Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 36
Skoðanakannanir á landsvísu vestan hafs Dreifing einstakra kannana og samandregnar og vegnar niðurstöður Heimild: FiveThirtyEight Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember 30% 40% 50% 60% 35% 45% 55% Biden 52,0% Trump 43,5% FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Úrslitin í bandarísku for-setakosningunum vefjastfyrir mönnum vestanhafs,en þó má líklega slá því föstu að ósigurvegarar þessara kosn- inga séu skoðanakönnuðir vestra, sem enn einu sinni virðast hafa mælt fylgið svo skakkt að miklar efasemdir eru uppi um aðferðafræðina. Flækja kjörmannakerfisins Þetta er engan veginn í fyrsta sinn sem skoðanakannanirnar vestra reynast misvísandi um kosningaúrslit í forsetakosningum þar. Að sumu leyti er könnuðum vorkunn. Hið flókna kjörmannakerfi í bandarísku forsetakosningunum gerir að verkum að kannanir á landsvísu geta aldrei gefið rétta mynd af stöðunni. Sér- staklega auðvitað þegar mjótt er á munum og úrslit í fámennum ríkjum geta haft mikil áhrif. Þess vegna þurfa könnuðir að notast við ýmis stærðfræðilíkön, vega úrtökin miðað við samsetningu kjós- enda, áætla hreyfingu á skoðana- myndun í einu ríki út frá rannsóknum á nálægu og svipuðu svæði. Allt er það auðvitað mjög vandasamt, jafnvel vafasamt, þegar úrslit geta ráðist á örfáum atkvæðum. Árið 2016 reyndust kannanirnar svo hlálega rangar að skoðanakönn- uðir lögðust í mikla naflaskoðun og komust að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu verulega vanmetið ýmsa þjóð- félagshópa, einkum hina minna menntuðu og snauðari, sem Trump reyndist svo glúrinn við að kalla til fylgis við sig. Dræm svör eða ónýt aðferð Þrátt fyrir það blasir við að að- ferðirnar hafa ekki skánað mikið síð- an. Líkt og sjá má á línuritinu að ofan reiknaðist mönnum svo til að Joe Bi- den væri að jafnaði með 5-8 prósentu- stiga forskot á Trump. Hann kann vel að reynast hlutskarpari, en ekki í neinni líkingu við þann mun. Þetta sást vel þegar tölurnar í Flórídu tóku að berast, en allt fram á síðustu stundu bar öllum könnunum saman um að Biden myndi hafa þar rúman sigur. Höfðu könnuðir þó sér- staklega reynt að vanda sig þar, minnugir skekkjunnar síðast. Öll eiga fyrirtækin erfitt með að draga svör út úr fólki, aðallega vegna ómaksins. Ekkert þeirra vill segja til um svartíðni, en sagan segir að hún sé á bilinu 3-5% þeirra sem hringt er í. Það er frekar þunnur og háll ís til þess að byggja nákvæmar niður- stöður á. Svo kannski niðurstaðan sé sú að kannanir geti verið skemmtilegur samkvæmis- leikur, en ekkert til þess að byggja á umfram viðtekin sannindi um styrkleika- hlutföll flokka á tilteknum svæðum. Sem menn lesa úr kosningaúrslitum, öðru ekki. Könnuðir falla enn í áliti 36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir sem viljaútrás fyrirpólitíska spennu náðu því aðfaranótt miðviku- dags. Reyndar voru sumir teknir í nef- ið. Ekki síst þeir sem lögðu trúnað á það sem „sérfræðingar“ í stjórnmálafræðum höfðu látið frá sér. Fyrir fjórum árum litu flestir á bandarísku forseta- kosningarnar sem nánast formsatriði sem nauðsynlegt væri að yrði frá áður en óverð- ugum frambjóðanda yrði vísað út í það myrkur sem hann hafði óvelkominn leyft sér að koma úr. Hann var sagður utangarðs- maður og ætti best heima í hópi annarra í undirmálsliðinu, sem horfa mættu í lotningu á þá sem einir fengju að sitja í betri sætunum. En þannig töluðu einmitt stjórnmálamennirnir sem auglýsa sjálfa sig sem vel- gjörðarskjól fyrir þess háttar hóp, en aðeins svo lengi sem þeir þekkja sína stöðu, una henni og eru ævilangt þakklátir þeim sem gauka lítilræði að þeim af örlæti sínu, sem er reyndar jafnan fengið úr vösum almennings. Nánast daglega, mánuðum saman, höfðu „virt“ fyrirtæki sem kanna skoðanir birt ný úrslit um kosninga- áform lýðsins. Þau áttu það