Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 ✝ Hjalti GeirKristjánsson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1926. Hann lést 13. októ- ber 2020. Foreldrar hans voru Ragnhildur Hjaltadóttir, f. 30. apríl 1899, d. 16. maí 1972, og Krist- ján Siggeirsson, f. 26. febrúar 1894, d. 20. maí 1975. Systir Hjalta Geirs var Guð- rún, f. 5. febrúar 1922, d. 21. maí 2003, gift Hannesi Guð- mundssyni og þau áttu fjórar dætur. Hjalti Geir giftist 18. apríl 1953 Sigríði Theódóru Erlends- dóttur sagnfræðingi, f. 16. mars 1930. Foreldrar hennar voru Jó- hanna Vigdís Sæmundsdóttir, f. 30. nóv. 1899, d. 19. nóv. 1981, og Erlendur Ólafsson f. 9. febr- úar 1894, d. 30. ágúst 1980. Börn Sigríðar Theódóru og Hjalta Geirs eru: 1) Ragnhildur, f. 1953, dætur hennar og Péturs Einarssonar, f. 1947, d. 2020, eru: a) Sigríður Theódóra, f. 1985, b) Jóhanna Vigdís, f. 1996, maki Jón Bjarni Ólafsson, f. Íslands árið 1944, sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum 1948 og námi í húsgagnahönnun frá Kunstgewerbeschule der Stadt Zürich árið 1951. Hann stýrði alla tíð fjölskyldufyr- irtækinu Kristjáni Siggeirssyni hf. ásamt því að hanna húsgögn sem fyrirtækið framleiddi. Hann var stofnandi Félags hús- gagna- og innanhússarkitekta árið 1953 og var gerður að heiðursfélaga árið 2019. Hann sat í fjölmörgum stjórnum fyr- irtækja, lengst af hjá Eimskipa- félagi Íslands, Almennum tryggingum og síðar Sjóvá- Almennum. Hann sat í stjórn Verslunarráðs Íslands um árabil og var formaður ráðsins 1978 til 1982. Hann var brautryðjandi á sviði íslensks iðnaðar og hönn- unar og starf íslenskra hús- gagnaarkitekta varð að sjálf- stæðri atvinnugrein ekki síst fyrir framgöngu hans. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986. Útför Hjalta Geirs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. október 2020, klukkan 15. Vegna aðstæðna og fjölda- takmarkana verður aðeins nán- asta fjölskylda viðstödd en streymt verður frá athöfninni, frá klukkan 14.40, á: https://beint.is/streymi/ hjaltigeirkristjansson Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1995. 2. Kristján, f. 1956, giftur Rann- veigu Einarsdóttur, f. 1954, synir þeirra eru: a) Ey- vindur Ölnir, f. 1980, maki Carolin Koenig, f. 1983, og eiga þau tvö börn, b) Arnaldur Sölvi, f. 1985, maki Berg- lind Rögnvalds- dóttir, f. 1985, og eiga þau þrjú börn. 3. Erlendur, f. 1957, giftur Aðalheiði Val- geirsdóttur, f. 1958, synir þeirra eru: a) Hjalti Geir, f. 1987, maki Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 1987, og eiga þau tvö börn, b) Valgeir, f. 1990, maki Thelma Haraldsdóttir, f. 1993, og eiga þau eina dóttur. 4. Jó- hanna Vigdís, f. 1962, gift Guð- mundi Magnússyni, f. 1958, börn þeirra eru: a) Guðrún Edda, f. 1983, maki Stefán Örn Melsted, f. 1983, og eiga þau tvö börn, b) Hjalti Geir, f. 1998, c) Erlendur, f. 2001, d) Sigríður Theódóra, f. 2005. Barnabörnin eru tíu og lang- afabörnin tíu. Hjalti Geir lauk verzl- unarprófi frá Verzlunarskóla Ég hef átt samleið með Hjalta Geir Kristjánssyni tengdaföður mínum í hartnær fjóra áratugi. Fljótlega eftir að ég kynntist tengdaforeldrum mínum tókst með okkur vinátta sem engan skugga hefur borið á. Hjalti Geir var mörgum kostum prýddur. Hann var víðsýnn og bjartsýnn, áræðinn og duglegur og hann bjó yfir hæfileikanum að