Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 60
Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Kvennalið Vals í knattspyrnu lék sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega mánuð þegar liðið fékk HJK frá Helsinki í heimsókn í 1. umferð Meistaradeildarinnar á Origo- völlinn á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með þægilegum 3:0-sigri Vals sem var kominn þremur mörkum yfir eftir 35. mín- útna leik. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elín Meta Jensen og Mist Edv- ardsdóttir skoruðu mörk Vals- kvenna í leiknum en yfirburðir ís- lenska liðsins voru miklir. Valskonur settu mikla pressu á finnska liðið strax á fyrstu mínútu leiksins og þrátt fyrir mikinn mót- vind og mismikla hæfileika í öft- ustu víglínu voru Finnarnir stað- ráðnir í að spila boltanum frá marki. Valskonur unnu boltann trekk í trekk, djúpt á vallarhelmingi finnska liðsins, og þær voru í raun smá klaufar að nýta sér ekki betur yfirburði sína í fyrri hálfleik. Það var ekki sama ákefð í Vals- liðinu í síðari háfleik enda algjör óþarfi þar sem leikurinn var svo gott sem búinn. Íslenska liðið spilaði síðast keppnisleik hinn 3. október síðast- liðinn þegar Breiðablik kom í heim- sókn í toppslag úrvalsdeildar kvenna, Pepsi Max-deildarinnar. Óhefðbundinn undirbúningur Sjö leikmenn Vals voru í íslenska landsliðshópnum sem tapaði 2:0 fyrir Svíþjóð í Gautaborg hinn 27. október síðastliðinn í undankeppni EM. Fimm þeirra voru í byrjunar- liðinu en þær þurftu allar að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar við komuna til Íslands 28. október. Valsliðið náði því aðeins tveimur æfingum saman, sem lið, fyrir leik- inn gegn HJK og þjálfarateymi Valsara á hrós skilið fyrir að undir- búa liðið eins og best verður á kos- ið í fáránlegum aðstæðum. Þegar allt kemur til alls var Valsliðið að mæta mun lakari and- stæðingum sem fá ekki háa ein- kunn hjá undirrituðum og því alveg hægt að segja að um ákveðinn skyldusigur hafi verið að ræða. Valur verður í pottinum þegar dregið verður í 2. umferð Meist- aradeildarinnar á morgun í höf- uðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Leikirnir í 2. umferðinni fara fram 18. og 19. nóvember en líkt og í 1. umferðinni verður aðeins einn leikur. Eftir aðra umferðina taka svo við 32-liða úrslitin en dregið verður í þau hinn 24. nóvember. Í 32-liða úrslitum keppninnar verður leikið heima og heiman, sem sagt tvö ein- vígi, 8. og 9. desember og 15. og 16. desember. 18. desember verður svo dregið í 16-liða úrslit keppninnar en þeir leikir fara fram í mars, líkt og átta liða úrslitin. Undanúrslitin fara svo fram í apríl og maí og úrslitaleikur Meist- aradeildarinnar fer fram 16. maí 2021 á Ullevi-leikvanginum í Gauta- borg. Gaman að fá heimaleik „Við erum fyrst og fremst ánægðar með að vera komnar áfram í næstu umferð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, bakvörður Vals, í samtali við Morgunblaðið eftir leik gærdagsins. „Það er alltaf jákvætt að halda markinu hreinu og skora þrjú mörk þannig að við erum sáttar með þennnan sigur. Mér er alveg saman hvaða and- stæðing við fáum í næstu umferð en það væri gaman að fá heimaleik. Að lokum vil ég bara koma því á framfæri að „We are Icelandic, we are not Finnish!““ bætti Elísa við en það má þýða sem við erum ís- lenskar, við erum ekki búnar, eða finnskar. Evrópusigur á skrítnum tímum  Valskonur eru komnar áfram í 2. umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu  Pressuðu gestina frá Finnlandi stíft og gengu frá leiknum á rúmlega hálftíma Morgunblaðið/Eggert Bakvörður Valsarinn Elísa Viðarsdóttir geysist upp hægri kantinn á Hlíðarenda í gær og býr sig undir að senda boltann fyrir markið á liðsfélaga sína. VALUR – HJK 3:0 1:0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 8. 2:0 Elín Metta Jensen 19. 3:0 Mist Edvardsdóttir (víti) 36. Valur: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Bergdís Fanney Einarsdóttir 90). Miðja: Mál- fríður Anna Eiríksdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir , Mist Edvardsdóttir (Karen Guðmundsdóttir 90). Sókn: Hlín Eiríksdóttir (Diljá Ýr Zomers 90), Elín Metta Jensen (Ásdís Karen Hall- dórsdóttir 75), Dóra María Lárusdóttir (Ída Marín Hermannsdóttir 83). M Sandra Sigurðardóttir Elísa Viðarsdóttir Arna Eiríksdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Mist Edvardsdóttir Hlín Eiríksdóttir Elín Metta Jensen Dómari: Maika Vanderstichel, Frakk- landi Áhorfendur: Engir. 