Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fleiri hafa nú kosið utan kjörfundar
eða fyrir kjördag í bandarísku for-
setakosningunum en gerðu það í
kosningunum 2016, þrátt fyrir að enn
sé vika til kjördags. Á sunnudaginn
höfðu rúmlega 59 milljónir Banda-
ríkjamanna greitt atkvæði, annað-
hvort með pósti eða með því að kjósa
á þartilgerðum kjörstöðum sem eru
opnaðir fyrir tímann, en um 57 millj-
ónir Bandaríkjamanna nýttu sér
þann kost í forsetakosningunum
2016. Þá hefur kjörsókn meðal fólks á
aldrinum 18-29 stóraukist miðað við
fyrir fjórum árum.
Hin mikla kjörsókn þykir endur-
spegla þá miklu spennu sem ríkir
vegna kosninganna, en bæði demó-
kratar og repúblikanar hafa sagt
kosningarnar 2020 einhverjar þær
mikilvægustu sem haldnar hafa verið
í sögu Bandaríkjanna. Er því gert ráð
fyrir að um 150 milljónir manna muni
kjósa að þessu sinni, en það yrði um
13 milljónum fleiri en kusu fyrir fjór-
um árum.
Miðað við bæði skoðanakannanir
og skráningu kjósenda hafa nokkru
fleiri demókratar en repúblikanar
nýtt sér þann kost að kjósa utan kjör-
fundar, en gert er ráð fyrir að hinir
síðarnefndu muni fjölmenna á kjör-
stað á kjördaginn sjálfan, 3. nóv-
ember.
Minni munur í lykilríkjunum
Sem fyrr leiðir Joe Biden, fyrr-
verandi varaforseti og frambjóðandi
Demókrataflokksins, í öllum helstu
skoðanakönnunum, bæði á landsvísu
og í helstu lykilríkjum sem ráða
munu því hver verður næsti forseti
Bandaríkjanna, þó að nokkuð virðist
hafa dregið saman með honum og Do-
nald Trump Bandaríkjaforseta. Þeg-
ar meðaltal heimasíðunnar Realclear-
politics.com er skoðað sést að Biden
er nú með um átta prósentustiga
forystu á landsvísu, sem aftur minnk-
ar niður í um fjögur prósentustig
þegar lykilríkin eru skoðuð saman.
Í Pennsylvaníu er munurinn á fylgi
Bidens og Trumps nú rétt rúmlega
fimm prósentustig, sem þýðir að ríkið
er talið líklegra en ekki til þess að
kjósa Biden frekar en Trump, ef kosið
væri í dag.
Hafa ber þó í huga að Trump vann
ríkið fyrir fjórum árum með allra
minnsta mun, eftir að kannanir höfðu
bent til þess að Hillary Clinton myndi
vinna ríkið og þá 20 kjörmenn sem því
fylgja.
Trump hyggst án efa endurtaka
leikinn, en hann hélt þrjá kosninga-
fundi í Pennsylvaníu í gær, í þeirri
von að hann gæti snúið stöðunni sér í
vil.
Skipunin breytir litlu
Þó að eitthvað hafi minnkað á
munum benda kannanir ekki til þess
að meintir tölvupóstar Hunters Bid-
en hreyfi við kjósendum, alla vega
ekki enn sem komið er, þrátt fyrir að
Trump og aðrir repúblikanar haldi
þeim mjög á loft í baráttunni.
Þá er óvíst hvort skipun Amy Con-
ey Barrett í stöðu hæstaréttardóm-
ara muni breyta nokkru um niður-
stöðu kosninganna, en seint í gær-
kvöld var útlit fyrir að meirihluti
repúblikana í öldungadeild Banda-
ríkjaþings myndi samþykkti skipan
hennar, eftir nokkurt þref um
helgina. Demókratar í deildinni
reyndu þá að fá atkvæðagreiðslunni
frestað þar til eftir kosningar, en ein-
ungis tveir þingmenn repúblikana af
53, þær Lisa Murtowski frá Alaska
og Susan Collins frá Maine, stóðu
með demókrötum.
Skipan Barrett hefur orðið að
kosningamáli, þar sem deilur sköp-
uðust um hvort of skammt væri til
kosninga til þess að rétt væri að
útnefna og staðfesta nýjan dómara í
Hæstarétt. Kannanir benda hins
vegar ekki til að málið hafi orðið til
þess að láta fólk skipta um skoðun,
heldur hafi það frekar orðið til þess
að ýta undir fjáröflun hjá fram-
bjóðendum flokkanna til Banda-
ríkjaþings.
