1960,
vinnur hjá Skólamat í Hafnarfirði, og
Magnús Guðjónsson, f. 1956, vinnur í
Steypustöðinni á Selfossi.
Freyja Mjöll
Magnúsdóttir
40 ára Óli Rúnar ólst
upp í Fellabæ í Múla-
þingi en býr nú í
Árbæ. Hann sinnir
sköpun og stjórnun
hjá Borg Brugghúsi,
Öglu Gosgerð og Öl-
gerðinni. „Ég reyni svo
að hámarka tímann með fjölskyldunni í
bland við að sinna hlutverki hins temmi-
lega þjakaða listamanns.“
Maki: Erna Gunnþórsdóttir, f. 1984,
læknir og stórmeistari.
Börn: Jón Ingi, f. 2008; Gunnþór Elís, f.
2009, og Rökkvi Sæberg, f. 2017.
Foreldrar: Jón Ingi Arngrímsson, f. 1955,
tónskólastjóri, Fellabæ, og
Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1954, handa-
vinnukona og stuðbolti, Reykjavík.
Óli Rúnar
Jónsson
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is