Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Joe Biden hefur verið dálítið fasturí því að hann sé enn í framboði til öldungadeildarinnar í Bandaríkj- unum.    Í prófkjörsbarátt-unni í sínum flokki tilkynnti hann skörulega, að hann væri Joe Biden og hann byði sig hér með fram til sætis í öldungadeildinni.    Fyrir fáeinum vik-um, og þá löngu orðinn forsetafram- bjóðandi, endurtók hann þessa fullyrðingu sína.    Í gær sagði hann á kosningafundiað kjósendur yrðu að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar „fjögur ár í viðbót með George sem forseta“ gætu haft fyrir þá. Hann hikaði að vísu í framhaldinu, en fann ekkert skárra og endurtók því þetta með hættuna af George.    Frúin hvíslaði í eyra hans og þásagðist Biden hafa átt við Trump.    Menn gátu sér til um að Bidenhefði orðið hugsað til George W. Bush, en hann lét af starfi forseta fyrir tæpum tólf árum og var Biden þá einmitt að hætta í öldungadeild- inni.    En aðrir töldu jafnlíklegt að Bidenætti við George H.W. Bush enda einungis tæp 28 ár síðan sá fór úr Hvíta húsinu.    Flestir útilokuðu að Biden hugn-uðust illa fjögur ár í viðbót með George Washington enda hann löngu hættur þegar Biden tók að berjast fyrir öldungadeildarsætinu fyrst. Joe Biden Nóg komið, George STAKSTEINAR George Bush Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Leigubifreiðastjórar hafa orðið fyrir miklu tekjufalli vegna lokana og annarra sóttvarnaaðgerða. „Leyfis- hafar leigubifreiða hafa þraukað við aðstæður samdráttar og takmark- ana og haldið uppi þjónustunni við samfélagið, starfað í framlínunni, út- settir fyrir smiti og þjónað mikil- vægu starfi, svo sem að koma sýnum til greiningarstöðva og aka með sjúklinga og flugfarþega í sóttkví, auk almenns aksturs. Þeim hefur verið gert að breyta bifreiðum sínum með skilrúmum og öðrum tilfallandi kostnaði vegna sóttvarna.“ Þetta segir í nýrri umsögn Bandalags ís- lenskra leigubifreiðastjóra (BÍLS) við stjórnarfrumvarp um tekjufalls- styrki, sem er til umfjöllunar í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Fram kemur að 22. október sl. voru 100 leyfi leigubifreiða á höfuð- borgarsvæðinu í tímabundinni inn- lögn, auk nokkurra sem hafa hætt rekstri. Daníel Orri Einarsson, formaður BÍLS, segir einnig í umsögninni að fjöldi leigubifreiða í umferð hafi minnkað um nær 20% og þeir sem áfram starfa séu enn þá langt undir þeim tekjumörkum að geta staðið bæði undir rekstrarkostnaði og launum. Bandalagið óskar eftir því að tekið sé tillit til leigubílstjóra og að þeir falli undir skilyrðin til að geta notið tekjufallsstyrkjanna. Fram kemur að leyfishöfum hefur verið boðið upp á frystingu bifreiðalána af hálfu lánafyrirtækja, ,,en hins vegar hefur þeim gengið misjafnlega að semja við tryggingafélögin. Samdrátturinn hefur haldist að öllu jöfnu milli 80 og 90 prósent frá 15. mars á þessu ári, þá er bæði átt við tekjur af akstri og fjölda ferða sem til falla. Margir leyfishafar hafa lagt inn leyfi sín tímabundið, þeir sem hafa haft þann möguleika á eða þeir sem hafa ekki átt annarra kosta völ en að draga úr kostnaði,“ segir í umsögninni. omfr@mbl.is Samdrátturinn hef- ur haldist 80-90%  Nær 20 prósent fækkun leigubifreiða í umferð frá í vor Morgunblaðið/Jim Smart Leigubíll Margir hafa lagt inn leyfi sín tímabundið til að draga úr kostnaði. Karlmaður á þrítugsaldri var á föstudag dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Landsrétti fyrir stórfellda líkamsárás. Hann hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands sem dæmdi hann í sex ára fangelsi. Einn- ig þarf maðurinn að greiða brotaþola tvær milljónir króna. Maðurinn, Hafsteinn Oddsson, hafði áður fengið dóm vegna tilrauna til ráns og fyrir brot gegn umferðar- lögum sem hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir. Að því gættu dæmdi Landsréttur hina fyrri refsingu með í þennan dóm. Í útdrætti dómsorðs kemur fram að Hafsteinn hafi veist að konu með ítrekuðum spörkum í andlit og búk. Þá klæddi hann konuna úr öllum föt- unum áður en hann yfirgaf hana þar sem hún lá í götunni, mikið slösuð, nakin og án bjargar. Árið 2018 höfðu þrjár ljósmyndir verið lagðar fram sem gögn í málinu. Síðar fékk matsmaður aðgang að 19 myndum til viðbótar. Hafsteinn krafðist þess að dómur Landsréttar yrði gerður ómerkur og að málinu yrði vísað aftur til héraðs til löglegr- ar meðferðar. Hann segir það hafa brotið gegn jafnræði málsaðila og komið niður á vörnum sínum að dóm- ari hafi hlutast til um að leggja fram ný gögn í málinu við aðalmeðferð þess. Fékk fjögurra ára dóm fyrir líkamsárás  Réðst á konu og skildi hana eftir í götunni mikið slasaða og bjargarlausa Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Mildaði dóm héraðs- dóms úr sex árum í fjögur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.