Morgunblaðið - 27.10.2020, Page 6

Morgunblaðið - 27.10.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Vinna við að reisa stálgrind nýja fjölnota íþrótta- hússins í Vetrarmýri í Garðabæ er komin af stað og núna sést vel hve stórt nýja húsið verður. Húsið verður skammt frá golfvellinum. Í húsinu verður rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð, auk upphitunaraðstöðu og tilheyr- andi stoðrýma. Stærð íþróttasalarins verður um 80 x 120 metrar og flatarmál hússins alls verður um 18.200 fermetrar. Það mun bjóða upp á frá- bæra aðstöðu fyrir íþróttafólk á öllum aldri. Garðabær byggir húsið og áætlar að stálgrind íþróttasalarins verði risin fyrir áramót og að bú- ið verði að ljúka klæðningu veggja salarins og að steypa upp veggi stoðbygginga í mars nk. ÍAV á að skila verkinu af sér fyrir lok næsta árs, 2021. Framkvæmdir við langþráð fjölnota íþróttahús Garðbæinga komnar á fullt Morgunblaðið/sisi Risahús að rísa í Vetrarmýrinni Snorri Másson snorrim@mbl.is Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes, þriggja ára, gefur í augnablikinu ekki mikið fyrir skrýtnar sögur móður sinnar um að langafi vinar hennar, Ylfings Kristjáns Árna- sonar, hafi bjargað langafa henn- ar, Ungverjanum Mikael Frans- syni, úr flóttamannabúðum og hjálpað honum til Íslands árið 1956. Móðir Tinnu, Hulda Jóns- dóttir Tölgyes, segist þess þó full- viss í samtali við Morgunblaðið að Tinna eigi eftir að skilja þetta þegar fram líður, enda er þetta auðvitað örlagaþrungin frásögn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður, langafi Ylf- ings, var um miðja öld í stjórn Rauða krossins á Íslandi og hafði frumkvæði að flugferð til Vínar- borgar þar sem sóttir skyldu Ung- verjar sem orðið höfðu landflótta vegna ástandsins í heimalandinu eftir byltinguna gegn sovéskum yfirráðum. Meðal þeirra sem Gunnlaugi tókst fyrst að telja á að koma til þessa kalda og fjarlæga lands í norðri og hefja þar nýtt líf var hinn tvítugi Mikael, sem hafði verið í hernum þegar byltingin braust út. Mikael mælti enga ensku en þó örlitla latínu, sem gerði honum og Gunnlaugi kleift að skilja hvor annan, alltént svo langt sem lat- ínan náði. Öll manneskjur með sama rétt Þegar Mikael sjálfur var orðinn sannfærður um Íslandsför fór hann með móðurmál sitt að vopni og sannfæringarkraft og fékk fleiri Ungverja um borð í vélina, sem átti ekki að fara af stað fyrr en hún væri full. Að lokum voru Ung- verjarnir 52 sem flugu til Íslands og gistu fyrstu nóttina í Hlégarði á jólanótt árið 1956. Mikael aðlag- aðist hér tilbrigðum loftsins, varð listamaður, auglýsingateiknari, vann við útstillingar og eignaðist fjölda afkomenda ásamt eiginkonu sinni Kristjönu Ragnheiði Birgis, meðal annars þær Huldu og Tinnu. „Mig langaði að segja þessa sögu vegna þess að ég held að við þurfum öll áminningu um að við erum öll bara manneskjur sem eiga rétt á sömu mannréttindum. Án Gunnlaugs hefðum við sem berum nafn afa ekki orðið hluti af þessari tilveru. Sagan hans afa hefði orðið önnur og hann hefði ekki eignast þessa fallegu fjöl- skyldu hérna á Íslandi,“ segir Hulda. Hún segir þessa sögu áminningu um að Íslendingar hafi fulla ástæðu til þess að bjóða fólk velkomið sem hingað kemur vegna neyðar í heimalandi sínu, því það er alveg eins víst að það verði mikilvægur hluti af íslensku sam- félagi. Óvæntur örlagaþráður milli perluvina  Langafi Ylfings hjálpaði ungverskum langafa Tinnu úr flóttamannabúðum veturinn 1956  Móðir Tinnu segir þetta minna á að Íslendingar eigi að hjálpa þeim sem hingað koma í leit að betra lífi Morgunblaðið/Íris Tengsl Tinna Þorsteinsdóttir Tölgyes og Ylfingur Kristján Árnason leika sér saman á Waldorf-leikskólanum. Forfeður þeirra eiga sögulega tengingu. Mikael Fransson „Auðvitað hvílir það á stjórnvöld- um að bregðast við svona vá og hættu, en það hvílir líka á þeim skylda að hafa þessar lagaheim- ildir í lagi,“ segir Tryggvi Gunn- arsson, umboðs- maður Alþingis. Í bréfi sem umboðsmaður skrif- aði til forsætisráðherra og heil- brigðisráðherra í vikunni og greint er frá á vef embættisins kemur fram að það sé hlutverk heilbrigð- isráðherra að sjá til þess að vald- heimildir í sóttvarnalögum verði skýrðar nánar. „Það leiðir [...] af eðli þeirra inn- gripa og áhrifa sem sóttvarnaað- gerðir vegna COVID-19 hafa haft bæði fyrir einstaklinga og atvinnu- fyrirtæki þar sem m.a. hefur reynt á stjórnarskrárvarin réttindi og fjárhagslegar afleiðingar að ég tel að stjórnvöld eigi að því er varðar lagalega umgjörð þessara mála að gæta þess fyrir sitt leyti að hún sé eins skýr og kostur er,“ segir í bréfi umboðsmanns sem kveðst hafa fengið svör frá stjórnvöldum um að hafinn sé undirbúningur á endur- skoðun sóttvarnalaga, og að áætlað sé að leggja frumvarp þess efnis fyrir Alþingi í janúar. jonn@mbl.is Umboðsmaður Al- þingis segir sótt- varnalög vera óskýr Tryggvi Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.