Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 ✝ Svana Jóns-dóttir fæddist á Siglufirði 18. ágúst 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 17. október 2020. For- eldrar Svönu voru hjónin Anna Hall- dórsdóttir sauma- kona frá Ísafirði, f. 18.8. 1913, d, 24.11. 1978, og Jón Ein- arsson vélstjóri frá Siglufirði, f. 6.1. 1917, d. 6.8. 2010. Systkini Svönu eru Hall- dór Friðgeir, f. 1941, Margrét f. 1944, Þórelfur f. 1945, d. 2015, Gunnar Þór, f. 1947, Lovísa, f. 1949, Ólöf, f. 1950, Einar, f. 1951, Svanborg Rannveig, f. 1953, og Svanfríður, f. 1955. Svana giftist 31. janúar 1959 Erni Óskari Helgasyni vélstjóra, f. 25.3. 1936. Börn Svönu og Arnar eru: 1) Anna Arnardóttir, f. 22.8. 1959, bílstjóri. Maki Eg- ill Jensen Guðnason, f. 14.12. Friðriksson, f. 26.12. 1952, raf- virki. Börn: a) Heiðrún Arna, f. 1987, viðskiptafræðingur. Maki hennar Lárus Blöndal Guð- jónsson, f. 1987, töframaður. Börn: Heiðdís Eva Óskarsdóttir f. 2007, Ríkharður Leó Erlings- son, f. 2010, Óliver Elvis Blön- dal Lárusson, f. 2018, Kári Len- non Blöndal Lárusson, f. 2020. b) Svana María, f. 1990, tann- tæknir. 3) Jón Örn Arnarson, f. 6.3. 1966, söluhönnuður, kvænt- ur Nínu Borg Reynisdóttur, f. 6.12. 1971, fótaaðgerðafræð- ingi. Börn: a) Reynir Ver, f. 1990, iðnfræðingur, maki Hlín Hilmarsdóttir, f. 1991, leik- skólakennari. Börn þeirra: Val- ur Örn, f. 2016 og Maren Ósk, f. 2017. b) Ólöf Eir, f. 1992, hjúkr- unarfræðinemi, maki Viktor Örn Guðmundsson, f. 1991, vél- virki. c) Arna Ósk, f. 2002, fram- haldsskólanemi. 4) Helga Arnardóttir, gjald- keri, f. 3.1. 1971, gift Helga Haukssyni tölvunarfræðingi, f. 7.2. 1965. Börn þeirra: a) María Mist Helgadóttir versl- unarstjóri. f. 1987, gift Helga Halldórssyni vélvirkja. Börn þeirra: Ernir Leó, f. 2017 og óskírðar tvíburasystur, f. 2020. b) Anna Hallgrímsdóttir Kvaran þroskaþjálfi, f. 1989, gift Páli I. Pálssyni tæknifræðingi, þau eiga Hrafntinnu, f. 2015, og Hilmi Þór, f. 2018. c) Hafdís Erla Helgadóttir tölvunarfræð- ingur, f. 1993, gift Steinunni Valbjörnsdóttur málfræðingi. Systkini Arnar eru Hrafn Helgason, Stefanía D. Helga- dóttir og Guðjón Helgason. Svana ólst upp á Siglufirði og við Skeiðsfossvirkjun og flutti 16 ára á Akranes með fjölskyld- unni. Svana var fermd á Barði í Fljótum 1953. Var í Gagnfræða- skóla Ísafjarðar í tvö ár, kláraði Gagnfræðaskólann á Siglufirði 1956. Nam við Húsmæðraskól- anum Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit 1957-58. Vann við ýmis verslunar- og þjónustustörf en lengst af sem starfsmaður í Ar- ion banka á Akranesi. Húsmóðir og sjómannskona. Streymi verður frá útför: https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat 1957, bílstjóri. Börn: a) Örn Jen- sen, f. 1980, raf- virki. Maki Sif Agn- arsdóttir, snyrtifr. Þau eiga fimm börn: Hafþór Örn, f. 2004, Heiður Sara, f. 2006, Aldís Ósk, f. 2008, Agnar Ingi, f. 2012, Alex- andra Mjöll, f. 2014. Þrjú elstu börnin á Örn með Hafdísi Búadóttur úr fyrra hjónabandi. b) Ragnar, f. 11.3. 1983, d. 27.1. 2017. c) Margrét, f. 23.5. 1986, verslunarm. Maki Guðjón Birgir Tómasson ýtu- stjóri. Þau eiga sex börn: Vignir Gauti, f. 2006, Dagný Bára, f. 2009, Erlingur Orri, f. 2011, Fanney Alda, f. 2013, Jóhannes Egill, f. 2016, Lilja Maren, f. 2017. 