Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Chicago-sjömenningarnir,reyndar upphaflega átta,voru hópur manna semskipulögðu fjöldamótmæli í Chicago í ágúst árið 1968 þegar landsfundur Demókrataflokksins fór þar fram og forsetaefni flokksins var valið fyrir kosningar næsta árs, Hubert Humphrey. Fleiri þúsundir manna komu saman til að mótmæla Víetnamstríðinu sem þá geisaði með skelfilegu mannfalli og sífellt fleiri ungir Bandaríkjamenn voru kvaddir í herinn og sendir í stríðið. Lyndon B. Johnson var þá forseti Bandaríkj- anna, tók við völdum eftir að John F. Kennedy var myrtur og við af John- son tók svo Richard Nixon árið 1969. Konur kröfðust aukinna réttinda til jafns við karla og hippar boðuðu frjálsar ástir, frið og hamingju. Árið 1968 voru bæði Robert Kennedy og Martin Luther King myrtir og mót- mælin gegn Víetnam-stríðinu voru í algleymingi. Um tíu þúsund manns söfnuðust saman í Chicago til að mót- mæla því og andrúmsloftið var raf- magnað. Chicago-sjömenningarnir voru þeir Abbie Hoffman, Jerry Rubin, David Dellinger, Tom Hayden, Rennie Davis, John Froines og Lee Winer og voru þeir ákærðir fyrir samsæri og að hvetja til óeirða, auk fleiri ákæra. Áttundi maðurinn var aktívistinn Bobby Seale, annar af tveimur stofnendum Svörtu pardus- anna, en málið gegn honum var fellt niður á endanum eftir að hann hafði verið bundinn og keflaður í réttarsal, sem vakti mikli athygli og reiði á sín- um tíma. Verjandi Seale var lagður inn á sjúkrahús fyrir réttarhöldin og gat því ekki sinnt starfi sínu og Seale vildi ekki að sömu verjendur og vörðu sjömenningana verðu hann. Fimm af hinum sjö ákærðu voru á endanum fundnir sekir fyrir að egna til óeirða en ekki fyrir samsæri og voru dæmdir til fangelsisvistar. Dómarinn í málinu, Julius Hoffman, þótti ekki starfi sínu vaxinn og illa með á nótunum og voru hinir ákærðu margsinnis ávítaðir fyrir að sýna honum lítilsvirðingu. Í mótmælunum eða óeirðunum gengu lögreglumenn í skrokk á óvopnuðu fólki, mörg þúsund manns, með kylfum og beittu einnig skot- vopnum og táragasi, eins og sjá má í myndinni. Átök brutust tvisvar út, fyrst í Grant Park þar sem mótmæl- endur héldu til og síðar við Conrad Hilton-hótelið. Fjöldi fólks var hand- tekinn og hundruð særðust illa í átökunum, bæði mótmælendur og lögreglumenn. Barsmíðarnar voru sýndar í sjónvarpsfréttum og upp- tökur frá þeim má líka sjá í kvik- myndinni The Trial of the Chicago 7 sem hér er til umfjöllunar og sýnd á Netflix. Réttarhöld yfir mönnunum átta hófust rúmu ári síðar, í sept- ember 1969, og var dómur kveðinn upp í febrúar 1970. Réttarhöldin stóðu því yfir í um hálft ár. Verj- endur sjömenninganna voru þeir William Kunstler og Leonard Wein- glass en saksóknarar Richard Schultz og Tom Foran. Handritshöfundur og leikstjóri The Trial of the Chicago 7 er Aron Sorkin og er þetta er önnur kvik- myndin sem hann leikstýrir en hann á mikinn fjölda sjónvarpsþátta- og kvikmyndahandrita að baki, m.a. handritin að A Few Good Men, þátt- unum The West Wing og Newsroom og kvikmyndunum Moneyball og The Social Network. Sorkin er því þaul- reyndur þegar kemur að því að taka fyrir flókin mál á borð við réttarhöld og pólitík og einkennast handrit hans af löngum samtölum og oft og tíðum flóknum og áhorfendur þurfa oftar en ekki að hafa sig alla við til að halda þræði. Réttarhöldin, mótmælin og lög- regluofbeldið sem Sorkin tekur fyrir í The Trial of the Chicago 7 eru af sama meiði, flókið mál og efni í langa sjónvarpsþáttasyrpu. Hér