hlusta á aðra og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Þótt starfsferill Hjalta Geirs hafi fyrst og fremst snúist um að stjórna fjölskyldufyrirtæk- inu Kristjáni Siggeirssyni hf. þá var hann listamaður og brautryðj- andi þegar kom að hönnun hús- gagna. Hann kom heim úr námi frá Zürich árið 1951 og fór nýjar og ótroðnar slóðir og markaði um leið djúp spor í sögu íslenskrar hönnunar. Enda var hann gerður að heiðursfélaga í Félagi hús- gagna- og innanhússhönnuða árið 2019. Það má segja að hann hafi verið listamaður á öllum sviðum, hvort sem var við hönnun eða ein- falda uppröðun húsgagna, allt var gert af einskærum áhuga og virð- ingu fyrir viðfangsefninu. Hann fór utan til náms árið 1948, þá búinn að ljúka verzlunar- prófi frá Verzlunarskóla Íslands og sveinsprófi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum. Leiðin lá til Zürich í Sviss þaðan sem hann lauk námi í hönnun húsgagna þremur árum síðar. Sviss átti sérstakan stað í hjarta hans alla tíð. Sjaldan leið honum jafn-vel og í Zürich og Ba- hnhofstrasse varð fljótt ein af uppáhaldsgötunum hans. Böndin urðu enn traustari og þéttari og þar eignaðist hann vini sem hann hélt órofa tryggð við. Það var því vel við hæfi þegar hann var gerður að ræðismanni Sviss á Íslandi og gegndi því í tíu ár og átti fast sæti í stjórn Félags íslenskra kjörræð- ismanna um árabil. Það var því mikil og gagnkvæm gleði þegar við Jóhanna Vigdís og Guðrún Edda dóttir okkar ákváðum að fara til Sviss, ég í handboltann og Jóhanna Vigdís í framhaldsnám, eins og Ragnhildur systir hennar áratug fyrr. Þar áttum við svo sannarlega margar gleðistundir. Þá fann hann og byggði upp sælureit fjölskyldunnar í Laug- arási í Biskupstungum þar sem við höfum deilt fjölmörgum skemmtilegum stundum, öllum ógleymanlegum. Í Laugarási byggði hann upp land og fjárfesti í samverustundum fjölskyldunnar. Við Hjalti Geir, ásamt Erlendi mági mínum og Jóni vini okkar, stunduðum hestamennsku saman árum saman og skoðuðum landið á hestbaki. Synir okkar Erlendar bættust síðan í þann hóp. Vinátta Hjalta Geirs tengdaföður míns hefur alltaf verið mér afar dýr- mæt, ég er stoltur af því að vera tengdasonur hans og þakklátur fyrir allt sem við áttum saman. Börnunum mínum fjórum hefur hann verið einstakur afi, afi sem nú er sárt saknað þótt efst í huga okkar sé þakklæti. Það velur sér enginn tengda- foreldra en ég hefði ekki fengið betri þótt ég hefði valið þá sjálfur. Guð blessi minningu Hjalta Geirs Kristjánssonar. Guðmundur Magnússon. Kær tengdafaðir minn, Hjalti Geir Kristjánsson, kvaddi á fögr- um haustmorgni 13. október, 94 ára að aldri. Hjalti Geir var stórhuga, áhrifamaður í íslensku viðskipta- lífi og frumkvöðull á sviði íslenskr- ar hönnunar og húsgagnafram- leiðslu. Hlutur hans í íslenskri hönnunarsögu er drjúgur og eftir standa verk hans þar sem saman fer fáguð og glæsileg hönnun og vönduð framleiðsla, enda eru stól- arnir hans nú eftirsóttir af yngri kynslóðinni. Það var stíll yfir Hjalta Geir, allt hans fas bar þess vitni að þar fór höfðingi. Hann klæddist vönd- uðum fötum, sokkarnir kannski rauðir og skórnir vel burstaðir. Hann var miðbæjarmaður, fólk laðaðist að honum á mannamótum eða bara á Laugaveginum þar sem hann hafði bækistöð. Ein- staklega viðræðugóður, spurði frétta, hlustaði, gaf góð ráð, gaf af sér. Gat