sameiginlegt, þótt fyrirtækin væru mörg, að hafa áþekkt mat á því hvernig fólkið myndi kjósa í nóvember 2016. Virðu- legasta toppstykkið á blaða- mennskunni gaf svo út, daginn fyrir kjördag, þá lokaniður- stöðu að 92% líkur væru á því að Donald Trump tapaði kosn- ingunum daginn eftir! Trump reyndist svo „deplorable“ og ódannaður að vinna kosning- arnar þvert á kröfu fjölmiðla- veldis Bandaríkjanna, sem birst hafði þjóðinni sem blandaður kór mánuðum og árum saman. Þeir rúmu tveir mánuðir sem jafnan líða frá kosningu til inn- setningar nýttust fráfarandi valdastétt og því miður einnig samansúrruðum efstu spírum leyni- og ríkislögregluforingja sem ákváðu að þessi alvarlegu mistök kjósenda yrði að leið- rétta. Aðeins þremur vikum eft- ir innsetningu höfðu þeir með undirmálum náð að koma ör- yggisfulltrúa forsetans úr emb- ætti. Lögreglumenn FBI svindluðu sér inn í Hvíta húsið og Comey lögregluforingi montaði sig síð- ar yfir að nýgræðingarnir þar hefðu ekki vitað að þangað fengju þeir aldrei að koma án sérstaks leyfis! Lögreglumenn skrifuðu síðar í minnisblað að þeir hefðu náð að lokka Flynn ráðgjafa til að segja þeim ósatt (sem þeir tóku þó fram að hann hefði reyndar ekki gert, en hefði trúað þeirra tali um þá sök!). Síðan hefur þessi sak- lausi maður tapað öllum sínum eigum, stöðu og áliti en svika- hrapparnir ekki enn verið dregnir fyrir dóm, þótt þeir hafi verið reknir úr FBI með skömm. Í tvö ár „rann- sakaði“ sérstakur saksóknari meint samsæri Trumps og Pútíns (sem kosninganefnd Hillary hafði lát- ið sjóða saman!) og fjölmiðlar birtu reglubundið á forsíðum sínum „afhjúpanir eftir sérlega traustum heimildum“ sem myndu næstu misserin birtast sem óyggjandi staðreyndir um svakalegt framferði þeirra sam- særisbræðra, þegar Mueller rannsakandi myndi moka út. Ekkert af því gerðist. Hinir merku fjölmiðlar hafa ekki í neinu tilviki gert hreint fyrir sínum dyrum. Eins fór fyrir næsta samsæri um svakalegt leynisamtal Trumps við forseta Úkraínu, sem á þriðja tug emb- ættismanna hlustuðu á, hver í sinni holu stjórnkerfisins. Málatilbúnaður hófst í þinginu til að svipta forsetann embætti sínu vegna þessa samtals! Í ný- liðinni kosningabaráttu minnt- ust demókratar ekki orði á rússasamsærið mikla, sem rannsakað var á þriðja ár, eða hið hræðilega samtal við for- seta Úkraínu. Það undarlega var að evrópskir fjölmiðlar (og auðvitað litla ósjálfstæða „RÚV“) elti þessa sér-amerísku ruglseríu eins hún væri hluti af þeirra tilveru. Þegar kom að þessum kosn- ingum var hér og víðar bent á hvernig kannanafyrirtækin hefðu orðið sér til skammar og á loforð forráðamanna um gjör- breytt vinnubrögð sem útilok- uðu slík mistök. Kannanir í að- draganda kosninganna núna voru miklum mun fjandsamlegri Trump en var fjórum árum fyrr. Svo samhljóma og ágeng birting stöðunnar hafði mikil áhrif á stuðninginn við Trump. Hver vill hoppa um borð í sökkvandi skip? Í þessum kosningum var efnt til póstkosninga í stórkostleg- um stíl. Sumir hér halda að þar sé um hefðbundna utan- kjörstaðakosningu að ræða, með vandaða umgjörð opin- berra eftirlitsmanna sem tryggja að kjósandinn sé sá sem hann segist vera. Þessar bandarísku póstkosningar væru hvergi leyfðar þar sem leynileg atkvæðagreiðsla einstaklinga er forsenda þess að atkvæði teljist gilt. Það má vel takast nú, með öllum þessum brögðum, að hafa embættið af forsetanum. Hvað sem mönnum þykir um ein- staklinginn er framgangurinn hneisa fyrir Bandaríkin. Að öðru leyti mistókst aðförin um flest. Ríkisstjórum repúblikana fjölgaði um einn. Repúblikanar virðast ætla að halda velli í öld- ungadeildinni. Fulltrúum demó- krata í fulltrúadeild fjölgaði ekki verulega, eins og stefnt var að. Nú er útlit fyrir að þeim fækki. Líðandi kosningar verða seint taldar Bandaríkjunum til vegsemdar. Það er skaði. } Sigurförin varð lúpuleg B úið er að dreifa hörmulegu þingmáli á Alþingi. Máli sem vekur með mér bæði hrylling og sorg. Máli sem fær mig til að hugsa um á hvaða vegferð við séum sem þjóð. Það ber heitið „Tillaga til þingsályktunar um aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þung- unarrofi.