Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Tilboð/útboð Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 11. mars 2020 að auglýsa tillögu að breyttu deili skipulagi frístundabyggðar í landi Voga 1 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreyting fer fram í kjölfar óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sem var staðfest þann 30. september 2020 Deiliskipulagsbreytingin snýr að því að bætt verði við lóð fyrir íbúðarhús við núverandi frístundalóðasvæði og stærð frístundalóðarinnar F5 minnkar. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, frá og með fimmtudeginum 22. október til og með föstudeginum 4. desember 2020. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps: www.skutustadahreppur.is undir flipanum skipulagsauglýsingar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 4. desember 2020. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: atli@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Atli Steinn Sveinbjörnsson, skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps. Auglýsing um breytingu deiliskipulagi Voga 1 SKÚTUSTAÐAHREPPUR Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu- stofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411 2600. Boðinn Stafganga kl. 10 (ath. breyttur tími). Boðið verður upp á sam- veru og spjall í Bjartasal frá kl. 14-16, getum tekið á móti 20 manns. Bústaðakirkja Enn erum við í 20 manna viðmiðinu og þar af leið- andi verður ekki félagsstarf hjá okkur þar til því verður aflétt. Við von- um það besta, að hægt verði að hittast sem fyrst. Guðs blessun til ykkar allra. Starfsfólk Bústðakirkju og Grensáskirkju. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411 2790. Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma- bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkun sem er 20 manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face- booksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarf- gardabaer Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30. Korpúlfar Frjáls postulínsmálun í Borgum kl. 9.30 og spjallhópur í Borgum kl. 13. Borgir opnar frá kl. 8-16 og virðum allar sóttvarnir og förum varlega. Skráning í hádegisverð deginum áður og einnig skráning í kaffiveitingar, þannig virðum við 20 manna regluna. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður hópþjálfun með sjúkraþjálf- ara í setustofu 2. hæðar kl. 10.15-11. Bókband verður á sínum stað í smiðju 1. hæðar kl. 13-17. Þá verður söngstund einnig eftir hádegi, í matsal 2. hæðar, kl. 13.30-14.30. Við minnum á að grímuskylda ríkir í félagsmiðstöðinni um þessar mundir. Velkomin á Lindargötu 59. Seltjarnarnes Ath. vegna lokunar sundstaða er engin vatnsleikfimi í dag. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á Skólabraut kl. 10.30 ef veður leyfir. Námskeið og önnur dagskrá úti í bæ eru í samráði við stjórn- endur sem stýra aðgenginu. Munum áfram að halda almennar sótt- varnir, handþvott, sprittun og að enn ríkir grímuskylda. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið kl. 10-16. Heitt á könn- unni kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30- 12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bókabíllinn kem- ur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu kl. 14.30- 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Erla FanneySigurbergs- dóttir fæddist 11. ágúst 1933 í Ólafs- vík. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 8. október 2020. Foreldrar Erlu voru Oddný Guð- brandsdóttir og Sig- urberg Ásbjörns- son, skósmiður í Keflavík. Systur Erlu eru Sig- urrós Unnur, Erna og Guðrún Matthildur sem er fallin frá. Þann 31.12. 1953 giftist Erla eiginmanni sínum, Jóni Elliða Þorsteinssyni, f. 3.8. 1928, d. 2.5. 2003 frá Geiteyjarstönd í Mý- vatnssveit. Eignuðust þau fjögur börn, þau: 1) Oddný Indíana, f. 21.2. 1953, sonur Oddnýjar og fyrrum eiginmanns hennar, 3.10. 1972, Margrét Hlín, f. 5.12. 1982, sambýlismaður Alan Mac- Eachern, f. 29.12. 1980, dóttir þeirra Sóley Una, f. 24.7. 2020, Þorvaldur Örn, f. 11.10. 1990, sambýliskona hans er Árný Björk Björnsdóttir, f. 30.1. 