Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT. ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB. ob.is LÆGSTA VERÐÓB ARNARSMÁRI BÆJARLIND FJARÐARKAUP HLÍÐARBRAUT AKUREYRI Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ekki er útlit fyrir að valkvæðar að- gerðir verði leyfðar á Landspítalan- um eða utan hans á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki miðað við ákveðinn fjölda Covid- sjúklinga svo hægt sé að ráðast í þær aðgerðir á ný. „Við horfum fyrst og fremst núna til 17. nóvember,“ segir Þórólfur en fyrirmæli landlæknis um frestun slíkra aðgerða frá 26. októ- ber síðastliðnum ná til þess dags. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoð- armaður forstjóra Landspítalans, segir að áður en yfirvöld hafi ákveðið að fresta valkvæðum aðgerðum hafi þegar verið dregið úr starfseminni. Þá hafi verið framkvæmdar um 50% þeirra aðgerða sem gerðar séu í venjulegu árferði. „Við áætlum að nú séu gerðar um það bil 35 aðgerðir hvern virkan dag en venjulega eru þær um 100,“ segir hún. Anna Sigrún segir enn fremur að aðeins séu framkvæmdar bráðaað- gerðir núna. „Þær eru vegna bráða- ástands sjúklinga eða ef talið er að ástand þeirra muni versna til muna ef ekki er gerð aðgerð. Þessar að- gerðir eru einkum krabbameinsað- gerðir en líka hjartaaðgerðir og fleira.“ Hún segir aðspurð að starfsfólk spítalans vilji gjarnan geta sinnt öll- um aðgerðum og sé óþreyjufullt að komast aftur af stað. „Það verður ekki degi of snemma en þó ekki fyrr en það er öruggt fyrir alla.“ Morgunblaðið/Eggert Skurðaðgerð Aðeins eru framkvæmdar bráðaaðgerðir á Landspítalanum þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Um 35 aðgerðir á dag  Minnst 12 dagar í að valkvæðar aðgerðir verði leyfðar á ný Fátt er meira hressandi en að fá sér göngutúr í góðra vina hópi, enda hefur almenningur verið hvattur til að hreyfa sig utandyra í miðju sam- komubanni og hertum sóttvarna- aðgerðum. Þessar kátu konur, sem allar búa í þjónustublokk aldraðra við Afla- granda 40, hvíldu lúin bein fyrir ut- an Melabúðina í vikunni eftir göngutúr og smá innkaup. Og grímurnar að sjálfsögðu á. Frá vinstri á myndinni eru Eygló Karls- dóttir, Edda Kristinsdóttir, Karen Lísa Guðmundsdóttir og Sveinbjörg Símonardóttir. Þær fara alla daga í göngu um Vesturbæinn, nema þegar er mikið rok. Þær eru einnig mjög virkar í félagsstarfi hjá Samfélagshúsinu á Aflagranda 40. Á göngunni er spjallað um dag- inn og veginn og gott tækifæri gefst til að fylgjast með mannlífinu í leiðinni. bjb@mbl.is Fylgjast kátar með mannlífi í Vesturbæ Ljósmynd/Sigurlaug Bragadóttir Bæði Framsókn og Vinsti hreyfingin – grænt framboð hafa haldið rafrænt kjördæmisþing í Norðausturkjör- kæmi nýlega, Framsókn á þriðju- daginn en Vinstri græn á laugardag- inn. Ljóst er að í báðum flokkum stefnir í toppslag þegar kemur að sætum á lista fyrir næstu alþingis- kosningar. Á kjördæmisþingi Framsóknar kvaðst Þórunn Egilsdóttir, sitjandi oddviti, sækjast eftir umboði til þess að leiða lista en Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri tilkynnti á sama fundi að hún byði sig fram í fyrsta sæti á B-lista. Líneik Anna Sævarsdóttir, þing- maður Framsóknar, sækist áfram eftir sæti ofarlega sem og Þórarinn Ingi varaþingmaður. Þá tilkynnti Helgi Héðinsson, oddviti í Skútu- staðarhreppi, að hann byði fram krafta sína í hóp þeirra efstu. Á kjördæmisþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis, þingmaður og oddviti í kjör- dæminu til margra ára og stofnandi flokksins, að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram. Við þá tilkynningu opnaðist sæti sem líklegt er að keppst verði um. Fyrir er Bjarkey Olsen Gunnars- dóttir þingmaður í kjördæminu og í örðu sæti á eftir Steingrími. Hún til- kynnti á kjördæmisþingi að hún hygðist bjóða sig fram í oddvitasæt- ið. Þá hefur Óli Halldórsson, for- stöðumaður Þekkingarnets Þingey- inga, tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann sækist eftir fyrsta sæti listans. Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram í eitt af efstu sætunum. Við val á lista framsóknarmanna verður stuðst við póstkosningu. Ekki er algengt að notast sé við þá aðferð í dag en vegna óvissuástands í þjóð- félaginu þykir ekki öruggt að stefna fólki saman á tvöfalt kjördæmisþing eða prófkjör. Lög flokksins leyfa ekki rafræna kosningu við val á lista. Vinstri græn samþykktu á kjör- dæmisþingi sínu að halda lokað for- val, en það er aldrei annað en leið- beinandi vegna t.d. kynjasjónar- miða. Ekki er útséð um hvort fleiri framboð berist á næstu dögum. karitas@mbl.is Nokkur framboð komin fram í NA  Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn hafa haldið kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi Þórunn Egilsdóttir Ingibjörg Isaksen Bjarkey Gunnarsdóttir Óli Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.