Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
Sundmaðurinn Anton
Sveinn McKee lét ekki nægja að
setja Norðurlandamet í sundi í
Ungverjalandi um helgina. Hann
setti Norðurlandamet tvo daga í
röð.
Norðurlandaþjóðirnar
hafa í gegnum áratugina átt
sterkt sundfólk. Fyrir vikið hefur
ekki mörgum Íslendingum tekist
að setja Norðurlandamet í sundi.
Samkvæmt bókhaldi Morg-
unblaðsins eru það þau Guðjón
Guðmundsson, Eðvarð Þór Eð-
varðsson, Örn Arnarson, Eygló
Ósk Gústafsdóttir og Anton sem
hafa náð því.
Forvitnilegt væri að vita
hvort einhver annar íslenskur
íþróttamaður hafi sett Norð-
urlandamet tvo daga í röð. Mér
finnst það ólíklegt en svo sem
ekki útilokað. Það gæti mögu-
lega hafa gerst í frjálsum en erf-
itt að giska á slíkt út í loftið.
Anton keppir nú í atvinnu-
mannadeild í Ungverjalandi eins
og fram kom í blaðinu í síðustu
viku. Þar er keppt í liðakeppni og
er keppnisfyrirkomulagið sett
fram þannig að aðlaðandi sé fyrir
sjónvarpsáhorfendur.
Virðist þetta vera viðleitni til
að auka sjónvarpsáhorf á íþrótt-
ina en einnig að fjölga verkefnum
fyrir sundfólk í háum gæðaflokki.
Þau keppa ekki ýkjaoft á ári og
stundum vantar verkefni á milli
stórmóta.
Sundhreyfingin virðist vera
meðvituð um að markaðssetning
skiptir æ meira máli til að lifa af
samkeppni. Íþróttagreinarnar
eru ekki bara í samkeppni inn-
byrðis heldur einnig í samkeppni
við alla þá afþreyingu sem í boði
er. Gamalgrónar íþróttagreinar
geta ekki leyft sér að sofa á verð-
inum. Ekki er hægt að treysta á
að vinsældir vari að eilífu.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Benedikt Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í körfuknattleik, til-
kynnti í gær hvaða leikmenn fara til
Grikklands og leika þrjá leiki á Krít.
Þar mun Ísland mæta Slóveníu, Búlg-
aríu og Grikklandi í undankeppni EM.
Vegna kórónuveirunnar er þessi leið
farin en keppni í riðlinum hófst síðasta
vetur.
„Þetta verður öðruvísi en maður á
að venjast. Við höfum oft treyst á að
stela einum og einum sigri á heima-
velli en nú verða allir leikirnir ytra.
Við þurfum að treysta á góða stemn-
ingu í hópnum og ná henni upp til að
vega upp á móti öðru. Við munum
mæta sterkum þjóðum og leikirnir
verða mjög erfiðir. Það gæti orðið
áhugavert að prófa eitthvað nýtt en
þetta verður alla vega frábrugðið því
sem maður hefur áður kynnst,“ sagði
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikja-
hæsta landsliðskonan í hópnum, þeg-
ar Morgunblaðið ræddi við hana í
gær.
„Við förum í tvær sýnatökur áður
en við förum út og verðum í hálfgerðri
sóttkví þarna úti. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvernig þetta verður en við
verðum alla vega í sérherbergjum og
þurfum auðvitað að passa upp á
tveggja metra regluna og þess háttar.
Guðbjörg Norðfjörð [varaformaður
KKÍ] sér um þessa hlið og mun pott-
þétt passa vel upp á þetta allt saman.“
Taka þarf vel á því á Krít
Ísland tapaði fyrir Búlgaríu á
heimavelli í fyrra en búlgarska liðið er
nær því íslenska í vetur en Grikkland
og Slóvenía sem eru hærra skrifuð.
