Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  253. tölublað  108. árgangur  TRÚUM AÐ VIÐ GETUM UNNIÐ LEIKINN ÚTIVIST Í HEIÐMÖRK AFAR VINSÆL PLATAN EIN STÓR DAGBÓK- ARFÆRSLA AUÐUR ELVA 11 BREAKUP BLUES 28LYKILLEIKUR GEGN SVÍUM 26 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T ev a 0 2 8 0 6 2 Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason eru bestu vinir. Þau eru þriggja ára og eru saman á Waldorfleikskólanum Sól- stöfum, þar sem þau eru nánast óað- skiljanleg í leik og starfi. Sérstök vinátta þeirra hefur verið gleðiefni foreldra þeirra frá upphafi en sú gleði magnaðist sannarlega sl. fimmtudag þegar upp rann fyrir for- eldrunum mikilvæg tenging á milli forfeðra barnanna. Í tilviljanakenndu grúski í síðustu viku komst Hulda Jónsdóttir Töl- gyes, móðir Tinnu, að því að dr. Gunnlaugur Þórðarson, hæstarétt- arlögmaður og félagsmálafrömuður, væri langafi þessa vinar dóttur sinn- ar, Ylfings. Það eitt og sér væri skemmtileg staðreynd, enda dáður maður á sinni tíð, en hefur hér öllu meiri þýðingu. Árið 1956 sá Gunn- laugur nefnilega persónulega til þess að Ungverjinn Miklós Tölgyes kæmist til Íslands sem flóttamaður árið 1956. Sá fékk síðan íslenskt nafn, Mikael Fransson, er 85 ára í dag og hefur getið af sér börn og fjölda barnabarna og barnabarna- barna. Eitt þessara barnabarna- barna er Tinna Þorsteinsdóttir Töl- gyes. Tinna getur því þakkað langafa besta vinar síns tilveru sína og frændgarðsins. »6 Söguleg vinátta Tinnu og Ylfings  Mikilvæg tenging á milli forfeðra tveggja vina á Waldorfleikskólanum Morgunblaðið/Íris Vinir Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason eru sam- an á Waldorfleikskólanum. Skemmtileg tenging milli þeirra kom í ljós. Fyrirtæki og stofnanir hafa mörg hver verið upplýst í bleikum ljósum í októbermánuði til að minna á baráttuna gegn krabbameini hjá kon- um. Húsavíkurkirkja er þeirra á meðal. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bleikur ljómi frá Húsavíkurkirkju Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér sýnist að menn séu almennt að búast við því að verðið verði lágt næstu misserin og þetta geti orðið jóla- og páskavertíð með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Verð á eldislaxi lækkaði í síðustu viku og samkvæmt fréttum norskra vefmiðla er verðið sem ein- staka seljendur eru að fá það lægsta í fimm ár. Ástæðan er viðbrögð mark- aðarins við aukinni útbreiðslu kórónu- veirunnar í Evrópu og útgöngubanni og lok- un veitingastaða vegna ástandsins. Veturinn er mikilvægasti sölutími laxa- afurða, ekki síst aðventa, jól, fasta og páskar. Á sama tíma er framleiðslan að nálgast há- mark þannig að mikið framboð er af laxi. Meðalverð á laxi var 46 norskar krónur á kílóið í 42. viku ársins sem svarar til um 700 króna íslenskra. Vísbendingar eru um að verðið hafi lækkað talsvert í síðustu viku og hafi farið undir 40 kr. norskar sem svarar til um 600 kr. íslenskra. „Þróunin mun skýrast betur í þessari viku. Ég hef þá trú að matvæli muni alltaf finna sér leið inn á markaðinn. Menn laga sig að nýjum aðstæðum. Það hefur sýnt sig í þess- um faraldri,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish á Vest- fjörðum. Högg á laxa- markað  Verð á laxi lækkar vegna veirunnar Markaður » „Getur orðið jóla- og páska- vertíð með öðru sniði en verið hef- ur.“ » „Ég hef þá trú að matvæli muni alltaf finna sér leið inn á markaðinn.“ MLaxaframleiðendur óttast … »14  Samdráttur tekna leyfishafa leigu- bifreiða af akstri og fjöldi ferða hefur haldist að öllu jöfnu milli 80 og 90% allt frá 15. mars síðastliðnum. Margir hafa lagt inn leyfi sín tímabundið. Þann 22. október sl. voru 100 leyfi leigubifreiða á höfuð- borgarsvæðinu í tímabundinni innlögn auk nokkurra sem hafa hætt rekstri. Þá hefur fjöldi leigubifreiða í umferðinni minnkað um nær 20%. Þetta kemur fram í umsögn Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra um stjórnar- frumvarpið um tekjufallsstyrki. Þar segir að leigubílstjórar hafi orðið fyrir miklu tekjufalli vegna lokana og sóttvarna í veirufaraldrinum. Þeir hafi þraukað við þessar aðstæður, haldið uppi þjónustu, starfað í framlínunni, berskjaldaðir fyrir smiti, komið sýnum til greiningarstöðva, ekið sjúklingum og flugfarþegum í sóttkví. omfr@mbl.is »8 100 leyfi leigubifreiða hafa verið lögð inn Þjónusta Margir hafa þurft að breyta leigubíl- unum með skilrúmum vegna sóttvarna.  Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú farandsölu á bjór sem eigandi brugghúss- ins Steðja á samnnefndum bæ í Flókadal í Borgarfirði stendur fyrir. Fyrirtækið opn- aði nýlega netverslun þar sem panta má alls átta gerðir af bjór, þar með talið tvær tegundir af jólabjór, sem viðskiptavinir fá sendan heim. Árelíus Dagbjartsson, sem starfrækir brugghúsið, segir þetta vera heimilt skv. EES-reglum, samanber að Ís- lendingar geti keypt áfengi í gegnum er- lendar netverslanir sem Pósturinn kemur svo til skila. „Við teljum reglurnar okkar megin,“ segir Árelíus sem er nú í söluferð um Austurland. „Ég get staðfest að þetta mál er til rann- sóknar hjá embættinu,“ sagði Úlfar Lúð- víksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, í samtali við Morgunblaðið. »10 Farandsala á bjór til rannsóknar hjá lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.