Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Undanfarin ár hef- ur verið þrýst á fjár- magnsmarkaði að beina fjármagni í verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð. Samræmdar reglur og viðmið hefur hins veg- ar skort. Upplýsingar fyrirtækja um sjálf- bærni eru oft og tíð- um ófullnægjandi, óstaðfestar og ekki sambærilegar, hvorki milli ára né fyrirtækja. Það sem hefur vantað er samræmd nálgun sem gefur heildstæða sýn á þróun í átt að sjálfbærni. Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála (e. EU Taxonomy) sem kynnt var í júní 2020, tekur á þessum vanda. Það samræmir verklag og setur sjálf- bærniviðmið sem fjármagnsmark- aðurinn getur stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum, hvort sem það eru fyrirtæki eða opinberir aðilar sem útgefendur skuldabréfa eða fjárfestar. Samræmt verklag fyrir fjárfesta, útgefendur og hið opinbera Til þess að Evrópusambandið nái markmiði sínu um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2030 og verða kolefnis- hlutlaus árið 2050, þurfa allir að spila eftir sömu reglum og eftir skipulegu kerfi, rétt eins og fót- boltalið. Í því samhengi eru leik- mennirnir fjárfestar, útgefendur og hið opinbera. Þjálfarinn er Evrópu- sambandið sem leggur línurnar og útbýr leikkerfið. Flokkunarkerfinu er skipt í sex umhverfismarkmið. Þegar hafa verið birtar ítarlegar skilgreiningar á verkefnum sem falla undir fyrstu tvö markmiðin, en stefnt er að því að birta skilgreiningar á hinum fjórum flokkunum árið 2021. Evr- ópusambandið telur að starfsemi stuðli að sjálfbærni hafi hún já- kvæð áhrif á eitt þessara viðfangs- efna, og ekki umtalsverð neikvæð áhrif á hin. Auk þess þarf starf- semi að uppfylla viðurkenndar reglur um mannréttindi, góða stjórnarhætti og tæknilegar við- miðunarreglur sem settar hafa ver- ið fram af framkvæmdastjórn ESB. Flokkunarkerfið leiðbeinir leikmönnum hagkerfisins Flokkunarkerfið virkar eins og leikkerfi fyrir leikmenn hagkerf- isins og gerir þeim mögulegt að flokka atvinnustarfsemi eftir því hvort hún stuðli raunverulega að sjálfbærni eða ekki. Fjárfestar eiga auðveldara með að þekkja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og bera þau saman, án þess að hafa djúpa þekkingu á umhverfisvísindum. Fyrirtæki eiga auðveldara með að setja sér sjálfbærniviðmið sem bæði stuðla að markmiðum Evr- ópusambandsins og gera fyrirtækið um leið að álitlegri fjárfesting- arkosti. Flokkunarkerfið aðstoðar einnig útgefendur grænna skuldabréfa við að skilgreina hvaða verkefni ætti að fjármagna út frá sjálfbærni. Út- gefendur hafa nú þegar stuðst með opinberum hætti við flokk- unarkerfið. Standard Chartered gaf til að mynda út sjálfbærn- iskuldabréf fyrir 500 milljónir evra í júlí 2019, blöndu af grænu skuldabréfi og félagslegu skulda- bréfi. Deutsche Bank gaf einnig út grænt skuldabréf í apríl 2020 sem styðst að miklu leyti við flokk- unarkerfið. Viðbúið að flokkunar- kerfið muni hafa töluverð áhrif á Ísland Flokkunarkerfið er nú þegar í einhverri notkun á Íslandi. Fjár- málaafurðir og grænar skulda- bréfaútgáfur sem styðjast við flokkunarkerfið hafa þegar birst. Fyrirtæki í öllum helstu atvinnu- vegum Íslands munu þó geta stuðst mun betur við flokk- unarkerfið þegar það hefur verið útfært nánar, en núverandi útgáfa tekur t.d. ekki tillit til sjávarútvegs með beinum hætti. Hins vegar eru stórir flokkar innan kerfisins sem eru vel útskýrðir og eiga vel við Ís- land. Raforkuframleiðslu og ál- framleiðslu eru til dæmis gerð góð skil í flokkunarkerfinu. Búast