“ Texti tillögunnar er þessi: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðast hingað til lands í því skyni að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Þetta verði bundið því skilyrði að viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof, nr. 43/2019. Þá þurfi viðkomandi að geta framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu.“ Alls eru 19 þingmenn sem flytja frumvarpið en fyrsti flutningsmaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka. Annar utanflokkaþingmaður og þingmenn frá Vinstri grænum, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum eru með. Þarna eru m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, for- maður Viðreisnar, Logi Már Einarsson, formaður Sam- fylkingar, og Guðjón Brjánsson, annar varaforseti Alþing- is. Nú vilja þessir þingmenn, og líklega flestir flokksfélaga þeirra á þingi, að Ísland verði eins konar fríríki fóstureyð- inga í Evrópu. Að íslenska heilbrigðiskerfið, sem berst nú þegar í bökkum vegna álags og fjárskorts, taki að sér að eyða ófullburða börnum allt til loka 22. viku meðgöngu fyrir fólk sem vill komast fram hjá lögum í eigin heima- landi. Þessi tillaga er nú komin fram hér í okkar landi þar sem Alþingi samþykkti illu heilli í fyrra, að heimila fóstureyðingar allt til loka 22. viku meðgöngu. Þá er fóstur orðið fullsköpuð lítil manneskja sem bíður þess að fá að koma í heiminn. Við í Flokki fólksins börðumst gegn þeirri lagasetningu. Afstaða okkar hefur ekk- ert breyst. Þetta skal gert undir fána mannréttinda og kvenfrelsis. Þetta er sama fólkið og galar hátt um mannréttindi flóttabarna. Um leið hunsar það mannréttindi og lífsrétt ófæddra barna. Þetta eru alþingismenn sem telja það sjálfsagt að Ísland sé með þessu að hafa bein afskipti af innanríkismálum fullvalda lýðræðisríkis eins og Póllands í þessu tilviki. Lýðskrumið, tvöfeldnin, hræsnin, hrokinn og lífsfyr- irlitningin sem kristallast í þessari þingsályktunartillögu er með slíkum ólíkindum að ég er nánast kjaftstopp og gerist nú ekki oft. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að sjá svona mál koma fram á Alþingi frekar en húrra- og gleðihrópin sem ég upplifði þar þegar heimiluð var eyðing á ófæddum börnum til loka 22. viku meðgöngu eins og gert var fyrir skemmstu. En kannski þarf það ekki að koma á óvart. Í boði Sjálfstæðisflokksins sitjum við uppi með forsætisráðherra sem hefur lýst því yfir í ræðu- stól Alþingis að helst vildi hún sjá að konur ættu að mega sjálfræðis síns vegna láta drepa ófædd börn sín fram að fæðingu. Þetta munum við í Flokki fólksins aldrei samþykkja. ALDREI! Inga Sæland Pistill Fóstureyðingamiðstöðin Ísland? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Ég held að það sé aðeins of snemmt að fella stóra dóma um stöðu skoðanakönnunar- innar í samfélaginu,“ segir Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. „Að einhverju leyti er sagan þó að endurtaka sig, þar sem sumar kannanir hafa verið fjarri úrslitunum, en annars staðar hafa þær reynst mjög nákvæmar.“ Hulda telur að helstu spá- líkön hafi reynst vel í aðdrag- anda kosninganna, sagt fyrir um þá stöðu sem uppi var eftir kosningarnar, að úrslitin yrðu víða tvísýn, að bíða þyrfti eftir úrslitum í Pennsylvaníu og þar fram eftir götunum. „Heilt á litið, eins og staðan er núna, brugð- ust skoðanakannanir ekki. Ekki á heildina litið, þó þær hafi vissulega gert það á einstaka stöðum. En þær hafa klárlega of- metið fylgi Bidens víða, þar er ein- hver skekkja.“ Spálíkönin reyndust vel SKOÐANAKANNANIR Hulda Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.