Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Þetta ljóð Þorsteins Gíslasonar, sem telur sex erindi, söng mamma mín iðulega. Það hefur sennilega leitt til þess að mér þykir þetta eitt falleg- asta ljóð sem ort hefur verið á ís- lenska tungu, svo leikandi létt og gegnsætt, fullt af von og gleði hversdagsins. Það er líka góð lýsing á mömmu sem var glöð og skemmtileg kona og söng mjög fal- lega. Hún fæddist 1916 og dó 2005. Þegar hún var tveggja ára fékk hún spánsku veikina og var vart hugað líf. Sagan af því hvernig litla barnið barðist fyrir lífi sínu hefur varðveist sem helgisaga í fjölskyldu okkar. Faðir hennar, Helgi Skúlason, kennari og bóndi á Herríðarhóli í Holtum, hélt á henni í fanginu dægrin út og inn og lét bera í barnið spenvolga mjólk úr kúnum sem eldri systkini hennar skiptust á um að sækja. Litla barnið braggaðist og lifði og þakkaði það síðar meir árvekni og elsku föður síns og hans spenvolgu og næringarríku mjólk. Henni varð ekkert meint af nema að því leyti að hún varð seinni til tals en önnur börn. „En þegar ég loksins lærði að tala þá héldu mér engin bönd,“ sagði hún kankvís síðar. Það að smitast af spánsku veik- inni og lifa sjúkdóminn af hefur sennilega veitt henni aukinn við- námsþrótt og ónæmi gegn ýmsum sjúkdómum. A.m.k. var hún sér- lega heilsuhraust á sinni tíð og varla nokkurn tíma misdægurt. Hún minntist þess að faðir hennar hafði yfir henni blessunarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig …“ Þetta var sennilega það besta sem hún vissi og kunni og sagði við mig, dóttur sína, rétt fyr- ir andlátið: „Helga mín, þú mátt aldrei gleyma blessunarorðunum.“ Ég þekkti litla stúlku sem taldi það sínar sælustu stundir þegar hún sat með pabba sínum og hann sagði henni sögur frá þeim tíma þegar hann var lítill. Alltaf voru þetta sömu sögurnar aftur og aft- ur sem hljómuðu sem hin stórkost- legustu ævintýri í munni hans. Þetta voru endurminningar úr bernsku hans og æsku frá Eyr- arbakka, Borgarnesi, Vík í Mýdal. Hún sagði eitthvað sem svo: „Pabbi, segðu mér frá því þegar þú dast á glerbrotið í fjörunni í Borgarnesi og það kom stórt gat á hnéð og það blæddi og þú fórst að gráta. Ha, pabbi, gerðu það.“ Svo kom sagan og frá- sagnargleði hans var við brugðið, hún var vönduð og fölskva- laus. Þessar stundir þeirra voru sannkall- aðar gæðastundir og mátti vart á milli sjá hvort þeirra feðgina naut þeirra betur. Það kemur fyrir að það lýkst upp fyrir okkur að lífið hangir á blá- þræði. Þetta vitum við öll en hvort við höfum það oft í huga er annað mál. Enda er farsæl lífsafstaða fólgin í því að vera jákvæður og njóta hverrar stundar í einlægri lífsnautn er þakkar allt hið góða sem lífið færir okkur í skaut. En kynslóðin sem segir frá hér að of- an var mjög meðvituð um fallvalt- leika tilverunnar og sagði því sem svo þegar fólk t.d. kvaddist: „Við sjáumst á morgun – ef Guð lofar.“ Allt líf hangir á bláþræði, lífið er eiginlega barátta upp á líf og dauða frá fyrstu til síðustu mín- útu. Þá er gott að vita á hvern við trúum, hvar traust okkar og trún- aður liggur, að vita hver haggast ekki þegar „björgin hrynja og hamravirkin svíkja“. Það er djúp- stæður lífsskilningur kristinnar trúar að þeim sem Guð elska sam- verki allt til góðs. Hversu mót- drægt sem lífið er, hversu langt frá gleði og von sem líf sérhvers manns getur verið kemst hann aldrei svo langt inn í myrk skúma- skot tilverunnar að augu Drottins sjái hann ekki og að hjarta þess sama Drottins finni ekki til með sorg og einsemd mannsins. „Drottinn blessi þig og varðveiti þig, drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.“ (Fjórða Mósebók 6:24-26.) Á bláþræði – lítil saga af spenvolgri mjólk Eftir Helgu Soffíu Konráðsdóttur » Það er farsæl lífs- afstaða fólgin í því að vera jákvæður og njóta hverrar stundar í ein- lægri lífsnautn en við- urkenna fallvaltleika. Helga Soffía Konráðsdóttir Höfundur er sóknarpretur í Háteigs- kirkju og prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. helgasoffia@simnet.is Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Að góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsátt- mála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heima- hjúkrun, dagþjálfun og endurhæf- ingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheim- ila verður styrktur. Nei, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjár- framlög umfram launa- og verðlags- hækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft pró- sent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur nið- ur um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjár- lögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjón- ustan