1990. Erla ólst upp í Ólafsvík til fjög- urra ára aldurs en flutti þá ásamt foreldrum sínum og systrum til Keflavíkur árið 1937. Erla var listakona og kaupmaður og ráku þau hjónin Skóbúð Keflavíkur við Hafnargötu 35 til fjölda ára. Erla og Jón bjuggu nánast öll sín búskaparár á Hringbraut 48. Hún var ein af stofnendum Styrktarfélags aldraðra á Suð- urnesjum. Útför Erlu Fanneyjar fer fram frá safnaðarheimili Keflavík- urkirkju í dag, 27. október 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera við- staddir athöfnina. Streymi frá athöfninni verður hægt að nálgast á: https://tinyurl.com/y6fh3jxc Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Scott Nelson, er Jón Róbert Nelson, f. 9.12. 1984. Seinni eiginmaður Odd- nýjar var Birgir Hrafnsson. 2) Birgir Steinn, f. 8.4. 1960, d. 19.6. 1964. 3) Bryndís, f. 14.6. 1968, gift Hilmi Snæ Guðnasyni, f. 24.1. 1969, dóttir þeirra Viktoría Ísold, f. 8.12. 1994. 4) Brynjar Steinn, f. 31.1. 1976, kvæntur Bylgju Dís Erlingsdóttur, f. 20.5. 1978, börn þeirra: Steindís Erla, f. 7.6. 2012, og Jón Steinn Elliði, f. 16.11. 2017. Stjúpdóttir Erlu er Inger L. Jónsdóttir, f. 7.2. 1950, gift Davíð Baldurssyni, f. 10.3. 1949, börn þeirra: Drífa Kristjana, f. 28.7. 1974, gift Heiðari Karlssyni, f. Í dag kveðjum við Erlu Sigur- bergsdóttur hinstu kveðju. Hún var sterkur persónuleiki, lét sér fátt fyrir brjósti brenna, ósérhlíf- inn vinnuþjarkur og unnandi lista. Hún bar virðingu fyrir skoðunum annarra, hvetjandi, umburðar- lynd, ráðholl og hafði sterkar skoðanir. Vakin og sofin yfir sín- um nánustu. Það var gæfa mín í lífinu að kynnast hennar mannkostum, snemma á lífsleiðinni. Ein af mín- um sterku fyrirmyndum. Hún var eiginkona föður míns og það mun hafa verið laust eftir miðja síðustu öld að fundum bar saman. Þá kom hún ásamt föður mínum í sína fyrstu heimsókn til tengdafor- eldra sinna fyrir norðan. Hún einkar barngóð og fylgdi henni mikil gleði. Þessi fallega kona heillaði mig frá fyrsta degi og með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Samvistir í bernsku voru tengdar árlegri dvöl á æskuslóð- um föður míns á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Þangað söfnuðust föðursystkinin og fjölskyldur á sumrin. Bræðurnir stunduðu sil- ungsveiði af miklu kappi, en Erla hafði ofan af fyrir okkur Oddnýju og sýndi okkur markverða staði. Á þeim tíma var dvalið í tjöldum, en síðar byggður heilsársbústaður á jörðinni. Þegar ég svo átti þess kost að heimsækja þau í Keflavík, kynnt- ist ég systrum Erlu og fjölskyld- um. Þau eru einstaklega glaðvær og skemmtileg, mikið og hratt tal- að um hin margvíslegu málefni. Börn þeirra á svipuðum aldri og leið ekki á löngu áður en mér fannst ég tilheyra stórfjölskyld- unni. Um áratuga skeið ráku þau hjónin Skóbúð Keflavíkur. Sá Erla um daglegan rekstur og inn- kaup. Erla kom víðar við. Hún var afar listræn og teikningar hennar vöktu athygli frá unga aldri. Þessu hugðarefni sinnti hún á sama tíma og annasömum atvinnurekstri og heimili. Var hún svo lánsöm að fá tækifæri til að sækja einkatíma hjá Sverri Haraldssyni listmálara og einnig námskeið erlendis. Erla hélt nokkrar myndlistarsýningar og eftir hana liggur fjöldi mál- verka. Myndefni sótt í íslenska náttúru og mörg úr Mývatnssveit af mögnuðum hraunmyndum. Þá lagði hún fyrir sig leir- og glerlist og prýða mörg verk hennar heim- ili ættingja og vina og að auki kenndi hún leirkeragerð um nokk- urt skeið. Heimili þeirra hjóna var einkar smekklegt, enda Erla hinn mesti fagurkeri, prýtt fjölda listaverka eftir hana sjálfa og fleiri lista- menn. Þá ræktaði hún fagran garð með litskrúðugum blómum og trjám og er mikil prýði að. Þess nutu ekki síst gestkomandi sem böðuðu sig í sundlauginni utan- dyra. Á þetta heimili var gott að koma, enda bjó Erla yfir þeim hæfileika að láta öllum líða vel í návist sinni. Hún virtist hafa endalausan tíma og einlægan áhuga á því sem viðkomandi tók sér fyrir hendur. Viðbrögð hennar og hrifning svo innilega jákvæð og uppörvandi. Fylgdist vel með börnum mínum og var þeim ávallt innan handar. Vegna fjarlægrar búsetu árum saman urðu símtölin mörg en að sama skapi afar gef- andi. Ég kveð stjúpu mína með sökn- uði og þakka henni fyrir um- hyggju og ástúð á garð fjölskyld- unnar. Inger L. Jónsdóttir. Þegar ég var barn vissi ég að ég væri ótrúlega heppin. Það var vegna þess að ég átti ekki bara tvær ömmur, heldur heilar þrjár. Þessi þriðja, aukaamma, var hún Erla mín. Alltaf beið hún manns í stigan- um