Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 ✝ RandverGunnar Kar- lesson fæddist í Ysta-Gerði í Eyja- fjarðarsveit 22. janúar 1932. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri föstudaginn 23. október 2020. Randver var sonur hjónanna Karlesar Bjarna- sonar og Ingibjargar Svein- björnsdóttur. Bróðir hans var Arnbjörn. Randver var giftur Fjólu Egedíu Hjaltalín, f. 7.7. 1931, d. 30.3. 1990. Börn þeirra eru: 1) Elísabet Ingibjörg, f. 1954, gift Ólafi Steinars Stein- arssyni, börn þeirra: Randver Gunnar, sonur hans Daníel Karles. Jón Steinar, giftur Höllu Björnsdóttir og börn þeirra eru Ólafur Steinars og Randver Gunnar ólst upp í Hlíðarhaga hjá hjónunum Randveri Bjarnasyni og Guð- rúnu Bjarnadóttir til sautján aldurs. Þá fór hann á Krist- neshæli og eyddi þar fjórum árum. Þar kynntust hann konu sinni Fjólu Egedíu Hjaltalín. Þau hófu strax búskap á Ak- ureyri þegar þau fluttu þang- að árið 1953. Randver vann lengst af hjá Akureyrarbæ. Hann var skákmaður mikill og tók þátt í mörgum mótum fyrir Skákfélagið og UMSE. Randver hafði einnig mikinn áhuga á bridge og spilaði mik- ið í Bridgefélagi Hlíðarbæjar. Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 5. nóv- ember 2020, klukkan 13.30. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfn- inni verður steymt á Face- book-síðunni Jarðarfarir í Ak- ureyrarkirkju – Beinar útsendingar: https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Patrick Steinars. Karles Örn, giftur Hildi Þóru Magn- úsdóttur, barn þeirra er Sara Egedía. 2) Karles, f. 1956, giftur Kristbjörgu Egils- dóttur, barn Kar- lesar er Jakob Gunnar. 3) Inga, f. 1963, gift Sævari Má Björnssyni. Börn þeirra eru Fjóla Sif Óm- arsdóttir, hennar synir eru Ómar Freyr og Sævar Orri. Kolbrún Egedía, gift Marinó Hólm Ingvarssyni, synir þeirra eru Björn Ingvar og Brynjar Hólm. Elísabet Ingi- björg. 4) Arnbjörn, f. 1965, giftur Þorgerði Bjarnadóttur, börn þeirra eru Kristín Fjóla, maki Charles Patrick Fox, og Bjarni Gunnar, maki Andrea Ýr. Elsku pabbi. Það er svo dýrmætt að hugsa til okkar tíma saman. Þegar við fórum í allar sumarbústaðar- ferðirnar og útilegurnar hér áð- ur. Það voru margar og skemmtilegar ferðir. Alltaf tók- um við spilin með og skruppum í ferðalag eins og við sögðum oft því margir tímar fóru í að spila. Spiluðum við ýmiss konar spil eins og kana og útvegsspil- ið. Einnig spiluðum við spurn- ingaspil og þá slógust allir um að vera með þér í liði enda haf- sjór af fróðleik. Það höfðu allir svo gaman af því að hlusta á þig, þú varst svo mikill sögumaður, öll eyru spenntust upp þegar þú sagðir: „Þá datt mér í hug“ og svo kom vísa á eftir. Þú kunnir sko mikið af þeim og þær voru allavega. Þér var allt til listanna lagt. Þú passaðir vel upp á að við færum ferðir í bústað og ættum tíma saman. Alltaf þegar kom bæklingur frá verkalýðsfélag- inu greipstu Óla á eintal og spurðir hvenær hann væri í fríi og hvert þið ættuð að fara. Gott er að hugsa til stund- anna okkar í Norðurgötu þegar við kíktum með kaffibrauð eða þegar við fórum búðarferð á fimmtudögum og þú varst alltaf búinn að elda verkamannasteik sem var svo góð. Það sem þú varst duglegur að prjóna á okkur og allt þitt fólk, bæði sokka og fingravett- linga. Allir voru svo glaðir að fá afasokka. Veislurnar sem þú bauðst okkur í á áramótunum í Norð- urgötu voru stórkostlegar, öll fjölskyldan saman komin og skemmti sér vel. Í seinni tíð komstu