er þessu þjappað saman í 130 mínútur stút- fullar af upplýsingum og samtölum og aldrei dauður punktur í þeirri frá- sögn. Líkt og verða vill í handritum Sorkin eru allar persónur mælskar og takast á með rökræðum en þar sem fjallað er um sannsögulegan at- burð eru samtöl mikið til fengin úr málsskjölum. Það sem gerðist fyrir luktum dyrum er auðvitað öllu skáld- legra og getið í eyður þar. Sorkin gefur bensínið í botn strax í byrjun myndarinnar og dregur upp mynd af sögusviðinu í stuttu en snörpu inngangsatriði, kynnir helstu persónur til sögunnar og rifjar upp sögulega atburði frá þessum tíma og þá m.a. morðin á Robert Kennedy og Martin Luther King. Fyrir þann sem ekki þekkir til mótmælanna og rétt- arhaldanna er þetta eflaust yfir- þyrmandi og mæli ég með því að fólk kynni sér söguna áður en það horfir á myndina. Má til dæmis finna ágætt innslag úr bandaríska fréttaskýr- ingaþættinum 60 mínútum á You- Tube og langar greinar um réttar- höldin víða á netinu. Leikaravalið í myndinni er virki- lega gott, valinn maður í hverju rúmi og þá karlmaður því kvenpersónur eru afar fáar í myndinni enda bæði lögmenn og hinir ákærðu karlar. Sacha Baron Cohen nær bæði tal- anda og hegðun Abbie Hoffman lygi- lega vel þó stundum fari hann aðeins of langt í bandaríska hreimnum enda Breti. Yahya Abdul-Mateen II er góður í hlutverki Seale, Mark Ryl- ance að vanda frábær sem verjand- inn Kunstler og Joseph Gordon- Levitt fínn í heldur bragðdaufu hlut- verki saksóknarans Schultz. Michael Keaton kemur stutt við sögu en af miklu öryggi og Frank Langella fer á kostum sem ringlaði og ógeðfelldi dómarinn Hoffman. John Carroll Lynch og Eddie Redmayne skila sínu vel og í stuttu máli er bæði leik- aravalið og frammistaða leikara eins og best verður á kosið. Réttardramamyndir eiga það til að vera dálítið lýjandi þegar á líður enda sjónrænt tilbreytingalitlar og mikið talað. Sorkin gætir þess að sliga ekki áhorfandann með þeim hætti og klippir inn á milli atriði bæði aftur í tíma og fram, annars vegar af undir- búningi mótmæla, mótmælunum sjálfum og átökunum og hins vegar uppistandi Abbie Hoffman sem óljóst er hvenær á að hafa farið fram en í því rifjar hann upp atburðina og því ljóst að það er eftir réttarhöldin. Umfjöllunarefnið er sannarlega áhugavert og á erindi við samtímann í ljósi lögregluofbeldis í Bandaríkj- unum og réttindabaráttu þeldökkra. Frelsið er enn fótumtroðið í hinu meinta landi frelsisins. Ég mæli hik- laust með því að fólk horfi á þessa kvikmynd og lítið út á hana að setja annað en að stundum er upplýsing- unum dælt fullhratt út og vissulega er ókostur að þurfa að þekkja til málsins fyrir áhorfið. Engu að síður vönduð og áhrifamikil kvikmynd með virkilega glæsilegum hópi leikara. Að lokum má benda á að rætt er um myndina í kvikmyndahlaðvarpinu BÍÓ á slóðinni mbl.is/hladvarp/ hlusta/bio-kvikmyndahladvarp/. Frelsið fótumtroðið Réttardrama Frá vinstri leikararnir Yahya Abdul-Mateen II, Ben Shenkman, Mark Rylance, Eddie Redmayne og Alex Sharp í The Trial of the Chicago 7 sem sýnd er á Netflix og fjallar um víðfræg réttarhöld árið 1969. Netflix The Trial of the Chicago 7 bbbbn Leikstjóri og handritshöfundur: Aron Sorkin. Aðalleikarar: Yahya Abdul- Mateen II, Sacha Baron Cohen, Joseph Gordon-Levitt, Michael Keaton, Frank Langella, John Carroll Lynch, Eddie Redmayne, Mark Rylance, Alex Sharp, Jeremy Strong og Caitlin Fitzgerald. Bandaríkin, 2020. 130 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.