má við því að þegar umhverfisviðmið allra sex flokkanna hafa verið birt á ítarlegan hátt, geti sjávarútveg- urinn og enn fleiri atvinnugreinar, stuðst við flokkunarkerfið. Skilvirkari endurgjöf og grænþvottur erfiðari Óhætt er að segja að flokkunar- kerfið sé eitt af mikilvægustu skrefum Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála. Það ýtir fjármagni þangað sem þess er þörf og leiðir til þess að erfiðara verður fyrir aðila á fjármálamarkaði að fela sig á bak við skort á skilgrein- ingum og viðmiðum. Upplýs- ingagjöf verður skilvirkari og trú- verðugri og grænþvottur erfiðari. Þessar áherslur eiga eftir að gera hagkerfið umhverfisvænna og von- andi leiða til að þess að markmiðið um kolefnishlutleysi árið 2050 ná- ist. Loksins skýrar leikreglur í græn- um fjármálum Eftir Reyni Smára Atlason og Sigrúnu Guðnadóttur »Með nýju flokk- unarkerfi á sviði sjálfbærra fjármála verður upplýsingagjöf skilvirkari og trúverð- ugri og grænþvottur verður erfiðari. Reynir Smári Atlason Reynir er sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum og Sigrún er sérfræðingur á fyrirtækjasviði bank- ans. Sigrún Guðnadóttir Björn Bjarnason fv. ráðherra sendir mér tóninn í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Tilefnið er nýútkomin bók mín, Spegill fyrir skuggabaldur – at- vinnubann og misbeit- ing valds. Björn er ekki kátur, frekar en við mátti búast, enda koma bæði hann og hans fólk – faðir hans, frændur og flokksfélagar – þar nokkuð við sögu. Í bókinni er skyggnst undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrirgreiðslupólitík á Íslandi. Greint er frá reynslu fjölda fólks sem orðið hefur fyrir atvinnubanni og misbeit- ingu ráðningarvalds. Viðfangsefnið er skoðað bæði í sögulegu ljósi og samtímaspegli. Rakinn er fjöldi mála sem ná allt aftur til upphafs síðustu aldar og fram á þennan dag. Eru þau sett í samhengi við spillingu og valdbeitingu sem skotið hafa rót- um í samfélagi okkar, ekki síst vegna þaulsætnustu valdaflokka landsins. Er því mjög ofmælt hjá Birni að bókin fjalli um tvö ráðning- armál sem tengjst mér sjálfri, þó að sjálfsögðu komi þau við sögu. Meginviðfangsefni bókarinnar er samfélagsleg meinsemd sem Björn og aðrir sjálfstæðismenn eiga erfitt með að gangast við. Meinið hefur lengi grafið um sig, einkum innan valdaflokkanna tveggja, Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, þar sem þróast hefur stjórnmála(ó) menning sem bókin varpar ljósi á. Meinsemdin er afkomuofbeldi í formi fyrirgreiðslupólitíkur og at- vinnubanns gagnvart fólki sem er þessum valdaöflum þyrnir í augum. Ástæðan oft pólitískir sérhagsmunir sem fyrrgreindir flokkar standa vörð um en stundum geðþótti. Eitt þeirra mála, sem í bók minni eru rakin, og varpar skýru ljósi á það sem við er að eiga, varðar Hall- dór Laxness. Frá því er sagt þegar Bjarni Benediktsson (faðir Björns) beitti sér með þeim hætti að bækur Laxness hættu að koma út í Banda- ríkjunum. Í grein sinni skautar Björn Bjarnason í kringum þetta mál með undarlegum samtengingum og krókaleiðum, en sneiðir hjá hinni raunverulegu undirrót sem þó má lesa í bókinni (og raun- ar víðar, til dæmis í ævisögu Laxness eftir Halldór Guðmundsson (2004) og í nýlegum skrifum dr. Ingu Dóru Björnsdóttur, mann- fræðings). Íslensk stjórnvöld lögðu stein í götu Lax- ness á erlendri grundu vegna gruns um að Halldór styddi kommúnista, ekki aðeins í orði heldur verki. Í ævisögu skáldsins kemur fram að Bjarni Benedikts- son (utanríkis- og dómsmálaráð- herra 1947-50 og síðar