líka verið óþolinmóður, seinagangur var honum ekki að skapi, vildi koma hlutum í verk, ekki á morgun heldur helst í gær. Glaður og þakklátur þegar eitt- hvað kláraðist og alltaf tibúinn að hrósa. Hjalti Geir var mikill fjöl- skyldumaður og gæfumaður í einkalífi. Fallegri hjón en þau Hjalta Geir og Sigríði Theódóru er vart að finna. Glæsilega heim- ilið á Bergstaðastrætinu er sam- komustaður fjölskyldunnar en mikið munum við sakna sam- ræðna um menn og málefni með þátttöku hans, hlusta á frásagnir frá fyrri tíð sem hann sagði á sinn hægláta og oft glettna hátt. Hjalti Geir naut þess að taka á móti gestum helst mörgum, ef ekki var um að ræða afmæli eða önnur tímamót var bara fundið til- efni til þess að hóa saman fólki. Árós og Ármót í Biskupstungum er sælureitur. Hann að slá, sýsla í bílskúrnum, dytta að, því hann fór vel með, það þurfti ekki alltaf að kaupa nýtt, það mátti alveg lag- færa. Á meðan heilsan leyfði sinnti hann hestamennsku og fór í ferðir með strákunum í fjölskyld- unni, síðar var hann ómissandi trússari í þessum ferðum. Í tilefni af 90 ára afmæli Hjalta Geirs var boðið til mikillar veislu í sveitinni þar sem fjöldi ættingja og vina fagnaði með afmælisbarninu í veð- urblíðu. Þess er gott að minnast nú þegar takmarkanir eru á sam- komuhaldi. Heimsóknir Hjalta Geirs á vinnustofuna mína í Höfða voru gæðastundir þar sem við fórum yfir það sem ég var að fást við í myndlistinni. Hann fylgdist af áhuga með undirbúningi sýninga, hvatti mig áfram. Hann naut þess að ferðast. Minnisstæðar eru ferðir með þeim Siggu og fjöskyldunni, ekki síst 80 ára afmælisferðin til Zürich, þar var hann á heimavelli. Ferð til Te- nerife fyrir tæpu ári skilur eftir ljúfar minningar. Hjalti Geir og Erlendur unnu náið saman, gagnkvæm vinátta og væntumþykja einkenndi samband þeirra. Synir okkar nutu góð- mennsku afa síns, hann var þeim mikilvæg fyrirmynd. Litlu barna- börnin okkar spyrja nú um lang- afa Hjalta Geir sem situr ekki lengur í stólnum sínum á Berg- staðastrætinu. Fjöskyldu minni var hann ein- staklega góður og hlýr, sýndi áhuga og hvatti til dáða sama hver átti í hlut. Ég kveð Hjalta Geir með sökn- uði og þakklæti. Blessuð sé minn- ing hans. Aðalheiður Valgeirsdóttir. Það er erfitt að öðlast djúpan skilning á tímanum, skrifaði Sig- urður Pálsson. Í lífinu felst að fólk þroskast og eldist en þegar ástin er mikil er alltaf jafn sárt að missa. Sigurður vitnaði um leið í mikilvægi þess að þótt við eldumst og verðum gömul þurfum við ekki að vera gömul. Afi var aldrei gamall. Hann hafði einstaka ástríðu fyrir lífinu, lifði því til hins ýtrasta og hugsaði aldrei um dauðann. Viðhorf hans til lífsins var til eftirbreytni fyrir alla. Hann kunni svo vel listina að lifa. Hann var ekki hinn hefðbundni afi. Hann var líf okkar systra, helsta fyrirmynd og stuðningur. Hann var eins og pabbi okkar og sá besti í heiminum. Að eiga bak- land eins og við áttum í honum gaf okkur kraft og styrk til að takast á við verkefni sem oft virtust óyfir- stíganleg. Hvatning hans var ómetanleg. Stoltur fylgdi hann okkur á vit ævintýranna þegar við héldum til náms í útlöndum. Við vildum standa okkur og gera hann stoltan. Eiginleikar hans voru ótelj- andi. Hann sá aldrei hindranir, að- eins lausnir. Hann var oft fastur fyrir og vissi hvað hann vildi. Hugsaði hlutina oft