á Hringbrautinni með út- breiddan faðminn og fallega bros- ið sitt þegar leið lá í Keflavík, inn í huggulegasta listagallerí sem ég hef komið í. Sem barn var ég al- gerlega uppnumin af hæfileikum hennar á listasviðinu, hún virtist geta og kunna allt, sama hver efni- viðurinn var. Samt var hún svo hógvær og fölskvalaus. Þegar ég sjálf fór að teikna og mála af einhverri alvöru var hún uppfull af ráðleggingum og kenndi mér svo margt sem ég bý enn að í dag. Hún hafði svo gott lag á að út- skýra hlutina á einfaldan hátt, var hreinskilin og laus við alla tilgerð. Hún var flippaða amman sem málaði eldhúsið sitt bleikt, bakaði pönnukökur með þremur pönnum og var alger skvísa fram á gamals- aldur. Hún var afskaplega fyndin í tilsvörum og áttum við ófáar stundirnar sem við sátum og kjöftuðum fram á nótt. Það var yndislegt að eiga afdrep hjá henni, ávallt jafn velkomin. Já, þvílík heppni að hún Erla giftist afa mínum, að fá að kynnast henni og eiga hana að eins lengi og ég gerði. Það er afskaplega erfitt að kveðja en ég er svo þakklát fyrir minningarnar og þá endalausu hlýju sem ég upplifði í kringum hana. Hlín Davíðsdóttir. Það eru að sumu leyti forrétt- indi að fá að ganga vegferð lífsins í marga áratugi með góðu fólki sem tengist manni strax í æsku. Fólki sem var til staðar og hafði mótandi áhrif á fyrstu árum ævinnar. Fólki sem verður óaðskiljanlegur hluti af lífinu, frá barnæsku til efri ára. Þannig samferðamaður var hún Erla móðursystir mín. Milli þeirra systra Ernu móður minnar og Erlu er aðeins rúmlega eitt ár. Árið 1942 þegar þær voru sjö og átta ára lést móðir þeirra. Frá og með þeim tíma þurftu þær að stóla hvor á aðra með meiri þunga en gengur og gerist. Bæði þegar þær voru stúlkur og síðar sem ungar mæður með börn á svipuðum aldri. Stundum höfum við krakkarnir gantast með að þess vegna hafi þær þróað með sér samband sem er nánara en milli tvíbura. Alla ævi höfðu þær ríka þörf til að vera í nánu sam- bandi, helst daglega, varðandi allt milli himins og jarðar. Og skipti þá litlu hvort þær bjuggu í sama bæ eða sín í hvorri heimsálfunni. Þessi harmur þeirra í æsku varð þannig okkar gæfa þar sem við fengum eiginlega tvær skemmti- legar mæður. Það er varla hægt að ræða um Erlu frænku mína án þess að nefna að hún var einstaklega fal- leg kona. Þetta fór ekki fram hjá neinum sem hitti hana. Alltaf mjög vel tilhöfð og alveg sama hvernig hún var klædd, allt fór henni vel. Það sem einkenndi hana sem persónu öðru fremur var nán- ast ófrávíkjanlegt trygglyndi. En eins og systur hennar allar var hún þó alls ekki laus við að hafa stundum hvassar skoðanir. Á sinni starfsævi var hún dug- mikil verslunarkona og rak um árabil skóbúð í Keflavík ásamt Jóni Þorsteinssyni eiginmanni sínum og fetaði þannig í fótspor Sigurbergs föður síns sem var skósmiður. En auk þess að vinna við verslunarstjórn fór hún gjarn- an í innkaupaferðir til útlanda þar sem hún valdi skó í búðina af smekkvísi og þekkingu á sam- tímastraumum í tísku. Áhugamál og ástríða Erlu var málaralist enda komu listrænir hæfileikar snemma í ljós. Það var skemmtilegt að fylgjast með þroska hennar sem listmálara eft- ir að hún fór í læri hjá Sverri Har- aldssyni. Það voru eins konar tímamót sem leystu listsköpun hennar úr læðingi. Upp frá því varð til hennar sérstaki stíll og áhugi á að útfæra íslenskt lands- lag og skálda í hraunmyndanir í myndverkum sínum. Ekki er ólík- legt að málverkið hafi verið far- vegur til að vinna sig út úr áfalli sem hún varð fyrir sem ung móðir og finna nýjan flöt á lífinu. Þegar Erla var rúmlega þrítug féll dimmur skuggi á líf hennar og okkar allra þegar Birgir Steinn sonur hennar lést af slysförum rétt rúmlega fjögurra ára. Barns- missirinn hafði eðlilega þung áhrif á Erlu og okkur öll en fráfallið var sjaldan rætt upphátt í áratugi. Þannig var tíðarandinn. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að ég ræddi um Birgi Stein í fyrsta skipti við Erlu. Það var bjart og nærandi samtal um fjörkálfinn og gleðigjafann frænda minn sem var fjórum árum yngri en ég. Erla eignaðist þrjú börn til við- bótar, frændsystkin mín Oddnýju, Bryndísi og Brynjar. Ykkur og öll- um ykkar aðstandendum sendum við Gunna samúðarkveðjur. Einar Páll Svavarsson. Erla Fanney Sigurbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.