situr eftir. Ég er þeirrar skoð- unar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast. Nýlega var því lýst yfir að ríkið mun taka yfir rekstur allra öldrunarheim- ila Akureyrarbæjar um áramótin. Hið sama er uppi á teningnum, mis- jafnlega langt komið, í Vest- mannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðabyggð og víðar. Það er ótrú- legt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldr- unarheimilin í þrot. Samhliða því neyðast stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafa byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. Þau eiga það síst skilið. Svona rétt í lokin þá er vert að nefna að Landspítalinn rekur bið- deild á Vífilsstöðum, hvar ýmiss kon- ar þjónusta er lakari en á hjúkr- unarheimilum landsins. Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkr- unarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sér- stakt. Það er þetta með Jónana. Skammist ykkar Eftir Gísla Pál Pálsson » Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunar- þjónustunnar. Gísli Páll Pálsson Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. gisli@grund.is Ráðherrar sem vilja fara að lögum í mál- efnum hælisleitenda eru ásakaðir um til- finningarleysi og mannvonsku af lög- fræðingum Rauða krossins. Tilgangurinn er að tefja framgang mála með því að móta skoðanir almennings og hvetja til mótmæla. Mótmæla því að hælisleitendum, sem skv. lögum eru ekki hælisleitendur, sé vísað úr landi. Það er ekki hægt annað en finna til með ráðherrum sem verða fyrir árás- um Rauða krossins eftir að Útlend- ingastofnun hefur komist að nið- urstöðu um brottvísun. Ráðherrarnir hafa sjálfir komið sér í þessa stöðu með eftirgjöfum sem kalla á fleiri hæl- isumsóknir og saga brottvísana endurtekur sig. Alþingi ber ábyrgð á ástandinu með að- gerðaleysinu. Lausn þessa vandamáls ætti að hafa forgang á brenni- vín í matvörubúðir og breytingu á nafnalög- um. Af ótta við að verða kallaðir rasistar þora fá- ir að koma ráðherr- unum til varnar. Alþingi virðist ekki sjá að með 400-500 miljarða fjár- lagahalla og 10-15% atvinnuleysi er ekkert vit í að halda landamærum opnum á grundvelli Schengen- samkomulagsins. Niðurstaðan er að inn streymir fólk sem hefur keypt farseðil aðra leiðina og biður um hæli. Margir sem koma hafa fengið hæli í öðrum löndum og eiga engan rétt á hæli hér. Íslendingur, sem kom frá Sviss í sumar með millilendingu, sagði eng- an hafa fengið að fara frá borði í Kaupmannahöfn án þess að sýna gilt vegabréf. Við ættum að fara eins að. Gera flugfélögum skylt að flytja frá landinu á eigin kostnað þá sem við tökum ekki við. Í viðbót við skilyrði um gilt vegabréf ætti að sýna farseðil frá landinu og að farþegi eigi fyrir framfærslu þar til hann fer. Flug- vélar fengju ekki heimild til flugtaks fyrr en þetta hefði verið skoðað. Áhrifin kæmu strax fram í því að færri kæmu sem ekki ættu erindi til Íslands og Útlendingaeftirlitið fengi frið til að ljúka þeim málum sem eru í vinnslu. Allir þessir fólksflutningar byggj- ast á skipulagðri glæpastarfsemi. Líklega er ódýrast að komast í of- hlöðnum bátum til Grikklands og Ítalíu. Miðað við þau lönd er Ísland, líkt og Saga Class, mikið dýrara og jafnvel innifalið í verði tenging við lögfræðinga Rauða krossins þegar hingað er komið. Það er dýrt að koma með fjölskylduna í flugi. Þeir sem þannig koma eru í allt annarri stöðu en bátafólkið og nauðsynlegt að kanna bakgrunn þeirra ofan í kjölinn. Hvaðan komu þeir og hvers vegna til Íslands? Það fyrsta sem ég man eftir Rauða krossinum er frá öskudeginum þegar safnað var í bauk með rauðum krossi. Síðan fylgdist maður með Rauða krossinum senda lækna og hjálp þangað sem voru náttúruhamfarir eða stríðsátök. Nú er Rauði krossinn með tugi lögfræðinga í vinnu og helstu fréttir eru hvernig þeim geng- ur að tefja mál hælisleitenda. Allt á kostnað skattgreiðenda. Hvað skyldi heildarkostnaður vera orðinn mikill og hversu mikið hafa lögfræðingar fengið frá Rauða krossinum? Ég meina skattgreiðendum. Ég fór að velta kostnaðinum og forgangsröðinni fyrir mér fyrir nokkrum vikum eftir fréttir um fjár- öflun fyrir dreng frá Hornafirði, sem þurfti að komast til læknis í útlönd- um. Svo voru nú um helgina sjón- varpsfréttir um konu með MS- sjúkdóm sem heilbrigðiskerfið náði ekki utan um. Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson »Hvað skyldi heild- arkostnaður vera orðinn mikill og hversu mikið hafa lögfræðingar fengið frá „Rauða kross- inum“? Ég meina skatt- greiðendum. Höfundur er eldri borgari. Á skal að ósi stemma og með lögum skal land byggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.