Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma Franska kvikmyndagerðar-teymið Olivier Nakache ogÉric Toledano sló í gegnum víða veröld með gleði- gjafanum Ósnertanlegir (Intouch- ables, 2012) en hún er tekjuhæsta franska kvikmyndin fyrr og síðar. Frásagnir og persónur Nakaches og Toledanos eiga sér gjarnan raunveru- legar fyrirmyndir og má lýsa mynd- um þeirra sem aðgengilegum og upp- örvandi grínmyndum um samfélagsleg málefni. Í nýjustu kvik- mynd þeirra, Hinum einstöku, eru átakanlegar félagslegar aðstæður framreiddar á mestanpart gleðilegan máta, þó að myndin sé ekki beinlínis grínmynd. Hin einstöku fjallar um samtökin Raddir hinna réttlátu sem reka heim- ili í úthverfi Parísar fyrir börn og ung- linga með alvarlega einhverfu. Skjól- stæðingar samtakanna eru einstaklingar með alvarleg hegðunar- vandamál sem þurfa mikla aðstoð og liðveislu og kerfið ræður almennt ekki við. Starfsmenn heimilisins eru upp til hópa ófaglærðir og starfsferlar og vinnuaðstæður innan stofnunarinnar stangast á við opinbera staðla og vott- anir. Söguhetja myndarinnar er Bruno, forstöðumaður og stofnandi samtak- anna, sem er leikinn af einum helsta kvikmyndaleikara Frakklands, Vin- cent Cassel (m.a. þekktur fyrir hlut- verk sín í La Haine, Irréversible, Black Swan, Eastern Promises). Bruno er einkar viðkunnanlegur fýr sem vill allt gott gera fyrir sitt fólk, gjarnan á kostnað síns eigin einkalífs. Hann er raunar sýndur sem gegnheil hvunndagshetja – maður sem fórnar öllu til að gera heiminn betri – og myndin sér ekki til sólar fyrir honum. Reynt er að veita dýpri mynd af per- sónunni og slá um leið á létta strengi, með því að gefa kvennamálum hans gaum. Hann hefur þó engan tíma fyr- ir tilhugalíf og í samskiptum við hitt kynið er hann feiminn og klúðurs- legur og talar of mikið á Hugh Grant- legan máta. Morgun- og kvöld- stundum ver Bruno oftast með Jo- seph, sínum allra fyrsta skjólstæðingi, sem er nú útskrifaður. Joseph býr á heimili móður sinnar og er að reyna að fóta sig í heimi hinna fullorðnu. Hann er ráðinn til reynslu á þvotta- vélaverkstæði (hann elskar að ýta á takkana) fyrir tilstilli Brunos en á erf- itt með að taka neðanjarðarlestina þar sem neyðarhnappurinn reynist einkar freistandi og því skutlar Bruno hon- um til og frá vinnu. Neðan- jarðarlestarferðir Josephs eru end- urtekið stef og ein helsta uppspretta kátínu og misskilnings innan sög- unnar. Þessar senur þeirra á milli eru sterkasti og skemmtilegasti hluti myndarinnar. Sagan hverfist þó ekki einungis um Bruno heldur leitast hún einnig við að kynna aðrar persónur úr nærum- hverfi hans og fylgja þeim eftir í sam- skiptum við hverja aðra. Malik, helsti samstarfsfélagi Brunos, stýrir Lúg- unni, hjálparsamtökum sem ráða til sín unga nemendur úr minni- hlutahópum til að vinna með ein- hverfum börnum. Malik reynir að brýna fyrir hverfiskrökkunum að temja sér góða siði í námi og starfi. Einn þessara krakka er ungur svart- ur maður að nafni Dylan sem á erfitt með stundvísi og skap sitt en Malik og Bruno velja hann sem stuðningsfull- trúa fyrir Valentin. Valentin þarf að nota höfuðhjálm öllum stundum þar sem hann er ofbeldisfullur sjálfum sér og öðrum og ófær um munnleg sam- skipti. Í upphafi er Valentin vistaður á opinberri stofnun, en Bruno og fé- lagar eru að endingu beðnir um að taka hann að sér, þó svo að pláss á heimilinu sé af skornum skammti. Samfélagsleg skilaboð Lagt er upp með að gefa breiða mynd af lífi starfsmanna og einhverfu barnanna. Þó er ekki um einfalda mannlífsmynd að ræða heldur er heildin samsett til að koma samfélags- legum skilaboðum á framfæri. Boð- skapur og tilgangur verksins er ótví- ræður og með nokkuð augljósar birtingarmyndir innan