í minnstu smáatriðum sem gat bæði verið kostur en stundum erfitt fyrir þá sem hann var með. Það var aldrei í myndinni að segja við hann „bíddu aðeins, tölum um þetta á morgun“. Allt átti að gerast strax og helst í gær. Hann var jákvæður, um- hyggjusamur, hugrakkur, frum- legur og með skýra framtíðarsýn. Þetta eru aðeins brot af hans kost- um sem við vonumst til að búa yf- ir. „Góð hönnun verður alltaf gulls ígildi,“ sagði hann og treystum við auga hans og smiðshendi fyrir heimilum okkar. Afi var frum- kvöðull þegar kom að hönnun og viðskiptum, og kenndi okkur margt – ef ekki allt – á því sviði. Hans sýn á fallega hönnun var ólík öllu öðru og upp í hugann kemur ávallt spurningin: „Hvern- ig myndi afi hafa það?“ Það er erfitt að sætta sig við að hann var ekki eilífur eftir allt sam- an. Hann er, var og verður bestur og við munum leggja okkur fram um að lifa lífinu að hans hætti. Söknuðurinn er sár en eftir sit- ur djúpt þakklæti fyrir lífið með honum og minningarnar ómetan- legu. Sigríður Theodóra og Jóhanna Vigdís. Afa voru gefin góð spil í lífinu og hann bar gæfu til þess að nýta þau vel. Hann hélt ungur til náms í erlendum stórborgum bæði í Evrópu og Ameríku. Þetta var skömmu eftir seinna stríð, þegar Evrópa var að rísa úr rústum, ný heimsmynd að mótast og bjart- sýni réð ríkjum. Þessi tími hafði djúpstæð áhrif á afa. Hann var næmur á umhverfið og hélt tryggð við góða siði sem hann til- einkaði sér sem ungur maður á er- lendri grundu, ekki síst í Sviss, en var þó alltaf framsýnn í hugsun. Hann var ætíð snyrtilega til fara, hafði auga fyrir vandaðri hönnun og var alltaf vel akandi eins og R-84 var til vitnis um. Hann var þó fastheldinn á það sem var virkaði vel og kunni ekki við bruðl. En þótt afi hafi verið heims- borgari þá var hann líka íslenskur inn að beini. Hann stundaði sund- laugarnar, borðaði svið og rengi þegar færi gafst og kunni hvergi betur við sig enn „fyrir austan“ í Árósi þar sem þau amma byggðu svo góða umgjörð um fjölskyld- una. Við eigum ótalmargar dýr- mætar minningar með afa fyrir austan. Við hefilbekkinn með upp- brettar ermar, í kartöflugarðinum eða að sækja bleikju í netið niður við ánna. Í sveitinni tók afi einnig þátt í hestamennskunni með okk- ur og það er táknrænt að við bræður notuðum gamla ferming- arhnakkinn hans afa langt fram eftir unglingsárum. Afi var mik- ilvægur hluti af árlegum sleppi- túrum, en síðustu ár sinnti hann starfi trússara með miklum myndarbrag. Hann naut sín vel í þessum ferðum, tók hlutverkið al- varlega og beið ávallt með kaldar veigar á áfangastað. Afi sýndi í verki að fjölskyldan er það sem skiptir mestu máli og samband hans og ömmu var sér- staklega fallegt og náið. Hann lagði einnig rækt við okkur barna- börnin, fylgdist með því sem við gerðum af áhuga og miðlaði af reynslu sinni til okkar. Hjá afa kom maður aldrei að tómum kof- unum. Hann var húsgagnasmiður og arkitekt en var einnig iðnrek- andi og var lengi áhrifamaður í stjórnum leiðandi fyrirtækja hér á landi. Hann bjó því yfir reynslu og djúpstæðri þekkingu á viðskipta- og atvinnulífi. Hann viðhélt þekk- ingu sinni alla tíð og mætti á ráð- stefnur, fundi og fyrirlestra og byggði upp sambönd við yngra fólk. Hann hélt þó alla tíð tryggð við rætur sínar sem hönnuður og við fengum að kynnast þeirri hlið á afa enn betur síðustu