2) Halldóra Hafdís Arn- ardóttir, f. 19.5. 1962 hjúkr- unarfræðingur. Maki Friðrik Elsku Svana Stóra systir með stóru S-i, „Tornfågeln“. Forystu- fuglinn okkar tíu systkinanna kvaddi þennann heim 17. október síðastliðinn. Ég segi hún er ein af Covid-19- fórnarlömbunum, þar sem hún af- þakkaði lífgjöf með snúrum og leiðslum og tækjum ef þetta væri framhaldið – að vera einangruð á dvalarheimili og mega ekki fá sína nánustu í heimsókn til sín, því það er búið að skerða svo mikið heim- sóknir til dvalarheimilisbúa sem er það eina sem lífið gengur út á á efri árum. Hún var elst okkar tíu systkina og ég var yngst hún var 15 ára að verða 16 þegar ég fæddist á Skeiðsfossi í Fljótum á ferming- ardegi Halldórs bróður, svo hún sá um fermingarveislu fyrir fjöl- skylduna, flauelssúpu með safti (samkvæmt Möggu systur). Hún var og er til fyrirmyndar! Elskuleg systir, eiginkona Össa, sjómannskona með öllu tilheyr- andi þeim titli, sem sagt bústjóri og alltmúgligt á stóru heimili með fjögur börn. Frábær húsmóðir gestgjafi vinur og stóra systir, yndisleg móðir, amma og langamma, faðm- ur hennar var opinn og hún gaf. Hún var harðdugleg, listræn og átti fallegt heimili þar var gleði og bros heim að sækja. Handa- vinna lék í höndum hennar og þeim sprota hefur hún plantað vel í dætrum sínum. Fyrstu minningar eru þegar hún og Össi hófu búskap á Still- holtinu og ég kom spennt að skoða Önnu sem var bara fjórum árum yngri, seinna þegar þau bjuggu á Hjarðarholti og ég fékk að koma og passa Önnu og Dóru Dís. Það var alltaf snyrtimennska í hávegum höfð hjá Svönu og allt- af eitthvað gott í ísskápnum fyrir barnapíuna. Það eru margar minningar sem við eigum saman í sumarbú- staðnum systkinin með fjölskyld- um okkar og fjölskylduþorrablót- in sem við fórum að halda eftir að mamma dó. Það var alltaf glatt á hjalla og þegar þið systkinin hringduð út til mín í Svíþjóð og sunguð raddað fyrir mig gegnum símann „Fram í heiðanna ró“ sem var svona „verður að syngja lag“ fjölskyld- unnar. Ég sakna Svönu og er sorgbitin yfir að hún sé farin yfir móðuna miklu, en þar veit ég að haldin verður „veisla“ þegar pabbi, mamma og Nonni litli og Raggi taka móti henni í Sumarlandinu. Elsku systir, Drottningin okkar, takk fyrir að hafa átt þig að. Við Kristófer og okkar fjöl- skylda sendum Erni og Önnu, Dóru Dís og Helgu og Nonna og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Svanfríður Jónsdóttir. Svana Jónsdóttir ✝ Erlín Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. janúar 1950. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 19. október 2020. Foreldrar hennar voru Vil- borg Guðsteins- dóttir, fædd í Reykjavík 10. ágúst 1927, d. 7. desember 2011, og Óskar Jen- sen, rafvirkjameistari og versl- unarmaður í Reykjavík, f. 16. apríl 1923, d. 14. mars 1975. Systkini Erlínar eru: 1) Gunnar Guðsteinn, f. 16. júní 1948, d. 22. desember 1997, 2) Ásta, f. 18. desember 1955, 3) Finnur, f. 30. apríl 1957 og 4) Þórunn, f. 20. apríl 1964. Erlín giftist 1971 Ástráði St. Guðmundssyni húsasmíðameist- ara, f. 3. mars 1946 í Reykjavík. Foreldrar Ástráðs voru Guðríð- ur Ástráðsdóttir, f. 18. apríl 1924, d. 16. ágúst 2003, og Guð- mundur Friðriksson verslunar- maður, f. 22. júlí 1920, d. 17. október 1968. Börn Erlínar og Ástráðs