Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Knattspyrnukonan Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir er einn uppáhaldsíþróttamaðurinn minn, ekki aðeins innan vallar heldur utan hans líka. Gunnhildur er grjóthörð á vellinum, hendir sér í tæklingar og er afar skemmtilegt að fylgj- ast með henni. Hún gefur aldrei tommu eftir. Þá er Gunnhildur mjög fjölhæf og getur spilað bæði á miðjunni og sem hægri bakvörður. Það má segja að hún sé svolítið vanmetin, en sóknar- menn landsliðsins stela oftast fyrirsögnunum á meðan hún vinnur erfiðisvinnuna þar fyrir aftan. Leikurinn gegn Svíþjóð í síðasta mánuði var 74. lands- leikur Gunnhildar og er ljóst að hún hefur lagt líf og sál í öll sín verkefni í landsliðstreyjunni. Gunnhildur, sem er samn- ingsbundin Utah Royals í banda- rísku atvinnumannadeildinni, var fljót að koma aftur til Ís- lands og semja við Val þegar hún sá að það var vænsti kost- urinn í stöðunni þegar kom að landsliðinu. Hjá Val gat hún áfram spilað og verið í leikformi og nýst landsliðinu betur á með- an bandaríska deildin fór í frí. Hún setti íslenska landsliðið í fyrsta sæti, sem er aðdáun- arvert. Hún kom ekki inn í íslensku deildina bara til að vera með, heldur var hún einn allra besti leikmaður Vals síðari hluta sum- ars, skoraði mörk og var algjör leiðtogi á miðjunni í liði sem er fullt af leiðtogum. Gunnhildur átti stórleik í 3:0-sigri Vals á HJK Helsinki í Meistaradeildinni í gær og sýndi enn og aftur að hún er ein besta knattspyrnukona landsins. Grjóthörð á vellinum en virkar síðan ljúf sem lamb utan hans. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Í HÖLLINNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísland fer afar vel af stað í undan- keppni EM karla í handknattleik en íslenska liðið vann sannfærandi 36:20-sigur á Litháen í Laugardals- höll í gærkvöld. Íslenska liðið var betra frá fyrstu mínútu og var sig- urinn aldrei í hættu. Íslenska liðið fór mjög vel af stað á báðum endum vallarins. Sóknir Íslands voru stuttar og hnitmiðaðar og enduðu oftar en ekki með góðum færum og mörkum. Hinum megin voru sóknir Litháa langar og þung- ar og varnarleikur íslenska liðsins í afar góðu lagi. Hákon Daði Styrmisson byrjaði í vinstra horninu og Eyjamaðurinn nýtti tækifærið gríðarlega vel og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Hvað eftir annað gaf Aron Pálm- arsson flottar sendingar á Hákon sem nýtti færin óaðfinnanlega. Há- kon hlýtur að gera tilkall til að vera í hópnum á HM í Egyptalandi í jan- úar eftir frammistöðu sem þessa. Eftir ójafnan fyrri hálfleik var staðan 19:10. Hákon Daði, Aron og Elvar Örn Jónsson léku gríðarlega vel í sókninni á meðan Ýmir Örn Gíslason var eins og veggur í vörn- inni. Björgvin Páll Gústavsson varði aðeins fjögur skot í fyrri hálf- leik, en það var fyrst og fremst vegna þess að hann fékk lítið að gera, með glæsilega vörn fyrir framan sig. Ísland hélt áfram að gefa í fram- an af í seinni hálfleik og var staðan 25:13 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Lokakaflinn fer seint í sögubækurnar, en bæði lið virtust slaka á í lokin, enda úrslitin löngu ráðin. Alls komust tólf leikmenn ís- lenska liðsins á blað í markaskorun í leiknum, sem er afar jákvætt. Fjögur lið eru í riðlinum í undan- keppninni en Ísland leikur í 4. riðli með Litháen, Portúgal og Ísrael. Portúgal vann öruggan sigur á Ísr- ael þegar þjóðirnar mættust í Portúgal í