„Við mættum Búlgaríu hér heima
og getum farið aðeins yfir þann leik og
séð hvað við getum gert betur. Þurf-
um að vera duglegar að fara yfir þessi
lið á myndbandi. Ég hef mikla trú á
þjálfarateyminu því þar eru mjög
hæfir einstaklingar. Ég býst við því að
þjálfararnir gefi okkur góð fyrirmæli
og bendi á veikleika og styrkleika sem
hægt sé að vinna með. Við þurfum að
finna einhverja veikleika hjá þessum
andstæðingum sem möguleiki er að
nýta sér og ég hef fulla trú á að það
geti skilað sigri,“ sagði Sigrún en ger-
ir sér jafnframt grein fyrir að verk-
efnið verði mjög erfitt við þær að-
stæður sem nú eru. Leikmenn sem
ekki eru í leikæfingu eru á leið í lands-
leiki og sumir hafa ekki getað verið á
hefðbundnum körfuboltaæfingum.
„Þetta verður áskorun fyrir okkur
og leikirnir verða erfiðir. Það hafa
ekki allar fengið að spila eða verið í
körfubolta að undanförnu út af veir-
unni. Það er heldur ekki eins og komið
hafi verið langt inn í tímabilið þegar
leikjunum var frestað. Leikmenn sem
eru úti á landi hafa geta æft og það er
jákvætt fyrir þær en leikmenn á höf-
uðborgarsvæðinu hafa ekki getað æft.
Það er því spurning hvernig und-
irbúningurinn hjá liðinu kemur út. Við
munum æfa vel úti og reynum að slípa
okkur vel saman. Fyrstu æfingar liðs-
ins verða úti og undirbúningurinn
mun gera verkefnið erfiðara en ella. Í
þokkabót er langt síðan síðustu lands-
leikir voru og margir leikmenn hættir
sem verið hafa í landsliðinu. En það
opnar tækifæri fyrir aðra.“
Kynslóðaskipti í landsliðinu
Reyndir leikmenn hafa farið út úr
landsliðinu á síðustu árum eins og
systurnar Gunnhildur og Berglind
Gunnarsdætur. Helena Sverrisdóttir
og Sigrún eru eftir af eldri leik-
mönnum og fylgja liðinu í gegnum
kynslóðaskiptin en nú nýtur Helenu
ekki við þar sem hún ber barn undir
belti.
„Auðvitað er stórmál að missa Hel-
enu. Hún gerir rosalega margt á vell-
inum og hjálpar liðinu mikið. Liðið er
frekar ungt á heildina litið. Aftur á
móti held ég að þetta sé tækifæri fyrir
aðra leikmenn til að láta meira að sér
kveða og vinna þá vinnu sem Helena
hefur skilað. Nú er tækifæri fyrir
unga leikmenn til að sanna sig. Liðið
er ungt en margar af þessum stelpum
eru efnilegir leikmenn. Ég held því að
það séu jákvæðir tímar fram undan
þegar landsliðið slípast til.“
Þrír landsleikir á Krít
Landskonur á leið í erfitt verkefni í
lítilli leikæfingu Sigrún er leikjahæst
Morgunblaðið/Eggert
Leikjahæst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er á leið til Grikklands.
Mikael Anderson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, getur í kvöld leikið
sinn annan leik í Meistaradeild Evr-
ópu þegar lið hans, danska meist-
araliðið Midtjylland, mætir Eng-
landsmeisturum Liverpool á
Anfield. Mikael varð fjórtándi Ís-
lendingurinn til að spila í keppninni
þegar hann kom inn á gegn Atal-
anta frá Ítalíu í síðustu viku en
danska liðið tapaði 0:4. Liverpool
vann Ajax 1:0 í fyrstu umferðinni í
síðustu viku og er með alla sömu
menn tiltæka og í leiknum við
Sheffield United á laugardaginn.
Mikael á Anfield í
Meistaradeildinni
Morgunblaðið/Eggert
Midtjylland Mikael Anderson leikur
með dönsku meisturunum.
Keflvíkingurinn Elías Már Ómars-
son skoraði tvívegis fyrir Excelsior
þegar liðið vann öruggan 4:0 sigur
á Helmond Sport í 3. umferð hol-
lensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu í gær. Elías skoraði annað
og þriðja mark Excelsior á 44. og
61. mínútu.
Er hann auk þess markahæstur í
deildinni með tíu mörk í fyrstu níu
leikjunum og er því kominn með
tólf mörk á tímabilinu.
Með sigrinum í gær er Excelsior
komið í 32 liða úrslit bikarkeppn-
innar.
Elías hefur
skorað 12 mörk
Ljósmynd/Excelsior
Holland Elías Már Ómarsson er
marksækinn sem fyrr.
