Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
mdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“
rafgeymar olíurr
3
7 verslanir um land allt
Hafnargötu 52Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
r
„Ko
„Við þekkjum lífið, við erum lífs-
reyndar manneskjur. Við gefumst
ekki upp svo glettilega en það tekur
í,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir,
formaður Landssambands eldri
borgara, á upplýsingafundi almanna-
varna í gær. Sagði hún þessa bylgju
faraldursins ætla að verða hinum
eldri erfiðari en þær fyrri og vísaði
til hópsýkingarinnar á Landakoti.
Alls greindust 29 kórónuveirusmit
innanlands á þriðjudag. Af þeim voru
72,41% í sóttkví eða 21 en átta ein-
staklingar voru utan sóttkvíar eða
27,59%.
Tilkynnt í var gær að starfsmaður
á Foldabæ, sambýli fyrir konur með
heilabilun, hafi greinst með kórónu-
veiruna í síðustu viku. Í kjölfarið
voru allir íbúar í Foldabæ skimaðir
og reyndist ein kvennanna smituð.
Var hún flutt á Landspítalann. „Hún
hefur enn lítil einkenni og sömu sögu
er að segja af starfsmanninum sem
er í einangrun heima fyrir,“ segir á
vef Reykjavíkurborgar. Íbúar á
Foldabæ verða í sóttkví fram á
sunnudag þegar þeir og starfsmenn
fara í skimun á ný.
Þá var greint frá því að borgar-
stjórn hafi samþykkt samhljóða til-
lögu Sjálfstæðisflokksins um gerð
úttektar á stöðu geðheilbrigðismála
hjá Reykjavíkurborg vegna kórónu-
veirufaraldursins. Var tillagan sam-
þykkt að framlagðri sameiginlegri
breytingartillögu meirihlutaflokk-
anna og Sjálfstæðisflokks. Tillagan
gerir ráð fyrir að velferðarráði verði
falið að skoða leiðir til að ná betur ut-
an um stöðu geðheilbrigðismála í
Reykjavík vegna kórónuveirunnar.
hdm@mbl.is
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
4.989 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 3. nóvember:
183,5 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
Nýgengi, landamæri:
21,8 14 daga nýgengi
71 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af 3 á gjörgæslu
29 ný inn an lands smit greindust 3. nóvember
1.630
í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
1.851 einstaklingar eru í sóttkví
798 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum17 einstaklingar eru látnir
Eldri borgarar „gefast
ekki svo glettilega upp“
Þessi bylgja
faraldursins er
erfiðari en þær fyrri
Starfsmenn Orku náttúrunnar
vinna þessa dagana við að dreifa
fræslægju í bakkana við lón Elliða-
árstíflu sem tæmd var í síðustu
viku. Í slægjunni er gróður af ár-
bökkunum sem eru þarna í kring
og með þessari aðferð er ætlunin að
flýta fyrir að náttúrulegur gróður
festi rætur á því svæði sem þarna
var áður undir vatni. „Þetta er að-
ferð sem víða hefur verið notuð
með góðri reynslu, til dæmis á
starfssvæðum okkar, þar sem við
höfum þurft að endurheimta nátt-
úrulegan gróður. Þetta er til dæmis
nærri virkjunum eða mannvirkjum
sem þeim tengjast,“ segir Ólöf Snæ-
hólm Baldursdóttir, talsmaður
Orku náttúrunnar, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Elliðaárlón ofan stíflunnar við
Höfðabakkabrú var dæmt í síðustu
viku. Ekkert óvænt hefur komið
upp eftir það – og breyting þessi er
til frambúðar.
Setja nú
fræslægju í
tómt lónið
Morgunblaðið/Eggert
Breyta þurfti fyrirætlunum Reykja-
víkurborgar við endurgerð göngu-
stíga milli fjölbýlishúsa við Eskihlíð
sem tengja götuna við Skógarhlíð.
Upphaflega hugmyndin var að
endurgera stíginn á milli fjölbýlis-
húsanna sem eru númer 14 og 16. Sá
stígur liggur hins vegar inn á einka-
lóð þeirra húsa og borgin hefur ekki
heimild til framkvæmda á einkalóð-
um. Því var lagt til í íbúakosning-
unni Hverfið mitt að kjósa frekar um
stíginn milli húsanna númer 10 og
12, enda þarfnast hann endurgerðar
og breikkunar, auk þess að vera á
borgarlandi og í skipulagi.
„Einnig hafði áhrif að þegar kosn-
ingatillagan var í mótun var verið að
hefja vinnu við hönnun á hjólastíg
norðan megin við Skógarhlíð. Vegna
þessa var staða stígsins milli nr. 14
og 16 óljós og því ekki talið forsvar-
anlegt að leggja fjármagn í hann á
þeim tíma,“ segir Jón Halldór Jón-
asson, upplýsingafulltrúi hjá
Reykjavíkurborg. „Það má vel gagn-
rýna okkur fyrir að hafa ekki látið
koma skýrar fram í kosningatillögu
að verið væri að breyta frá upp-
haflegri hugmynd. Nokkuð sem við
drögum lærdóm af.“
Hjá Reykjavíkurborg er nú verið
að undirbúa og hanna hjólastíginn
við Skógarhlíð. Framkvæmdir við
gerð hans verða boðnar út á næsta
ári. Samhliða því verður kannað
hvort og hvernig endurbæta má
stíginn milli fjölbýlishúsanna við
Eskihlíð, en það verkefni völdu búar
og vilja í framkvæmd. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Göngustígur Tenging milli Eskihlíðar og Skógarhlíðar sem þarf að bæta.
Breyttu áætlunum
um stíg í Eskihlíðinni