Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 5. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.6 Sterlingspund 181.62 Kanadadalur 105.65 Dönsk króna 21.987 Norsk króna 14.738 Sænsk króna 15.797 Svissn. franki 153.16 Japanskt jen 1.3425 SDR 198.17 Evra 163.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 195.4105 Hrávöruverð Gull 1899.85 ($/únsa) Ál 1834.5 ($/tonn) LME Hráolía 39.26 ($/fatið) Brent ● Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vís- að frá stefnu sem 365 ehf., Ingibjörg S. Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhann- esson höfðu lagt fram gegn Sýn hf., framkvæmdastjóra og tilteknum stjórn- armönnum þar sem þau kröfðust greiðslu eins milljarðs fyrir hvern stefn- anda. Sneri málið að meintum van- efndum í tengslum við kaup Sýnar á til- teknum eignum 365. Í árshlutareikningi Sýnar segir að niðurstaða héraðsdóms hafi verið að annmarkar hafi verið á málatilbúnaði, dómkröfur stefnenda óljósar og óskýrar. Hafa stefnendur áfrýjað niðurstöðu dómstólsins. Enn er rekið fyrir héraðsdómi mál Sýnar gegn þremenningunum þar sem þau eru krafin um greiðslu skaðabóta vegna meintra brota á ákvæðum í kaupsamningi vegna fyrrnefndra við- skipta. Dómkrafa Sýnar nemur um 1,7 milljörðum auk dráttarvaxta. Átta milljóna króna hagnaður Samkvæmt árshlutareikningi Sýnar nam hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi 8 milljónum króna, sam- anborið við 71 milljónar króna tap á sama fjórðungi ársins 2019. Tap af rekstri Sýnar á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 402 milljónum króna, samanborið við 384 milljóna króna hagnað yfir sama tímabil í fyrra. Héraðsdómur vísar frá stefnu á hendur Sýn STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það má færa rök fyrir því að við mat á þeirri ríkisábyrgð sem var veitt við fjárhagslega endurskipulagningu Iceladnair Group hafi ekki nægilegt tillit verið tekið til þeirra neikvæðu efnahagslegu áhrifa sem það hefði haft ef Ice- landir hefði hætt starfsemi.“ Þetta segir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum en hann hefur rit- að grein á vefsíðu bankans um áhrif björgunar Ice- landair á efnahagslega uppbyggingu hér á landi. Sé aðeins litið til mögulegra um- svifa Icelandair á komandi árum og gengið út frá því að ekkert innlent flugfélag myndi fylla í skarð þess, þá myndi hagvöxtur minnka um 1,5 prósentustig 2022 og 2023 við brott- hvarf félagsins.“ Þannig bendir Gústaf á að í nýrri hagspá hagfræðideildar Landsbank- ans sé gert ráð fyrir að meðalhag- vöxtur áranna 2021-2023 verði um 4,5%. Hefði fjárhagsleg endurskipu- lagning flugfélagsins ekki gengið eftir hefðu horfurnar lækkað í 3,4% á árunum 2022 og 2023. Beðinn um að slá á fjárhæð í þessu sambandi segir Gústaf að þetta jafn- gildi 45 milljarða innspýtingu í hag- kerfið. „Það er á við 2-3 loðnuvertíðir hvort ár um sig þannig að þetta eru verulegar fjárhæðir. En þá verður líka að taka inn í reikninginn að um- svif Icelandair hafa víðtækari áhrif í formi meiri umsvifa annarra ferða- þjónustufyrirtækja, auk þess að fyrirtækið hefur fjölda hálaunafólks í starfi. Auk þess getum við séð fyrir okkur að þau umsvif sem við færum á mis við með brotthvarfi Icelandair myndu leiða til veikari krónu og þar með hærri verðbólgu en þetta eru breytur sem ekki er tekið tillit til í þessum útreikningum.“ Spurður út í hvort ekki felist í því of mikil einföldun að láta sem engin félög myndu fylla skarð Icelandair ef það hyrfi af sjónarsviðinu, segir Gústaf að nálgun hans gangi ekki út á það. „Það gætu félög sinnt flugi til og frá landinu en það er ósennilegt að nýtt innlent félag gæti gert það í sama mæli og Icelandair hefur gert, að minnsta kosti næstu árin og þá er ósennilegt að erlend flugfélög myndu sinna þjónustunni með sama hætti og Icelandair hefur gert. Við uppbyggingu ferðaþjónustu eins og þeirrar sem hér hefur verið byggð upp skiptir framboðið á flugsætum ekki minna máli en eftirspurnin. Raunar hefur verið sýnt fram á að uppbygging ferðaþjónustu á eyjum eins og Íslandi er framboðsdrifin fremur en eftirspurnardrifin.