Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ekki lá fyrir í gærmorgun hvort Joe
Biden, forsetaframbjóðandi demó-
krata, eða Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hefði unnið kosningarn-
ar þar í landi, þar sem hvorugur
frambjóðandinn hafði náð að tryggja
sér stuðning 270 kjörmanna af 538.
Telja þurfti áfram atkvæði í sex
lykilríkjum í gærdag og var ekki vit-
að hvenær niðurstaða myndi liggja
fyrir í þeim öllum.
Það varð ljóst snemma á kosn-
inganóttinni í hvað stefndi, þar sem
gríðarmikil kjörsókn á sjálfan kjör-
daginn reyndist vera akkur fyrir
repúblikana. Ein fyrsta vísbendingin
var í Flórída-ríki, þar sem Banda-
ríkjamenn af kúbönskum uppruna
flykktust á kjörstað og færðu Trump
öruggan sigur í ríkinu. Virtist raunar
af fyrstu tölum sem Biden hefði for-
ystu, en þegar fleiri atkvæði voru
talin náði Trump að síga fram úr.
Sama saga endurtók sig í nokkr-
um öðrum ríkjum sem demókratar
höfðu eygt sigurvonir í, líkt og Norð-
ur-Karólínu og Ohio. Þá náðu repú-
blikanar að byggja upp mikla forystu
fyrir Trump í hinu mikilvæga Penn-
sylvaníu-ríki, en ljóst þótti að Biden
ætti þar heilmikið inni þegar utan-
kjörfundaratkvæði væru talin. Þar
munaði um það bil 600.000 atkvæð-
um á frambjóðendunum, en enn átti
eftir að telja um eina og hálfa milljón
atkvæða.
Þá var niðurstaðan í Georgíu einn-
ig óljós, þar sem litlu munaði á
Trump og Biden, en enn átti eftir að
fara yfir atkvæði í stórborginni Atl-
anta. Trump þótti þó líklegri til þess
að hafa betur þar.
Sakaði demókrata um svindl
Trump ávarpaði stuðningsmenn
sína seint á kosninganótt og lýsti þar
yfir sigri sínum, þrátt fyrir að staðan
væri enn óljós, og enn ætti eftir að
telja milljónir löglega greiddra at-
kvæða. Kallaði forsetinn eftir því að
talningu atkvæða yrði hætt og sak-
aði hann demókrata um að reyna að
„stela“ sigrinum og hét því að farið
yrði með málið til Hæstaréttar.
Talsmaður Bidens sagði yfirlýs-
ingu Trumps vera „svívirðilega“ og
að forsetinn væri að reyna að taka
kosningarétt Bandaríkjamanna af
þeim. Hét framboð Bidens því að
lögfræðingar þess væru tilbúnir að
verjast öllum tilraunum til þess að
stöðva talninguna.
Eftir því sem leið á talningu at-
kvæða í gær vænkaðist hagur Bi-
dens, og náði hann til að mynda
naumri forystu í Michigan eftir að
utankjörfundaratkvæði í Detroit
voru talin.
Nær öruggt var svo talið að Ari-
zona, sem venjulega hefur stutt
repúblikana, myndi kjósa Biden, en
demókratinn og geimfarinn Mark
Kelly hafði einnig betur í kapphlaup-
inu þar um öldungadeildarþingsæti.
Vonbrigði fyrir demókrata
Engu að síður þótti kosninganótt-
in mikil vonbrigði fyrir demókrata,
en þeir höfðu eygt vonir um að ná
undir sig báðum deildum Banda-
ríkjaþings, en flesti benti til að repú-
blikanar myndu halda meirihluta
sínum í öldungadeildinni, en að vísu
naumlega.
Mitch McConnell, leiðtogi repú-
blikana í öldungadeildinni, sagði hins
vegar á blaðamannafundi sínum í
gær, að þó að repúblikanar hefðu
staðið sig framar vonum væri ljóst að
flokkurinn þyrfti að standa sig betur
í að sækja stuðning til úthverfa,
kvenna og háskólamenntaðra.
