Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 28
Í stað þess að hafa lokað vegna veirufaraldursins, eins og mörg óperuhús hafa kosið að gera, hófst sýningatímabil Óperunnar í Atlanta í Georgíu fyrir helgi með líflegri uppsetningu á hinni sí- vinsælu óperu Pagliacci í sirkus- tjaldi í garði einum þar í borg. Gagnrýnendur lofa framtakið, þar sem gestir sitja með grímur með tilskildu bili milli manna, kórinn syngur einnig með grím- ur, en einsöngvarar í eins konar plastklefum þar sem fyllsta ör- yggis er gætt. AFP Dramatík Reginald Smith fer með hlutverk Tonios og flutti upphafsaríu óperunnar í einum plastklefanna á sviðinu. Grímuklædd Baksviðs í sirkustjaldinu í Atlanta gerðu söngvarar sig klára áður en þeir stigu á svið í líflegri en óvenjulegri uppfærslu óperunnar. Söngvarar í plastklefum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Kristín Sesselja sendi nýverið frá sér aðra hljóm- plötu sína sem nefnist Breakup Blues. Kristín samdi lög og texta plötunnar og sá Baldvin Hlynsson um útsetningar á öllum lögum nema „Breakup Blues“ og „What would I do without you?“ sem hann útsetti með Kristínu. Plötuna unnu þau milli landa þar sem Kristín bjó í Noregi en Baldvin í Svíþjóð og skrif- uðu þau svo undir dreifingar- samning við stórfyrirtækið AWAL sem sér um að dreifa tónlist fyr- ir listamenn og hljómsveitir á borð við Die Antwood, Thom Yorke og Finn- eas. Kristín og Baldvin kynntust á listahátíðinni LungA í lagasmíðasmiðju og í lok námskeiðsins áttu allir að útsetja lag og bað Baldvin Kristínu að syngja lagið sem hann samdi. Hófst þar með farsælt samstarf og segir Krist- ín að tekið hafi um hálft ár að gera plötuna. Samband frá byrjun til enda Kristín er tvítug og að mestu sjálflærð í gítarleik. Söngþjálfun hlaut hún fyrst í kór Menntaskólans við Hamrahlíð og tók síðar nokkra söngtíma. Hún flutti nýlega aftur til Íslands frá Noregi þar sem nún stundaði nám í alþjóðlegum heima- vistarskóla sem hún segir hafa haft mikil áhrif á sig. Baldvin er upptökustjóri, laga- höfundur og djasspíanóleikari og hefur gefið út djassplötur. Hann var valinn bjartasta vonin árið 2018 í djass- og blúsflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum og hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Auði, Sturlu Atlas og Unnstein Manúel. Hann stundar nám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi auk þess að sinna upp- tökustjórn. Kristín hefur samið lög í um átta ár, gaf út EP-plötuna Freckles árið 2017 en á nýju plötunni syngur hún um persónuleg málefni, eins og titill plötunnar, Breakup Blues, og laga hennar bera með sér en af lagatitl- um má nefna „What Would I Do Without You“ og „Please Don’t Kiss Me With Your Eyes Open“. Blaða- maður spyr hvort platan fjalli í heild um sambandsslit? „Já, platan er eiginlega bara saga, ein stór dagbók- arfærsla um samband frá byrjun til enda, samband sem fer voða illa en fer úr reiði og sorg yfir í að vilja finna hamingjuna á ný, finna hana svo og kunna að meta vini sína. Að fókusa á hið góða,“ svarar Kristín. Andstæður mætast Tilfinningarnar sem Kristín syng- ur um í lögunum eru þungar en oft eru textarnir fyndnir líka, að hennar sögn. „Sérstaklega „Fuckboys“, það er sterkur texti en mér finnst það bara fyndið og „Type“ líka þar sem ég er að fjalla um afbrýðisemi og sorg, að sjá fyrrverandi með nýrri manneskju en ég hlæ að því,“ út- skýrir hún. Í „Type“ er sungið til fyrrverandi kærasta sem er kominn með nýja kærustu upp á arminn sem virðist þó vera svipuð týpa og hans fyrrver- andi. „Þetta lag samdi ég í náttúru- fræðitíma þegar ég átti að vera að læra,“ segir Kristín glettin. – Svona textar magnast upp þegar tónlistin er létt, andstæður mætast þannig að úr verður eitthvað áhrifa- meira en ella, ekki satt? „Já, algjörlega og við Baldvin töl- um mikið um það þegar við erum að vinna að tónlist, að okkur finnist gaman að vinna með andstæður. Sorglegur texti við létta melódíu og útsetningu. Eins og þú segir hjálpar það mikið við að ýta laginu lengra. Maður getur bara hlustað ákveðið lengi á texta um að eitthvað sé ömurlegt og manneskjan svo leið en ef maður getur dansað við það er það miklu skemmtilegra.“ Swift alltaf efst á lista – Áttu þér einhverjar fyrirmyndir úr röðum tónlistarkvenna? „Já, ég hlusta einmitt mjög mikið á tónlistarkonur af því ég vil styrkja þær og líka af því að ég tengi við textana, hlusta mest eftir þeim. Tay- lor Swift er alltaf efst á lista og alveg frá því ég var 11 ára hef ég verið Taylor Swift-aðdáandi númer eitt í heiminum. Ég dýrka hana og dái og fæ mikinn innblástur frá henni. Ný- lega er ég svo farin að hlusta á Lily Allen, finnst hún geggjuð og lagið „Breakup Blues“ er mikið inspírerað af Robyn hinni sænsku,“ svarar Kristín. Breakup Blues er aðgengileg á streymisveitum og segir Kristín að hana langi gjarnan að gefa líka út á vínyl. Þeir sem vilja hlusta á plötuna geta t.d. gert það á Spotify og má einnig finna tónlistarmyndbönd við lög Kristínar á YouTube þar sem hún er með rás sem gerast má áskrifandi að. Ein stór dagbókarfærsla  Önnur plata Kristínar Sesselju, Breakup Blues, er komin út  Sjálflærð söngkona og gítarleikari  Farið úr sorg og reiði yfir í hamingju í textum plötunnar og fyrrverandi kærasti fær orð í eyra Upptökustjóri Baldvin Hlynsson útsetti lög plötunnar fyrir utan tvö sem þau Kristín útsettu saman. Blámi Kristín Sesselja syngur um sambandsslit og fleira á Breakup Blues. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Afhendingu bresku Olivier- leiklistarverð- launanna var frestað í vor vegna Covid-19 en þau voru loks afhent í vef- útsendingu á sunnudags- kvöldið var. Sharon D. Clarke var valin besta leikkonan fyrir frammistöðuna í Sölumaður deyr í Young Vic- leikhúsinu. Hún hreppti einnig Oli- vier-verðlaun í fyrra. Marianne El- liott og Miranda Cromwell hrepptu verðlaunin fyrir bestu leikstjórn en þær leikstýrðu Sölumaður deyr saman. Andrew Scott var valinn besti leikarinn, fyrir frammistöðu í Present Laughter í Old Vic. Nýr söngleikur sænska tónlistarfram- leiðandans Max Martins, & Juliet, hlaut flestar tilnefningar til verð- launa, níu alls, og hlaut þrenn, öll fyrir leik. Annar nýr söngleikur, Dear Evan Hansen, hlaut einnig þrenn verðlaun. Þá tók Ian McKel- len við sínum sjöundu Olivier- verðlaunum, fyrir leikferð í tilefni af áttræðisafmælinu. Olivier-verðlaunin voru loks afhent Sharon D. Clarke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.