forsætisráð- herra) bað William Trimble, sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, að grennslast fyrir um tekjur skáldsins og skattskil í Bandaríkj- unum. Sjálfur vissi sendiherrann að „orðstír Laxness myndi skaðast varanlega ef við komum því til skila að hann sé að reyna að komast und- an tekjuskatti“ eins og hann skrif- aði sjálfur í leyniskjal sem seinna var gert opinbert. Og Trimble bætti við: „Þar af leiðandi er mælt með frekari rannsókn á þeim höf- undarlaunum sem hann hefur væntanlega fengið fyrir Sjálfstætt fólk“ (s. 154). Sem sjá má af þessu virðist bein- línis hafa verið ætlunarverk banda- rískra og íslenskra yfirvalda að eyðileggja orðspor Halldórs Lax- ness, og sannarlega tókst að skerða tekjur hans. Það var svo enginn annar en J. Edgar Hoover yfimað- ur FBI sem var settur í málið með skipun um að viðhafa „stranga leynd“ og skila niðurstöðum hið snarasta. Afleiðingin varð sú að bækur Laxness hættu að koma út í Bandaríkjunum. „Já, máttur valds- ins og þöggunarinnar er mikill,“ sagði dr. Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur réttilega um þetta mál í nýlegri grein. Það er augljóslega þungt fyrir Björn Bjarnason að horfast í augu við þessa afhjúpun, enda hefur hann reynt að bera í bætifláka fyrir föður sinn vegna þessa á öðrum vettvangi áður. Sú sonarhvöt er skiljanleg. Að- ferð Björns er ekki að sama skapi vönduð, þó að hún sé kunnugleg. Um þá aðferðafræði er raunar einnig fjallað í bók minni, í kafla sem nefnist „Orðræðan um kon- urnar“. Þar kemur Björn sjálfur nokkuð við sögu enda seilist hann nú í öll verkfærin sem þar eru nefnd. Hann reynir að tengja skrif mín við tilfinningar sem hann eign- ar mér og leitast við að sálgreina mig – margt fer honum þó betur en þeir tilburðir. Björn gerir einnig svolítið bros- lega tilraun til þess að koma á mig norna-stimpli með tengingu við „galdrafræði“. Sá fótur er þó fyrir að ég skrifaði á sínum tíma doktors- ritgerð um sögu galdraofsókna á Íslandi svo að samhengið er ekki al- veg út í hött. Þá gerir Björn ekki greinarmun á hugmyndum þeirra sem rætt er við í bókinni og skoðunum mínum, heldur hrærir því öllu saman. Til dæmis varðandi miðlæga ráðning- arstofu hins opinbera sem dr. Sig- urbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur hefur talað fyrir og er rædd í bókinni. Þar fellur Björn í þá gryfju að greina ekki á milli bók- arhöfundar og viðmælenda. Þessi bók fjallar um skugga- baldrana í samfélagi okkar og skúmaskotin þar sem þeir leynast. Titillinn er tilvísun í óvætt sem þjóðsögur herma að sé afkvæmi tófu og kattar, mikið skaðræðis- kvikindi sem ekkert fær grandað nema takist að sýna því sína eigin mynd. Bókin er þess vegna spegill sem vissulega getur verið óþægi- legt fyrir ýmsa að horfa í. Það var augljóslega óþægilegt fyrir Björn Bjarnason. Skuggabaldur snýr sér undan Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur » Í bókinni er skyggnst undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrir- greiðslupólitík á Íslandi með atvinnubanni og misbeitingu valds. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Höfundur er þjóðfræðingur og rithöfundur. olinathorvardar@gmail.com Falleg hönnun frá Blómahengi Verð 1.170 kr. Bókastoðir Verð frá 875 kr. Hilluvinklar Verð frá 770 kr. Snagi HRÓI HÖTTUR Verð frá 980 kr. Snagabretti Verð 4.980 kr. Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is Snagi Fiðrildi Verð 1.630 kr. Snagi ALBER Verð 1.630 kr. Til í fleiri litum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.