Enn talið í nokkrum ríkjum
Hvorki Joe Biden né Donald Trump náðu að tryggja sér tilskilinn meirihluta kjörmanna á kosninga-
nóttinni Trump krafðist þess að atkvæðagreiðsla yrði stöðvuð Biden náði forystunni í Michigan
Fjöldi kjörmanna sem hvor frambjóðandi hefur tryggt sér
Kjörmenn demókrata / Joe Biden Kjörmenn repúblikana / Donald Trump
Heimild: New York Times kl. 18 að íslenskum tíma
9
11
6
55 9
29
16
4
20 11
6
6 8
8
4
16
10
6
10
3
56
4
5
29
15
3
18
7
7
20
9
3
11
38
6
3
13
12
5
10
3
2
1
1
2
1 11
11MA
14NJ
4RI
3DE
7CT
10MD
3DC
WA
OR
NV
CA
AZ
3AK
4HI
UT
ID
MT
WY
CO
NM
ND
SD
NE
KS
OK
TX
MN
IA
WI
IL
MI
IN
KY
WV VA
NC
SC
GAMS
AR
MO
LA
FL
AL
TN
OH
PA
NY
VT
ME
NH
227 43 54 214
Örugg ríki fyrir Biden Hallast
að Biden
Hallast að Trump Örugg ríki fyrir Trump
270 kjörmenn þarf til að ná kosningu
Ríki Biden Trump Talið Kjörmenn
Alaska 34,7% 61,4% 36% 3
Arizona 51,0% 47,6% 86% 11
Nevada 49,3% 48,7% 86% 6
Wisconsin 49,4% 48,8% 99% 10
Ríki Biden Trump Talið Kjörmenn
Michigan 49,6% 48,7% 94% 16
Pennsylvanía 45,3% 53,4% 80% 20
Norður-Karólína 48,7% 50,1% 95% 15
Georgía 48,5% 50,3% 93% 16
Hópur sjálfboðaliða hefur undan-
farið unnið hörðum höndum að því að
taka til í kirkju St. Thomas í borginni
Mosúl í Írak. Hefur kirkjan staðið
yfirgefin og í niðurníðslu allt frá því
að vígamenn Ríkis íslams réðust inn
í hana árið 2014. Með því að koma
kirkjunni í fyrra horf er vonast til
þess að kristnir snúi aftur til Mosúl.
„Með þessu erum við að senda
skilaboðin „komið aftur, Mosúl er
ekki heil án ykkar“,“ hefur frétta-
veita Reuters eftir sjálfboðaliðanum
Mohammed Essam, en þegar frétta-
menn komu við í kirkjunni var hann
önnum kafinn við að fjarlægja brak
og óhreinindi af kirkjugólfinu.
Enn má finna augljós ummerki
vígamanna Ríkis íslams inni í kirkj-
unni. Fyrir utan drasl og almennan
sóðaskap má finna orðin „land kalífa-
dæmisins“ máluð á arabísku á einn
af veggjum guðshússins.
Byrjaði að fækka árið 2003
Áður en Saddam Hussein var
hrakinn frá völdum árið 2003 bjuggu
um 45 þúsund kristnir í Mosúl. Þeim
tók strax að fækka við brotthvarf
Saddams og hurfu alveg þegar Ríki
íslams tók völdin í borginni.
„Við viljum breyta því viðhorfi
sem fólk á þessu svæði og víðar hefur
til Mosúl. Á sama tíma viljum við
senda þau skilaboð að kristnir eigi
heima hér. Og að þeir eigi sér ríka
sögu hér,“ sagði Essam enn fremur.
Sem stendur hafa einungis um 50
kristnar fjölskyldur snúið aftur til
Mosúl. Einhverjir kristnir ferðast þó
til borgarinnar daglega til að stunda
þar atvinnu eða nám. Séra Raed
Adel, prestur í Mosúl, segist binda
miklar vonir við unga fólkið, það
muni snúa aftur fyrr en seinna.
Vilja fá kristna
aftur til Mosúl
Sjálfboðaliðar taka nú til í kirkju
AFP
Friður Ungur maður fylgist með
boltaleik í borginni Mosúl.
Snjallari lausnir í
greiðslumiðlun á
Íslandi
Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér
upp á snjallari greiðslumiðlun.
Við bjóðum upp á fjölmargar
greiðsluleiðir og virðisaukandi
þjónustur sem henta þínum
rekstri. Við setjum þjónustu
við söluaðila í fyrsta sæti.
Vertu í sambandi
558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is
Einfaldari
Snjallari
Betri
Leyfðu okkur að
þjónusta þig.