Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 „VIÐ ÆTLUM AÐ FÁ ÞENNAN.” „LÁTTU MIG VITA UNDIR EINS EF ÞÚ FINNUR HJÁ ÞÉR ÞÖRF TIL AÐ LABBA ÚT Á HLIÐ.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að biðja fyrir honum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN …” „HVERNIG VEIT ÉG AÐ ÞÚ SÉRT HUNDUR Í ALVÖRUNNI?” HANN GETUR KLÓRAÐ SÉR BAK VIÐ EYRAÐ MEÐ AFTURFÆTINUM ÞETTA ER HAPPADAGURINN YKKAR! VERÐIRNIR MÍNIR ERU NIÐRI VIÐ VATNIÐ Í GRILLVEISLU! ÁRÁS! GRILL- VEISLA! ÞAÐ BORGAR SIG AÐ ÞEKKJA VEIKLEIKA ÓVINANNA! SPEGLAR fossbæjar með meiru. Foreldrar hennar eru hjónin Jens Guðmundur Hjörleifsson, f. 13.11. 1927, og Krist- jana Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1929, d. 19.12. 2016. Þau bjuggu lengst af í Hnífsdal en Jens býr nú á Selfossi. Börn Bárðar og Sigríðar eru: 1) Guð- mundur, f. 29.11. 1969, d. 31.10. 2018; 2) Kristjana Hrund, f. 16.11. 1972, enskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands, gift Guðjóni Öfjörð Ein- arssyni. Börn þeirra eru a) Jóhann Bragi, í sambúð með Rakel Sunnu Pétursdóttur; b) Anna Sigríður, í sambúð með Marinó Marinóssyni; c) Bárður Ingi; d) Jenný Arna. 3) Jens Hjörleifur, f. 20.8. 1979, doktor í eðl- isfræði, prófessor við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. Sam- býliskona hans er Maria-Theresa Rider. 4) Helgi f. 20.12. 1982, verk- fræðingur hjá Verkís, giftur Anní Gerðu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Jón Trausti, Ingibjörg Lilja og Sig- rún Sara. 5) Hlynur f. 20.12. 1982, doktor í líffræði og starfar hjá Hafrannsóknastofnun. Eiginkona hans er Helga Ýr Erlingsdóttir. Börn þeirra eru Kristín Edda, Margrét Una og Örn Kári. Systur Bárðar eru Hólmfríður, f. 25.8. 1944, fv. kennari og skólastjóri, búsett á Akureyri, og Snjólaug, f. 14.11. 1945, fv. vefnaðarkennari á Varmalandi, búsett á Brúarlandi á Mýrum. Foreldrar Bárðar voru hjónin Guð- mundur Bárðarson, f. 9.2. 2018, d. 27.6. 1977, vélstjóri og ökukennari, og Margrét Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 8.8. 1915, d. 3.3. 1963, vefnaðarkenn- ari. Bárður Guðmundsson Guðmundur Jóhannesson bóndi á Kirkjubóli, Nauteyrarhreppi, Ísafirði Kirstín Bárðardóttir húsfreyja, Kirkjubóli, Nauteyrarhreppi, Ísafirði Bárður Guðmundsson bókbindari á Ísafirði Emelía Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfreyja, Ísafirði Guðmundur Bárðarson vélstjóri og ökukennari á Ísafirði Guðmundur Guðmundsson bóndi í Bæ Víkursveit, Strandasýslu. Björg Þorkelsdóttir húsfreyja í Bæ Víkursveit, Strandasýslu Guðmundur Ingi Guð­ brandsson umhverfis­ og auðlinda­ ráðherra Óttar Guðjónsson fram kvæmda­ stjóri Lánasjóðs sveitar­ félaga Snjólaug Guðmunds­ dóttir vefnaðar­ kennari, Brúarlandi á Mýrum Hólmfríður Guðmunds­ dóttir kennari og skólastjóri á Akureyri Kristján Benedikt Bjarnason bóndi Leifsstöðum, Eyjafirði Borghildur Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja Leifsstöðum Bjarni Benediktsson bóndi og kennari á Leifsstöðum, Eyjafirði Snjólaug Eyjólfsdóttir húsfreyja, Leifsstöðum, Eyjafirði, síðar áAkureyri Eyjólfur Brandsson bóndi Stóru­Reykjum, S­Þing. Guðrún Árnadóttir húsfr. Stóru­Reykjum, S­Þing. Úr frændgarði Bárðar Guðmundssonar Margrét Ingibjörg Bjarnadóttir vefnaðarkennari á Ísafirði Ingólfur Ómar Ármannsson orti áBoðnarmiði á laugardag: Emja vindar aukast sköll risti veðraslagur. Fer með þjósti frír við mjöll fyrsti vetrardagur. Jón Atli Játvarðarson skrifar: „Það að vera „neðanmálsskáld“ er víst hvorki verra eða betra en að vera „skúffuskáld“. Þessi kom upp neðanmáls, við heita umræðu um dulnefni á Boðnarmiði. Vissara að láta hana inn sem færslu“: Á sér falið eiginnafn, andagift í múffu. Enginn lækar ljóðasafn sem liggur oní skúffu. Indriði á Skjaldfönn skrifar um „Ódáðanefnd“: Nú hefur Óbyggða- nefnd í nafni bananalýðveldisins okkar gert kröfu til 20 ferkílómetra af Skjaldfannarlandi“: Þjóðlendnanna þjófalið þvælist um á fjöllum. Bændur ekki fá nú frið fyrir þessum köllum. Jón Atli bætir við: Þjóðlendur opnast, bjartara og betra, blómlegt í fjallasal. Það sem er ofan við þrjúhundruð metra þjóðinni ánafna skal. Enn yrkir Jón Atli og segir: „Veir- an sem Þórólfur má ekki nefna, þrátt fyrir að þetta sé nánast eini stofninn sem angrar okkur í dag“: Óx loks í sporti, var bitur og bæld, á börum þá hart var í ári. Veiran sú „franska“ í kóki er kæld og kyngt með brennivínstári. Hallmundur Kristinsson spyr: Kollvarpa heiminum kórónuherir. Komin er riða í fé. Aldrei að vita hvað almættið gerir. Er ekki að koma hlé? Hólmfríður Bjartmarsdóttir fylg- ist með pólitíkinni fyrir vestan: Orðaflóð endalaus runnu uppúr karlskari þunnu. Þeir kalla hann Trump Ég kalla hann Strump. Hæst bylur í tómri tunnu. Hólmfríður rifjar upp, að ein- hvern tíma orti hún þetta um vín: Af því gleðin alltaf vex í ölvímu, ég þori. að yrkja um karla, öl og sex eins og fugl að vori. Látum aldrei sorg og sút setjast að í geði Drekkum út úr einum kút og yrkjum svo um gleði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Neðanmálsskáld og ódáðanefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.