Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 mdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurr 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 r „Ko „Við þekkjum lífið, við erum lífs- reyndar manneskjur. Við gefumst ekki upp svo glettilega en það tekur í,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Sagði hún þessa bylgju faraldursins ætla að verða hinum eldri erfiðari en þær fyrri og vísaði til hópsýkingarinnar á Landakoti. Alls greindust 29 kórónuveirusmit innanlands á þriðjudag. Af þeim voru 72,41% í sóttkví eða 21 en átta ein- staklingar voru utan sóttkvíar eða 27,59%. Tilkynnt í var gær að starfsmaður á Foldabæ, sambýli fyrir konur með heilabilun, hafi greinst með kórónu- veiruna í síðustu viku. Í kjölfarið voru allir íbúar í Foldabæ skimaðir og reyndist ein kvennanna smituð. Var hún flutt á Landspítalann. „Hún hefur enn lítil einkenni og sömu sögu er að segja af starfsmanninum sem er í einangrun heima fyrir,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Íbúar á Foldabæ verða í sóttkví fram á sunnudag þegar þeir og starfsmenn fara í skimun á ný. Þá var greint frá því að borgar- stjórn hafi samþykkt samhljóða til- lögu Sjálfstæðisflokksins um gerð úttektar á stöðu geðheilbrigðismála hjá Reykjavíkurborg vegna kórónu- veirufaraldursins. Var tillagan sam- þykkt að framlagðri sameiginlegri breytingartillögu meirihlutaflokk- anna og Sjálfstæðisflokks. Tillagan gerir ráð fyrir að velferðarráði verði falið að skoða leiðir til að ná betur ut- an um stöðu geðheilbrigðismála í Reykjavík vegna kórónuveirunnar. hdm@mbl.is Kórónuveirusmit á Íslandi Staðfest smit frá 30. júní 4.989 staðfest smit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 3. nóvember: 183,5 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 21,8 14 daga nýgengi 71 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 29 ný inn an lands smit greindust 3. nóvember 1.630 í skimunarsóttkví 100 80 60 40 20 0 1.851 einstaklingar eru í sóttkví 798 eru með virkt smit og í einangrun júlí ágúst september október Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum17 einstaklingar eru látnir Eldri borgarar „gefast ekki svo glettilega upp“  Þessi bylgja faraldursins er erfiðari en þær fyrri Starfsmenn Orku náttúrunnar vinna þessa dagana við að dreifa fræslægju í bakkana við lón Elliða- árstíflu sem tæmd var í síðustu viku. Í slægjunni er gróður af ár- bökkunum sem eru þarna í kring og með þessari aðferð er ætlunin að flýta fyrir að náttúrulegur gróður festi rætur á því svæði sem þarna var áður undir vatni. „Þetta er að- ferð sem víða hefur verið notuð með góðri reynslu, til dæmis á starfssvæðum okkar, þar sem við höfum þurft að endurheimta nátt- úrulegan gróður. Þetta er til dæmis nærri virkjunum eða mannvirkjum sem þeim tengjast,“ segir Ólöf Snæ- hólm Baldursdóttir, talsmaður Orku náttúrunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Elliðaárlón ofan stíflunnar við Höfðabakkabrú var dæmt í síðustu viku. Ekkert óvænt hefur komið upp eftir það – og breyting þessi er til frambúðar. Setja nú fræslægju í tómt lónið Morgunblaðið/Eggert Breyta þurfti fyrirætlunum Reykja- víkurborgar við endurgerð göngu- stíga milli fjölbýlishúsa við Eskihlíð sem tengja götuna við Skógarhlíð. Upphaflega hugmyndin var að endurgera stíginn á milli fjölbýlis- húsanna sem eru númer 14 og 16. Sá stígur liggur hins vegar inn á einka- lóð þeirra húsa og borgin hefur ekki heimild til framkvæmda á einkalóð- um. Því var lagt til í íbúakosning- unni Hverfið mitt að kjósa frekar um stíginn milli húsanna númer 10 og 12, enda þarfnast hann endurgerðar og breikkunar, auk þess að vera á borgarlandi og í skipulagi. „Einnig hafði áhrif að þegar kosn- ingatillagan var í mótun var verið að hefja vinnu við hönnun á hjólastíg norðan megin við Skógarhlíð. Vegna þessa var staða stígsins milli nr. 14 og 16 óljós og því ekki talið forsvar- anlegt að leggja fjármagn í hann á þeim tíma,“ segir Jón Halldór Jón- asson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. „Það má vel gagn- rýna okkur fyrir að hafa ekki látið koma skýrar fram í kosningatillögu að verið væri að breyta frá upp- haflegri hugmynd. Nokkuð sem við drögum lærdóm af.“ Hjá Reykjavíkurborg er nú verið að undirbúa og hanna hjólastíginn við Skógarhlíð. Framkvæmdir við gerð hans verða boðnar út á næsta ári. Samhliða því verður kannað hvort og hvernig endurbæta má stíginn milli fjölbýlishúsanna við Eskihlíð, en það verkefni völdu búar og vilja í framkvæmd. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Göngustígur Tenging milli Eskihlíðar og Skógarhlíðar sem þarf að bæta. Breyttu áætlunum um stíg í Eskihlíðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.