frásagnar- innar. Þetta sést skýrast í viðtölum tveggja eftirlitsaðila frá hinu opinbera við persónur myndarinnar (móður Jo- seph, Malik, lækninn á spítalanum og að lokum eldræða Brunos sjálfs). Þetta frásagnartól virkar sem gjall- arhorn kvikmyndagerðarmanna til að tjá skoðanir sínar um stofnanabáknið og vanmátt þess gagnvart þessum málaflokki sem og aðdáun á Bruno og óhefðbundnum aðferðum hans. Þess- um atriðum er dreift jafnt yfir fram- gang sögunnar, ásamt mynd- fléttusenum (e. montage), þar sem hraðað er lítillega á framvindu og pí- anódrifin tónlist tekur yfir hljóðrásina til slá á hjartastrengi áhorfenda. Lítil frásagnarleg þróun á sér stað en und- ir lok framvindunnar týnist hinn al- varlega veiki Valentin á götum stór- borgarinnar og starfsliðið er ræst út í björgunarleiðangur. Þetta er nokkuð augljós og ódýr leið til að framkalla spennu þar sem lítil innistæða er fyrir því. Kvikmyndin Hin einstöku höfðar án nokkurs vafa til nokkuð breiðs hóps áhorfenda. Áhugafólk um leikn- ar frásagnarmyndir byggðar á sann- sögulegum atburðum fær hér eitthvað fyrir sinn snúð. Tæknilega er vel að henni staðið, einkum í atriðunum þar sem myndavélin skimar inn í hug- lægan heim hins einhverfa Valentin. Gagnrýnanda þykir persónurnar þó heldur grunnar til að bera uppi kvik- mynd sem býr yfir lítilli dramatískri spennu og höfundarnir eru of ein- beittir í að koma skilaboðum sínum á framfæri. Einnig er vöntun á bita- stæðu kvenhlutverki í kvikmynd sem fjallar um umönnunarstéttir. Hvunndagshetjusaga Grunnar Persónurnar í Hinum einstöku eru heldur grunnar til að bera uppi kvikmynd sem býr yfir lítilli dramatískri spennu og höfundarnir eru of ein- beittir í að koma skilaboðum sínum á framfæri, að mati gagnrýnanda. Bíó Paradís Hin einstöku/Hors normes bbmnn Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toled- ano. Handrit: Olivier Nakache, Éric To- ledano. Aðalleikarar: Vincent Cassel, Reda Kateb, Bryan Mialoundama, Benjamin Lesieur, Hélène Vincent. Frakkland, Belgía, 2019. Lengd: 114 mínútur. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Ný könnun hefur leitt í ljós að leik- konur yfir fimmtugu fá langoftast aukahlutverk í kvikmyndum en ekki aðalhlutverk og leika oftar en ekki úrillar konur. Könnunin var gerð í Bandaríkjunum af fyrirtæk- inu TENA í samstarfi við stofnun Geenu Davis um birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðlum. Könnunin nefnist á ensku The Ageless Test, þ.e. Aldurslausa könn- unin, og var markmiðið með hanni að komast að því hvort konur yfir fimmtugu væru sýndar í kvikmynd- um með öðrum hætti en þeim að vera bakgrunnur eða stuðningur við yngri persónur og sögur þeirra. Þau skilyrði voru sett að í það minnsta ein kona yfir fimmtugu væri meðal mikilvægra persóna og tengdist sögunni með þeim hætti að sagan hlyti mikinn skaða af því að hún væri ekki til staðar. Sýna varð þessa konu með mannúðlegum hætti og án þess að hún væri gerð að staðalímynd. Til skoðunar voru vinsælustu kvikmyndir Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Þýskalands árið 2019. Niðurstöðurnar þykja sláandi því engin kona yfir fimmtugu var í aðal- hlutverki í þessum kvikmyndum og aðeins tveir karlar yfir fimmtugu. Þær eldri konur sem finna mátti í myndunum þóttu staðalímyndir og klisjur, þrjóskar, óaðlaðandi, úrillar og smekklausar, að því er fram kemur í frétt á vef USA Today. Dav- is segir þetta óviðunandi og bendir á að 20% mannkyns séu yfir fimm- tugu en könnunin leiddi einnig í ljós að af persónum yfir fimmtugu í kvikmyndum eru aðeins 25% konur en 75% karlar. Afar fáar konur yfir fimmtugu Óviðunandi Geena Davis gagnrýnir hlut kvenna yfir fimmtugu í kvikmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.