Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 261. tölublað 108. árgangur
Úrbeinaður grísahnakki
Með eplum og kanil
1.499KR/KG
ÁÐUR: 2.499 KR/KG
FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ!
Kalkúnaleggir
Lausfrystir – 3 stk
399KR/KG
ÁÐUR: 887 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 5.—8. nóvember
-55% -40% Bökunarkartöflur
135KR/KG
ÁÐUR: 269 KR/KG
-50%
„EIN AF BESTU
BÓKUM ÓLAFS
JÓHANNS“
STÓRSIGUR
GEGN LITHÁEN
ÍSLENSKUR
JÓLABJÓR FER
Í SÖLU Í DAG
ÍÞRÓTTIR 61 SEXTÍU TEGUNDIR 20 64
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegna fjölgunar eldri borgara á
næstu árum og áratugum þarf að
byggja fjölda hjúkrunarheimila til
að halda í við þörfina, jafnvel eitt eða
tvö á ári. Verði það ekki gert munu
biðlistar lengjast frá því sem nú er.
Stærsti hópurinn sem flytur á
hjúkrunarheimili er 80 ára og eldri
þótt einnig þurfi hluti fólks á áttræð-
isaldri á þjónustu þeirra að halda.
Fjölmennir árgangar komast á
þennan aldur á næstu árum og ára-
tugum auk þess sem fólk lifir al-
mennt lengur.
Þrátt fyrir að hjúkrunarrýmum
hafi verið fjölgað í ár og á síðasta ári
eru nú yfir 400 aldraðir á biðlista
hjúkrunarheimila. Meðalbiðtíminn
hefur verið að lengjast og er nú sex
mánuðir þótt stefna stjórnvalda sé
að hann sé ekki lengri en þrír mán-
uðir. Hætt er við að biðlistar muni
lengjast mjög í framtíðinni, þegar
stórir hópar aldraðra ná 80 ára aldri.
Til þess að það gerist ekki þarf að
byggja tugi hjúkrunarheimila, ef til
vill eitt eða tvö 100 rýma heimili á
hverju ári. Sá framkvæmdahraði
sem verið hefur á byggingu nýrra
hjúkrunarrýma mun engan veginn
duga til að anna þörfinni.
Unnt er að draga úr þörf fyrir
byggingu nýrra hjúkrunarheimila í
framtíðinni með aukinni áherslu á
forvarnir, mataræði, heimaþjónustu
og heimahjúkrun. María Fjóla
Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu,
segir áríðandi að auka þessa þjón-
ustu.
Í framkvæmdaáætlun til ársins
2024 er gert ráð fyrir byggingu
heimila með 578 nýjum hjúkrunar-
rýmum. Þar vega þyngst áform um
byggingu heimila með 200 rýmum í
Reykjavík. Heilbrigðisráðuneytið og
borgin eiga í viðræðum um lóðir og
fjármögnun og verður staðsetning
heimilanna væntanlega kynnt á
næstunni.
Byggja þarf hratt upp
Vegna hraðrar fjölgunar aldraðra þarf að byggja fjölda hjúkrunarheimila
á næstu árum Yfir 400 eru á biðlista eftir plássi á hjúkrunarheimilum
Eldri borgurum fjölgar
» Íbúum 80 ára og eldri fjölg-
ar úr 13 þúsund í 34 þúsund til
ársins 2050. Hluti af þessum
hópi þarf pláss á hjúkrunar-
heimilum.
» Ef hjúkrunarheimili verða
byggð í takti við áform stjórn-
valda nú munu biðlistar marg-
faldast. Nú eru yfir 400 aldr-
aðir á biðlista eftir hjúkrunar-
plássi en sú tala getur
sjöfaldast fram til ársins 2050.
MByggja þarf heimili… »24-26
„Okkur finnst að það sé allra hag-
ur að það sé jafnræði á milli manna
á svæðinu, að allir sitji við sama
borð,“ segir Hjörtur Bergstað, for-
maður Hestamannafélagsins. Mikil
óánægja ríkir meðal hesthúseig-
enda og hestamanna með að lóða-
samningar virðast eiga að gilda í 50
ár fyrir suma en 25 ár fyrir aðra,
samanber samþykkt meirihlutans í
borgarráði. »18
Morgunblaðið/Eggert
Deila Hestamenn segjast vera ósáttir.
Borgin mismunar
lóðaleigjendum
Mikil aukning
hefur orðið á
sölu í verslunum
Krónunnar að
undanförnu, í
sumum þeirra
um allt að 30%
séu síðustu
mánuðir settir í
samanburð við
sama tímabil í
fyrra. Ásta Sig-
ríður Fjeldsted sem tók við sem
framkvæmdastjóri fyrirtækisins í
byrjun október sl. segir þetta í
raun ekki koma á óvart. Margir
vinni – og borði – heima um þess-
ar mundir, mötuneyti í skólum og
á vinnustöðum eru lokuð og veit-
ingastaðir að mestu sömuleiðis.
Auk þess er lítið um ferðalög til
útlanda.
Í Krónunni er nú meira keypt
af ódýrari matvöru en áður sem
Ásta telur að tengja megi við
þrengri efnahag fólks. Almennt
séu verslunarhættir mjög að
breytast, þá einkum vegna
tækniþróunar og þar sé margt
spennandi í undirbúningi. »22
Aukning í
verslunum
Krónunnar
um 30%
Ásta
Fjeldsted
Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata, þótti
sigurstranglegur við upphaf annarrar nætur
kosningavökunnar langdregnu í Bandaríkjunum.
Biden er talinn hafa yfirhöndina í sveifluríkjunum
Arizona og Wisconsin og nálgast sigur í Michigan
- allt ríki þar sem Trump forseti vann fyrir fjórum
árum. Úrslitin eru þó ekki ráðin meðan enn eru
ótalin atkvæði og niðurstaðan var enn óviss þegar
Morgunblaðið fór í prentun. »35-36
AFP
Úrslita beðið í tvísýnum forsetakosningum