60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020  Meistaradeild Evrópu kvenna 1. umferð: Valur – HJK.............................................. 3:0  Valur er kominn áfram í 2. umferð keppninnar. PAOK – Benfica....................................... 1:3  Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben- fica og skoraði. Vålerenga – KÍ Klaksvík ........................ 7:0  Ingibjörg Sigurðardóttir var á vara- mannabekk Vålerenga. Meistaradeild Evrópu F-RIÐILL: Zenit – Lazio ............................................. 1:1 H-RIÐILL: Basaksehir – Man Utd............................. 2:1  Önnur úrslit í keppninni er að finna á mbl.is. Kasakstan Taraz – Astana......................................... 1:0  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Astana. Danmörk Bikarkeppnin: Avarta – FC Köbenhavn ......................... 1:2  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi Köbenhavn. Noregur Odd – Viking ............................................ 3:0  Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Viking og Samúel Kári Friðjónsson fyrstu 67 mínúturnar. Staðan: Bodø/Glimt 23 20 2 1 76:27 62 Molde 23 15 1 7 57:28 46 Rosenborg 23 13 6 4 43:22 45 Odd 23 13 3 7 44:33 42 Vålerenga 23 12 6 5 39:28 42 Kristiansund 23 9 9 5 44:33 36 Stabæk 23 7 9 7 31:34 30 Viking 23 8 6 9 39:43 30 Sarpsborg 23 8 4 11 27:30 28 Haugesund 23 8 4 11 27:37 28 Sandefjord 23 8 3 12 25:37 27 Brann 23 6 7 10 29:39 25 Strømsgodset 23 5 9 9 30:42 24 Start 23 4 7 12 25:42 19 Mjøndalen 23 5 2 16 18:41 17 Aalesund 23 2 4 17 26:64 10 B-deild: Sogndal – Lilleström............................... 0:1  Tryggvi Hrafn Haraldsson lék fyrstu 61 mínútuna en Arnór Smárason og Björn Bergmann Sigurðarson voru ekki í leik- mannahópi Lilleström. Tromsö – Kongsvinger ........................... 1:0  Adam Örn Arnarson var ekki í leik- mannahópi Tromsö. Tveir íslenskir leikmenn komust áfram í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær fyrir utan Valskonurnar. Cloé Lacasse, sem er íslenskur ríkisborgari, lék allan leikinn með portúgalska liðinu Benfica og skor- aði annað mark liðsins í 3:1-útisigri á gríska liðinu PAOK. Landsliðskonan Ingibjörg Sig- urðardóttir er einnig komin áfram með norska liðinu Vålerenga. Ingi- björg sat á varamannabekknum þegar Vålerenga skellti KÍ Klaks- vík frá Færeyjum 7:0. Tvær til viðbótar komust áfram Ljósmynd/Sigfús Gunnar Skoraði Cloé Lacasse hefur síðasta árið leikið með Benfica í Portúgal. Eyjamaðurinn Erlingur Rich- ardsson byrjaði vel í undankeppni EM karla í handknattleik í gær. Stýrði hann Hollendingum til sig- urs gegn Tyrkjum í Hollandi. Unnu Hollendingar eins marks sigur, 27:26, og tylla sér þar með í topp- sætið í 5. riðli. Í riðlinum leika einn- ig Slóvenar og Pólverjar. Fyrir- fram er búist við því að Slóvenar séu með sterkasta liðið. Undir stjórn Erlings komst Hol- land í lokakeppni EM sem fram fór í byrjun árs. Var það í fyrsta skipti sem karlaliðið nær slíkum árangri. Sigur hjá Erlingi gegn Tyrklandi Ljósmynd/Sigfús Gunnar Holland Erlingur Richardsson fer vel af stað í undankeppni EM. Undankeppni EM karla 4. RIÐILL: Ísland – Litháen ................................... 36:20 Portúgal – Ísrael................................... 31:22 Staðan: Ísland 2 stig, Portúgal 2, Ísrael 0, Litháen 0. 2. RIÐILL: Austurríki – Eistland ........................... 31:28 5. RIÐILL: Holland – Tyrkland .............................. 27:26  Erlingur Richardsson er landsliðsþjálf- ari Hollands. 7. RIÐILL: N-Makedónía – Finnland .................... 33:24 8. RIÐILL: Svartfjallaland – Kósóvó...................... 32:25  Mörgum leikjum í keppninni var frestað vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hef- ur í álfunni. Voru þetta fyrstu leikirnir í undankeppninni fyrir lokakeppnina 2022. Danmörk Aarhus United –Holsterbro ............... 18:26  Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk fyrir Aarhus Utd og gaf 3 stoðsendingar.   Ásgerður Stef- anía Baldurs- dóttir var ekki í leikmannahóp Vals á Hlíð- arenda í gær. Ás- gerður tjáði mbl.is að hún bæri barn undir belti. Ásgerður, sem er 33 ára gömul, er á meðal reyndustu leikmanna efstu deildar kvenna frá upphafi en hún á að baki 251 leik í efstu deild. Þá eru tveir leikmenn Vals í barn- eignarfríi en Fanndís Friðriksdóttir á von á sínu fyrsta barni eins og fram hefur komið. Valur á alla vega einn leik eftir á keppnistímabilinu, í 2. umferð Meistaradeildarinnar. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Ásgerður ekki meira með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.