gærkvöld. Lokatölurnar urðu 31:22. Betri frá fyrstu mínútu  Lið Litháa vafðist ekki fyrir íslenska karlalandsliðinu í handknattleik í gær  Fjórtán marka stórsigur Íslands í fámennri Laugardalshöllinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markahæstur Hákon Daði Styrmisson fékk tækifæri í vinstra horninu. Hér svífur hann vel inn úr horninu í Laugardalshöllinni í gær. Manchester United tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið heim- sótti Istanbul Basaksehir í Meist- aradeild Evrópu í knattspyrnu á Faith Terim-vellinum í Istanbúl í Tyrklandi í gær. Demba Ba og Edin Visca skoruðu mörk Tyrkjanna í fyrri hálfleik áð- ur en Anthony Martial minnkaði muninn fyrir Manchester United og lokatölur því 2:1 í Istanbúl. Það hefur verið pressa á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnu- stjóra United, í upphafi tímabilsins en United hefur ekki þótt sannfær- andi í fyrstu leikjum leiktíðarinnar. „Fyrsta markið sem við fáum á okkur kemur eftir hornspyrnu sem við fáum,“ sagði Solskjær í samtali við BT Sport eftir leikinn. „Við gleymum að dekka þeirra fremsta mann sem er ófyrirgefan- legt,“ bætti norski stjórinn við en þrátt fyrir tap gærdagsins er Unit- ed í góðri stöðu með 6 stig í H-riðli keppninnar. bjarnih@mbl.is Ófyrirgefanleg mistök hjá United í Meistaradeildinni AFP Ósáttur Ole Gunnar Solskjær var ómyrkur í máli eftir tap gærdagsins. Laugardalshöll, undankeppni EM karla, miðvikudaginn 4. nóvember 2020. Gangur leiksins: 3:1, 6:3, 10:4, 12:7, 16:9, 19:10, 23:11, 25:13, 27:15, 29:16, 33:18, 36:20. Mörk Ísland: Hákon Daði Styrmis- son 8, Arnór Þór Gunnarsson 5/2, Elvar Örn Jónsson 5, Viggó Krist- jánsson 4, Aron Pálmarsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Janus Daði Smárason 2, Ýmir Örn Gíslason 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Gísli Þor- geir Kristjánsson 1, Orri Freyr Þor- Ísland – Litháen 36:20 kelsson 1, Magnús Óli Magnússon 1. Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 11, Björgvin Páll Gústavsson 4. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Litháen: Lukas Simenas 5, Aidenas Malasinkas 5/4, Mindaugas Dumicius 3, Mykolas Lapiniauskas 3, Gabrielius Zanas Virbauskas 2, Skirmantas Pleta 1, Valdas Drabavi- cius 1. Varin skot: Edmundas Peleda 4, Vi- lius Rasimas 2. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: Engir. Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, er ekki með í pípunum að breyta fyrir- komulagi EM karla næsta sum- ar, en mótið verð- ur spilað í tólf mismunandi borgum. Átti það upprunalega að fara fram síðasta sumar, en var frestað um eitt ár vegna kórónuveir- unnar og áhrifa hennar. Franska dagblaðið Le Parisien greindi frá því á dögunum að sam- bandið væri að íhuga að færa allt mótið til Rússlands vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu, en sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að stefnan væri enn sett á að leika í borgunum tólf. „UEFA stefnir að því að halda EM með sama fyrirkomulagi og í sömu borgum og tilkynnt var fyrr á árinu. Við erum í samvinnu við alla gestgjafana í undirbúningi. Við ein- beitum okkur að því að undirbúa mót í tólf borgum og með stuðnings- mönnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á loka- mótinu í Búdapest 12. nóvember næstkomandi. johanningi@mbl.is Óbreyttar áætlanir hjá UEFA A. Ceferin, forseti UEFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.