til okkar á jóladag og eyddir hjá okkur heilli viku. Það var dásamlegt og var spilað út í eitt. Elsku pabbi, takk fyrir frá- bæran tíma og góðar stundir. Þín er sárt saknað. Elísabet og Ólafur. Elsku pabbi. Það var ótrú- lega sárt að kveðja þig en ég mun alltaf minnast þín með ást, hlýju og virðingu. Þú varst ekki bara pabbi minn heldur líka besti vinur minn, þú kenndir mér svo margt og ég ætla að taka mér þig til fyrirmyndar. Þú varst jákvæður, hlýr, auð- mjúkur og talaðir aldrei illa um fólk. Þú kvartaðir aldrei þótt líf- ið hafi sannarlega ekki alltaf verið þér auðvelt. Mín fyrsta minning er þegar þú lást á hælinu og ég heimsótti þig og skreið alltaf upp í rúm hjá þér. Mamma sagði mér að þegar ég var lítil hefði ég ekki borðað af mínum diski heldur átt horn á diskinum þínum og setið í fanginu á þér og við borðað saman. Ég var og er alltaf pab- bastelpan þín. Eftir að mamma lést fyrir 30 árum flutti ég til þín með Fjólu mína í fjögur ár. Það var góður tími og þú hjálpaðir mér mikið, passaðir á kvöldin á meðan ég var að vinna. Við brölluðum ýmislegt og urðum góðir vinir. Allir mínir vinir voru velkomnir inn á heimilið. Eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu fórum við að ferðast mikið, við fórum í útilegur og sumarbústaði og alltaf varst þú til í að koma með. Þetta voru dásamlegar ferðir og fallegar og góðar minningar. Það eru ekki nema sjö mánuðir frá okkar síðustu ferð, þú þá 88 ára. Við sátum klukkutímunum saman og spiluðum kana og Ís- landsspilið. Þú með þinni hóg- værð sagðist ekkert kunna í svona spilum og við slógumst um að vera með þér í liði því þú vannst alltaf. Í seinni tíð eru mínar bestu minningar þegar ég laumaðist til þín á föstudagskvöldum að horfa á Útsvar. Þetta voru okk- ar kvöld, við völdum lið til að halda með og veðjuðum á úrslit og það var fært til bókar og skráð niður hver vann oftar. Við horfðum á alla landsleiki saman og fengum okkur einn kaldan og þegar við horfðum á íslensku fótboltastrákana okkar varst þú stoltur af Birki frænda eins og við kölluðum hann og hann var alltaf besti maður liðs- ins. Eitt sinn skoraði hann og þú stóðst upp og náðir í bjór og sagðir: „Nú skálum við fyrir frænda!“ Ein hefðin okkar voru litlu jólin. Í 30 ár bauðstu mér í mat og eftir á voru skrifuð jólakort. Fyrstu 20 árin var Særún heit- in skrifarinn, svo gegndi Fjóla þessu ábyrgðarstarfi. Þessi kvöld voru hin mesta skemmt- un og þú veittir vel af víni. Nú síðustu ár hef ég heim- sótt þig flesta daga. Við drukk- um saman síðdegiskaffi og oft þegar ég kom sastu í stólnum þínum og prjónaðir sokka fyrir okkur. Þá lagðist ég til fóta í rúminu þínu og fékk mér smá kríu yfir alþingisumræðum, þú hafðir svo góða nærveru. Þú varst svo jákvæður og nægjusamur. Þú sagðir oft: „Ef ég hefði ekki fengið berkla hefði ég ekki kynnst mömmu ykkar.“ Ég vil trúa því að þið dansið nú saman í sumarland- inu og allir þínir verkir og þreyta séu liðin tíð. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir hvað ég fékk að hafa þig lengi hjá okkur og þú hafðir þokkalega heilsu mestallan tím- an. Ég er líka fegin að endalok- in þín voru friðsæl og ég gat kvatt þig og haldið í hönd þína til enda. Elsku pabbi, minn besti vin- ur og félagi, ég mun sakna þín endalaust. Takk fyrir allt sam- an og hvíldu í friði. Við sjáumst svo aftur þegar minn tími kem- ur. Þín dóttir, Inga. Elsku afi. Takk fyrir allar samverustundirnar, bústaðar- ferðirnar, spilastundirnar, fróð- leikinn, vísurnar og viskuna sem fylgdi þér og viskustafnum þínum. Og ekki má gleyma ull- arsokkunum. Við elskum afa- sokka. Elsku besti afi okkar, far þú í friði í draumaheim. Í minningum lifa þínir sokkar ást og kærleikur fylgir þeim. Við kveðjum þig með sökn- uði. Randver, Steinar, Karles og fjölskyldur. Randver Gunnar Karlesson ✝ Eygló Olsenfæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1932. Hún lést á Landspítalanum 7. október 2020. Foreldrar hennar voru Gíslína Sig- urðardóttir, f. 7. september 1908, d. 13. mars 1998, og Ottó Sverdstrup Olsen, f. 8. desem- ber 1901, d. 20. ágúst 1965. Systkini Eyglóar eru: Agnes Steffensen, f. 2. apríl 1936, maki Björn Steffensen, f. 21. mars 1937; og Óli Pétur Olsen, f. 16. júlí 1943, maki Sherry Gale Olsen, f. 5. nóvember 1948. Eygló giftist Guðmundi Sigurjónssyni 4. júlí 1964. Guð- mundur fæddist í Reykjavík 10. desember 1928 og lést 18. jan- úar 2011. Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Árna Ólafs- sonar, f. 29. október 1884, d. 15. apríl 1954, og Guðlaugar Gísladóttur, f. 26. september 1892, d. 5. nóvember 1951. Börn Eyglóar og Guðmundar eru: 1) Valgerður Anna Guð- mundsdóttir, f. 23. apríl 1964, maki Steinþór Óskarsson, f. 2. apríl 1952. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 27. maí 1985, maki Guðrún Anna Lúðvíks- dóttir, f. 8. júní 1989. Börn þeirra eru Aron Leo, f. 27. maí 2009, og Alex Leví, f. 20. sept- ember 2010. b) Unnur Ósk, f. 10. september 1990, maki Bjarki Már El- ísson, f. 16. maí 1990. Barn þeirra er Valgerður Elsa, f. 21. apríl 2015. 2) Marta Elísabet Guðmundsdóttir, f. 13. apríl 1967, maki Þórður Vil- berg Oddsson, f. 20. febrúar 1966. Börn þeirra eru: a) Anna Katrín, f. 25. október 1993. b) Oddur, f. 27. október 1998. Fyrir átti Eygló tvö börn: 3) Jarþrúður Halls- son, f. 11. janúar 1951. Börn hennar eru: a) Björn Agnar Hallsson, f. 20. janúar 1979. Hans börn eru Kai, f. 1. ágúst 2010, og Brynja, f. 18. apríl 2012. b) Hallur Andri Hallsson, f. 17. apríl 1981, maki Amalia Hallsson, f. 22. janúar 1982. Barn þeirra er Stella Lína, f. 27. mars 2016. c) Eiríkur Ró- bert Hallsson, f. 8. desember 1986, maki Eric Sutton f. 15. desember 1973. 4) Gróa S.Æ. Sigurbjörnsdóttir, f. 7. janúar 1955, maki Alexander Polson f. 1. ágúst 1950. Börn Gróu eru: a) Jakobína L.Æ. Jónsdóttir, f. 19. mars 1974, sambýlismaður Þorsteinn Þorbjörnsson, f. 8. mars 1961. Börn þeirra eru Bjartmar, f. 30. ágúst 2003, og Dagur, f. 28. september 2005. b) Þórður Kristinn Jónsson, f. 14. febrúar 1979. Eygló starfaði lengst af við verslunar- og þjónustustörf. Útförin fór fram í kyrrþey. Látin er amma mín, Eygló Olsen. Það er þungbært að þurfa að kveðja hana svo skyndilega en ég hugga mig við að hún hafi ekki þurft að heyja langa og sára baráttu við elli. Hún fór líkt og hún kom gjarn- an, með ró og spekt, enda hæg- lát og hógvær kona. Þannig minnist ég hennar. Það getur verið sárt, en samt gott, að finna til sorgarinnar. Þá finnur maður svo sterkt fyr- ir tilvistinni og lífinu sjálfu; fyr- ir þeirri væntumþykju sem býr í brjósti manns og því þakklæti sem maður ber í garð annarra. Á sorgarstundu styrkir mað- ur böndin við þá sem standa manni næst. Í mínu tilfelli, þökk sé ömmu Eygló, er það þétt og sterkt net móðurfjöl- skyldu minnar. Af því sköpun- arverki sínu var amma stoltust. Amma var alíslensk alþýðu- kona sem unni landi sínu