Skagamaðurinn
Arnór Sigurðs-
son var á skot-
skónum þegar
CSKA Moskva
burstaði Arsenal
Tula 5:1 í efstu
deild knattspyrn-
unnar í Rúss-
landi í gær.
CSKA fór upp
fyrir Zenit Pet-
ersburg og er í 2. sæti deildarinnar
með 25 stig. Liðið er tveimur stig-
um á eftir Spartak Moskva.
Arnór skoraði fjórða mark CSKA
á 86. mínútu en hann kom inn á sem
varamaður og hafði þá einungis
verið inni á í sjö mínútur. Hörður
Björgvin Magnússon lék allan leik-
inn í vörninni hjá CSKA.
Arnór og Hörður komu báðir inn
í liðið á nýjan leik eftir að hafa
misst af síðasta leik hjá CSKA
Moskva.
Arnór varð fyrir meiðslum þegar
landsliðið kom saman í október til
að leika landsleikina þrjá í umspili
fyrir EM og Þjóðadeildinni.
Hann missti fyrir vikið af leik
CSKA í síðustu umferð deild-
arinnar og þá tók Hörður Björgvin
út leikbann en Hörður var einnig á
ferðinni með landsliðinu á dög-
unum og hefur ef til vill haft gott af
hvíldinni. sport@mbl.is
Arnór skoraði
í stórsigri
í Moskvu
Arnór
Sigurðsson
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson náði tveimur
stórum áföngum í markaskorun á ferli sínum þegar
hann skoraði mark Vålerenga í jafnteflisleik gegn
Kristiansund, 1:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í fyrrakvöld. Hann hefur nú skorað 150 mörk í deilda-
keppni á ferlinum, í 339 leikjum. Viðar skoraði 38 mörk
fyrir Selfoss, tvö fyrir ÍBV og 13 fyrir Fylki áður en
hann hóf atvinnuferilinn með Vålerenga árið 2014. Við-
ar hefur nú skorað 97 mörk í deildakeppni erlendis, í
Noregi, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og Tyrklandi.
Um leið er hann orðinn fimmti markahæsti Íslending-
urinn erlendis. Hann fór uppfyrir Ásgeir Sigurvinsson
sem skoraði 96 mörk fyrir Standard Liege, Bayern München og Stuttgart á
árunum 1973 til 1990. Nú eru Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen,
Alfreð Finnbogason og Arnór Guðjohnsen þeir einu sem hafa skorað fleiri
deildamörk fyrir erlend félög. vs@mbl.is
Tveir stórir áfangar Viðars
Viðar Örn
Kjartansson
Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði í
öðru sæti á heimsleikunum í cross-
fit sem lauk í Aromas í Kaliforníu
um miðnættið í fyrrakvöld að ís-
lenskum tíma. Hún fékk 665 stig úr
tólf greinum en Tia-Clair Toomey
frá Ástralíu sigraði með yfirburð-
um og fékk 1.025 stig. Kari Pearce
frá Bandaríkjunum fékk 585 stig í
þriðja sæti. Tíu keppendur voru
valdir til þátttöku, fimm konur og
fimm karlar, en hjá körlunum vann
Mathew Fraser með enn meiri yfir-
burðum en Toomey.
Katrín önnur
í Kaliforníu
Ljósmynd/Instagram
Heimsleikar Katrín Tanja Davíðs-
dóttir fékk silfurverðlaun.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, framherji ..................... 1988 53
Hildur Björg Kjartansdóttir, Val, framherji.................................... 1994 32
Hallveig Jónsdóttir, Val, bakvörður.................................................. 1995 21
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val, bakvörður........................................... 1992 20
Sara Rún Hinriksdóttir, Leicester Riders, framherji ..................... 1996 19
Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukum, bakvörður ................................. 1997 17
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Val, bakvörður .................................... 1999 4
Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki, miðherji ......................... 1997 4
Bríet Sif Hinriksdóttir, Haukum, bakvörður ................................... 1996 2
Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukum, framherji .......................... 1995 2
Eva Margrét Kristjánsdóttir, Haukum, framherji .......................... 1997 0
Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík, bakvörður ............................... 1999 0
Anna Ingunn Svansdóttir, Keflavík, bakvörður .............................. 2001 0
Hópurinn sem fer til Krítar