eru: 1) Vilborg María, f. 4. ágúst 1975 störf á Sjúkrahúsi Suður- lands. Samfara vinnu lagði hún stund á framhaldsnám í skurð- hjúkrun og hand- og lyflækn- ishjúkrun. Hún lauk sér- skipulögðu BSc-námi við Háskóla Íslands og meist- aranámi í hjúkrunarfræðum við Royal College of Nursing, Man- chester-háskóla. Erlín gegndi deildarstjóra- stöðu skurðdeildar 12CD við Landspítala - háskólasjúkrahús síðustu starfsár ævi sinnar en áður gegndi hún stjórn- unarstöðum við Heilbrigðis- stofnun Suðurlands (Sjúkrahús Suðurlands) og á meðferð- arheimilinu Sogni. Hún tók snemma að sér kennslu á nám- skeiðum við Fjölbrautaskóla Suðurlands og seinna við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands. Erlín sat í stjórn Hjúkr- unarfræðifélagsins og sinnti fjölmörgum nefndarstörfum gegnum árin. Síðustu misserin starfaði hún í verkefnum tengd- um sinni sérmenntun sem skurðhjúkrunarfræðingur. Sálumessa Erlínar fer fram frá Kristskirkju Landakoti í dag, 27. október 2020, kl. 14. Streymt verður á: https://promynd.is/live/ Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat 1975, eiginmaður hennar er Sigurður Unnar Sigurðsson, f. 1972. Börn þeirra eru: a) Ást- ráður Unnar Sig- urðsson, f. 2000, b) Sigurlinn María, f. 2002, c) Magnús Arngrímur, f. 2007, og d) Hrafnkell Flóki, f. 2009. 2) Katrín, f. 30. júní 1979, sambýlismaður henn- ar er Hans Alan Tómasson, f. 1975. Börn þeirra eru: a) Erlín Katla, f. 2005, b) Ásrún Júlía, f. 2008, og c) Óskar, f. 2012. 3) Andri, f. 20. júní 1985, sambýliskona hans var Sóley Þorbjörnsdóttir, slitu þau sam- vistir. Barn þeirra er Íris María, f. 2014. Erlín menntaði sig í hjúkr- unarfræðum í Hjúkrunarskóla Íslands og að loknu námi fluttu Erlín og Ástráður fyrst til München í Þýskalandi þar sem hún starfaði við hjúkrun og síð- ar til Stuttgart þar sem hún starfaði einnig. Við heimkom- una flutti Erlín ásamt eigin- manni sínum að Eystri-Hellum í Gaulverjabæjarhreppi og hóf Það var fallegur dagur í sept- ember 1968 þegar á fimmta tug ungra stúlkna mættu til skóla- setningar í gamla Hjúkrunaskól- anum. Allar áttu sér stóra drauma, fram undan voru óvissu- tímar en markmiðið var það sama hjá öllum hópnum, að verða hjúkr- unarkonur. Erlín Óskarsdóttir ein úr þess- um hópi hefur nú yfirgefið okkur. Hún veiktist í sumar og nokkrum mánuðum seinna er hún horfin yf- ir móðuna miklu. Erlín mun lifa meðal okkar Hollsystra hennar sem hinn sanni góði félagi, hún barst ekki mikið á og tróð sér hvergi fram til mannvirðinga en gekk þó sinn veg þannig að eftir henni var tekið. Hún var greind athugul og víðlesin, hógvær í um- ræðum og orðvör. Þegar hún tal- aði hlustuðum við og þegar hún hlustaði tókum við eftir því. Erlín var mikill námshestur og mjög áhugasöm um allt sem við- kom hjúkrun og málefnum hjúkr- unar. Þegar börnin uxu úr grasi bætti hún við sig í námi tók BS- gráðu í Háskóla Íslands og hélt svo áfram og lauk við masterinn og þetta nám tók hún samhliða vinnu. Dugnaður Erlínar var með hreinum ólíkindum, hún keyrði daglega yfir 100 km milli heimilis og vinnu og skólans þegar hún var í náminu. Erlín var mögunð mann- eskja og kölluð til ábyrgðarstarfa. Hún var deildarstjóri á skurðdeild LSH við Hringbraut hún var kennari, fræðari, góður félagi og gleðigjafi. Var dugleg að mæta á hollfundina okkar ásamt því að taka þátt í ferðalögum og gleði- stundum tengdum afmælum okk- ar og þetta árið er hún í undirbún- ingsnefndinni fyrir 50 ára afmæli hollsins 2021 og sorg okkar er mjög mikil að hafa hana ekki með áfram í þeim undirbúningi. Það er þakkarvert og lærdóms- ríkt að hafa gengið í gegnum lífið með Erlínu. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Lífs míns þegar dagur dvín í dýrðina stíg ég inn á sumardegi er sólin skín ég sofna hjá þér herra minn. (RV) Við sendum fjölskyldu Erlínar, Ástráði, börnunum ykkar og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Skólasystra úr Hjúkrunar- skóla Íslands útskrifaðra 1971 Ragna Valdimarsdóttir. Erlín Óskarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY S. KARLSDÓTTIR, lést á Grund mánudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju fimmtudaginn 29. október klukkan 14. Aðeins nánustu ættingjar verða viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://promynd.is/live Heimir Konráðsson Eyrún Ingibjartsdóttir Sigrún H. Gunnarsdótttir Áslaug Kolbrún Jónsdóttir Gunnar Harðarson Kolbrún Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur frændi okkar og vinur, STEFÁN G. STEFÁNSSON frá Kalastöðum, lést þriðjudaginn 20. október á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 29. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir, en athöfninni verður streymt frá Akraneskirkju á slóðinni www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða. Aðstandendur. Ástkær afi okkar, JÓHANN PÉTUR GUÐMUNDSSON, skáld, myndlistarmaður og smiður, lést þriðjudaginn 20. október á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Útför hans fer fram í kyrrþey laugardaginn 31. október. Sigurdóra Margrét Jóhann Pétur Kristín Anna Eydís Ósk og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNARSSON listmálari, Klettahrauni 15, lést á Sólvangi miðvikudaginn 14. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Erla G. Jónsdóttir Jón Eiríksson Sigrún Jónsdóttir Guðmundur Karl Jónasson Gunnar Jónsson Magnea G. Þórarinsdóttir Sjöfn Jónsdóttir Sigurjón R. Hrafnkelsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MOGENS BJÖRNSSON, prentari og prentsmiðjueigandi, lést föstudaginn 23. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir Björn Styrmir Árnason Jakobína Sigvaldadóttir Guðni Jón Árnason Hrönn Ámundadóttir Árni Þór Árnason Soffía Lára Hafstein Þyri Huld Árnadóttir Hrafnkell Hjörleifsson barnabörn og langafabarn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL HALLDÓR GUÐMUNDSSON málarameistari frá Oddsflöt í Grunnavík, lést á Landspítalanum 25. október. Gróa Sigurlilja Guðnadóttir Albert Pálsson Edda J. Georgsdóttir Sigrún E. Hákonardóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB JAKOBSSON fiskifræðingur, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 29. október klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt. Upplýsingar má nálgast á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast Jakobs er bent á Hjálparstofnun kirkjunnar. Margrét Elísabet Jónsdóttir Sólveig Jakobsdóttir Jón Jóhannes Jónsson Oddur S. Jakobsson Hólmfríður Friðjónsdóttir Auðbjörg Jakobsdóttir Sigurður Á. Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.