Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Bann sænskra stjórnvalda í liðinni viku við notkun tækjabúnaðar frá kín- versku fyrirtækjunum Huawei og ZTE í 5G-kerfum landsins hefur vak- ið mikla athygli, enda gengu Svíar töluvert lengra en flest ríki önnur og sendu Kínverjum tóninn fyrir njósnir og hugverkastuld í leiðinni. „Bannið kom okkur í opna skjöldu,“ segir Kenneth Fredrik- sen, norskur um- dæmisstjóri Hua- wei á Norður- löndum og Austur-Evrópu í samtali við Morg- unblaðið. „Þessi ákvörðun mun koma harðast niður á Svíum sjálfum og mun bæði tefja innleiðingu 5G- kerfisins þar verulega og gera hana töluvert dýrari.“ Hann segir að viðræður við sænsk stjórnvöld hafi gefið til kynna að þar yrði opin og sanngjörn samkeppni höfð í fyrirrúmi, líkt og góð norræn venja stæði til, án þess að í nokkru væri slakað á öryggiskröfum. „Það var allt á réttri leið, þegar málið varð allt í einu pólitískt.“ Hefur það áhrif á umsvif Huawei utan Svíþjóðar? „Við höfum starfað í Svíþjóð í 20 ár án þess að nokkuð hafi komið upp hvað öryggi áhrærir. Ekki frekar en annars staðar í heiminum.“ En á Íslandi? „Líkt og í Svíþjóð hefur Huawei lagt mikið af mörkum til uppbygging- ar stafrænna fjarskipta undanfarin 10-20 ár, sem hefur gert landið sam- keppnisfærara, enda eru þau lykillinn að hagvexti til framtíðar. Ég sé ekki betur en að Íslendingar ætli að einbeita sér að því og viðhalda opinni og sanngjarnri samkeppni. Þau lönd sem láta stjórnmálin ráða í tæknimálum munu líða fyrir það til langs tíma litið.“ Heldurðu að Svíar hafi verið að gæta hagsmuna Ericsson? „Nei, það held ég ekki. Forstjóri Ericsson galt varhug við þessari ákvörðun, ekki aðeins vegna þess hvernig hún var tekin, heldur vegna þess að ef menn hafa ekki aðgang að nýjustu og bestu tækni, þá munu menn tapa samkeppnislegri yfirsýn. Ekki gleyma því að Svíar voru þjóða fyrstir til að tileinka sér 4G og það skilaði sér í gríðarlegum árangri sænskra fyrirtækja á alþjóðavett- vangi. En ef þeir ætla núna að útiloka samstarf við kínversk fyrirtæki á þessu nýja sviði, þá eru þeir líka að neita sér um að vera fyrstir á markað. Það á við um alla markaði, stóra og smáa. Þeir sem nota nýjustu tækni við fyrstu hentugleika hafa forskot.“ Áttu von á breytingum ef nýr for- seti kemur senn í Hvíta húsið? „Það er ekki mitt að leggja dóm á pólitíkina, en satt best að segja held ég að það sé heiminum fyrir bestu að aðskilja stjórnmál og tækni.“ Sum Evrópuríki eru á öðru máli... „Mér finnst það segja mikla sögu hvað viðskiptavinir okkar eru áfram um að halda áfram samstarfinu við Huawei. Þeir vita best hvernig við höfum reynst undanfarinn áratug og að ekkert ríki hefur fundið að tækja- búnaði okkar. Við munum áfram upp- fylla ströngustu öryggiskröfur, leyfa prófanir á tækjabúnaði okkar og kóða. En pólitísk afskipti eyða engum öryggisáhyggjum.“ Hvað með þróunina á Íslandi? „Ísland er raunar mjög gott dæmi. Huawei gerir ekki greinarmun á við- skiptavinum eða mörkuðum eftir stærð. Við höfum átt frábært sam- starf við bæði Vodafone og Nova, al- veg síðan 3G var nýjasta nýtt, og höf- um haldið áfram að koma tækni- nýjungum í gagnið hratt og örugg- lega, án nokkurra öryggisvandamála. Íslendingar hafa verið mjög nýjunga- gjarnir, enda er samkeppni á íslensk- um farsímamarkaði ein sú mesta í Evrópu. Við erum nú þegar byrjaðir að setja upp 5G búnað á Íslandi og það mun ekki standa á okkur við að innleiða öruggustu og bestu 5G- tæknina.“ Pólitísk afskipti eyða engum öryggisáhyggjum Bann Sænsk stjórnvöld hafa bannað Huawei að koma að uppbyggingu 5G.  Kenneth Fredriksen, umdæmisstjóri Huawei á Norðurlöndum, í viðtali Kenneth Fredriksen 38,2 milljónum dollara eða samsvar- andi öllum hagnaði tímabilsins. Eignir félagsins eru metnar á 1.138 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 160 milljarða króna, í lok fórðungsins. Höfðu þær lækkað um 32% frá áramótum. Skuldir stóðu í 845 milljónum dollara, jafnvirði 118,5 milljarða króna. Höfðu þær lækkað um 29,3% frá áramótum. Eigið fé félagsins stóð í 293 millj- ónum dollara, jafnvirði 41 milljarðs króna, í lok fjórðungsins og hækkaði úr 118,4 milljónum dollara, jafnvirði 16,6 milljarða króna, frá lokum ann- ars ársfjórðungs. Hækkunina milli fjórðunga má rekja til vel heppnaðs hlutafjárútboðs í september þar sem félagið safnaði 23 milljörðum króna frá núverandi og nýjum hluthöfum. Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra þess, að tekist hafi að draga úr tekjutapi félagsins á fjórðungnum. Enn verði gert ráð fyrir lágmarksumsvifum næstu vikurnar en félagið geti staðið af sér „lágmarksframleiðslu“ fram á árið 2022 ef í harðbakkann slær. Uppsafnað tap félagsins á árinu er 292,9 milljónir dollara, jafnvirði 41 milljarðs króna. Hagnaður Icelandair Group á þriðja fjórðungi ársins nam 38,2 milljónum dollara, jafnvirði 5,2 milljarða króna. Félagið hagnaðist um 61,5 milljónir dollara yfir sama tímabil í fyrra. Um- svif félagsins eru hins vegar marg- falt minni. Tekjur af farþegaflutn- ingum nema 56 milljónum dollara, jafnvirði 7,9 milljarða, samanborið við tæpar 228 milljónir dollara yfir sama tímabil í fyrra. Heildartekjur af starfseminni námu hins vegar 103,6 milljónum dollara, jafnvirði 14,1 milljarðs króna og drógust sam- an um 81% frá síðasta ári. Frakt- flutningar jukust um 16% á tíma- bilinu. Í tilkynningu frá félaginu segir að eignfærsla tekjuskatts og end- urflokkun eldsneytisvarna, sem urðu virkar eftir endursamninga við mót- aðila, hafi haft jákvæð áhrif sem nam Hagnaður hjá Icelandair  Eignfærsla tekjuskatts og eldsneytisvarnir gera gæfumun Morgunblaðið/Eggert Vörn Bogi Nils segir félagið geta staðið langvarandi storm af sér. ● 266 ný einkahlutafélög voru skráð hér á landi í september. Í sama mán- uði í fyrra voru þau hins vegar aðeins 124 og því nemur aukningin um 115%. Kemur þetta fram í nýjum töl- um Hagstofunnar. Flest voru félögin skráð í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð (46) og heild- og smásöluverslun, auk viðgerða á vélknúnum ökutækjum (42). Athygli vekur að frá júnímánuði hafa nýskráningar einkahlutafélaga verið talsvert fleiri en yfir sama tíma- bil í fyrra. Í júní voru þau 225, en 168 í fyrra, í júlí 194, 166 í fyrra, og í ágúst voru þau 205, en 156 í sama mánuði 2019. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru nýskráningarnar 1.772 en voru 1.685 yfir sama tímabil í fyrra. Mun fleiri ný einka- hlutafélög en í fyrra 27. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.07 Sterlingspund 181.86 Kanadadalur 105.95 Dönsk króna 22.158 Norsk króna 15.101 Sænsk króna 15.911 Svissn. franki 153.86 Japanskt jen 1.3279 SDR 197.39 Evra 164.87 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.0457 Hrávöruverð Gull 1910.6 ($/únsa) Ál 1829.0 ($/tonn) LME Hráolía 42.4 ($/fatið) Brent ● Í septembermánuði var 41 fyrir- tæki, sem skráð er í fyrirtækjaskrá Skattsins, tekið til gjaldþrotaskipta. Af þeim voru 28 virk árið 2019, þ.e. annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu sam- kvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þetta kemur fram í gögnum Hagstof- unnar. Á þriðja ársfjórðungi voru 95 fyrirtæki lýst gjaldþrota. Af þeim voru 58 virk á síðasta ári. Fjölgar skráðum gjaldþrotum um 5% miðað við sama tímabil ársins á undan. Fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fjórðungnum voru samanlagt með um 500 launþega að jafnaði árið 2019. Þar af voru um 130 launþegar á fyrra ári í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og um 190 í einkenn- andi greinum ferðaþjónustu. Hjá fyrirtækjum í heild- og smá- söluverslun sem lýstu yfir gjaldþroti á þriðja ársfjórðungi var fjöldinn 11. 5% fleiri gjaldþrot á þriðja fjórðungi STUTT  Kínverska fyrirtækið Huawei var stofnað árið 1987 af Ren Zhengfei, næstráðanda í verkfræði- sveitum Alþýðuhersins.  Huawei fór fram úr Ericsson sem helsti sím- kerfaframleiðandi heims árið 2012.  Auknar áhyggjur hafa verið af fjarskiptaöryggi Huawei-búnaðar vegna náinna tengsla við kín- versk stjórnvöld.  Hömlur, beinar eða óbeinar, hafa verið settar á notkun Huawei-búnaðar í 5G-kerfum í ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Frakklandi og Svíþjóð. Áhyggjur af fjarskiptaöryggi HUAWEI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.