og þjóð. Hún ferðaðist mikið og þekkti nöfn allra fjalla, dala, skóga, áa og bæja. Hún var eins og uppflettirit sem maður gat gluggað í ef maður var ekki kunnugur stað- háttum. Og þó að með aldrinum hafi mörgu verið farið að hraka; bæði sjón og heyrn, þá þekkti hún umhverfi sitt alltaf manna best. Hún og afi Guðmundur ferð- uðust um ósnortna náttúruna á hálendi Íslands á gamla Bronco-inum, með hústjald og prímus í skottinu og mömmu og Völu frænku í aftursætinu. Svo margar sögur hef ég heyrt af þessum ferðalögum í gegnum tíðina að mér finnst ég oft hafa verið á staðnum sjálf- ur. Ég er ekki svo heppinn að muna eftir Hólmgarðinum, en þar bjuggu amma og afi lengst af. Mér er stundum sagt frá kræsingunum sem þar fengust jafnan. Miðað við hvað amma borð- aði páskalærið alltaf með bestu lyst heima hjá mér, á seinni tímum, leyfi ég mér að ímynda mér að hún hafi oft boðið upp á sunnudagslæri í Hólmgarðin- um. Reyndar þótti sumum best að fá bixímat í Hólmgarðinum. Það þótti víst syndsamlega gott. Eina minningin sem ég á af eldamennsku ömmu minnar er þó ein sú innilegasta sem ég á. Það er þegar ég fékk saltkjöt hjá henni einhvern þorrann. Ég hef varla verið eldri en sex ára og skildi ekki hvað amma hafði eiginlega boðið mér upp á, ég var vanur að fá bara venjulegt kjöt. Þegar ég var búinn að kyngja fyrstu bitunum með fýlusvip brá amma sér frá ör- stund. Ég sneri mér þá að mömmu, sem borðar ekki salt- kjöt og sat frammi í stofu, og hvíslaði til hennar lágum rómi: „Mamma, amma hefur eitthvað misst sig í saltinu.“ Það var orðin hefð að ég skutlaði ömmu heim eftir að hún kom í mat, áður en ég hélt svo eitthvað út á lífið. Við ræddum oft daginn og veginn, lífið og tilveruna. Bíltúrar okk- ar voru stundir sem mér voru afar kærar, og henni eflaust líka. Amma var trúrækin kona og vegna hennar sérstaklega ber ég aukna virðingu fyrir kirkj- unni og hennar starfi. Amma kenndi mér svo margt án þess að hafa endilega ætlað sér það. Hún var aldrei að segja manni fyrir verkum eða leggja manni línurnar eitthvað sérstaklega. Hvernig hún lifði og bar sig kenndi mér líklega mest, hóg- værð hennar og hlédrægni á efri árum. Hún var virðuleg kona sem ég mun ætíð bera mikla virð- ingu fyrir. Hún og kom og fór með friði og megi hún því hvíla í friði. Oddur Þórðarson. Eygló Olsen Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI HELGI ÁRNASON, Boðaþingi 18, Kópavogi, lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 1. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Anna Konráðsdóttir Kristín Helga Gísladóttir George Sebastian Mikaelsson Guðmundur Víðir Gíslason Ellen Elíasdóttir Konráð Valur Gíslason Sif Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT RAGNAR LÖVDAHL, Garðsenda 15, lést föstudaginn 30. október. Útför auglýst síðar. Lóa May Bjarnadóttir Pétur Þór Benediktsson Anna Kristín Guðmundsdóttir Bjarni Benediktsson Ireti Elizabeth Akinroyeje Ása Diljá Pétursdóttir Dagbjört Lóa Pétursdóttir Faðir okkar, bróðir, frændi og vinur, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, lést á hjartadeild LSH föstudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 5. nóvember, klukkan 11. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymið verður í gegnum mbl.is/andlát og á slóðinni https://www.facebook.com/groups/357910098646002 Fyrir hönd aðstandenda, Lísa, Gunnar Már og Sara Dís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.