árin. Þessi bakgrunnur afa gerði hann svo áhugaverðan og gaf honum ef- laust annað sjónarhorn en aðrir í viðskiptalífinu höfðu. Afi var athafnasamur og hann vildi að hlutirnir gerðust strax, helst í gær. Þetta hélt honum gangandi og því varð hann í raun aldrei gamall maður, nema rétt undir lokin. Vel yfir nírætt fór hann í ræktina og sund og sinnti nauðsynlegum störfum á skrif- stofu sinni að Laugavegi 13 og var alltaf með mörg járn í eldinum. Þótt það sé erfitt að kveðja erum við bræður líka fullir þakklætis enda ekki sjálfgefið að hafa hann svo lengi með okkur. Hér eftir sem áður munum við spyrja, „hvað myndi afi gera?“ Og þannig lifir hann með okkur um ókomna tíð. Hjalti Geir og Valgeir Erlendssynir. Það getur verið snúið að lýsa stóru persónunum í lífi sínu. Afi var ekki með hæstu mönnum þótt móðir hans hafi reyndar lýst hon- um sem slíkum en hann var þeim mun stærri í tilverunni. Afi var 94 ára gamall en hugur hans var það ekki. Hann var ung- legur í huga, fasi og klæðaburði. Snyrtimenni og alltaf smart. Hann hafði nútímalega sýn á hlut- ina og var framsýnni en við sem yngri vorum. Hann ferðaðist um heiminn alla tíð, fór í ræktina þrisvar sinnum í viku og mætti ásamt ömmu á alla helstu menn- ingarviðburði. Það var fátt sem gaf aldur hans til kynna og ég veit að þar voru þau amma fyrirmynd margra. Það komu þó augnablik þar sem raunaldur hans skein í gegn. Það var t.d. í fyrra að við vorum fjölskyldan einu sinni sem oftar á B70 og margir að tala. Þá heyri ég út undan mér afa segja: „Hvað heitir hann aftur söngvari, sonur hans Bjarna?“ Ég fer að láta hugann reika um helstu von- arstjörnur í íslensku tónlistarlífi þegar ég heyri að Stebbi, maður- inn minn, segir „Raggi?“ Já, ein- mitt. Raggi Bjarna, sá var mað- urinn. Framtakssemi var einn af hans aðaleiginleikum og hálfkláruð verk voru ekki til í hans bókum. Ég held að ég uppljóstri engum leyndarmálum þegar ég segi að afi hafi alla tíð verið gegnheill sjálf- stæðismaður. En kjörorð annars flokks eitt kosningaárið, „Árang- ur áfram, ekkert stopp“, eru þó ekki síður til þess fallin að lýsa honum. Hann beið ekki með neitt til morguns sem klára mátti í dag. Slíkt er auðvitað mikill kostur en gat verið hausverkur fyrir okkur hin, hans nánasta fólk. Þegar ég leitaði að minni fyrstu íbúð var afi iðulega með í för. Áður en ég vissi af var HGK, eins og við kölluðum hann stundum þegar hann var í framkvæmdagírnum, búinn að fara á skrifstofu borgarinnar, fá teikningar af húsnæðinu og rissa upp sínar tillögur að breytingum og uppstillingu. Áður en ég hafði ákveðið hvort ég ætlaði yfir höfuð að bjóða í eignina. Afi var áhugasamur í lífinu. Fjölskyldu- og vinarækinn. Hann var velviljaður fólki, jákvæður og algjörlega fordómalaus. Hann var líka einn af máttarstólpunum í lífi Hjalta Geirs bróður míns sem í afa hafði einstakan vin og fyrir- mynd. Ömmur og afar eru iðulega stolt af afkvæmum sínum en í mínu tilviki var því líka öfugt far- ið. Ég er stolt af því að hafa átt afa eins og afa Hjalta Geir. Flottan og framsýnan heimsborgara, traust- an og hlýjan. Afi er og verður allt- af í einu af burðarhlutverkunum í mínu lífi og fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Hann sýndi okkur í verki að lífið er núna og lifði því svo sannarlega lifandi til hinsta dags. Fátt vissi ég skemmtilegra en samveru með ömmu og afa. Við fjölskyldan eigum stútfullan minningafjársjóð sem ég veit að við munum sækja í alla tíð – og núna munum við ekki bíða með verkefni til morguns sem klára má í dag. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú varst og allt sem þú gafst. Það er erfitt að sleppa og því segi ég bara eins og þú hefðir líklega sagt og kímt út í annað „See you.“ Guðrún Edda Guðmundsdóttir. Ég hitti Hjalta Geir fyrst á Champs Elysée í París, rétt hjá Sigurboganum. Sigríður og hann voru í brúðkaupsferðinni og mér þótti aðdáunarvert að hann skyldi taka í mál svona vinkvennafund, undir þeim kringumstæðum. Enda samþykkti ég strax þennan ráðahag, fyrir mitt leyti – og hann reyndist góður. Frá fyrstu stund sást það lang- ar leiðir hvern mann Hjalti Geir hafði að geyma. Hann var geðug- ur með afbrigðum og drengur góður. Samboðinn Sigríði bekkj- arsystur minni og ævivinkonu. Enn styrktust vinaböndin með nýjum kynslóðum. Jóhanna Vig- dís, yngsta dóttir Hjalta Geirs og Sigríðar, passaði Ástríði dóttur mína og ég sótti hana oft á Berg- staðastræti. Sérstök skemmtun var fyrir mig að eiga löng samtöl um gömlu Reykjavík við Kristján Siggeirsson, föður Hjalta Geirs. Og sú hefð myndaðist að við Ást- ríður vorum gestir á Bergstaða- stræti á gamlárskvöld og fögnuð- um þar nýju ári. Hjalti Geir var alla tíð mjög unglegur í fasi og til marks um það spurði ung stúlka, sem var til aðstoðar í góðri veilsu á síðasta stórafmæli, sem haldin var á höfð- ingjasetri þeirra hjóna austur í Tungum: Hvar er kallinn, sem á afmæli? Hjalti Geir Kristjánsson var ekki aðeins einstakur vinur og fjölskyldumaður, hann lét einnig til sín taka í borgarlífinu og vann vel sinni þjóð. Blessuð sé hans fal- lega minning. Vigdís Finnbogadóttir. Fallinn er frá góður vinur og mikil fyrirmynd, Hjalti Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt og fagurkeri. Mikil gjöf og gæfa sem það var fyrir unga hnátu að kynnast Siggu og Hjalta Geir og þeirra dásamlegu fjölskyldu. Ég er svo lánsöm að móðir mín og Sigga eru bestu vinkonur og því voru heimsóknir okkar mæðgna tíðar á þeirra undurfagra og heillandi heimili að Bergstaða- stræti. Dóa eða Jóhanna Vigdís, yngsta dóttir þeirra, passaði mig þegar ég var lítil, og börn Siggu og Hjalta Geirs hafa ævinlega verið mér góð og kær. Við mæðgur höf- um verið boðnar til þeirra öndveg- ishjóna á gamlársdag á hverju ári og notið þar matarveislu og dásamlegrar samveru þegar nýtt ár gengur í garð. Úr hefur orðið ævilöng vinátta sem ég er gríðar- lega þakklát fyrir og mun varð- veita og meta alla tíð. Ég á erfitt með að skrifa um Hjalta Geir án þess að nefna Siggu og ég á erfitt með að nefna Siggu án þess að nefna Hjalta Geir eða börnin. Þau voru og eru svo samrýnd fjölskylda og Sigga og Hjalti Geir svo fallegt par, öll dásamlega gefandi, skemmtileg og góðar manneskjur. Ég gleymi því aldrei og hvað það gladdi þeg- ar ég var nýskriðin úr förðunar- námi í kóngsins Köbenhavn og Erlendur sonur þeirra kom á ferð- um sínum til Kaupmannahafnar, alltaf við hjá mér á Strikinu þar sem ég rak verslun. Svona lítil en þó stór atriði eru það sem ein- kenndi Hjalta Geir og eru aðals- merki hans fallegu fjölskyldu. Hjalti Geir var einstakur mað- ur. Hann var klár, brosmildur, Hjalti Geir Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.