Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-maður Pírata, steig í pontu á þingi í gær og fann að því að vísa ætti erlendri fjölskyldu úr landi. Hann sagðist hafa spurt dóms- málaráðherra, ekki aðeins þann sem nú situr, út í útlend- ingamál en ávallt fengið þau svör að stæðist afgreiðsla mála lög væri allt í góðu lagi.    Helgi er ósammála því og vill„umbætur“ í málaflokknum og vill að lögin séu „skilningsríkari“.    Þarna gæti einhver ætlað að Helgihefði, sem oftar, hlaupið á sig, en það er ósennilegt. Málflutning- urinn er í fullu samræmi við það sem jafnan er um slík mál. Engin þeirra mega fara rétta leið að lögum, öll eiga að enda með undirskriftalistum og undanþágum, sem kemur svo sem ekki á óvart þegar slíkar að- ferðir hafa dugað jafn vel og raun ber vitni.    En hversu óbilgjörn skyldu ís-lensk stjórnvöld vera gagnvart útlendingum sem hingað koma og vilja setjast hér að, gjarnan á kostn- að skattgreiðenda?    Morgunblaðið birti tölur umþetta í gær og þar mátti sjá að af Norðurlöndunum er það aðeins Svíþjóð sem samþykkir hlutfallslega álíka fjölda og Ísland um dvalarleyfi. Í Svíþjóð hefur þó dregið mjög úr þessum fjölda á síðustu árum, en hér á landi fer hann hratt vaxandi.    Samkvæmt því er Norðurlanda-metið skammt undan. Getur ekki verið að nær sé að hægja ferð- ina í þessu frekar en að hlaupa á eft- ir Hrafni og félögum þar til ástandið verður óviðráðanlegt? Helgi Hrafn Gunnarsson Er Norðurlandamet eftirsóknarvert? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingu á almenn- um hegningarlögum hinn 12. októ- ber sl., þar sem lagt er til að sér- stöku refsiákvæði fyrir svonefnt umsáturseinelti sé bætt í lögin. Alls hafa sjö umsagnir borist og eru þær allar jákvæðar, taka undir markmið frumvarpsins sem og styðja fram- gangs þess. Jákvæðar umsagnir um frum- varpið hafa komið frá Ákærenda- félagi Íslands, lögreglustjóraemb- ættunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Þá lýsa félaga- samtök á borð við Kvenréttinda- félag Íslands og Mannréttindastofu Íslands einnig stuðningi við frum- varpið. Í umsögnum er bent á að breyt- ingar sem lagðar eru til samræmist stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs heimilis og fjöl- skyldu. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að breytingin er nú lögð til í tengslum við fullgildingu Íslands á Istanbúl-samningnum, samningi Evrópuráðsins um for- varnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heim- ilisofbeldi. Frum- varpið er samið af refsirétt- arnefnd en ráð- herra fól nefnd- inni að taka til athugunar hvort sérstakt laga- ákvæði um um- sáturseinelti skorti í íslensk lög eftir nefndarálit allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á mál- um tengdum fullgildingu Istanbúl- samningsins. Sérstök ákvæði um umsáturs- einelti er að finna í norskum, sænskum og finnskum lögum. Orðið umsáturseinelti er íslensk þýðing orðsins „stalking“ og þykir nokkuð lýsandi fyrir verknaðinn að „sitja um“ manneskju í óþökk henn- ar, eins og fram kemur í greinar- gerð. Áður hefur orðið eltihrellir verið notað en merking þess þykir fullþröng og takmörkuð. Ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna hér á landi en til viðbótar eru fyrir ákvæði um nálgunarbann og brott- vísun af heimili. Mikill stuðningur við refsiákvæði  Refsing fyrir umsátur leidd í lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Tíðarfar í nýliðnum októbermánuði var hagstætt, segir í yfirliti Veð- urstofunnar. Þykir október hafa ver- ið hlýr og hægviðrasamur, og aust- lægar áttir tíðar. Þurrt var á vestanverðu landinu en blautara austanlands. Meðalhiti í Reykjavík var 5,8 stig og er það 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,5 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Ak- ureyri var meðalhitinn 4,2 stig, 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 5,6 stig og 5,8 stig á Höfn í Hornafirði, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur 7,0 stig í Surtsey og á Steinum undir Eyjafjöllum, en lægstur -1,3 stig í Sandbúðum. Í byggð var meðalhit- inn lægstur 1,1 stig í Möðrudal. Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,9 stig á Seyðisfirði þann 14. októ- ber. Mesta frost í mánuðinum mæld- ist -14,1 stig á Setri 2. okt. Í byggð mældist mesta frostið -10,6 stig í Möðrudal þann 21. Þurrt var vestan til á landinu en blautara austanlands. Úrkoma í Reykjavík mældist 42,1 mm, eða helmingur af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,6 mm, eða 30% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Hlýr og hægviðrasamur október  Austlægar áttir voru tíðar  Þurrt var vestanlands en blautara fyrir austan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Október Stunda mátti garðyrkju- störf, svo hlýtt var. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.