Líkleg niðurstaða forsetakosninganna ef kosið væri nú
210 68 56 88 43 73
Örugg ríki fyrir Biden Líkleg Hallast
að Biden
Mjótt á munum Líkleg Örugg ríki fyrir
Trump
Heimild: Spálíkan
fivethirtyeight.com
9
3
11
6
55 9
29
16
4
20 11
6
6 8
8
4
16
10
6
10
3
56
4
5
29
15
3
18
7
7
20
9
3
11
38
6
3
13
12
5
10
3
4
2
1
1
2
1 11
11MA
14NJ
4RI
3DE
7CT
10MD
3DC
WA
OR
NV
CA
AZ
AK
HI
UT
ID
MT
WY
CO
NM
ND
SD
NE
KS
OK
TX
MN
IA
WI
IL
MI
IN
KY
WV VA
NC
SC
GAMS
AR
MO
LA
FL
AL
TN
OH
PA
NY
VT
ME
NH
Kjörmenn demókrata / Joe Biden: 334 Kjörmenn repúblikana / Donald Trump: 116
270 kjörmenn þarf til að ná kosningu
Lokaspretturinn að hefjast
Fleiri búnir að kjósa utan kjörfundar en fyrir fjórum árum Trump með þrjá
fundi í Pennsylvaníu Kosið um skipan Amy Coney Barrett í öldungadeildinni
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, kallaði í gær eftir því að
Tyrkir myndu sniðganga allar vörur
frá Frakklandi, en Erdogan og
Emmanuel Macron Frakklandsfor-
seti elda nú grátt silfur saman vegna
ummæla hins síðarnefnda um íslam-
ista og réttinn til þess að birta skop-
myndir af Múhameð spámanni fyrir
helgi.
Sagði Macron að málfrelsinu yrði
ekki fórnað, og að íslamistar vildu
ráða framtíð Frakka. Hét hann því
um leið að Frakkar myndu skera
upp herör gegn íslömskum öfga-
mönnum eftir að sögukennarinn
Samuel Paty var afhöfðaður fyrr í
október fyrir að hafa sýnt nemend-
um sínum skopmyndir af Múhameð.
Kölluðu sendiherrann heim
Ummæli Macrons hafa valdið
óánægju meðal múslima víða um
heiminn, og sagði Erdogan á laug-
ardaginn í sjónvarpsræðu að Macron
ætti að láta rannsaka geðheilsu sína.
Frönsk stjórnvöld kölluðu sendi-
herra sinn heim frá Ankara sam-
dægurs vegna ummæla Erdogans,
sem brást við með því að endurtaka
þau á sunnudeginum.
Macron fékk í gær stuðningsyfir-
lýsingar frá nokkrum þjóðarleiðtog-
um í Evrópu. Angela Merkel Þýska-
landskanslari fordæmdi ummæli
Erdogans og sagði þau bæði æru-
meiðandi og óviðunandi í ljósi morðs-
ins á Paty. Þá hafa forsætisráðherra
Hollands, Grikklands og Ítalíu einn-
ig lýst yfir stuðningi við Macron,
sem og Ursula von der Leyen, for-
seti framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins.
Erdogan svaraði í gær með því að
lýsa því yfir að múslimar í Evrópu
væru nú í sömu stöðu og gyðingar í
aðdraganda síðari heimsstyrjaldar.
Vill sniðganga
franskar vörur
Merkel fordæmir ummæli Erdogans
AFP
Mótmæli Reiðir mótmælendur í
Pakistan kveiktu í mynd af Macron.
Stjórnvöld í Armeníu og Aserbaíd-
sjan sökuðu í gær hvor önnur um að
hafa rofið þriðja vopnahléið, sem
samið hefur verið um í deilum
þeirra um Nagornó-Karabak-
hérað. Einungis örfáar mínútur
voru liðnar af því þegar bardagar
brutust út að nýju.
Samið var um vopnahléið um
helgina eftir fundi Mike Pompeo,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
með utanríkisráðherrum ná-
grannaríkjanna tveggja, og var
vopnahléinu einkum ætlað að gefa
þeim ráðrúm til þess að sækja lík og
hlúa að særðum. Í dag er mánuður
liðinn frá því að átök brutust út að
nýju um hið umdeilda hérað, en tal-
ið er að allt að 5.000 manns hafi
fallið í þeim til þessa.
NAGORNÓ-KARABAK
AFP
Átök Armenskur hermaður skýtur af
fallbyssu á sunnudaginn, fyrir vopnahlé.
Þriðja vopnahléið
rofið innan mínútna
Áætlað er að minnst 78 vígamenn
uppreisnarmanna í Sýrlandi hafi
fallið og rúmlega 90 til viðbótar
særst í loftárásum Rússa á herþjálf-
unarbúðir þeirra í Idlib-héraði í
gær. Vígamennirnir eru sagðir til-
heyra hópi, sem notið hefur stuðn-
ings tyrkneskra stjórnvalda í borg-
arastríðinu í Sýrlandi.
Skýrendur í málefnum landsins
sögðu AFP-fréttastofunni í gær að
árásunum væri ætlað að senda
skilaboð til Tyrkja vegna frétta um
að sýrlenskir vígamenn hefðu verið
sendir á vegum tyrkneskra stjórn-
valda til átakanna í Nagornó-
Karabak og í Líbíu. Vopnahlé hefur
ríkt í Idlib-héraði síðan í mars sl. en
bæði Rússar og Tyrkir stóðu að því
á sínum tíma.
SÝRLAND
78 vígamenn felldir
í loftárásum Rússa