“ Langtímahorfurnar mun betri en skammtímahorfurnar Gústaf segir að hagvaxtarhorfur hér á landi byggist að miklu leyti á því hvernig okkur tekst til við að laða erlenda ferðamenn til landsins. „Þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að er- lendir ferðamenn verði um hálf millj- ón í ár, þeim fjölgi í 650 þúsund á næsta ári og að þeir verði 1,3 millj- ónir 2022 og 1,9 milljónir 2023 og þá erum við farin að nálgast þann fjölda sem hingað kom 2018. Icelandair mun leika algjört lykilhlutverk í flutningi þessa fólks til og frá land- inu. Það sést á þeirri einföldu stað- reynd að um 60% þeirra 2 milljóna ferðamanna sem hingað komu í fyrra ferðuðust með Icelandair. Gústaf segir áætlanir þær sem hagfræðideildin hefur birt um þróun ferðamannafjöldans nokkurn veginn í takti við áætlanir IATA um endur- reisn flugstarfsemi í heiminum að kórónuveirufaraldrinum loknum. „Langtímahorfurnar eru mun betri en skammtímahorfurnar. Þess vegna skipti miklu máli að fleyta Ice- landair yfir þessa erfiðleika. Líkt og fram kom í lagafrumvarpinu um rík- isábyrgðina til félagsins þá er Ice- landair skilgreint sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Áhrif þess á væntan hagvöxt undirstrika það.“ Endurreisn Icelandair mikil- vægt framlag til hagvaxtar Morgunblaðið/Eggert Flug Icelandair heldur úti lágmarksstarfsemi nú um stundir vegna kórónu- veirunnar en félagið segist tilbúið í slaginn þegar færi mun gefast.  Hagfræðingur segir viðgang Icelandair jafngilda nokkrum loðnuvertíðum Hagvaxtarspá 2021-2023 6% 5% 4% 3% 2% 2021 2022 2023 Heimild: Landsbankinn Án Icelandair Með Icelandair Gústaf Steingrímsson Festi, sem m.a. rekur Elko, N1 og Krónuna, hagnaðist um 1.162 milljón- ir króna á þriðja ársfjórðungi, sam- anborið við 1.480 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Framlegð af vöru- sölu nam 5,8 milljörðum og jókst um tæplega 200 milljónir milli ára. Hins vegar drógust aðrar tekjur saman um 70 milljónir og rekstrarkostnaður jókst um tæpar 150 milljónir króna. Þá jukust afskriftir um 258 milljónir miðað við sama fjórðung í fyrra og niðurfærsla fjárfestingareigna var óveruleg en hafði reynst jákvæð um 62 milljónir á þriðja fjórðungi í fyrra. Það sem af er ári hefur Festi hagn- ast um 1.740 milljónir króna og er það rúmum 340 milljónum minna en á fyrstu níu mánuðum ársins 2019. Eigið fé félagsins er 29,7 milljarðar króna og hefur aukist um 3,5% frá áramótum. Skuldir félagsins standa í 55,6 milljörðum og hafa aukist um 5,8% frá áramótum. Í tilkynningu frá félaginu er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni að rekstur á þriðja fjórðungi ársins hafi gengið vel. Rekstur Elko hafi verið umfram væntingar þrátt fyrir 70% tekjusam- drátt hjá versluninni í Leifsstöð. Mik- ill vöxtur sé hjá Elko á höfuðborg- arsvæðinu og einkum í netverslun fyrirtækisins. „Rekstur N1 gekk mjög vel í sumar þrátt fyrir fækkun ferðamanna og minni umsvif í sjávarútvegi. Er það ekki síst að þakka yfirburðastöðu dreifikerfis félagsins. Félagið fann þó mikið fyrir samkomutakmörkunum stjórnvalda er hófust að nýju í byrjun ágúst sl.“ Segir hann einnig að umsvif Krón- unnar hafi aukist að undanförnu og að á síðasta fjórðungi hafi félagið opnað verslun á Hallveigarstíg í Reykjavík, þar sem Bónus var um langt árabil með verslun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bensín Rekstur N1 gekk vel þrátt fyrir miklar sviptingar á markaði. Hagnaður Festar dregst saman  Elko, N1 og Krónan sækja fram á markaði Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 MJÚKUR KÓSÝGALLI Háar buxur og stutt peysa með hettu Stærðir 36-46 Settið: verð 18.850,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.